Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. júní 1985 „Það tekur því varla að taka af manni mynd undir þessum kringumstœðum, því það er rétt að maður sé pokafœr, “ sagði Arni Jónsson bóndi í Fremstafelli í Kinn er við rennd- um í hlað hjá honum og hans fólki. Árni var að taka á móti áburði frá Húsavík. Ekki virtist hann eiga í neinum erfið- leikum með að handfjatla pokana. „Þetta verða 500 pokar hjá mér, og hver poki kostar 450 krónur svo það getur hver reikn- að út hvað bændur þurfa að leggja út á hverju vori. Fyrir utan að þetta vor er sérlega gott svo að margir geta sparað við sig áburð- arkaupin nú,“ segir hann og sveiflar einum pokanum á öxl sér og þeytir honum í stóra stæðu þar rétt hjá. - Ég hitti fólk hér í sveitinni sem sagði að ég þyrfti endilega að tala við Árna í Fremstafelli, því að hann væri bæði stórbóndi og auk þess skemmtilegur, er það satt? Árni glottir og mælir spekings- lega: „Eigi veit ég það svo gjörla.“ Síðan hlær hann svo það skín í stórar hvítar tennur. „Ég er ákaflega mikið fyrir það að vera innan um fólk og geri hvað ég get til að geta hitt vini og kunningja. Flins vegar er ekki mikill tími til þess nú þessa stundina. En hvað varðar stór- bóndatignina, þá má eflaust segja að ég berist of mikið á. En það kemur af sjálfu sér því að þessi jörð býður upp á góðan búskap, sem væri óeðlilegt að nýta ekki til fullnustu." Jarðarítak í annarri sveit - Fremstafell er stór jörð. Árni segir okkur að landið sé í allt um 3000 hektarar, þar af eru 120 ræktaðir, svo það er töluvert eftir. Frá fornu fari hefur Fremstafell átt jarðarítak í jörð- ina Grímsland á Flateyjardals- heiði. Árni segist ekki vita hvern- ig þetta kom til, enda sé þetta ævafornt. Það finnast um þetta heimildir í jarðabók Árna Magn- ússonar. „Þessa fornu eign Fremstafells höfum við ekki nýtt okkur á neinn hátt, enda nægilegt land- rými hér í kringum okkur. Það er svo, að við höfum allt okkar fé í heimalandinu yfir sumarið. Af- réttarbeit höfum við ekki þurft að nýta okkur." - Sjálfsögð spurning; hvað ertu með margt fé? „Því fer fækkandi hjá okkur því við erum að flytja okkur yfir í mjólkur- og kjötframleiðslu. Þetta eru ekki nema 110 kindur í vetur, en við erum með 70 gripi í fjósi, þar af 35 mjólkandi kýr.“ - Það sem ber fyrir augu okk- ar þessa stund sem við dveljum að Fremstafelli sýnir að þar hafa búið áræðnir og framsýnir bændur. - Árni er spurður hvort hann hafi byggt þetta upp sjálfur að einhverju leyti. „Nei, þetta er ekki nema að litlum hluta mitt starf. Foreldrar mínir hafa búið hér fram til þessa, en fluttu til Reykjavíkur núna nýlega, svo það má líta þannig á að við tökum við búinu formlega í haust. Hins vegar hef ég verið hér síðan 1975 og unnið að upp- byggingu staðarins með foreldr- um mínum fram að þessu.“ Kláraði ekki kandidatinn - Fórstu ekki til mennta? „Það var þetta hefðbundna á Laugum. Síðan fór ég 3 ár í Bændaskólann að Hvanneyri. Það nám sleit ég ofurlítið í sund- ur með því að fara í Menntaskól- ann á Akureyri eftir tvo vetur á Hvanneyri. En frá bændaskólan- um lauk ég ekki kandidatsprófi. Eins og ég sagði áðan, þá kom ég hingað heim því foreldrar mínir voru orðnir einir í kotinu, svo það varð næsta sjálfkrafa að ég fór að vinna hér áður en ég lauk náminu að Hvanneyri." CSP Konan kom til mín - Þú talar mikið um „okkur“, hverjir standa að þessu stórbúi fleiri en þú? „Maður gerir ekki mikið konu- laus,“ segir Árni og hlær við. „Ég er svo heppinn að eiga góða og duglega konu. Hún heitir Hildur Tryggvadóttir og er úr Reykja- vík. Það er ekki þar með sagt að ég hafi sótt hana þangað, því ég var svo heppinn að hún, má segja, kom til mín. Hún var í sveit á okkar heimili sem barn og unglingur í mörg ár, svo að við þekktumst mjög vel.“ - Er Reykjavíkurdaman ánægð að vera úti á landi við búskap? „Ekki ber á öðru, hún er að minnsta kosti nógu dugleg við bústörfin. Annars er réttast að spyrja hana sjálfa.“ Það reyndist ekki auðhlaupið að ná í frúna, því að hún var í óða önn við að sinna berandi ám, sem voru í fjárhúsi skammt frá. - Hvers vegna ertu að fækka fénu? „Það er af hagkvæmnisástæð- um, það er skynsamlegra að vera bara með mjólk og kjöt. En það er ekki þar með sagt að ég hætti algjörlega við féð, því að það er erfitt að segja alveg skilið við sauðkindina, fyrir utan að það er hastarlegt að búa á góðri jörð og nýta hana ekki.“ Að leggjast á koddann - Er ekki mikið starf fyrir ungt bændafólk að standa undir slíku búi? „Það vill verða ansi langur vinnudagur hjá manni, að minnsta kosti núna yfir sauð- burðinn. Ég hef það sem reglu að vera kominn út fyrir klukkan sjö á morgnana, og það vill teygjast vel fram yfir miðnætti að maður komist í ró. Ég er þeirri stund fegnastur er ég get lagst á koddann." - Fá bændur þá ekkert sumar- frí eins og annað fólk? „Þetta er það sem erfiðast er við bændastörfin í dag. Að vera bóndi þýðir það að þú ert bund- inn alla daga allan ársins hring. Það er sama hvort það er gott veður eða vont veður, sumar eða vetur, þú þarft alltaf að sinna blessuðum skepnunum. Óregla í slíkum málum getur valdið óþægindum hjá þeim. En við höfðum tök á því, fjölskyldan, að taka okkur sumarfrí á síðasta sumri, það er í fyrsta skipti sem ég fer í sumarfrí. Við keyrðum um landið, tjölduðum þar sem Ami Jónsson stórbóndi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.