Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 6
6-DAGUR-7. júní 1985 • Fríðrík Erlingsson leggur síð- ustu hönd á uppstillingu; vatnsker- ið atarna er 350 lítra. Mynd: Viðar 20 sekúndna auglýsing er engin SMÁA UGLÝSING • Uppstilling fyrir „skot“ sem tekur 2 sekúndur í sýningu. Það virðist ekki flókið mál að mynda eina glerplötu, en það kostaði ófá handtökin og tók tímana tvo að losna við óæskilega glampann úr glerinu. Mynd: Viðar í sjónvarpinu í kvöld verður frumsýnd auglýsing sem Samver sf. á Akureyri gerði fyrir Ispan. Þessi auglýsing er ekki lengri en gengur og gerist, kannski ósköp svipuð öðrum auglýsing- um. En ófá handtökin liggja að baki einnar sjónvarpsauglýs- ingar. Dagur forvitnaðist um það hvernig þessi auglýsing varð til hjá Samveri. Hugmyndin að auglýsingunni er komin frá auglýsingastof- unni Augliti á Akureyri, og þar var hún einnig hönnuð. Það var Friðrik Erlingsson sem sá um það. Því næst var haldinn samráðsfundur með starfsmönnum Samvers, þeim Þórarni Ágústssyni og Viðari Garðarssyni, málin rædd vítt og breitt, hvað væri hægt að gera og hvað ekki. Þegar endanleg mynd var komin á handritið var það borið undir viðskiptavininn, sem samþykkti það. Þá var lagt í ’ann. Leikmynd var smíðuð í stúdíói Samvers - þar var fljótlega risinn myndarlegur stofuveggur. Nokkurn tíma tók að fá alla þá leikmuni sem til þurfti, en þau mál kom- ust í höfn. Meðal annars var sett upp 350 lítra fiskabúr fullt af vatni. Ráðinn var leikari, Gestur Einar Jónasson. Þegar að tökum kom breyttist handritið nokkuð, en slíkt er ekki óalgengt. Að tökum loknum kom til kasta þeirra Sam- versmanna að klippa auglýsinguna fram og til baka þar til endanleg útgáfa var komin. Hún var síðan hljóðsett. Síðasta skrefið áður en í auglýsingatíma kom, var skoðun hjá sjón- varpinu, þar sem gengið var úr skugga um að allar siðareglur auglýsinga væru virtar. Og það er sem sagt í kvöld sem frumsýningin er. - KGA • Gustar um Gest. Gestur Einar í hlutverki sínu í auglýsingunni. Mynd: Páll A. Pálsson. • Viðar Garðarsson hengir upp gardínustöng á „stofuvegginn“ í stúdíói Samvers. Mynd: Þórarinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.