Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. marz 1973 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviijans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. TÖFRAORÐ RISAVELDANNA Það er viðar en á íslandi, sem menn deila um, hvort réttmætt sé að draga úr vigbúnaði eða leggja niður herstöðvar. Hvar sem slikar kröfur eru gerðar koma fram æfðir stjórnmálamenn og segja: Við megum ekki rasa um ráð fram, ekki má raska valdajafnvæginu i heiminum? — og svo er bætt við: vissulega kemur til mála að draga úr vigbúnaði og leggja niður her- stöðvar, en allt slikt verður bara að gerast samkvæmt samningum risaveldanna, svo að ekkert fari nú úrskeiðis. Við þekkjum þessi svör hér heima á Is- landi við kröfum islenzkra herstöðvaand- stæðinga, en þau hljóma svo sannarlega viðar. Á Bandarikjaþingi liggur nú t.d. fyrir tillaga um að kalla heim á 18 mánaða timabili meginhlutann af bandariskum hermönnum i Evrópu. Þessi tillaga er borin fram af mjög áhrifamiklum þing- mönnum úr báðum flokkum svo sem Mike Mansfield forystumanni demókrata á Bandarikjaþingi og studd af William Ful- bright formanni utanrikismálanefndar öldungadeildarinnar. Samkvæmt siðustu fréttum er Nixon Bandarikjaforseti mjög uggandi vegna þessarar tillögu og vegna þess, hversu mikils stuðnings hún nýtur. Hann reynir þvi með öllum ráðum að koma henni fyrir kattarnef og beitir þá fyrst of fremst þeim rökum, að hann ætli sér að semja um þessi mál við Rússa og ekkert megi ákveða meðan á þeim samningum standi. Á Bandarikjaþingi eru sem sagt tvær and- vigar fylkingar i þessum efnum. Hvorum megin halda menn nú að dr. GylfiÞ. Gislason, sem hélt ræðuna á fundi Norðurlandaráðs um daginn, væri, ætti hann sæti á Bandarikjaþingi sem Vest- ur-lslendingur? í Danmörku hefur rikisstjórn sósial- demókrata ákveðið að draga verulega úr vigbúnaði og stytta herskyldutimann að mun. Ekki hefur staðið á talsmönnum „valdajafnvægisins” að snupra Dani fyrir þessar fyrirætlanir, og þarf vist engan að undra, áð þar hafa fyrirmenn NATO verið hvað harðastir i dómum. — Og „rökin”, sem beitt hefur verið á Dani könnumst við ákaflega vel við úr umræðum hér heima um herstöðina á Keflavikurflugvelli. Það er enn og aftur „valdajafnvægið” milli risaveldanna, sem Jón Skaftason, al- þingismaður, segir i Timanum i gær að höfuðsynd sé að hrófla við, — en i sama blaði er skýrt frá þvi, að hann hafi við annan mann barizt gegn 16 ræðumönnum á fundi hjá Framsóknarflokknum, og vildu þessir 16 allir herinn burt af Kefla - •víkurflugvelli. Og liti menn i austur — hvað blasir þá við, sem helzta röksemd ráðamanna Sovétrikjanna gegn kröfum um aukið sjálfsforræði fylgirikja þeirra? Aftur „valdajafnvægið”, sem ekki má skerða. Þess vegna m.a. innrásin i Tékkóslóvakiu 1968. Þeir stjórnmálamenn smærri þjóða, sem jafnan setja valdajafnvægi risaveld- anna ofar viðleitni eigin þjóða til frum- kvæðis i utanrikismálum eru bundnir á höndum og fótum i snöru þeirra Nixons og Bréshnévs. Gætu nú ekki dr. Gylfi, Jón Skaftason og fleiri góðir menn tekið trú sina á valda- jafnvægiskenninguna til endurskoðunar og skipað sér i sveit með William Ful- bright, þeim bandariska, Anker jörgen- sen, forsætisráðherra Dana og fleiri slik- um, en hætt að elta Nixon? Eða á það máske eftir að ganga yfir okkur, að islenzkir þingmenn grátbiðji um erlendan her i landið, þegar meirihluti á Bandaríkjaþingi hefði ákveðið, að kalla dátana heim frá Keflavik? Aldrei hefur þótt gott að eiga mikið undir dómgreind og glöggskyggni þeirra, sem Svo heittrúaðir voru að þeir gerðust kaþólskari en páfinn. Samanburður kennara- og stúdentsprófs NIÐURSTÖÐUR VÆNTAN- LEGAR Á ÞESSU SKÓLAÁRI A fundi Sameinaös þings i gær svaraöi menntamálaróöherra fyrirspurn Jónasar Arnasonar um samanburöarkönnun á kenn- araprófi og stúdentsprófi meö til- liti til inngönguréttinda kennara i Háskólann. I svari ráöherra kom fram, aö unnið er aö þessari könnun og er aö þvi stefnt, aö niðurstöður liggi fyrir á þessu skólaári. Jónas Arnason sagði að hann legði þessa fyrirspurn fram vegna tilmæla frá nemendum i Kennaraskólanum. Brátt kæmi að þvi, að þetta fólk lyki prófi en það vissi ekki ennn, hvaða rétt- indi það veitti þvi. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, sagði, að áriö 1972 hefði verið veitt heimild til að veita mönnum án stúdents- prófs inngöngu i Háskólann að þvi tilskildu, aö viökomandi deildir veittu samþykki sitt og próf um- sækjenda hefðu verið metin jafn- gildi stúdentsprófs. Siðasta sumar hefðu rösklega 30 kennarar sótt um inngöngu i Hcískólann. Háskólaráð hefði ekki viljað veita þeim viðtöku með þeim rökum, að ekki væri tima- bært að hverfa frá meginstefnu um undirbúningskröfur, enda heföi ekki farið fram nein endur- skoðun á reglum þar að lútandi. I sumar hefði svo ráðuneytið fengið bréf frá Sambandi is- lenzkra barnakennara, og var þar hvatt til þess, að fram færi sam- anburðarkönnun á kennaraprófi, prófi frá tækniskóla og stúdents- prófi. Ráðherra hefði þá kallað saman samstarfsnefnd mennta- skólastigsins, og hefði hún ein- róma samþykkt, að rétt væri að fela Sveinbirni Björnssyni, eðlis- fræðingi, að vinna það verk. Sveinbjörn hefði siðan hafið þessa könnun. Stæði hún enn yfir og væri að þvi stefnt, að henni lyki á yfirstandandi skólaári. Gylfi Þ. Gislason (A) spurði ráðherra, hvað liði endurskoðun laga um Kennaraháskóla Islands frá 1972 og hver mundi verða af- staða prófa þaðan til prófa úr Há- skóla Islands. Menntamálaráðherra sagði, að sú endurskoðun væri hafin, en hann gæfi ekki yfirlýsingar um niðurstöður starfs, sem enn væri i miðjum kliðum. Rýmka ber ákvæði um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar 1 haust var lögö fram á þingi' þingsályktunartillaga um endur- skoðun laga um kosningar til Al- þingis. Samkvæmt tillögunni á- lyktar Alþingi aö fela rfkisstjórn- inni aö leggja fyrir næsta þing til- lögur til breytinga á kosningalög- um meö það fyrir augum aö auö- velda utankjörfundaratkvæöa- greiðslu. Tillaga þessi er nú komin frá allsherjarnefnd og mælir nefndin með samþykkt hennar. Var tillagan til umræöu I Sam- einuðu þingi f gær, en atkvæöa- greiöslu var frestaö. Björn Fr. Björnsson (F) var framsögumaður fyrir áliti alls- herjarnefndar. Hann ræddi nokk- uð um þann tviþætta tilgang, er fram kemur i greinargerð með þingsályktunartillögunni, annars vegar að auðvelda þeim, sem staddir eru erlendis þátttöku i kosningum, hins vegar að létta þeim, sem eru á sjúkrahúsum að neyta atkvæðisréttar sins. Auöur Auðuns (S) hefur lagt fram breytingartillögu um, að i stað orðanna „leggja fyrir næsta þing” komi ,,leggja hið allra fyrsta fyrir þingið”. Hún taldi þessa breytingartillögu sina raunhæfa, þvi aðekki væri að vita nema kosningar yröu innan tiðar. Svava Jakobsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- tillögunnar^sagði meöal annars: Svo sem hæstvirtum þingmönn- um er kunnugt, hafa islenzkir námsmenn erlendis sótt þaö af kappi undanfarin ár, aö breyting- ar yrðu gerðar á kosningalögum, með það fyrir augum að auðvelda þeim að neyta kosningaréttar sins erlendis. Ég held, að allir séu sammála um, að ákvæði núgildandi kosn- ingalaga um utankjörfundaat- kvæðagreiðslu séu of þröng. Ann- markar þeirra koma æ berlegar I ljós eftir þvi sem námsmönnum erlendis fjölgar og þeir dreifast um fleiri lönd. Óhjákvæmilega hefur farið svo, að kvartanir ber- ast helzt, er kosningar standa fyr- ir dyrum, og þá hefur timi verið ónógur til að gera þær lagfæring- ar sem aö gagni mættu verða. Meö flutningi þessarar tillögu nú höfum við, sem að henni stönd- um, viljað stuðla að gagngerri endurskoðun þessara mála, þannig að unnt sé að vinna rólega og yfirvegað að þeim breyting- um, sem allir telja nauðsynlegar. Þá ræddi Svava nokkuð um breytingartillögu Auðar Auðuns og sagði meðal annars: Þessi breytingartillaga felur það i sér að frumvar^um ný kosningalög Svava Jakobsdóttir. verði lagt fram þegar á þessu þingi, fyrir þinglok i vor. Ég er hrædd um, að þessi þröngu tima- takmörk, er hún vill setja þeirri vinnu, er framundan er, verði einmitt til þess að ýta undir flýtis- vinnubrögð, sem sérstaklega ber að forðast, og var einmitt ætlunin aö forðast... Undirbúningsvinna varðandi breytingar á utankjör- fundaratkvæðagreiðslu vegna sjúklinga, er mér vitanlega enn alls óunnin. Þar hljóta að koma fram alls konar hugmyndir, er tima þarf til að ihuga og vinna að. En hvort breytingin vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis er svo langt komin, að það rétt'læti þá meðferð málsins, sem þessi háttvirtur þingmaður leggur til, er allsendis óvist. Sú undirbúningsvinna er ekki komin lengra núna, en hún var i janúar 1971 er þessi þingmaður var dómsmálaráðherra. Hafi þá ekki þótt fært að leggja fram frum- varp á grundvelli hennar fyrir þinglok og kosningar, er þess varla að vænta, að timi vinnist til þess núna, er komið er fram i marzmánuð. Jafnvel þótt kosningalaganefnd eöa önnur nefnd, er núverandi dómsmálaráðherra kynni að kalla til, treysti sér til að semja frumvarp svo til á augabragði, þá tel ég nánast útilokað, að timi ynnistfyrir þingmenn að afgreiða það á þessu þingi. Ég er i rauninni m j ög undrandi á þvi, að svo vanur þingmaöur sem 6. þingmaður Reykjavikur (Auður Auðuns) skuli telja slikt raunhæft. Og satt að segja þykir mér óvirðing við málið, ef á að flaustra þvi af, sem ætlað er að bæta rétt manna i svo mikilvægu og viðkvæmu máli. Björn Fr. Björnsson kom i ræðustól á nýjan leik og tók mjög i sama streng og Svava, að engan veginn mætti láta e41ýtinn skemma þetta mál. Atkvæðagreiðslu um þings- ályktunartillöguna var frestað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.