Þjóðviljinn - 21.03.1973, Side 8

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Side 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miftvikudagur 21. marz 1973 . _ .T-'.N',. .-O... ..-•av. ARÍSKUR RUTVEGUR býr viö ógnun ofveiði af hálfu Sovétmanna og Japana — Eh stjórnin tregöast viö aö viðurkenna útfærslu fiskvéjöilögsögunnar sem lausn Afli bandariskra sjómanna var misjafn á árinu 1972. 1 mörgum greinum var árangurinn ekki nógu góöur. Hjá rækjubátunum var aflamet á árinu. Aflinn á túnfiskveiðum tosaðist aðeins upp á við eftir nokkurra ára aflabrest. Humaraflinn fór minnkandi eins og áður. Úr laxveiðum dró stórlega. Sama var að segja um ýsu. Eftirspurn eftir sverðfiski hvarf með öllu eftir kvikasilfurs- mengunina sem vart varð 1970 og 1971. Bandarikjamenn eru fjórða mesta sjávarafla þjóð i heimi. Meiri afla draga aðeins Perú- menn, Japanir og Sovétmenn á land. Bandarfkjamenn eru einnig sú þjóð i heimi sem mest flytur inn af fiski og öðrum sjávar- dýrum, og kemst þar enginn til samjöfnuðar. I þvi efni eru ekki til nýrri tölur en frá 1971. bað ár nam innflutningur á fiski og fisk- afurðum 1,8 miljörðum punda (815 þúsund tonnum ) en banda- riskur sjávarafli var þá rétt undir 5 miljörðum punda (h.u.b. 2,2 miljónir tonna. Hér er væntan- lega átt við þyngd upp úr sjó. byngd innflutnings er hins vegar sennilega miðuð við það ástand sem vörurnar voru i við tollaf- greiðslu. Ekki er óliklegt að afla þurfi 3 ja tonna upp úr sjó til að fá 1 tonn af unnum fiskafurðum. Lauslega má þvi áætla, að fisk- innflutningur Bandarikjamanna sé fyllilega eins mikill og eiginn afli þeirra. — Þýð.) Miðin við strendur Norður- Ameriku, að austan sem vestan, eru með þeim auðugustu i heimi. Um niu tiundu þess sem Banda- rikjamenn afla er tekið á þessum miðum. En þeir eru ekki einir um hituna. Erlend fiskiskip, stærri og nýtizkulegri en skip heima- manna, verða æ algengari sjón á miðunum, alveg upp að 12 milna fiskveiðilögsögunni. 800 erlend skip Bandariska fiskveiðigæzlan taldi um 300 erlend veiðiskip undan ströndum Bandarikjanna i desember 1972. Stærstu hóparnir voru á Norðvestur-Atlanzhafi, undan Nýja Englandi. Einnig var nokkur þyrping við Alaska. Fiskveiðigæzlunni tókst að greina þjóðerni skipanna sem hér segirj 1^6 sovézk, 85 japönsk, 31 pólskt. Auk þess voru skip frá Austupbyzkalandi, Spáni, Italiu, Búlgalfiu '. og Vestur-Þýzkalandi. Talið ier ’iað fiskimenn frá 12 þjóðum stiindi veiðar reglubundið undan istroþdum Bandarikjanna einhvenn hlúta ársins. Fiskveiðiœzlan segir að fram til 1965 fcafi Irlend fiskiskip yfir- leitt eliki l\aldið sig nálægt Ameriku\ nenia um 6 mánuði á ári. Nú eV svo\komiö, að togarar frá ýmsum lbndum sjást við landið upp^ hvqrn einasta dag að heita má. Gæzlan l4efur\um 800 erlend skip á skrá sem hún segir að stundi veið\r úi af austur- ströndinni a\lt frá suðurodda Nova Scotia ápðuA aö Hatteras- höfða. „Erlendar þjóðirt’, segir þing- maðurinn RoWrl II. Steele (rebúblikani i fiullttúadeild) frá Connecticut, ,leru\ að yrkja garðinn okkar bak vúð húsið”. bingmaður þespi fe|r með eftir- farandi tölur: A árunum frá \l95Í fram um 1960 var bandaAiskilr afli af miðunum við Nýja\Enftland rúm- lega 700 miljón pund \(315 þús. tonn) á ári að meoalta\i og var það 99% alls t>ess sem áflaðist á þessum miðum. Arið 1969 var rússneski veiðiflotinn farinn að taka meira en miljón pund\if fiski á svæðinu (360 þús. t<\nn)i Aðrir erlendir fiskimenn öflúðu Iþarna um 400 miljón punda \( 18(\ þús. tonna), og afli Bandarfkúam^nna var kominn niður i 41^ m\ljón pund (190 þúsund tonn) Sérfræðingar óttast m\ög,\að slik sókn sem þarna á sA.r s\að stofni þessum gjöfulu miðum i hættu. Kussel T. Norris er fiskimála- stjóri á norð-austur svæðinu. t október sl. var hann kvaddur fyrir eina af undirnefndum full- trúadeildar á Bandaríkjaþingi og sagði þá frá þvi sem hann kallaði gjöreyðingaráhrif af völdum of- veiði. ,,Hér er um það að ræða, hvort nægilega mikið af fiski lifir af til þess að stofnarnir geti staðið undir sjávarútvegi Bandarfkj- anna.” Norris vitnaði til ýsunnar og sagði að á samfelldu 18 mánaða timabili 1965 og 1966 veiddu Rússar 180 þúsund tonn af henni á svæði þar sem meðalveiðin hafði verið 50 þúsund tonn á ári. Árið 1969 var heildaraflinn af sama svæði kominn niður i 25 þúsund tonn. Samkvæmt alþjóða samkomulagi verður ekki leyft að veiða meira en 6 þúsund tonn af ýsu i ár, en einn af yfirmönnum fiskveiðigæzlunnar segir, að „jafnvel þetta takmarkaða magn sé meira en endurnýjunin á árinu”. Howard W. Nickersonfrá sam- tökum fiskkaupmanna i New Bedford Mass. sagði á fundi sömu nefndar, að hörgull á ýsu hefði valdið þvi að verðið á henni við hafnarbakkann hefur stokkið úr 15 i 45 sent pundið (þ.e. úr 33 krónum i 99 krónur kilóið). Þetta stafar allt að þvi er hann sagði af „hinum miklu veiðum Rússa 1965 þegar þeir gleyptu svo til alla Átlanzhafsýsuna á bandarisku grunnmiðunum i ryksugur sinar”. Eitt helzta áhyggjuefni fiskiðn- aðarins i Nýja Englandi er þaö, að Rússar eða einhver önnur aðvifandi fiskveiðaþjóð kunni að fá áhuga á humrinum. Þetta hefur að visu ekki gerzt enn, en mönnum hefur brugðið við þau tiðindi sem borizt hafa af humar- veiðum Rússa á Indlandshafi. Skiptar skoðanir Menn eru alls ekki á eitt sáttir i jandariskum svávarútvegi um eiðir út úr þessum ógöngum. í Nýja Englandi og á norftan- verðri Kyrrahafsströnd er algengast aft heyra þær hug- myndir aft réttast væri aft færa fiskveiftilögsöguna út úr núver- andi 12 milum og i mikla fjar- lægft, e.t.v. allt að 200 sjómilum. Mundu þá allar veiöar innan hennar vera undir ströngu eftir- liti Bandarikjastjórnar. En það er einmitt svona stækkuð landhelgi sem hefur valdiö bandariskum sjómönnum miklum erfiðleikum, þeim sem stunda túnfiskveiðar i Kyrrahafi undan ströndum Suður-Ameriku. 11 riki i löndum Ameriku hafa komið á 200 sjómílna fiskveiðilög- sögu. Bátar sem hyggjast stunda veiöar nær landi verða að hafa til þess leyfi sem viðkomandi rikisstjórn gefur út gegn gjaldi. Fiskiskip sem eru tekin við veiðar i leyfisleysi verða að sæta háum sektum, allt upp i nokkra tugi þúsunda dollara (nokkrar miljón- ir króna) og skipunum er ekki sleppt fyrr en trygging hefur verið sett fyrir greiðslu sektar- fjárins. Bandarisk skip á túnfiskveiðum kaupa yfirleitt ekki leyfi. Formælandi utanríkisráðuneytis- ins segir að þetta sé „megin- regla”, þar sem Bandarikin viðurkenni aðeins 12 milna fisk- veiðilögsögu sem löglega. En þetta er lika spurning um peninga. Bandarikin eru eina fiskveiöi- þjóftin sem áhættutryggir veifti- þjófana ineft lögum. Þegar bandariskt fiskiskip er tekift i iandhelgi og sektað, endurgreiöir rikissjóður Bandarikjanna kostn- aftinn. Lögin „til verndar fiski- mönnum” gefa Bandarikjastjórn heimildir til að draga þannig greiddar sektarupphæðir frá þeirri efnahagsaðstoð sem viðkomandi riki i Suður-Ameriku kann að vera látin í té. önnur erlend fiskiskip — og þá fyrst og fremst japönsk — sem stunda veiðar á slóðum túnfisks- ins innan 200 milna landhelginnar við Suður-Ameriku standa ekki undir slikri vernd, njóta ekki slikar tryggingar, og þvi kaupa þau sér yfirleitt leyfi. Utanrikisráðuneytið segir að Perú og Ekvador en Chile i minna mæli, hafi verið athafnasömust við að handsama bandariksa fisikmenn að meintum ólöglegum veiðum. 1 janúarmánuði i ár (1973) voru 23 bandarisk skip tekin i landhelgi Perú og þeim gert að greiða sekt. Útgerðarmenn skipa á túnfisk- veiðum verða mest fyrir barðinu á stækkaðir fiskveiðilögsögu ann- arra landa af öllum þeim mörgu sem koma við sögu bandarisks sjávarútvegs. Flestar aðrar veiðar eru stundaðar á heima- miðum. Nokkrir rækjubátar stunda þó veiöar við noröurströnd Brasiliu. I fyrra var gerður bráðabirgða- samningur milli Bandarikja- stjórnar og herforingjanna sem stjórna Brasiliu um heimildir til handa bandariskum fiski- mönnum til veiða inna brasil- fskrar landhelgi. Miftvikudagur 21. marz 1973 1 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 AAeöfylgjandi grein úr timariti sem talið er komast einna næst því að túlka skoðanir Bandaríkja- stjórnará pólitískum málefnum ber vitni um nokkuð mótsagnakennt ástand í bandarískum sjávarútvegi. Annars vegar eru meiri verðhækk- anir á fiski en öðrum matvælum, hins vegar mikill og vaxandi inn- flutningur fiskafurða. Það er minnkandi afli á heimamiðum en aukin eftirspurn eftir fiski. Heima- mið eru í mikilli hættu af ofveiði vegna ágangstæknivæddra erlendra veiðiflota. Æ sterkari raddir heyrast um nauðsyn stækkaðrar fiskveiði- lögsögu heima fyrir, en á sama tíma ýtir Bandarikjastjórn undir veiði- þjófnað á túnfiski i landhelgi Suður- Ameríku-ríkja og beitir þau efna- hagslegum þvingunum með því að taka landhelgissektir af efnahags- aðstoðinni. Svo virðist vera, að vegna hernaðarlegra hagsmuna (misskil- inna?) sé Bandarfkjastjórn reiðu- búin til að fóran mikilvægum auð- lindum á sviði matvælaframleiðslu. Hér er átt við það, að andspyrna Bandaríkjanna gegn stækkaðri fiskveiðilögsögu er ekki sizt varin með röksemdum um ,,siglinga- frelsi" — skip og þeirra athafnir, hverjar sem þær séu, skuli látin óá- talin á úthöfunum og alþjóðasigl- ingaleiðum. í grein US News & World Report er á það minnzt í lokin, að haf- réttarráðstef na verði haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna að ári. AAuni þar verða f jallað um f iskveiði- lögsögu, en ekki sé talið að þar fáist fram ,,heildarlausn" en hugsanlega verði unnt að komast nær samkomu- lagi um ákveðin efni og málamiðl- unum sem taki til einstakra svæða. Samkvæmt áður sögðu er líklegt að Bandaríkjastjórn stuðli að siíkum niðurstöðum. í ritinu segir að það sé stefna Bandaríkjastjórnar að gera skuli alþjóðasamninga um vernd fisktegunda en ekki leysa málin með einhliða ákvörðunum um fisk- veiðilögsögu. Ekkert er minnzt á ísland í þessu sambandi. Með sama áframhaldi deyr þorskurinn út undir handarjaðri vísindanna llrlztu hrygningarsvæfti þorksins vift norftanvert Atlanzhaf, aft vestan og austan. Illutur tslands er ekki svo litill. Isaftur þorskur á Fulton fiskmarkaftinum I New York. Vcrftift á honum er alltaf aft hækka og hefur siðustu 5 árin hækkaft þrefalt á vift öll matvæli aft meftaltali. VANRÆKSLA UNDIR EFTIRLITI „öllu er óhætt, hafið hefur gnægðir af fiski”. Svona voru rikjandi hugmyndir um auðlindir hafsins árið 1732 i túlkun brezka fræðimannsins Thomasar Fullers. Hans röksemdafærsla var þessi, að skyldi nú sildin bregðast, mætti renna fyrir þorskinn. Og ef þorskurinn yrði tregur, væri bara hægt að fara ögn utar og stinga i allar þær torfur sem þar væru af fiski. Við þessar hugmyndir hafa menn búið allt fram undir þennan dag. Einn frægasti liffræðingur 19. aldar, Bretinn Thomas Huxley, skrifaði: „Ég held að þorskur verði aldrei þurrausinn, og liklega gildir það sama um þær fisktegundir sem mest eru veiddar. Ég á við það að ekkert sem menn gera, geti haft veruleg áhrif á fiskstofninn”. En vikjum nú að okkar dögum og látum beinharðar tölur tala, eins og fiskimálaþjónusta verzlunarráðuneytis Banda- rikjanna leggur þær fram: Árið 1880 var metaflaár hjá fiskimönn- um Nýja Englands, og enn draga þeir á land yfirgnæfandi hluta þess þorsks sem veiddur er af Bandarikjamönnum. Það ár nam þorskaflinn hjá þeim 294 miljón- um punda (133 þús. tonn).l dag er árlegur afli þeirra af þorski ekki nema 39 miljón pund (18 þús. tonn). Vegna þessarar iskyggilegu þróunar bað bandariska sendinefndin á fundi Norðvestur-Atlanzhafs alþjóða fiskveiðinefndarinnar 1972 um það að hugleitt yrði „hlutdeildar- kerfi við veiðar eöa aðrar skipu- lagsbindandi hliðarráðstafanir, svo sem bann-timabil eða lokuð svæði i viðmiðun við þorsk- stofninn i þvi skyni að forðast það að auðlindir þessar væru þurr- ausnar”. 3 milj. tonn — 1/3 mannkyns Umrædd auölind, þorskurinn, er mjög dýrmæt og kemur i góðar þarfir fyrir fæðuöflun hjá allt að þriðjungi mannkyns. Fjöldi þjóða allt norðan frá tslandi suður um Afriku á þvi að venjast að hafa þorsk á borðum. Til þess að mæta þörfum þessara og annarra þjóða eru veiddir árlega meira en 7 miljarðar punda (yfir 3,2 miljónir tonna) af þorski úr djúpum Norður-Atlanzhafs. Það eru ýmsar og mismunandi ástæðu fyrir þvi, að einmitt þorskurinn ávann sér miklar vin- sældir, varð útbreidd fæðutegund og hefur þvi orðið að þola mikla ásókn af hálfu fiskimanna: Hann er mildur á bragð og stór fiskur, þorskur var viða algengur og auðveiddur á grunnsjávarmiðum og auðvelt var að geyma hann, saltaðan sem frystan (höfundi láist að geta um geymsluaðferð norrænna þjóða, herzluna! — ÞJV). Þorskurinn heldur sig beggja vegna Atlanzhafs, allt frá Barentshafi suður i Biskajaflóa, kringum tsland og við syðri helft Grænlands. Við strönd Norður- Ameriku heldur þorskurinn sig frá suðurodda Baffinlands og suður á móts við Norður- Karólinufylki. Mest er þó af hon- um i St. Lawrence-flóa og undan Nýfundnalandi. Á þeim slóðum getur togari fengið 35 tonn við tveggja stunda tog. Ekki er eins mikill uppgripaafli á Georgs- banka undan Massachusetts: Fiskiskip frá Boston fá um eitt og hálft tonn á úthaldsdag að meðal- tali. Fiskvernd Elisa- betar 1558 Þó að sjónarmið þeirra Fullers og Huxleys, sem getið var hér i upphafi, væru lengi ráðandi meðal visindamanna hvað snerti sjóinn i heild, þá er umhyggja fyrir fiskvernd i takmörkuðum mæli og á ákveðnum svæðum mjög gamalt fyrirbrigði. A 16 öld gengu klögumálin á vixl hjá ensk- um fiskimönnum yfir möskva- stærðum neta sem notuð voru til ádráttar i mynni Thames-ár við London. Menn kærðu hver annan fyrir að nota of finriðin net sem veiddu og dræpu óþarflega og skaðlega mikið af litlum ósölu- hæfum fiski (þessi algenga kvörtun er sem sé engan veginn ný af nálinni). Þvi var það að Elisabet drottning gaf út þá til- skipun 1558, að möskvar i drag- netum mættu ekki vera minni en 2 1/2 þumlungur á hvorn veg (6,3 cm). Það hafa alltaf verið blendnar tilfinningar i garð dragnóta og varpna. Viöurkennt hefur verið að slikur búnaður nýttist vel til þess að handsama á stuttum tima mikið af fiski og af öllum stærö- um. Hins vegar hljóta fiski- mennirnir að henda minnsta fiskinum, sem ekkert fæst fyrir, aftur i sjóinn. En þá er smá- fiskurinn yfirleitt dauður, og fær þvi aldrei tækifæri til þess að stækka upp i nytjafisk. Sönnun í heims- styrjöldinni Greinarhöfundur snýr sér siðan að þvi að rekja nokkuð sögu fiski- rannsókna að þvi er tekur til spurningarinnar um ofveiði. ndariski fiskifræftingurinn Al- bert C. Jenscn um borft I rann- sóknarskipi. Hann er eftirlits- maftur meft auðlindum strandar og hafs i umhverfismálastofnun New York-fylkis I Bandarikjun- um. Jensen hefur m.a. ritaft bók um þorskinn, „The Cod”. Hann rifjar upp hið merka fram- tak Norðmanna um 1860 að fara að skrásetja landað aflamagn og fiskibátana við Lófót, en það gaf grundvöll að samanburði á veiði og sókn. En miklu siðar fóru menn að rannsaka árganga af fiskinum, stærð þeirra og sókn i þá. A grundvelli slikra rannsókna hafa menn fariö að velta þvi fyrir sér, hvernig mætti einbeita sókninni að fullþroska fiski ein- vörðungu. Höfundur bendir á að Bretar hófu skýrslugerð um aflamagn og skipafjölda 1885, en á næstu árum náðu togveiðar gufuskipanna há- marki. Var þá gerð sú merka uppgötvun, að frá 1899 til 1898 jókst aflamagn um þriðjung en skipaf jöldinn sem veiðarnar stundaði margfaldaðist 2 1/2- sinni. Þetta þýddi að aflinn á skip hafði minnkað um helming en jafnframt hafði fiskurinn smækkað mikið. Tóku þá að heyrast þær raddir að of mikið mundi verða veitt af ungfiski áður en hann hefði tækifæri til að Framhald á bls. 15,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.