Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 7
Sunnudags Alþýðublaðið - 1. október 1967 7 BÆKUR jr A Jón Trausti: ANNA FRÁ STÓRUBORG Saga frá sextándu öld Almenna bókafélagið, Reykjavík 1967. 207 bls. „Það er ekkert áhlaupaverk að semja söguleg Skáldverk, syngja líf og anda í löngu liðn- ar aldir og töfra fram gleymda og hálfgleymda atburði úr gröf- um sínum með því listaafli að allir lifandi menn taki innileg- an þátt í sorg þeirri eða gleði er í þeim felst. Það er ekki heiglum hent að fást við slíkt. Það er ekki oft, varla nema einu sinni á ævi heimsins, sem út- lendir snillingar vekjast upp til .að gera það. . . Enginn hefur ennþá orðið til þess að gera það fyrir íslendinga. Það verk er ennþá óunnið. En það verður unnið fyrr eða síðar — af ís- lendingum sjálfum eða ein- hverjum öðrum. Rómantíkin er í útlegð nú sem stendur í heimi j listarinnar, en hún verður aft- \ ur kölluð til valda áður en langt | um líður — í einhverri mynd \ því að heimurinrí getur ekki án = hennar verið. Og þá leggur ís- | land til efnið í ný skáldleg stór- = virki. .. ” | Þannig komst Jón Trausti að É orði í grein, árið 1906, um Vil- = hjálm Tell. Sjálfságt væri það i full-langt gengið að taka loka- I orð hans hér að ofan sem ein- \ hvers konar forsögn — til að = mynda um íslandsklukkuna og i Gerplu hálfri öld síðar en þau = voru sögð. En allténd ætti að vera óhætt að sjá í þessari til- vitnun hans eigin stefnuskrá þegar hann tók sjálfur að semja sögulegar skáldsögur; að liann hafi viljað segja upp liðna sögu með því listarafli að lesendur lians tækju innilegan þátt í þeirri sorg eða gleði er í henni fælist. Ifin „innilega hluttekn- ing” sem sagan ætlast til gerir raunar vissa siðferðiskröfu til lesandans; liann verður að vera við því búinn að samsinna jafn- harðan þeim mórölsku mæli- kvörðum sem höfundur leggur á söguefni sitt og hvarvetna koma fram í frásögn hans, beint eða óbeint; minnsta kosti verður honum að þykja mælikvarðinn sjálfur þess virði að beita hon- um í hverju tilteknu dæmi. Aldarfarslýsing 16du aldar þykir ef til vill ekki fyrirferðarmik- ill, hvað þá mikilsverður efnis- þátfur í Önnu frá St.óruborg eftir Jón Trausta. Engu að síður er slík lýsing einkar glögg í bókinni og heilir og hálfir kaflar beinlínis helgaðir henni, svo sem kaflinn Aldarfar í öðrum þætti sögunnar, upphaf þriðja og sjötta þáttar hennar, kaflanna Friður og gleði og Ofsóttar ást- ir, og allur sjöundi þáttur sög- STIR unnar, Stóridómur. Þessi lýsing er augljóslega höfundarins sjálfs, engin tilraun gerð til að lýsa öldinni fyrir munn eða sjónir fólksins sem lifir hana; þvert á móti helgast sálskýring fólksins í sögunni af mati höfundarins á' öld þess. Það mat er ofur-ein- falt. Jón Trausti skilur og skýr- ir 16du öldina, trúarlíf hennar, siðferði, lagasetningu, þjóðlífið almennt, lýsir öldinni og leggur á hana dóm samkvæmt hug- myndum sinna tíma um „þjóð- rækni,” „mannúð”, „frjáls- lyndi” og hvaðeina; hann lítur söguna af sjónarhól þeirra „fram- fara” sem honum finnst hafa orðið síðan. Anna frá Stóruborg er „hetja” af því að hún aöhyll- ist siðferðisskoðanir sem höf- undinum finnst vera réttar og brýzt í að fylgja þeim fram. Enginn lesandi hefur gagn eða gaman af sögunni nema hann hafi áhuga á því spursmáli hvort ástir skuli vera „frjáls- ar” af mannasetningum, stétta- skiptingu og ættarhroka, og að- hyllist þá skoðun að þær eigi að vera það; aldarfarslýsing sög- unnar miðar einkum að því að upplýsa hve rangt sé að hafa aðra skoðun. Raunar er aðeins einn „bófi” í sögunni, Páll lögmaður bróðir Önnu, og afbrot hans er einvörðungu siðferðisskoðun sem höfundur telur ranga. - Lýsing hans í sögunni gengur einkum út á það hvernig þessi ranga skoð- un eitrar gervallt líf hans — unz það rennur upp fyrir honum að lokum að „maður getur ekki tek- ið sólskinið með valdi” og allt fellur í ljúfa löð milli þeirra systkina. Á sama hátt er hreinn og beinn sálarháski mesti voðinn sem steðjar að Hjalta í útilegu hans. Hann á það sem sé á hættu að verða stigamaður, voðalegt illmenni — en tekst í staðinn, fyrir vísbending^Önnu, að snúa sér upp í einhvers konar Hróa hött undir Eyjafjöllum og situr um það eitt að gera góðverk á vegfarendum sem leið eiga yfir Markarfljót. Mér vitanlega hefur aldrei verið hugað verulega að því hvernig Jón Trausti fari með sögulegar staðreyndir og sagn- fræðilegan efnivið sinn almennt í hinum sögulegu skáldsögum sínum; raunar eru skáldsögur Jóns Trausta í heild sinni lítt kannað efni eða ekki. Ekki svo að skilja að „staðreyndirnar” skipti þessar sögur svo sem neinu máli, og kann það reynd- ar að eiga við „sögulegar skáld- sögur” yfirleitt þótt þeim sé jafnan talið það til gildis ef þær ‘hagga ekki við þeim atvik- um sem þekkt eru og heimildum studd. En Jón Trausti fæst ekki við efnivið 16du aldar til að efla sér af honum nýjan mannskiln- ing eða lifsskoðun né til að kanna mannlíf aldarinnar, sálarlíf fólks- ins sem þá lifði, lieldur notfærir hann sér hinn sögulega efni- við til að láta uppi lífsýn sem er fullmótuð fyrir. Því er ekki nema vonlegt að mannlýsingar hans í Önnu frá Stóruborg séu harla einfaldar í sniðum, ekki síður en lýsing aldarfarsins; þetta liggur allt ljóst fyrir höfundinum, frá öndverðu. Og fróðlegra en athuga sagnfræði sögunnar kynni að vera að huga að skyldleika hennar við samtíðarbókmenntir og þaðan af yngri. Þá hlýtur athyglin einkum að beinast að Önnu sjálfri, hetju sögunnar og ýtarlegustu mannlýsingu, hinni ættstóru, stórlátu og auðugu konu sem tekur smalastrákinn upp í til sín, gerir hann að manni og veitir honum hlutdeild í auði sínum, elur honum börn, storkar siðaskoðun aldarinnar og stéttar sinnar, rís hans vegna gegn valdi bróður síns og sigr- ast á því. Og Anna sver sig augljóslega í ættina við áðrar kvenlýsingar samtímis henni, móðir og ástkona í senn eiiis og Halla Jólianns Sigurjónssbnar Fjalla-Eyvindi sínum, og Halla Jóns Trausta í IlciðarbýlinU er minnsta kosti öðrum þræði 'Þor- steini frá Hvammi. „Það'var sem móðurleg viðkvæmni og lengi bæld ástarþrá rynnu sam- an í svipnum,” segir um Önnu á fyrsta fundi þeirra Hjalta í sög- unni, og þessi eina setning er eina skýring hennar á því að til ásta stofnast með þeim;shún lýsir ástarskoðun sem er , ein- kennilega tíð í skáldskap á þess- um tíma og eimir raunar eftjr af Frh. á 14. síðu. „Þa5 sem þér gjörið einum ai mínum minnstu bræðrum, það hafið þér og mér gjört" ÞESSI gulllfögru orð Meist- arans miklu kom mér þessa dagana oft í hug og er það vegna þess að einn hinn þarf asti félagsskapur á landi hér, er einmitt þessa dagana að kalla til okkar allra biðja um aðstoð, aðstoð til handa hin- um allra „minnstu" og ég þar við félagasamtökin Sjálfsbjörg. Ekki svo að skilja að þeir alltof mörgu, sem fatlaðir og lamaðir eru, séu vitund minni að viti og mannkostum, heldur eiga þeir erfiðara hlutskipti í lífinu en ég og þú lesandi góð ur. Það eru þessir sjúklingar, sem við allir hinir, sem hraust ir erum eða hafa einhverja getu, höfum ærnar skyldur við, og ég vil minna alla lesendur þessara oi’ða minna á það, að festa sér vel í minni orðin, sem hér eru gerð að yfirskrift þessa greinarkorns. Og ég ætla að segja hérna smásögu í sambandi við þetta málefni og er hún þessi: Ég kom að máli við mann, sem búinn var að ákveða að fara í skemmtiferð, sem hefði kostað hann um 2000,oo krón ur. Ræddi ég um Iþessa fyrir huguðu ferð og tjáði hann mér þá, að hann væri hættur við þessa ferð í bili og ástæðan var sú, að hann hafði lesið blaðagrein um starfsemi Sjálfs bjarga'r og áætlanir forráða- mannanna um byggingu sína í Reykjavík, sem nú er að rísa af grunni. Hann hafði nú á- kveðið að láta fyrirhuguðu ferðapeningana ganga til þessa þarfa málefnis og eflaust ger ir það fyrr eða síðar. Og þá vaknaði hjá mér sú spurning, hvort bæði ég og allir hinir aðrir gætu ekki far ið eins að. Spara skemmti- ferð, spara bíóferðir nokkrum sinnum einn mánuð, spara eina eða tvær flöskur frá „Rikinul'. spara eina kvöldferð á liótel og þannig mætti lengi telja, Og láta svo, sem þannig má spara — við skulum segja í mánaðar tíma, — ganga beint til þessa göfuga málefnis að styðja hina sjúku til sjálfsbjargar. Nú er það einn stærsti draom ur hinna fötluðu og lamaðra, að eignast sitt eigið heimili og byrjunin er hafin, en stöðvuð í bili vegna fjárskorts. Ég segi að það megi ekki ske, ailir hinir, sem ekki eru fatlaðir eða sjúkir og einhverja getu hafa, ættu að leggja þessu lið. Ekki þó með því hugarfari að þeir séu að gefa fyrir sáluhjálp sinni eða til þess að nafn g'ef- andans sé birt í blöðurn, held ur að sú vinstri hendi viti ekki hvað hin liægri lætur af liendi rakna. Þetta, sem þeir Sjálfsbjargar félagar eru að vinna að, er svo stórt og umfangsmikið mál efni, að enginn, sem eitthvað getur, má skorast undan að styðja þá í starfinu. Með sam- hjálp fjöldans ætti þessi bygg ing þeirra Sjálfsbjargarmanna, ekki að þurfa að stöðvast. Það eru nægir peningar til meðal almennings til að hrinda þessu máli álciðis, en enginn má skor ast undan að leggja liönd á plóginn, þá verður verkið auð sótt. Sá, sem þetta ritar, hofir dvalið langdvölum á sjúkrahús um og hælum, oft samtímis þessum, sem njóta eiga hins fyrirheitna heimilis og ég þekki vel nauðsyn þess, að þeir geti átt eitt heimili, þar sem rétt hjúkrun og endur- hæfing getur framfarið. Og að þeir þurfi ekki að kúldrast eitt ár hér og flytjast svo næsta ár á nýtt liæli eða sjúkrahús, þar sem þeir eiga engan veginn heima þótt annars þessar stofn anir vilji allt gera fyrir þá, þá eru skilyrðin ekki fyrir hendi á flestum þessum stofn unum. Eina og rétta lausnin er að sjúklingar þessi eignist sitt eig ið heimili og það sem allrn fyrst. Og það var einmitt þetta, sem bæði ég og þú lesandi góð ur, getum gert með því að við öll, ungir og gamlir, sem ein- hverja örlitla getu höfum, leggj um nú lóðið á vogarskálina og styðjum hið göfuga málefni. Ég minntist þess að hafa þekkt nokkra menn á minni lífsleið, sem hafa gefið fé til góðgerðarstarfsemi, án þess þó ofíast að láta nafns síns getið. Og þrír af þeim, man ég alveg sérstaklega eftir, sögðu mér að alltaf kæmi þetta aftur til þeirra í einhverri mynd. Og ég held að þessir mætu menn hafi haft rétt fyrir sér, því hug arfar þessara kunningja minna var á þann veg, að þeir gáfu ekki til þess að vekja á sér eft irtekt. Þeir gáfu af innri þörf til að hjálpa þeim, sem voru meðal liinna „minnstu”. Og við, sem státum af að búa í velferðarríki, verðum að láta margt eða flest annað sitja á liakanum, þar til lágmarks- kröfum þessara sjúku með- bræðra okkar er fullnægt. Þá en ekki f.vrr getum við státað af að búa í velferðarríki. Ég endurtek að við skulum öll minnast þess nú, þegar Sjálfsbjargai’félagarnir kalla til þjóðarinnar um aðstoð, að minnast fyrst og fremst orð- anna, sem eru gerð að yfir- skrift þessa greinarkorns. Öldungur. 1111111111111111111111111111111111

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.