Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 EBE hyggst beita þvingunum — vill kúga okkur til uppgjafar Fréttir hafa nú borizt frá aðalstöðvum Efnahags- bandalags Evrópu i Brussel um að bandalagið muni framkvæma þá hótun sina að synja okkur íslend- ingum um þau tollfriðindi varðandi sjávarafurðir, er samningurinn við Efnahagsbandalagið, sem staðfestur var á alþingi á dögunum, gerir ráð fyrir. Sem kunnugt er setti Efnahags- un viðsk'iptasamningsins á sinum bandalagið fyrirvara af sinni tima, — og áskildi sér þar rétt til hálfu um þetta atriði við undirrit- að skjóta á frest gildistöku þess Brezkur prófessor Flytur erindi um tengsl iðnaðar og s j á varút vegs Stofnuð nefnd til að vinna að friðun Norðurhafa Nokkrir einstaklingar hafa ákveðið að mynda nefnd, sem hafi það hlutverk að vinna að samstarfi smáþjóða við Norð- ur-Atlanzhaf um friðun fiski- stofna, ráðstafanir gegn mengun og friðlýsingu Norð- ur-Atlanzhafs. Ákveðið hefur verið að halda fund i kvöld i Norræna húsinu þar sem fjall- að verður um formlega stofn- un nefndar um friðun Norður- hafa og kosin framkvæmda- stjórn hennar. Á fundinum i kvöld mun prófessor Norman A. Godman frá Edinborgarhá- skóla halda erindi. Godman er prófessor i iðnaðarfélagsfræði við háskólann i Edinborg, en hefur að undanförnu fjallað sérstaklega um tengsl milli sjávarútvegs og iðnaðar. Hann hefur einnig gert sér far um að kynnast landhelgismál- inu og hefur hann m.a. skrifað greinar i brezka blaðið „Tribune” um það mál. Fundurinn i kvöld hefst klukkan 20,30. ákvæðis er lýtur að innflutnings- tolli á sjávarafurðum svo lengi sem við ættum i deilu við Breta og Þjóðverja um landhelgismálið. Ýmsir töldu að þetta volduga bandalag mundi láta sitja við hót- unina eina i þessum efnum, og heyrðust slikir spádómar hér heima úr röðum þeirra, sem ákafast börðust fyrir staðfestingu viðskiptasamningsins við EBE nú þegar. En nú mun sem sagt liggja endanlega fyrir, að Efnahags- bandalagið metur meira að fram- fylgja i þessu máli stórvelda- hagsmunum Breta og Þjóðverja, en aö koma til móts við lifshags- muni okkar tslendinga. Sú niðurstaða þarf vissulega engum að koma á óvart, þegar haft er i huga eðli og ferill þessa bandalags. Viðskiptasamningur okkar við bandalagið kemur að öðru leyti til framkvæmda nú þann 1. april, en vert er að hafa I huga að af heild- arútflutningi okkar til Efnahags- bandalagslandanna, sem var 1900 miljónirkr. á áriárin 1970 og 1971 voru 1800 miljónir sjávarafurðir, en aðeins 100 miljónir aðrar vörur. Það er þvi aðeins um 5% af út- flutningi okkar til þessara landa, sem hljóta tollfriðindi nú um mánaöamótin, en 95% útflutn ings okkar, þ.e. sjávarafurðirnar setja höföingjar Efnahagsbanda- lagsins I Brlissel á svartan lista og reyna með þvi að kúga okkur til undanhalds i landhelgismál- inu. En það mega herrarnir i Brössel vita, að okkur tslending- um verður ekki i hel komiö með slikum aðferðum, og ekki eykur þessi auðvaldssamsteypa, sem Efnahagsbandalagið er, hróður sinn á Islandi með þvi að ganga svo berlega erinda Breta og V.-Þjóðverja i landhelgismáli okkar. Hver vill til Kína fyrir 138 þús. kr.? Hefur einhver áhuga á að fara til Kina og vera þar I 15 daga fyrir 138 þúsund kr.? Ef svo er þá gefst þeim hinum sama tækifæri til þess hinn 12. april nk. en þá hefur ferðaþjónusta Loftleiða fyrirhug- að að fara 15 daga hópferð til Kanton I Kina, þar sem ein stærsta vörusýning er haldin er i Asiu stendur yfir. Að þvi er Gylfi Sigurlinnason hjá Loftleiðum sagði okkur I gær þurfa minnst 10 manns að skrá sig til þessarar ferðar svo af henni verði. Ferðaáætlunin verð- ur I stórum dráttum á þann veg að flogið verður héðan 12. april til Kaupmannahafnar og þaðan til Bangkok daginn eftir: siðan til iHong Kong. Þaðan verður svo Ifarið með lest til Kanton. Verður dvaliö i Kanton frá 15. til 22. april en siðan veröur dvalið i 4 sólar- hringa i Hong Kong og síðan 2 sólarhringa I Bangkok i bakaleið- inni. Eins og áður segir kostar þessi ferð 138 þúsund kr. og er þá inni- falið allar feröir, fullt fæði og gisting til og frá Kaupmannahöfn. Gylfi sagði að þeir hjá Loftleiö- um hefðu áður reynt að fara ferð á borð við þessa en þá heföi ekki næg þátttaka fengizt. Hann sagð- ist þvi miður ekki vera bjartsýnn á að þetta tækist frekar núna, en þó hefðu nokkrir aðilar leitað upplýsinga um þessa ferð. En enginn hefur enn pantað far. —S.dór Harður árekstur Mjög harður árekstur varð á Kleppsveginum i gærdag. Vuxhall bifreið var ekiö i noröur- átt á móts við vegamótin niður á Kleppi og var bifreiðin að beygja af hægri vegarhelmingi yfir til vinstri og inná bilastæði, þegar VW bifreið kom á mikilli ferð og lenti á hlið Vuxhall—bifreiðar- innar, sem fór um við áreksturinn. t Vuxhall-bifreiðinni voru tvær konur, og 3 börn i aftursætinu og meiddust þau öll eitthvað, en konan sem var farþegi sinu mest. Ekkert þeirra mun þó hafa meist lifshættuiega. Báðir hil arnir eru mjög mikið skemmdir - S.dór. Gerum allt sem við getum segir Helgi Bergs formaður viðlagasjóðs Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að þeir menn sem vinna við að stöðva hraun- rennslið I Vestmannaeyjum hafa kvartað undan skilningsleysi yfirvalda varðandi aukin tæki til starfansjog segja þeir að mikiö vanti á að nóg sé af vatnsdælum i Eyjum. Við snerum okkur til Helga Bergs formanns viðlagasjóðs og spurðum hann hverju hann vildi svara þessu. Helgi sagði það hrein og klár ósannindi að við- lagasjóöur hefði ekki gert allt sem honum væri unnt til að út- vega dælur, bæði innanlands og utan, og að þær tilraunir stæðu enn yfir. —■ Mér finnst, sagði Helgi, að þeir menn sem stjórna þessu starfi út i Eyjum og hafa ásakað okkur um skilningsleysi hafi ekki sjálfir skilning á þvi hvað vantar. Til að mynda heyrði ég eftir ein- um þeirra, að það sem vantaði mest væri dæluskipið Hákur. Nú er það svo, að við erum með tvö skip i Eyjum, sem eru sams kon- ar dæluskip og Hákur er, dýpkun- arskip, sem geta ekki dæít með neinum þrýs.tingi. Þessi skip eru gerð til að dæla upp af botninum og gusa bara örfáa metra. Það sem okkur vantar eru dæl- ur sem geta komið þessu marga tugi metra upp i loftið. Við höfum fengið æði margar dælur til Eyja, en ekki eins margar og við hefð- um viljað. Það stafar einvörð- ungu af þvi að þær eru ekki til i landinu. Við erum að reyna að fá þær annars staðar frá og ég hef verið i sambandi við menn i Nor- egi.SviþjóðogBandarikjunum að reyna að útvega þessar dælur,og við höfum vonir um að það megi takast, sagði Helgi að lokum. —S.dór Yíða beitt lagakrókum: Lögbann á kosningar Borgarfógeti hefur i mörgu að snúast þessa dagana. Eins og frægt er oröið kvöddu Bjarna-menn hann til liðs við sig til að leggja lögbann á fund Hannibals-manna i SFV. i gær var hann aftur á feröinni með lög- bannið á lofti. Að þessu sinni var það utankjörstaöaatkvæöa- greiðsla til Háskólaráðs sem ekki mátti fara fram. Sá sem krafðist þessara afskipta dómsvaldins var Staksteinahöfundurinn og fram- bjóðandi Vöku Davið Oddsson. Þegar þetta spurðist sendi Fé- lag náttúrufræðinema i Ht frá sér dreifibréf það sem hér fer á eftir: Klámhögg Ihaldsframbjóðandans Ekki leggja þeir litið á sig Vökupaurarnir til þess að koma i veg fyrir eigið fall i opinberum kosningum hér i Háskólanum. Nýjasta nýtt er að setja lögbann á utankjörstaðaatkvæðagreiðslu til Háskólaráðs. DAVIÐ þessi ODDSSON, laganemi, Stak- steinahöf. og frægur trúður, mætti með friðu fötuneyti á Grensásvegi 12 i morgun 20. marz, þegar kjörfundur hafði verið opinn i 15 min. Ekki dugði minna en FÓGETI og HöRÐUR EINARSSON hrl. (Fulltrúaráðs- maður I Sjálfstæðisfl., I útgáfu- stjórn Alþýðublaðsins og lögfræö- ingur Hannibals i erjum hans við Bjarna Guðna og Co.) Auk þess voru 2—3 Vökupilar i förinni. Til- gangurinn var að stöðva kosn- ingu, sem þeir og gerði með þvi að láta fógeta leggja lögbann við utankjörfundaratkvæðagreiösl- unni.' Slikt kostar dálaglega peninga- fúlgu, tryggingu, sem Vöku, Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn munar litið um. Meira þurfti ekki til að koma i veg fyrir að nemend- ur I náttúrufræðum fengju að njóta kosningaréttar sins. Forsaga þessa máls er sú, að Félag Náttúrufræðinema fór fram á það við kjörstjórn, að hún efndi til utankjörfundar, þar sem félagið géngst fyrir Færeyjaferð 22. þ.m. þ.e. daginn áður en kosiö verður til Háskólaráðs. Með sjálf- sögðu samþykki kjörstjórnar hófst þvi kjörfundur á Grensás- veginum i morgun kl. 10. Til grundvallar lögbanni sinu vefur Davið sig i lagakrókum kosninga- laga og hengir sig I þaö að kjör- stjórn hafi ekki auglýst kjörfund- inn á réttum stöðum. Einnig heyrðust raddir um 2 laganema sem væru á ísafiröi og gætu þvi ekki kosið vininn. . . Betri afhjúp- un ræfildómsins er ekki hægt aö hugsa sér, og sú áræðni Daviðs Oddssonar aö taka meö fógeta- valdi kosningarétt af heilli deild Háskólans sýnir hugarfar þeirra Húsavik: Þar draga „kopparnir” björg í bú Rœkjaer i flóanum, en a miklu dýpi Afli hjá Húsavikurbátum er tregur, sagði talsmaður Fiskiðjusamlagsins, er blaðiö leitaði frétta þar nyðra. Aftur á móti eru menn ekkert svart- sýnir, þar sem þessi timi er yfirleitt heldur daufur hvað snertir fiskveiðar. Mikill fjöldi smærri báta stundar veiðar frá Húsavik, á trolli og linu flestir, og handfærabátar eru að heja veiðar. Til Húsavikur hafa borizt 90 tonn af loðnu sem fryst var til beitu, en ekki hefur afli glæðzt afgerandi við loðnubeitingu enn sem komið er. Aflinn er eingöngu þorsk- ur, nokkuð góð stærð, en dálitið misjafnt eftir þvi hvar borið er niður. 1 vetur var gerð tilraun til að veiða rækju, en veður hamlaði stöðugt veiðum. Menn eru bjartsýnir á að hægt sé að veiða töluvert af rækju i flóan- um. Það var bátur úr Reykjavik sem gerði þessa tilraun og var tilraunin studd af heima- mönnum. Rækjan er á miklu dýpi og þvi þarf stóran bát til þessara veiða og kynni að verða gerð önnur tilraun fljót- lega. Skelfiskur hefur ekki fundizt i flóanum i nýtanlegum mæli. Atvinna við fiskvinnslu var ágæt i jandar, en alldauft siðari hluta febrúar og i byrjun marz, en viðunandi núna. Húsvikingar treysta ekki á stór skip, og hafa ekki i huga að kaupa skuttogara. Treyst er á minni skip; þar eru gerðir út núna þrir 35 tonna bátar og töluvert af 10—12 tonna bátum og þeir skila drjúgum afla. — sj. Talsvert um veiði í gær Rétt fyrir kl. 7 i gærkvöldi höföu tólf skip tilkynnt um loðnuafla, samtals 3.160 tonn, en búizt var við að fleiri skip myndu gefa sig fram fyrir myrkur. Heimir var með 440 tonn. Loftur Baldvinsson með 400 tonn og Hilmir 360 tonn. Þessi skip ætluðu að sigla með aflann a“ Austfjarðaíhafnir, enda fengu þau aflann á veiði- svæði þrjú, eöa austasta svæöinu. Loðnan veiðist mjög nálægt landi og þarf að kasta oft. Talsvert var um að bátar rifu nætur og þannig varð Guð- mundur RE að sigla til Reykjavikur með rifna nót og Eldborgin til Hafnarfjarðar einnig með rifna nót, en þetta eru tvö aflahæstu skipin. Vökupilta til hins almenna nem- anda hér i Háskólanum, hugar- far, sem er 1 fullu samræmi við fyrri afstöðu þeirra aö reyna að koma I veg fyrir að nokkrar kosn- ingar til Háskólaráðs færu fram. Ósvifni af þessu tagi látum við ekki viðgangast. Davið veröur felldur I kosning- unum á föstudaginn, enda lengist afrekaskrá hans i réttu hlutfalli við dauöakippi ihaldsins. FÉLAG NATTÚRUFRÆÐINEMA, H.t. Þess má að lokum geta aþ kosn- ingar þær sem fram eiga að fara á föstudaginn eru endurtekning- arkosningar en fyrri kosningar voru ógiltar þar sem Vökupilt- arnir flæktu þær i lagaklæki. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.