Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 7
7. júní 1985- DAGUR-7 ,fig er skyldur öðnan hverjum marmi hér“ - Ögmundur Knútsson á línunni - Frystihúsið á Grenivík - Góðan dag. Er Krístleifur Meldal við? - Nei, því miður. Hann er farinn í sumarfrí, en Ögmundur Knútsson er í hans stað. - Get ég fengið að trufla hann stutta stund? - Augnablik. Það liðu ein þrjú augnablik þar ti! sagt var: „Ögmundur". - Komdu sæll, Ögmundur. - Blessaður. - Hvar er aðalverkstjórinn ? - Hann fór í sumarfrí í bú- stað í Ólafsfirði. - Ekki hefur hann farið langt, sigldi hann yfir fjörðinn? — Nei, hann fór keyrandi „landleiðina". - Ert þú þá aðalverkstjóri í fjarveru hans? - Það á að heita svo, já. - Er nóg að gera í fiskinum hjá ykkur á Grenivík? - Nei, því miður er það ekki þessa stundina. - Hvað veldur? - Við erum ekki nema með einn bát núna sem fiskar fyrir okkur, svo það koma alltaf gloppur inn á milli. - Hvað gerið þið við fólkið, sendið þið það heim ? - Sem betur fer er það nú ekki svo slæmt. Við fáum fisk frá Útgerðarfélagi Akureyringa, svo það er stöðug vinna í átta tíma á dag. - Hvaða fiskur hefur það verið? - Það hefur aðallega verið þorskur upp á síðkastið. - Þú sjálfur, hvað ertu húinn að vinna lengi í fiski? - Ég hef unnið í fiski frá tólf ára aldri. - Hvað ertu gamall? - Tuttugu og þriggja. - Fórstu þá beina leið í fisk- inn eftir að skólanámi lauk? - Ég kom við í Fiskvinnslu- skólanum í Reykjavík og var þar í tvö ár. Það nám veitir mér réttindi í frystihúsum, auk fiskmats. Það heitir víst fisk- tæknir. - Ögmundur, nú átt þú heima á Akureyri. Keyrirðu á milli? - Já, ég keyri á milli. Enda farinn að þekkja veginn eins og handarbakið á mér. - Hvað er langt að fara, og hvað ertu lengi að keyra? - Það eru 46 km og ég er um 40 mínútur að keyra þetta. En þetta fer illa með bílana get ég sagt þér. - Þú byrjar snemma að vinna á morgnana, býrð á Akureyri. þarftu þá ekki að vakna snemma til að fara í vinnu? - Ég vakna rúmlega sex, en blessaður þetta vcnst. - Sefurðu þá ckki út um helg- ar þcgar þú átt frí? - Jú, jú, ég sef til svona 11 á frídögum. - Þú ert tuttugu og þriggja ára og segist vera ólofaður. - Ég er ólofaður, hef ekki tíma til að standa í slíku núna. - Er ekki nóg af fallegum stúlkum á Grenivík? - Jú, það er alveg sægur af þeim hér, en ég hef ekki tíma til að hugsa um það í augnablikinu. - Hvað ertu að gera í augna- blikinu? - Ég er að tala við þig í símann, en annars er ég og reyndar við hér í frystihúsinu að vinna ufsa. - Er ufsi góður til vinnslu ? - Hann er þokkalegur, ann- ars er best og skemmtilegast að vinna þorskinn, enda gefur hann mest af sér ef vel er unnið. "'Vy::. "'ykg;. - Ætlar þú í sumarfrí? - Það verður væntanlega lítið um það, því ég er að vinna fyrir skólaskuldunum. - Voru þær miklar? - Já, nokkuð. - Varstu á námslánum? - Nei, hins vegar er ég að greiða ýmis önnur skammtíma- lán sem ég tók. - Verður þá ekkert um sumarfrí? - Það getur verið að maður skreppi eitthvað stutt til út- landa, annars er ég ekkert búinn að ákveða það. - Er þetta skemmtilegt starf sem þú stundar? - Já, það getur verið mjög skemmtilegt. - Hvaða starf mundir þú kjósa þér ef þú starfaðir ekki sem verkstjóri á Grenivík? - Ég mundi velja mér eitt- hvert annað starf innan fisk- iðnaðarins. Ég hef unnið í fiski frá því ég byrjaði að vinna. og þekki lítið annað. - Ætlarðu að vera á Grenivík í framtíðinni? - Framtíðin verður að ráða því. Ég hef ekkert velt þessu fyrir mér. Ég er svo ungur að það er tími fyrir svoleiöis vanga- veltur á næstunni. - Þú ert sem sagt ungur og ólofaður. býrð heima hjá pabba og mömmu og hefur það gott. En fyrst þú ert svo ánægður á Grenivík, sannar það ekki að þar býr gott fólk ? - Það er engin spurning, hér býr úrvals fólk. Enda er ég ætt- aður héðan, það má segja að ég sé skyldur öðrum hverjum manni hér. - Ögmundur. þakka þér fyrir spjallið og gangi þér vel i ut'san- um. - Þakka þér í sama, blessað- ur. gej Auglýsing frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Frá og með 10. júní 1985 flytur göngudeild F.S.A. í nýbyggingu sjúkrahússins. Gengið inn um anddyri að vestan. Reiðhjólakeppnin laugardaginn 8. júní kl. 1 e.h. Skráning í Dynheimum föstudaginn kl. 2-6 e.h. Keppt verður í tveimur aldurshópum 13-14 ára, fædd 1971 og 1972. 12 ára og yngri, fædd 1973 til 1976. Piltar keppa sér og stúlkur sér. Keppnin verður tvíþætt. í fyrsta lagi akstursþrautir og í öðru lagi akstur um götur bæjarins, tveggja kílómetra leið. (Báðir aldurshópar). Auk þess hjólar eldri hópurinn tveggja kílómetra malarveg „rallyleið", á þeirri leið verður tímataka. Þrír fyrstu í hverjum flokki fá verðlaun. 10 fyrstu í hverjum flokki eru valdir til að vera með á Norðurlandsleikum Æskunnar á Sauðárkróki dagana 28.-30. júní 1985. Allir krakkar á þessum aldri velkonmir. Æskulýðsráð og lögreglan á Akureyri. Óiscotek71 í kvöld föstudag frá kl. 10-02. Aðgangseyrir 150,- býður yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Nýbakaðar vöfflur m/rjóma í síðdegiskaffinu alla daga. Hótel KEA Við bjóðum fjölbreyttar veitingar í veitingasal sem er opinn alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð ★ ☆ ★ Dansleikur laugardagskvöldið 8. júní 1985 Hljómsveif Finns Eydal leikur fyrir dansi frá kl. 22.00-02.00. Kristján Guðmundsson leikur létt lög fyrir matargesti frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22200. Verið velkomin. HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.