Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 13
7. júní 1985 - DAGUR - 13 Þórðurfrá Dagverðará með sýnmgu að Jaðri Hestamaimamót á Melgerðismelum Berkoþky meðnámskdð áAkureyri Föstudaginn 7. júni hefst pí- anónámskeið Martins Berkof- sky í Tónlistarskólanum á Ak- ureyri. Þetta er í annað sinn sem skólinn efnir til slíks sumar- námskeiðs með hinum víð- þekkta píanóleikara Martin Berkofsky. Þátttakendur í námskeiðinu koma víða að, bæði frá Akur- eyri, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Þingeyjarsýslu og einn þátttakandi kemur alla leið frá Bandaríkjunum. Dagskrá námskeiðsins bygg- ist á æfingum þátttakenda undir handleiðslu Berkofskys, en kl. 15.15 hefjast sameigin- legir tímar, sem eru öllum opnir þar sem þátttakendur leika og Martin Berkofsky ræðir um ýmsa þætti tónlistar og túlkunar, og heldur stutta fyrirlestra um ýmis efni. Á kvöldin verður einnig boðið upp á áhugavert efni, m.a. heldur Martin Berkofsky tónleika á mánudagskvöldið 10. júní í Tónlistarskólanum og eru tónleikarnir öllum opnir, en þeir hefjast kl. 20.30. Tvennir tónleikar verða einnig haldnir þar sem al- menningi gefst kostur á að hlýða á leik þátttakenda, nán- ar verður sagt frá þeim tón- leikum síðar. Námskeiðinu lýkur sunnudaginn 16. júní með tónleikum. Póllmnsýmr ísfirska fyrirtækið Póllinn hf. heldur urn helgina sýningu á rafeindavörum sem fyrirtækið framleiðir. Sýningin er í Lionshúsinu Skipagötu. Póllinn er eitt stærsta raf- eindafyrirtæki á íslandi en þar Æskulýðssamhand kirkjunnar í Hólastifti átti 25 ára afmæli í fyrra, Þá voru liðin 20 ár frá því að ÆSK hóf rekstur sumarbúðanna við Vest- mannsvatn. Að undanförnu hefur verið unnið mikið verk AMjundur ImáknaÉáks- (MdarÞórs Aðalfundur handknattleiks- deildar Þórs verður haldinn á mánudagskvöld kl. 20.30 og verður hann í Glerárskóla. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkjör o.fl. Þórður Halldórsson frá Dag- verðará opnar nk. sunnudag málverkasýningu í golfskálan- um að Jaðri á Akureyri. Þetta er 11. einkasýning Þórðar hér á landi, en árið 1974 hélt hann einkasýningu í London í boði Flugleiða og seldi þá allar myndir sem voru á þeirri sýningu. Myndirnar sem Þórður sýnir að Jaðri eru um 30 talsins og eru allt olíumálverk. Þau eru flest máluð á Snæfellsnesi og endurspegla kraftinn undir Jökli sem hvergi er til annars staðar að sögn Þórðar. Þórður er sjálfmenntaður rafemdatœki starfa um 60 manns við hönnun og framleiðslu á raf- einda- og tölvubúnaði. Sýningin er opin í dag kl. 16-22 og á morgun laugardag kl. 10-16. við endurnýjun og lagfæringar á húsakosti sumarbúðanna. Því verki er nú að Ijúka. Fjöldi fólks hefur lagt þessu lið með fjárframlögum eða öðrum hætti. ÆSK kann öllu þessu fólki miklar þakkir, því að án þessa stuðnings hefði ekki ver- ið unnt að hrinda þessum endurbótum í framkvæmd. Laugardaginn 8. júní verður „opið hús“ í sumarbúðunum við Vestmannsvatn kl. 14 til 18. Þá verður helgistund og gestum boðið upp á kaffi. Vel- unnurum sumarbúðanna gefst þá kostur á að skoða þær endurbætur sem gerðar hafa verið. Jafnframt vill ÆSK með þessu sýna þakklæti sitt í garð þess fóíks sem stutt hefur það starf sem unnið er við Vest- mannsvatn. málari og hefur fylgt ráðlegg- ingu prófessors við sænskan listaskóla sem sagði honum „að gefa djöfulinn í alla lærða og leikna og mála beint frá hjartanu". Sýning Þórðar að Jaðri hefst sem fyrr sagði nk. sunnudag og stendur hún til fimmtudags- kvölds. Hún er opin á sunnu- dag kl. 14-20 og virka daga kl. Helgi Jósefsson, myndlistar- maður frá Vopnafirði opnar sýningu í Vín sunnudaginn 9. júní kl. 14 og stendur hún til mánudagsins 17. júní. Helgi er með 30 verk á sýn- ingunni og er þetta sölusýning. Það eru olíumálverk, vatns- litamyndir og snertilist. Snerti- list þessi er ætluð bæði blindum og sjáandi og er nafn Dagana 7. og 8. júní nk. fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði, kynbótasýning og opin íþróttakeppni. Að þessu móti standa Hrossaræktarsam- band Eyfirðinga og Þingey- inga, Búnaðarsamband Eyja- fjarðar og hestamannafélögin, Funi, Léttir og Þráínn. Dagskrá mótsins hefst á föstu- dag kl. 9.15 með dómum á stóðhestum og hryssum með afkvæmum. Kl. 17.00 á föstudag hefst svo íþrótta- keppnin með keppni í flokk- um unglinga, en þar á eftir í fimmgangi og fjórgangi full- orðinna. Kl. 9.00 á laugardagsmorg- un hefst keppni í tölti fullorð- inna og þar á eftir úrslit í ungl- ingaflokkum og fimmgangi. Kl. 13.00 hefst svo kynbóta- sýningin á ný og verður þá dómum lýst. Iþróttakeppninni verður fram haidið þar á eftir og er áætlað að mótinu ljúki um kl. 17.00. Þátttaka í mót- inu er mjög mikil og munu margir aðkomuknapar taka þátt í íþróttakeppninni. Einn- ig er ekki að efa að mörg snjöll kynbótahross munu koma þarna fram, því Eyfirðingar hafa staðið mjög framarlega á ræktunarsviðinu á síðustu árum. Er því full ástæða til að hvetja fólk til að koma á Mel- myndarinnar skráð undir henni með blindraletri. Snerti- listin er hugmynd Helga og er hann einn með þetta, a.m.k. á íslandi. Hann sýndi snertilist í Reykjavík á sl. ári og fékk góðar undirtektir bæði blindra og sjáandi. Eru þessi listaverk unnin í leir, brennd og glerjuð, síðan sett upp í ramma. Á sýningunni eru 15 , gerðismela og sjá með eigin augum það sem þar fer fram. Aðgangseyri verður stillt mjög í hóf og fá öll börn 12 ára og yngri frítt inn á svæðið. A laugardagskvöld verður síðan hestamannadansleikur í Sól- garði þar sem stiginn verður dans fram eftir nóttu eins og hestamönnum einum er lagið. Sætaferðir verða úr bænum á Um helgina fer fram reiðhjóla- keppni, sem ætluð er börnum frá 7—14 ára. Keppnin hefst við- Dynheima kl. 13 á laugardag- inn og henni lýkur við Oddeyr- arskóla. Keppt verður í tveim flokkum. Keppnin byggist á „góðakstri", ýmsum þrautum og tímatöku hjá eldri flokknum. Keppnin er nokk- urs konar úrtökukeppni fyrir Norðurlandsleika æskunnar, sem haldnir verða á Sauðár- króki í sumar, en þangað verða sendir 40 þátttakendur frá Akureyri í reiðhjóla- keppni. snertimyndir. Helgi stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands í 4 ár og útskrifaðist þaðan 1974. Einnig í Myndlistaskóla Reykjavíkur 1 vetur, þar sem hann lærði vatnslitamálun. Þetta er 11. einkasýning Helga. Hann hefur áður sýnt á Akureyri, en aðallega fyrir austan, auk tvisvar sinnum í Reykjavík. Iðumsýnir í Alþýðubanka í Alþýðubankanum á Akur- eyri stendur nú yfir kynning á málverkum eftir Iðunni Ágústsdóttur. Þetta er hennar sjötta einkasýning en hún hef- ur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Það eru Menn- ingarsamtök Norðlendinga sem standa að kynningunni. Á laugardaginn kl. 17.00 verða tónleikar í Akureyrar- kirkju, þar sem Kammerblás- arar Tónlistarskólans á Akur- eyri leika. Kammerblásarar hafa starf- að af miklum þrótti í vetur og eru þetta 3. tónleikar þeirra á þessu starfsári. Sveitin er skipuð nemendum og kennur- um úr blásaradeild Tónlistar- skólans, auk 1 kontrabassa- leikara. Með kammerblásurunum leika að þessu sinni 2 gestir frá Reykjavík, þeir Kristján Þ. Stephensen. óbóleikari og Björn Árnason, fagottleikari. Á efnisskránni verða 2 verk: Serenada í B-dúr fyrir 13 blás- ara eftir W.A. Mozart og Sin- fonietta op. 188 fyrir 10 blás- ara eftir J. Raff. Stjórnandi kammerblásaranna er Roar Kvam. Mótettukór Hallgríms- Jdrkju syngurá Norðurlandi Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskels- sonar heldur tónleika í Þingeyjarsýslu og á Akureyri um helgina. Kórinn fór á síð- asta sumri til Þýskalands og hélt tónleika m.a. í Köln. Dusseldorf. Dortmund og Heidelberg og fékk hvarvetna frábærar undirtektir áheyr- enda og mjög lofsamlega dóma gagnrýnenda. Nú heimsækir kórinn Norðurland í fyrsta skipti og um leið heimaslóðir Harðar Áskelssonar stjórnanda og organista. en hann er fæddur og uppalinn á Akureyri. Fyrstu tónleikarnir verða í Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. júní kl. 17.00. Um kvöldið syngur kórinn í barna- skólanum í Bárðardal. Sunnu- daginn 9. júní kl. 17.00 heldur kórinn svo lokatónleika sína í þessari ferð í Akureyrar- kirkju. Á efnisskránni verða íslensk og erlend kórverk eftir: Baeh. Bruckner. Hörð Áskelsson. Mendelssohn. Scarlatti. Schutz, Þorkel Sigurbjörnsson o.fl., einnig verða fluttar út- setningar á íslenskum lögum eftir Jón Nordal og Jón Hlöðver Áskelsson. Einsöngv- ari á tónleikunum verður Sól- rún Bragadóttir, sem nýverið söng í þætti í íslenska sjón- varpinu og stundar nám í Bandaríkjunum. u Orkuvika hefst á Akureyri á sunnudaginn og stcndur fram til laugardagsins 15. júní. Sverrir Hermannsson opnar vikuna að viðstöddum gestum á morgun, en á sunnudaginn hefst dagskrá, sem stendur óslitið út vik- una. Kjarninn í orkuvikunni verður orkusparnaðarsýning í íþróttahöllinni við Þórunn- arstræti. Hún verður opnuð almenningi klukkan 10 á sunnudagsmorgun og þann daginn verður hún opin al- menningi til 21.30. Síðan verður hún opin daglega frá kl. 14.00-21.30. Síðasta sýn- ingardaginn, laugardag- inn 15. júní, verður sýningin opin frá 10.00-17.00. Á sýn- ingunni verður miðlað ýmiss konar fróðleik, sem almenn- ingur getur hagnýtt sér til að lækka hitunarkostnað húsa sinna. í sama tilgangi verður veitt ráðgjöf á sýningunni daglega frá 17.00-19.00. og á sama tíma verða kynningar á ýntiss konar orkusparandi búnaði. Á kvöldin, frá mánudegi til fimmtudags, verða svo fræðslufundir í tengslum við sýninguna. Á mánudagskvöldið verður al- menn kynning á einangrun húsa. Á þriðjudaginn verða kynntar nýjungar í glerfram- leiðslu með tilliti til orku- sparnaðar. A miðvikudaginn verður kynntur stýribúnað- ur á ofnakerfi og á fimmtu- dagskvöldið verður fjallað um sölufyrirkomulag hita- veitna. Þar mun Þórður Vig- fússon hafa framsögu, en síðan mun hann svara fyrir- spurnum og einnig munu hitaveitustjóri og formaður stjórnar hitaveitunnar sitja fyrir svörum. Orkuvikunni lýkur með orkuþingi á laug- ardaginn, sem öilum eropið. Þar munu bæjarfulltrúar, ráðamenn Hitaveitu Akur- eyrar, fulltrúar neytcnda og fleiri aðilar taka þátt í pall- borðsumræðum. Á sunnudaginn verður heilmikið um að vera í tengslum við sýninguna, nokkurs konar „orkukarni- val“, sem fer frant á sund- laugartúninu. Hátíðin hefst kl. 14.00 með blæstri kamm- erblásarasveitar Tónlistar- skólans. Auk þess verður harmonikusveit á svæðinu, persónur úr barnaleikritum Leikfélags Akureyrar heilsa upp á börnin, félagar úr Karlakór Akureyrar taka lagið og það gerir líka Krist- ján Hjartarson. Þá ætla fé- lagar úr Fallhlífarklúbbi Ak- ureyrar að stökkva í sund- laugina úr fimm þúsund feta hæð! Veitingar á svæðinu verða fjölbreyttar. Slysavarnakon- ur verða með kaffi, vöfflur, kleinur og fleira góðgæti. Skátar ætla að cfna til grill- veislu og þeir eru stórtækir, því grillað verður í heilum og hálfum skrokkum. Einnig grilla þeir pylsur á teinum og öl verður framreitt úr ámum" Flugbjörgunarsveitarmenn ætla að scija ís og jafnvel ostarétti, en einnig verða . þeir með þessar hefðbundnu pyisur í brauði. Þórsarar selja límonaði og sælgæti og KA-menn sjá unt veitinga- sölu í íþróttahöllinni alla sýningardagana. Á sunnudaginn vcrður einnig opið hús hjá Hitaveitu Akureyrar. Þá gefst neyt- cndum kostur á þvf að setja fingur á slagæð veitunnar, um leið og þeir fá sér „bor- holute" og meðlæti. Ferðir verða frá Höllinni kl. 10.00, 13.00 og 15.00. Leiðsögu- maður verður með í ferðun- um. Einnig verður tekið vel á móti þeim sem vilja aka fram að Laugalandi á eigin bílum. Að lokinni útihátíðinni á sundlaugartúninu verður sprellið fært inn í Höllina. Þar verða Laddi og Jörundur Guðmundsson potturinn og pannan í öllu saman og ekki er ólíklegt að orkumál blandist eitthvað inn í þcirra málflutning. Eða þannig. „Opið hús“ að Vestmamsvatni 16-22. Helgi Jósefsson sýmr í Vín - Þar á meðal 15 snertimyndir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.