Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 3
7. júní 1985- DAGUR-3 Sporthúyd Hafnarstræti Sunnuhliö 24350 ' Alltígaidinn mriaUUand ^ Nú er allt að lifna og fólk farið að huga að garðinum. í Blómaval færðu allt sem þu þarft á einum stað. Gífuriegt úrvai. Vandaður frágangur sendinga. Munið póstkröfuþjónustuna Garðplöntur: Sumarblóm. Fjölærar plöntur. Tré og runnar. Eigum líka ýmsar sjaldgæfar tegundir blóma, titvalin í garðstofur og gróðurskála. Garð^urður. burrkaður UmQj hænsnaskítur frá Holtabuinu. \\\W Garðáhöld allskonar. Garöslöngur. Garðkönnur. Útiker, svalaker. Veggpottar úrvali. Reykjavík, sími: 91-686340 „Vorum rétt aðfara í gang“ - segir Gunnar Sigmundsson hjá Siglingaklúbbnum Nökkva mál með „Strákarnir fíla það vel að vera sjálfs sín herrar og dóla hérna útifyrir. Að vísu voru einhverjir byrjunarörðug- leikar, en þeir voru fljótlega yfirstignir,“ sagði Gunnar Sigmundsson umsjónar- maður siglinganámskeiðs Nökkva. Fyrir utan Höepfnersbryggju voru nokkrir strákar á aldrinum 10-12 ára að sigla seglum þöndum. Þeir voru að byrja og á bátum sem ekki teljast bein- línis flóknir að gerð, heita Opt- imist. „En þetta siglinganám- skeið er engu síður fyrir stelpur en stráka,“ sagði Gunnar. „Við vorum rétt að fara í gang með þessi námskeið og maður veit ekki hvernig aðsóknin verður í sumar.“ - Er flókið mál að læra að sigla skútu? „Nei, blessaður vertu, það er auðvelt fyrir strákana að ráða við þessa báta. Það væri eflaust hægt að kenna strákunum meira við borðið. En það er þægilegra fyrir þá að prófa sig áfram sjálfa.“ Þeir í siglingaklúbbnum Nökkva sjá fram á tilbreytinga- ríkt sumar, ýmis siglingamót og brettamót eru á döfinni. Ekki að efa að í sumar mun mega sjá mörg seglin á Pollinum. -KGA. seglin“ Hann stýrði skútunni sinni upp í fjöru. Lendingin áað- finnandleg. Svo steig hann á land, hlammaði sér niður á stein í fjörunni og sagðist vera lúinn. Hafði verið í sinni fyrstu sigl- ingu, Óskar Kristjánsson. „Bróðir minn fór að læra fyrir stuttu og mig langaði líka að prófa,“ segir hann. „Já, þetta er gaman. Verulega gaman.“ - Ekkert erfitt? Ekki finnst mér það, ég var fljótur að læra á þetta. Það er vandasamast að stýra skútunni, en það er ekkert mál með seglin.“ Óskar sagðist ætla að læra á stærri skútur þegar hann væri búinn að læra á þessa. -KGA. Gunnar Sigmundsson: „Þetta er ekkert mál fyrir strákana.“ Myndir: KGA yyEkkert Óskar Kristjánsson: „Þetta er ofboðslega gaman.“ Seglbrettaleiga Námskeið Seglbrettaleigan verður opin alla helgina við Höepfner. Komið og skoðið Marlin seglbrettin frá Skipaþjónustunni. Seglbrettaleiga Rúnars Landeigendur í Saurbæjarhreppi Óheimilt er að sleppa hrossum úr afgirtum hólfum á afrétt fyrr en eftir 15. júní nk. Hrossum sem tekin eru í hagagöngu má ekki sleppa úr afgirtum hólfum. Oddviti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.