Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 9
7. júní 1985 - DAGUR - 9 við vorum stödd í það og það skiptið, skoðuðum okkur um, og það verður að segjast eins og er, að þetta er sú mesta hvíld sem ég hef fengið um ævina.“ 0 „Svo slœmur er nú búskap- urinn ekki“ - Langar þig þá ekki til útlanda? Nú hlær Árni, tekur upp píp- una sína og fer að bjástra við að troða í hana og segir. „Ég hef aldrei komið út fyrir landsteinana nema eitt sinn, er ég fór að vitja neta með fleirum. Við þurftum að fara 2-300 metra frá landi til þess, en það var nóg, því að ég varð bullandi sjóveikur,“ og nú hlær Árni enn meira. „í alvöru tal- að þá langar mig auðvitað í sólar- landaferð eins og margt annað fólk. Helst vildi ég þó fara til Norðurlandanna, því að þar held ég að sé margt að sjá og skoða.“ - Þú talar um að starf bóndans sé erfitt starf sem þurfi að vaka vel yfir, hefur það aldrei hvarflað að þér að flytja á „mölina“ t.d. til Akureyrar eða Reykjavíkur? „Svo slæmur er nú búskapur- inn ekki,“ segir Árni og glottir út í annað til okkar blaðamanna sem komum á erfiðasta tíma árs- ins fyrir bændur. „Svo að við tölum í alvöru þá hefur slíkt ekki hvarflað að mér eða okkur hér. Að vísu fékk ég smjörþefinn af bæjarlífinu er ég var við nám á Akureyri, en það á ekki við mig að búa þar. Ég er sveitamaður og verð ekkert annað en sveitamað- ur, fyrir utan það að ég er fæddur og uppalinn hér í Fremstafelli og vil hvergi annars staðar vera. Það má ekki líta þannig á að ég sé að finna að því að búa á þessum stærri stöðum. En sveitin er frið- sælli og býður upp á það sem ég sækist eftir, svo að þar ætla ég mér að vera.“ - í dag eru fjórir í heimili í Fremstafelli; einhvern tíma hafa verið fleiri þar? „Það hafa ætíð verið margir í heimili hér, nema þá núna. Það var á þeim tímum er þrír til fjórir ættliðir bjuggu á sama bænum. Hér í Fremstafelli voru fyrir nokkrum árum um það bil 10 manns í heimili, og annar eins fjöldi var síðan á staðnum sem vinnufólk. Það var ekki óalgengt að um tuttugu manns væru hér í heimili, sem þætti allnokkuð í dag, en nú eru þetta fjórir til fimm á hverjum stað.“ - Það má taka fram að þau Árni og Hildur eiga tvær dætur, fjögurra og sex ára. - Er það viðkvæm spurning, ef ég spyrði þig hvort þú stundaðir heimaslátrun til að selja vinum og vandamönnum. „Þetta er góð spurning og kem- ur ekki mikið við mig, því að það er ekki um slíkt að ræða hjá okk- ur hér nema til heimabrúks. Hins vegar er víða pottur brotinn í þessum efnum. En ég tel að það sé auðvelt að koma í veg fyrir slíkt með þokkalegu eftirliti og það ætti að vera öllum til hags- bóta að koma reglu á þessi mál. Það á að slátra í sláturhúsum og hvergi annars staðar." Viðkvœm mál og prentníðingar - Árni, annað viðkvænit mál, að minnsta kosti fyrir marga bændur, - athugasemdir og „árásir í fjölmiðlum á bænda- stéttina. „Ég veit alveg hvað þú ert að fara,“ segir Árni og glottir. - „Þetta er ekki viðkvæmt mál fyrir mig frekar en heimaslátrunar- spurningin. Þessi skrif eru að stofni til af vanþekkingu; skrifuð til að ala á sundurþykkju dreif- býlis og þéttbýlis. Þeir menn sem stunda slík skrif ættu að kynna sér málin frá grunni áður en þeir þjóta fram á ritvöllinn með van- þekkingu eina að veganesti." - Er eitthvað til ráða? „Ekki nema að dreifbýlisfólk ráði sér prentníðing til að svara þessum skrifum. Best væri að láta þetta sem vind um eyru þjóta, en stærsti gallinn við þetta allt saman, er að stór hópur fólks, sem ekki þekkir til dreifbýlis, er á sömu skoðun og þessir menn, svo að það er full þörf á að gera eitthvað í þessu máli.“ - Ekki er laust við að maður hugsi með sér, að það sé ekki amalegt að eiga slíkan málsvara, svo skeleggur er Árni þegar hann segir þessi orð. Það var líka fleira sem hann sagði, en verður ekki haft eftir hér. Það er ekki þar með sagt, að það sé illt tal um fjölmiðla, heldur að það er erfitt að fylgja Árna er hann kemst á „skrið“, svo margt segir hann skemmtilegt. 9 „Sparisjóður- inn er aukabú- grein“ - Hvað segir Árni bóndi um aukabúgreinar? „Ekki líst mér illa á þær, nema þegar skussar komast í slíkt. Það er líklega ekki mögulegt að kom- ast hjá því, það er svo í öllum greinum. Ég get að vísu ekki stundað neina aukabúgrein nema hægt sé að kalla það aukabúgrein að vera sparisjóðsstjóri." - Það kemur upp úr kafinu að Árni er sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Kinnunga. Sparisjóðurinn var stofnaður 1889 og hefur starf- að síðan. Hann var staðsettur á Halldórsstöðum í Kinn fram til 1981 er hann var fluttur að Fremstafelli. Árni er búinn að vera sparisjóðsstjóri síðan. „Það var ekkert óskahlutverk áð verða sparisjóðsstjóri. Það var farið fram á þetta við mig á sín- um tíma og ég sló til. Ég kunni ekkert í bókhaldi þá og varð að vaka fram á nætur til að komast inn í debet og kredit, en það hafðist allt svo að nú þekki ég muninn á því,“ og enn hlær Árni svo að hvítur tanngarðurinn blas- ir við. - Árni segir að mikil eftir- spurn sé eftir peningum, og þá ekki bara úr sveitinni, heldur úr kaupstöðum í kring. „Énda er sparisjóðurinn ekki bara fyrir Kinnunga heldur fólk af öllu landinu. Fólk hringir hing- að úr öllum landshlutum, því að það er mikil ásókn í peninga í dag.“ - Gétur sparisjóðurinn sinnt þessum óskum? „Því miður, ekki eins og á stendur nú, því að áburðarkaup standa yfir hjá bændum svo að allir peningar eru úti þessa stund- ina. Og ég er hræddur um að það sé erfitt hjá mörgum bóndanum við að leysa út áburðinn núna.“ ® „Því miður fékk hann afbragðs nei“ - Er skemmtilegt starf að vera sparisjóðsstjóri? „Það getur verið það. En alltaf er leiðinlegt að neita góðu fólki um lán þegar peningar eru ekki til hjá okkur. Starfið er ekki erfitt gagnvart skrifstofuvinnu hjá mér, því hér er stúlka á skrifstofunni sem sér um allan daglegan rekstur. Það er síminn sem er erf- iðastur, það er varla stundlegur friður fyrir honum.“ - I þessum orðum töluðum er Árni kallaður í símann. Á meðan lítum við í kringum okkur og rekum inn nef- ið í Sparisjóð Kinnunga. Það er ekki íburðurinn sem þar ræður ríkjum. Öll starfsemin fer fram í einu litlu herbergi og það eru orð að sönnu að þar sé allt fullt af pappír. Þegar minnst er á húsnæðismál sjóðsins hlær Árni og segir að það standi fyrir dyrum að stækka húsnæðið. „Síðan er draumurinn að tölvuvæða bókhaldið og allt sem að því lýtur. Handfærslur eru orðnar úrelt fyrirbæri sem þekkj- ast ekki lengur. Það kostar líka sitt að kaupa tölvu því verð fyrir vél sem hentar okkur er á bilinu 7-800 þúsund krónur. Ég get sagt þér svona í framhjáhlaupi, að það var verið að hringja til mín frá Húsavík og biðja um lán. Maður sem átti von á peningum, þeir komu ekki í tæka tíð og hann búinn að skrifa út úr heftinu sínu og kominn fram yfir. Því miður fékk hann afbragðs nei. Það er þetta sem er erfiðast við starfið, að þurfa að neita.“ - Þýðir þá ekkert fyrir mig að biðja um lán? Árni hlær vel. - „Ekki eins og er, en það er alltaf möguleiki fyr- ir þig að hringja seinna, þá er aldrei að vita hvað ég get gert fyr- ir þig.“ Þessi orð sparisjóðsstjór- ans og bóndans verða geymd en ekki gleymd, það er ekki að vita nema einhvem tíma komi upp sú staða að maður þurfi að slá á þráðinn og spyrja um stöðu spari- sjóðsins í Kinn. Og með það í farteskinu kveðj- um við Árna bónda Jónsson og hans fólk í Fremstafelli og þökkum góðar móttökur. gej , sparisjóðsstjóri Fremstafelli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.