Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. júní 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Betur má ef duga skal Nú þegar líður að lokum kvennaáratugar er algengt að litið sé til baka og gaum- gæft hvað hefur áunnist í málefnum kvenna. Á einu sviði, sem raunar er hags- munamál allra landsmanna, hefur stórt skref verið stig- ið, en það er í barátt- unni við vágestinn krabba- mein. Þessi vágestur hefur læst klóm sínum í margar konur í blóma lífsins og ekki sleppt þrátt fyrir mikla bar- áttu lækna og annarra sér- fræðinga. Á haustmánuðum 1982 var efnt til þjóðarátaks gegn krabbameini og ár- angur þess þjóðarátaks var að nýtt hús Krabbameins- félagsins var vígt þann 31. ágúst 1984. í þessu húsi er unnið mikið og gott for- varnarstarf sem miðar að því að seinka tilkomu krabbameins, eða helst að koma í veg fyrir það. Fleira hefur verið gert t.d. má nefna söfnun Lionsmanna fyrir línuhraðli sem á að auka möguleika á lækningu þeirra kvenna sem fengið hafa krabbamein. Þetta er allt mjög jákvætt, en þáttur kvenna sjálfra má ekki gleymast. Það er alls ekki nóg að hafa gott húsnæði og nýjan og full- kominn tækjakost til rann- sókna og lækninga. Konur verða að koma í skoðun reglulega til að hægt sé að finna frumubreytingar á byrjunarstigi, því þá eru lækningarlíkur mestar. Ung stúlka segir í auglýs- ingu um happdrætti Krabbameinsfélagsins að- spurð um hvers vegna hún kaupi miða: „Ég er alltaf veik fyrir góðum málefnum - og svo þykir mér bara svo vænt um sjálfa mig.“ Svo mörg voru þau orð. Þetta svar ungu stúlkunnar ætti að verða konum til um- hugsunar, þeim á að þykja það vænt um sjálfa sig að þær mæti í krabbameins- skoðun einu sinni á ári eða annað hvert ár. Það er auð- velt á flestum stöum á land- inu og kostnaður og fyrir- höfn við ferð til Reykjavíkur er ekki það mikill að það sé gild afsökun fyrir þær sem ekki hafa aðstöðu í sinni heimabyggð til krabba- meinsleitar. Það að konan í „næsta húsi“ veikist af krabbameini á ekki að vera nauðsynlegt til að konur nýti sér þá miklu og góðu þjónustu sem komið hefur verið á í þessum málum. Næsta stig í baráttunni gegn krabbameininu er að koma á reglubundinni hóp- skoðun fyrir karlmenn og væri verðugt fyrir alla, bæði konur og karla, að taka höndum saman og sann- færa stjórnvöld um nauð- syn þeirrar skoðunar. Því fyrr sem það tekst þeim mun fyrr fást fjármunir til þess og þeir skila sér til baka í færri sjúkdómstilfell- um. ám Óskabarmð verður aldrei vandrœðabam - Ef hitaveitustjóri fær að ráða ferðinni Vegna þeirra umræðna sem orðið hafa nýlega um málefni Hitaveitu Akureyrar, í bæjarstjórn Akur- eyrar og fjölmiðlum, langar mig til að leggja fá orð í belg. Þegar rætt er um þessar teg- undir orkuveitna er þess oft ekki gætt að aðstöðumunur þeirra er æði mikill. Raforkan er notuð til margs annars en húshitunar t.d. Ijósa, suðu, og henni breytt í hreyfiorku í vélum, svo nokkur atriði séu nefnd. Verðlagning raf- orkunnar er einnig mismunandi eftir notkun frá kr. 6,92/kwst. þegar söluskattur og verðjöfn- unargjald hefur verið lagt við, og niður í kr. 1,39/kwst. sem er orkugjald en óniðurgreitt. Rafveiturnar hafa því mögu- leika á að ná inn nauðsynlegum tekjum þó þær selji raforku til húshitunar undir raunverði, þær ná inn tekjunum á sölu til ann- arra nota. Heitt vatn frá hita- veitum er nær einvörðungu notað til húshitunar og þær verða að selja það á raunverði. Verðjöfnunargjaldið: Á sínum tíma voru sett lög um verðjöfnunargjald. Þetta gjald var og er lagt á alla raforku aðra en til húshitunar. Þetta gjald var 19% en er nú 16%, tekjurnar af þessu gjaldi renna til Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða, og skipt- ast þannig að RARIK fær 80% en Orkubúið 20%. Rökstuðningur fyrir þessu gjaldi er sá að þessar rafveitur annast dreifingu á raforku til strjálbýlis og afskekktra lands- hluta. Rafveita Siglufjarðar er eina þéttbýlisrafveitan sem þarf ekki að skila þessu gjaldi í sam- eiginlegan sjóð. Eins og áður er sagt er verð- jöfnunargjaldið bundið lögum og ekki hægt með pennastriki að af- nema það. Niðurgreiðslur: Niðurgreiðslur ríkisins á raforku til hitunar og greiðslu olíustyrks valda því að erfitt er að bera saman gjaldskrár hitaveitna þar sem orkugjaldið er óniðurgreitt við hina hitunarkostina. Sem dæmi, þá greiðir ríkið niður raf- orku til hitunar á íbúðarhúsnæði á orkuveitusvæði RARIK um 45% úr kr. 1,39/kwst. í kr. 0,76/kwst. Eins og áður er vikið að er í öllum gjaldskrám rafveitna hit- unartaxtinn tilbúinn taxti og ber ekki í sér samkostnað raforkunn- ar, heldur eru aðrir taxtar látnir greiða niður hitunartaxtann. T.d. er heimilistaxtinn hjá RARIK kr. 4,61/kwst. Á þessu ári er áætlað heild- söluverð Landsvirkjunar til RARIK kr. 1,38/kwst. eða svo til sama verð og RARIK verður að selja hitaorkuna á, eftir að hafa dreift henni um dreifðar og af- skekktar byggðir landsins með ærnum kostnaði og orkutöpum. Öll umræða um orkuverð verð- ur alltaf staglkennd ef menn hafa ekki kynnt sér vel málin, hvort sem það eru bæjarfulltrúar, fréttamenn eða lögfræðingar sem eiga í hlut. Breyting á sölufyrirkomulagi Hitaveitu Akureyrar Þegar Hitaveita Akureyrar var stofnuð var mikið rætt um sölu- fyrirkomulagið. Ráðgjafar mæltu eindregið með hemlaaðferðinni og einnig forsvarsmenn Hitaveitu Reykjavíkur, sem kváðust ætla að breyta hjá sér úr vatnsmælum yfir í hemla í áföngum. Þetta er ástæða fyrir því að hemlaaðferð- in var valin. Þetta reyndist því miður vera rangt val, og það er ekki fyrr en núverandi hitaveitu- stjóri kom til starfa að farið var að huga að þeim breytingum sem nú standa yfir. Eftir að farið verður að selja vatnið eftir mæl- um mun notandi greiða fyrir þá orku sem hann fær afhenta. Þetta fyrirkomulag mun vafa- laust hvetja til orkusparnaðar. Þessar breytingar eru nauðsyn- legar og í raun sjálfsagðar eins og málum er komið. Ég vænti þess að gamlir og reyndir bæjarfull- trúar gefi stjórn hitaveitunnar frið til að koma rekstri hennar í gott horf. Erlendar skuldir í dollurum og háir vextir hafa skapað tíma- bundna erfiðleika en ég er ekki í vafa um að úr þeim rætist og óskabarnið verður aldrei vand- ræðabarn ef hitaveitustjóri fær að ráða ferðinni. Akureyri 28.05.1985 Ingólfur Árnason

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.