Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.10.1967, Blaðsíða 8
Sunnudags Alþýðublaðið - 1. október 1967 * Marlon Brando segin MARLON BRANDO er nú orð- inn fjörutíu og fjögurra ára, tekinn að fitna og missa hárið og stendur í hjónaskilnaði öðru sinni þessa dagana. Vinsældir hans hafa farið heldur minnk- andi á síðustu árum, og nýjasta mynd hans, GREIFYNJAN FRÁ HONG KONG, sem Chaplin stjórnaði og samdi, hefur hlot- ið afleita dóma. Brando er þó engu mýkri á manninn en áður og allt annað en alúðlegur í við- móti, eins og eftirfarandi við- tal sýnir. I S p u r n i n g : Þér eruð af- skaplega brúnaþungur — finnst yður slæmt að sjá mig? S v a r : Mjög. Ég hef ekkert við yður að tala og vil ekki tala við yður. Þér vitið það ósköp vel. Sp.: Hvers vegna viljið þér ekki tala við mig? Sv.: Mér finnst leiðinlegt að tala. Mér finnst sérstaklega leið- inlegt að tala um sjálfan mig. Ég þoli ekki blaðamenn. Hvað é ég svo sem að segja? Sömu delluna og útþvælda orðagjálfrið sem aðrir leikarar láta hafa eft- ir sér í viðtölum? Það er auð- mýkjandi og óskemmtilegt að að þurfa að standa í þessu. Sp.: Hvort teljið þér yður fyrst og fremst leikara eða stjörnu? Sv.: Ég var góður leikari hérna á árunum. En kvikmyndirnar hafa gert mig að stjörnu. Ég hata þann þátt í lífi mínu, en ég get ekki losnað frá honum. Sp.: Þér v o r u ð góður leik- ari? Eruð þér það ekki lengur? Sv.: Ég er orðinn latur og kærulaus. Gróðasjónarmiðið eitt er ríkjandi hjá mér. Ég er orð- inn eins og hver annar kaupmað- ur. Ég hugsa bara um peninga. Fyrir bragðið verð ég að gleyma öllum háleitum listrænum hug- sjónum. Ég þekkti þær áður fyrr. Nú eru þær aðeins gömul minning, hálfgleymd, hálfhlægi- leg, ef þér viljið heldur orða það þannig. Sp.: Þér eruð þá ekki ánægður með starf yðar? Sv.: Ég held það út. En ég á erfiðara og erfiðara með að þola það. Starfið er allt sem ég á, en það hefur ekki gefið mér neitt sem hefur gildi. Ekkert fal- legt. Ekkert varanlegt. Sp.: Það hefur þó að minnsta kosti fært yður auðæfi. Sv.: Peningar geta verið gagn- legir, bráðnauðsyniegir, eða til bölvunar. Það er ekkert fallegt við þá. Sp.: Seinni kona yðar, Movita, hefur hú farið fram á skilnað. Hvað hafið þér um það að segja? Sv.: Ætli það hafi ekki verið alveg rétt hjá henni? Ég hefði sennilega ekki komið því í verk sjálfur. Ég hef ekki nóg fram- tak í mér til þess. Og ég sætti mig við hlutina. Hjónabandið er löstur sem fer illa með heilsu mína. Sp.: Movita sakar yður um „hugræna grimmd.” Sv.: Það er eðlilegt. Ég er ill- gjarn, alls ekki góður í mér. Og mér er ómögulegt að þykja vænt um neinn til lengdar. — Hvorki sjáifan mig né aðra. Sp.: Eruð þér nízkur? Sv.: Ég trúði ekki á þá ham- ingju sem peningarnir geta veitt. Hún er grundvölluð á blekk- ingu. Sp.: Hvernig eru tilfinningar yðar sem föður? Sv.: Ég elska börnin mín af öllu hjarta, en ég er hræddur um, að ég hafi aidrei verið og muni aldrei verða góður faðir. Ég reyni það, en mér tekst það ekki. Og þetta endar alltaf á því, að barnsmæður mínar hlaupast á brott með börnin og skilja mig einan eftir. Líf mitt er keðja af fjarstæðum og vit- leysum. Sp.: Kvikmyndin GREIFYNJ- AN FRÁ HONG KONG sem þér lékuð í undir stjórn Chaplins hefur fengið vonda dóma og þykir léleg. Hvað finnst yður um hana? Sv.: Ég hef leikið í miklu betri myndum sem almenning- ur hefur ekki kært sig um að sjá. GREIFYNJAN FRÁ HONG KONG er vinsæl meðal almenn- ings, þótt gagnrýnendumir hafi tætt hana í sundur. Það sýnir, að fólkið á ekki 'skilið að sjá góðar myndir. Sp.: Hverjar eru fyrirætlanir yðar varðandi starfið? Sv.: Ég hugsa ekkert um fram- tíðina og géri engar áætlanir af neinu tagi. Það þýðir ekk- ert. Nú á dögum er ekki lengur til neins að hugsa fram í tím- ann. Sp.: Er það rétt, að þér ætl- ið að leika Mussolini í kvik- mynd um æ\’i hans? Sv.: Það getur vel verið. Mér litist alls ekki sem verst á það. En slík kvikmynd myndi mæta margs konar örðugleikum. Sp.: Þér hafið verið leikstjóri í einni kvikmynd, og hún fékk góðar móttökur. Hvers vegna hafið þér ekki haldið áfram á þeirri braut? Sv.: Leikstjórn á ekki við mig. Hún er of tæknilegs eðlis. Ég hef heldur ekki hæfileika til að stjórna fólki. Ég er hroka- fullur og ráðríkur, en ég er ekki góður stjórnandi. Sp.: Þér hafið laðazt mest að „framandlegum” konum, af öðrum kynþáttum. Hvers vegna? Sv.: Ég veit það ekki. Ef til vill ímyndaði ég mér, að þær ættu eitthvað til af þessum töfr- um sem konur voru áður sagðar búa yfir. Eitthvað skáldlegt og kvenlegt. En það var misskiln- ingur. Konurnar eru allar elns. Óþolandi mikið eins. Sp.: Þetta verða þær ekki hrifnar að lesa, konurnar sem dást að yður. Svar: Mér stendur hjartan- lega á sama hvort aðdáendum mínum líkar betur eða verr það sem ég segi og geri. Ef ég á þá nokkra aðdáendur eftir. Sp.: Hvaða áhrif hafa vin- sældirnar og velgengnin haft á líf yðar? Sv.: Eyðileggjandi, tortím- andi áhrif. Þetta hefpr verið þung byrði sem ég hef kiknað undir. Sp.: Þér liafið alla tíð barizt ákaft gegn kynþáttamisrétti. Eruð þér enn fylgjandi algjöru jafnrétti? Sv.: Heimurinn hefur ekkert breytzt og vill ekki breytast. Á endanum fer svo, að maður hætt- ir að nenna að mótmæla, æsa sig upp og berjast, rejma að sýna fólki fram á hvað heimur- inn er viðbjóðsiegur. Fólk held- ur bara, að maður sé sérvitring- ur eða vitfirringur. Eða vilji láta á sér bera. Sp.: Er það rétt, að þér hafið hug á að snúa yður að stjórn- málum? Svar: Nei, tóm vitleysa. Ég vildi helzt hverfa. Hafa dug í mér og skynsemi t.il að hverfa. Eða finna mér smáfylgsni þar sem ég gæti lifað heilbrigðu lífi. En ég er eins og jurt með skemmdar rætur. Sp.: Hvað álítið þér verstu ókostina í lífi yðar? Sv.: Allt líf mitt er rangt og öfugsnúið og fer sífellt versn- andi. Ég hef sjálfur reist fang- eisismúra umhverfis mig, og ég get ekki mölvað þá niður aftur. Sp.: Þér eruð orðinn fjörutíu og fjögurra ára. Fellur yður illa að eldast? Sv.: Ég hef aldrei hugsað mik- ið um það. Mér stendur á sama hvað ég er gamall, aðalatriðið er hvað manni f inns-t maður vera gamall. Stundum finnst mér ég vera tvö hundruð ára. Stundum heldur yngri. Sp.: Mér sýnist þér hafa fitn- að töluvert. Er það rétt? Svar: Auðvitað er það rétt, og allir vita það. Fyrsta sem fólk segir þegar það sér mig í kvikmynd er einmitt þetta: — „Sérðu hvað hann er orðinn feitur?” Og mér stendur ná- kvæmlega á sama. Sp.: Eigum við nú ekki að ræða um yður frá ofurlítið jákvæðara sjónarhorni? Eða er það ekki hægt? Sv.: Það er fyrir löngu búið að slá því föstu, að ég sé hroka- fullur, skapillur, ógeðfelldur, eigingjarn, grimmur, nízkur og margt fleira sízt betra. Sá .per- sónuleiki hæfir mér fulikom- lega. Ég hef tileinkað mér hann, sjálfum mér og öðrum til á- hægju. Sp.: Finnst yður gaman að iifa? j Framhald á 14. síðu. Líf mitt er keðja af fjarstæðum og vitleysum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.