Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 14
14 Sunnudags Alþýðublaðið - 1. október 1967 Marlon Brando Framhald úr opnu. Sv.: Ég er orðinn því vanur. Að lifa, á ég við. Maður venst öllu, jafnvel leiða og óþægind- um. Sp.: Hvernig hugsið þér til þess að deyja? Sv.: Ég er ekki hræddur við dauðann. Ég er hræddur við sjúk- dóma. Og ég er hræddur við ellina. Ég er hræddur við þá tilhugsun, að ég muni ekki einu sinni hafa manndóm í mér til að iðrast synda minna þegai* þar að kemur. Já, já, en við skul- um heldur tala um eitthvað^ annað. Sp.: Eruð þér í raun og veru svona, eða er allt annar Marlon Brando falinn undir þessu nei- kvæða yfirborði? Sv.: Það er nóg að hafa einn Marlon Brando. Meira en nóg. Sp.: Hver eru helztu hugðar- efni yðar? Sv.: Ég á engin. Ég lief ekki áhuga á neinu. Sp.: Hvað finnst yður fólk lielzt skorta til að gera lífið ánægjulegra? Sv.: Kímnigáfu. Spurning: Og hvað teljið þér sjálfan yður helzt skorta? S v a r : Hamingju, ást, sálar- ró og lífsgleði. Hættulegt Frh. af 6. síðu. dómurinn er enn til staðar í lík- amanum, og það er það, sem þreytir sjúklinginn. En hann ætti ekki að leggjast í rúmið, því að þá verður hann ennþá þreyttari. Þótt það skaði ekki að taka lífinu með svolítilli ró, eins og það er kallað. Umferðarmál Frh. af 6. síðu. Gamferðamönnum. Þá var lagt fyr ir skipstjóra að setja 'hvern ölvað ;an fargest á land í næstu höfn. Meðan sú regla var í gildi og við- iiöfð sást aldrei ölvaður fargestur á strandferðaskipunum. — Eftir þessu fordæmi mætti fækka og ef til vill fyrirbyggja hættulega á- rekstra í þéttbýli. Tillaga mín er, að bílstjórar, sem valda slysum í akstri með árekstri missi akst- ursréttindi í 1—3 ár. — Hinar venjulegu fjársektir fyrir þess háttar brot eru broslegar, þegar þess er gætt, að bílarnir kosta mörg hundruð þúsund krónur. — Venjuleg peningasekt hefur litla þýðingu fyrir eiganda hins verð- mæta tækis. Missir ökuleyfis er réttmætur og áhfifamikill úrskurð ur mannfélagsins um að dauði eða lemstrun barns, ungmennis, starfs *nanns á bezta aldri eða gamal- mennis sé alvarlegt btot á örygg- islögmáli siðaðrar þjóðar. Svifting ökuleyfis er réttlát og óvéfengjanleg hegning, ef byggt er á öruggum sönnunum. Sú hegn- íng myndi reynast stórum áhrifa- meiri en fébætur fyrir inissi lífs •eða Iheilsu. Jónas Jónsson frá Hriflu. Bækur Framhald af bls. 7. henni lengi síðan. Salka Valka er engan veginn laus við þessa tilhneigingu þegar kemur til I ásta þeirra Arnaldar svo ekki sé nú minnzt á Sigurfljóð húsfreyju í Gerplu. En andspænis þessum miklu madonnum er hætt við að elskhugar þeirra eigi erfitt upp- dráttar með köflum eins og þeir eru allir til vitnis um hver með sínu mótinu, Barna-Hjalti, Fjalla- Eyvindur og Arnaldur. Sögulegar skáldsögur Jóns Trausta munu almennt taldar í lægra gengi en samtíðarsögur hans. Sjálfsagt er það mat alveg rétt. Halla og Heiðarbýlið, Borg- ir, Leysing eru lang-helztu verk Jóns Trausta sem hinir sögulegu sagnaflokkar hans jafnast engan- veginn við. Þar fyrir má vel vera að Anna frá Stóruborg sé ein af þeim sögum hans sem einna bezt eru sagðar, frásögnin greið og lipurleg og útúrdúralítil, engar flækjur I atburðarás né mannlýsingum til að torvelda höfundinum frásögnina, og hvort tveggja þetta jafn samkvæmt sér og það er einfalt. Manni virðist að sagan, eins og ýmsar aðrar sögulegar skáldsögur þeg- ar nokkuð er liðið frá útkomu þeirra, hljóti að vera tilvalin unglingabók. Anna frá Stóruborg hefur líka orðið allvinsæl saga og kom út sérstök 'í stóru upp- lagi ekki alls fyrir löngu auk þess sem hún er á sínum stað í ritsafni Jóns Trausta sem einnig hefur selzt í mjög stóru upplagi á síðustu árum. Þessar vinsældir sögunnar hingað til ráða því sjálfsagt að hún vclst nú til út- gáfu í hinu snyrtilega „bóka- safni AB.” - Ó. J. íþróttir Framhald af bls, 10. 14 Bandaríkjamenn. — Beztur er McCullouch á 13,2 sek. Annar er hinn betur þekkti Davenport á 13,3 sek. Flowers, USA, á tíman- um 13,4 sek. Þrír menn hafa -hlaupið á 13,5 sek. Copeland og Hall, USA, og helzti keppinautur Bandaríkjamanna, Ottoz, ítalíu. Þrír menn hafa hlaupið 400 m grind á 49,9 sek. á þessu ári, allt Bandaríkjamenn, þeir 'Wihitnej', Vanderstock og Steele. Fjórði maður, Rogers, USA, á tímann 50,0 sek. Beztur utan Bandaríkj- anna er Johnson, Nýja-Sjálandi, en hann á tímann 50,2 sek. Bezti Evrópumaðurinn er Frinolli og hann á sama tíma og Johnson, 50,2 sek. Gaston Roelants, Belgíu, er bezt ur í 3000 m hindrunarhlaupi, 8:- 28,6 mín., en Finninn Kuha er næstbeztur með 8:29,8 mín. Kenya maðurinn Kogo er þriðji á 8:31,6 mín., en í fjórða sæti er Traynor, USA, 8:32,4 mín. Næsta sunundag birtum við ár- angur í tæknigreinunum. HINN 28. september var dregið hjá borgarfógetaembættinu í happdrætti Lionsklúbbsins Þórs. Eftirtalin númer hlutu vinnin: Sjónvarpstæki: 1170. Flugfar: 636. Mokkapels: 1541. Skipsferð: 1674. Sindrastóll: 1685. Ferðaviðtæki: 2138. Ullarteppi: 1341, 1143, 1361. Litað skinn: 1362, 1039, 1087. - Pakki nr. 1—28: 803, 1152, 1231, 1346, 873, 546, 430, 1497, 1960, 1385, 1750, 1014, 622, 313, 235, 700, 365, 035 127, 414, 627, 633, 649, 022, 917, 120, 1263, 1914, ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, t PÍPULAGNINGAMEISTARI ') Barónsstíg 18, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðju- daginn 3. október kl. 10,30 f.h. AÐSTANDENDUR. } Kaupum hreinar léreftstuskur PrentsmiÖja AJbýðublaðsins Hagkvæm fóðurkaup hjá KJARN - FÖÐUR - KAUP HF. Við höfum fóðurblöndur sem henía öllum tegundum búfjár. Við verzlum eingöngu með fóðurblöndu frá hinu þekkta fyrirtæki Korn & Foderstof Komp. í Danmörku. Allar fóðurblöndurnar eru sett- ar saman með hliðsjón af tilraunum með fóðrun búfjár og reynslu bænda um áratugi. Sauðf járblanda: Frá KFK kemur á markaðinn innan skamms sérstök sauðfjárblanda, samsett í samráði við sauðfjárræktarráðunaut Búnað- arfélags íslands. „Solo“ heilfóður handa varphænum. „Röd- kraft“ frjálst fóður handa varphænum, með þessari blöndu er gefin komblanda, 50 g á dag á hænu. / A-Kúafóður 15% meltanlegt hreinprotein 96 fóðureiningar í 100 kg. Hentugt hlutfall milLi kalsium og fosfors miðað við íslenzkar aðstæð- ur. Væntanleg er á markaðinn önnur blanda, með 12% melt hreinprotein. Hentar með úr- vals töðu og góðri beit. Steinefni: Gefið kúnum steinefnablöndu frá KFK. _Hér á landi hentar að gefa „Rauða“- steinefnablöndu, inniheldur í 100 g. 20 g kal- sium, 15 g fosfor, og auk þess önnur steinefni og snefilefni. Hæfilegt er að gefa 40-80 g. á dag. Svínafóður: Eftirtaldar þrjár blöndur tryggja góðan árangur í framleiðslu svínakjöts: So- mix heilfóður handa gyltum. Inniheldur öll nauðsynleg bætiefni og steinefni. — Startpill- ur handa ungum grísum, gefið frá 7 vikna aldri fram til 12 vikna aldurs. — Bacona 14: heilfóður handa sláturgrísum, gefið frá því að grísirnar vega 20 kg og fram að slátrun. Með þessum fóðurblöndum og nægilegu vatni trygg ið þið góða og hagkvæma framleiðslu. „Karat“ og „Brun Hane“ fóðurblöndur handa kjúklingum. Við getum með stuttum fyrirvara útvegað fóð- urblöndur handa öllum tegundum alifugla. Kálfafóður: Denkavit „T“ handa ungkálfum frá 2ja daga aldri fram til 8 vikna. Sparið ný- mjólkina, gefið eingöngu Denkavit. „Brun-kalv" inniheldur 16% meltanlegt hrein- protein og 108 fóðureiningar í 100 kg. Þegar kálfurinn er 22 daga gamall er lionum fyrst gefið „Brun-kalv“. Úrvals fóðurblanda handa reiðhestum, með öll- um nauðsynlegum steinefnum og bætiefnum. Allar fóðurblöndur frá Korn og Foderstof kompagniet eru undir eftirliti Ríkisfóðureftir- litsins danska, jafnt þær, sem seldar eru í Danmörku og hér á landi. Bændur! Gefið búfénu aðeins það bezta, — gefið KFK-fóður. Stimpill fóðureftirlitsins er öryggið fyrir ósvikinni vöru. KJARN - FÓÐUR - KAUP HF, Laufásvcgi 17 • Símar 24694 og 24295.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.