Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 11
7. júní 1985- DAGUR- 11 Myndir: KGA Texti: mþþ Lystigarðsbrúðkaup Þau giftu sig í Lystigarðinum á Akureyri á miðvikudagskvöldið. Komu alla leið frá Keflavíkur- flugvelli í því skyni og voru ánægð með ferðalagið. Lynn Gordy er fædd í Bret- landi, en flutti tveggja ára gömul til Bandaríkjanna. Daniel Sntellow Buckman er fæddur í Florida, en flutti ungur til Kaliforníu. Lynn er kennari í Bandaríkj- unum og heldur til Georgiu um miðjan júní. Daniel á tvö ár eftir af herskyldu sinni, en hann er nú yfirmaður tölvudeildar Keflavík- urflugvallar. Hann heldur til Kaliforníu í október og mun Lynn þá flytjast þangað til hans. Daniel og Lynn komu til Akur- eyrar í fyrrasumar og að sjálf- sögðu var ákaflega gott veður. þau urðu hrifin af staðnum og ákváðu að hér skyldu þau gifta sig. Vildu heldur rólega og hátíð- lega stund norður í landi en uppi- stand á Keflavíkurflugvelli. þar sem Daniel vinnur. Það var Hanna María Péturs- dóttir nýskipaður prestur í Háls- prestakalli sem gifti ungu hjónin og Sigurður Árni Þórðarson eig- inmaður hennar og nýskipaður prestur í Staðarprestakalli flutti unga fólkinu kærleiksboðskap á enskri tungu. Svaramenn voru systkinin Guðbjörg Bjarnadóttir og Dagbjartur Bjarnason. Pað var sérstök stemmning í Lystigarðinum á ntiðvikudags- kvöldið. Róleg. látlaus en ákaf- lega falleg athöfn að sögn við- staddra og eflaust mjög minnis- stæð. Athöfnin þótti takast ein- staklega vel, þrátt fyrir að örfáir rigningardropar dyttu úr lofti. Eftir giftinguna borðuðu brúð- hjónin á Bautanum en héldu síð- an að heimili Guðbjargar. Þar var skálað, rabbað og hlustað á góða tónlist fram eftir nóttu. í gær héldu brúðhjónin í eins kon- ar brúðkaupsferð um hringveg- inn okkar góða. Voru þau Daniel og Lynn mjög ánægð með viðtökurnar og kunnu öllum sem nálægt komu hinar bestu þakkir fyrir að gera þeim daginn óglevmanlegan. - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.