Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Á sjónarmiðum Þú hefur vonandi einhvern- tima skoðað myndlistarsýn- ingu. Ekki bara gengið inná gólf, snúiö þér þar i hring og kastaö þaðan augum að verk- unum og gengið siðan út aftur, heldur horft á hvert verk það- an sem þér hefur þótt það njóta sin bezt. Þú hefur gegngið að þvi sem þú varst að skoða og horft á það úr ná- lægð, gengið nokkur skref afturábak og virt það fyrir þér úr meiri fjarlægð, og reynt að sjá frá hvaða stað þér félli bezt að horfa á það. Hafi það verið standmynd hefur þú vonandi gengið i kringum hana og horft á hana frá öllum hliðum. Þú hefur gert þér ljóst hvaða sjónarhorn færi mynd- inni bezt. Þú hefur tekið þér stöðu á völdum stað og horft á myndina þaðan. Þú hefur tek- ið afstöðu til verksins á hlut- lægan hátt, ákveðið hvaðan augu þin sæju það. Sú afstaða skiptir miklu. En önnur af- staða er ekki siður mikilvæg. Það er afstaða hugans. Það er ekki siður mikilvægt að vanda val þeirrar afstöðu, gera sér grein fyrir hvaða sjónarmið ráða við skoðun myndanna. Ekki siður ástæða til að athuga hverju sinni hvaða sjónarmið henti hverri mynd. Sýningargestur, sem kemur inn á sýningu viðurkennds listamanns i þeirri trú að þar hljóti allt að vera harla gott, erliktstaddurog sá sem fyrir- fram er ákveðinn i að öll verk- in njóti sin bezt séð frá miðju gólfi. Hvorugur þeirra skoðar verkin. Hvorugur þeirra hefur mikla möguleika á að komast i raunverulegt samband við þá list, sem kann að vera fólgin i myndunum. Fyrirfram ákveðnar skoðanir hafa eitt nafn: Fordómar. Slikir dómar eru listinni jafnóvinveittir og skrattinn var eða er Guði gamla. Gamalgróinn fagurkeri, sem kemur inn á listsýningu manns er sýnir nýjar tilraunir á sviði frjálsrar listsköpunar, og myndar sér þá skoðun strax og hann kemur inn fyrir þröskuld að þar inni sé allt forkastanlegt rusl, er ekki list- vinur. Hann er drag- bitur á vöxt listarinnar. Til þess að hreinsa af sér þá nafn- bót verður hann að SKOÐA verkin frá svo mörgum hliðum sem honum er frekast unnt áður en hann tekur afstöðu til þeirra. Hversu margar hliðar hann finnur fer að visu eftir þvi hvernig heilabú hans er innréttað. Enginn gerir meira en hann getur, og til þess skyldi heldur ekki ætlazt. En að reyna eftir mætti er öllum fært sem vilja hafa. Og sú er ein krafan sem listin gerir til þeirra, er hyggjast njóta MYND- LISTAR- ÞANKAR Eftir Hallmund Kristinsson hennar. Þeir sem gera til listarinnar margar kröfur og strangar án þess að uppfylla sjálfir þá aðalkröfu hennar eru að reyna að nauðga henni til hórdóms, og það getur varla talizt göfugt verk. Hallmundur Kristinsson Aö loknum þingkosningum Peyrefitte flokksritari, d-Estaing fjármálaráðherra og Messmer forsætisráðherrai rétttrúaður Gullismi dauður? Jean Lecanuet; miðjumenn sviku kjósendur. Marchais> ætlar að taka stjórnina á orðinu. Að loknum þinqkosninqum i Frakklandi. Ef miðað er við fyrstu umferð frönsku þingkosninganna, er ekki hægt að segja annað en endanleg úrslit þeirra hafi verið ósigur fyrir vinstri flokkana. Þótt fylgi þeirra ykist að visu mjög mikið og þingsætum þeirra fjölgaði um meira en helming (úr 84 i 176), náðu þeir ekki að hnekkja meiri- hluta stjórnarflokkanna, eins og þeir gátu gert sér vonir um eftir fyrstu umferðina. Astæðurnar fyrir þessum ósigri eru vafalaust margvislegar, en mestu veldur þó hin furðulega afstaða „umbóta- sinna” (miðflokkamanna), sem sneru alveg við blaðinu milli fyrri og seinni umferðar kosninganna og hlupu til aðstoðar vip stjórnar- flokkana, og kannski ekki siður kosningafyrirkomulagið, sem er vinstri flokkunum algerlega i óhag (Gaullistaflokkurinn fékk t.d. litið fleiri atkvæði en kommúnistaflokkurinn en 2 1/2 sinnum fleiri þingsæti). En þótt stjórnarflokkarnir hafi haldið meirihlutanum, breyttust styrk- leikahlutföll þeirra talsvert. Fylgishrun þeirra bitnaði lang- verst á Gaullistum (sem höfðu áður hreinar meirihluta en töp- uðu um 90 þingsætum) og má bú- ast við þvi að áhrif þeirra á stjórnarstefnuna minnki nú til muna. Ýmsir fréttaskýrendur telja jafnvel að „rétttrúuðum Gaullisma” sé nú lokið i Frakk- landi. Þessi úrslit gefa heldur litlar vonir um að raunveruleg stjórn- arskipti geti orðið i Frakklandi meðan kosningafyrirkomulagið og pólitiskir siðir eru eins og nú er. Eftir fyrstu umferð kosning- anna var augljóst, að stjórnar- flokkarnir voru komnir i mikinn minnihluta: 65 af hundraði greiddu atkvæði þeim flokkum sem voru i stjórnarandstööu og börðust fyrir stjórnarskiptum og breytingum. Þessir flokkar gagn- rýndu stjórnina allir jafnharka- lega og var að þvi leyti enginn munur á umbótasinnum og vinstra bandalaginu. Kúvending umbótasinna eftir fyrri umferð- ina, sem breytti vigstöðunni algerlega og kom i veg fyrir það að breytingavilji almennings gæti haft nokkur raunveruleg áhrif, er þvi mjög undarleg. Frambjóð- endur vinstri flokkanna spöruðu heldur ekki að lesa upp fyrri yfir- lýsingar þeirra i kosningabarátt- unni fyrir seinni umferðina. En kúvendingin á þó sinar skýringar og sinar forsendur i frönsku stjórnmálalifi. Gruggugt vatn „Umbótasinnar” geta naumast kallazt stjórnmálaflokkur. 1 orði kveðnu eru þeir reyndar banda- lag tveggja flokka. Þegar umræð- ur jafnaðarmanna og kommún- ista um sameiginlega stefnuskrá hófust, var talið eðlilegt, að radikalir tækju þátt i þeim undir forystu hins nýja leiðtoga sins Jean-Jacques Servan-Schreibers, þar sem radikalir höfðu áður ver- ið i kosningabandalagi við jafn- aðarmenn. En „J.J.S.S.” skarst fljótt úr leik og samdi við Lecanu- et, borgarstjóra Rúðuborgar, einn leiðtoga miðflokkamanna (sem hafði boðið sig fram gegn de Gaulle i forsetakosningunum 1965) um stofnun nýs flokks. Það var upphaf umbótasinna. En Einar Már skrifar frá París skömmu siðar klofnuðu radi- kalir, og hinir svokölluðu „vinstri radikalir” undir forystu Robert Fabre gengu i bandalag við jafnaöarmenn og undirrituðu sameiginlegu stefnu- skrána. Orslit kosninganna sýndu siðan að mestur hluti radikala hafði fylgt Robert Fabre. Um- bótasinnar fengu ekki fleiri at- kvæði en Lecanuet hafði fengið 1965, þ.e.a.s. þeir sameinuðu ein- ungis hina svokölluðu „mið- flokkamenn i stjórnarandstöðu” (sem ekki má rugla saman við „miðflokkamenn i stjórn, Ðuhamelista o.fl.). Þessir umbótasinnar létu dólgslega i fyrstu og birtu stefnu- skrá á tiu atriðum, sem átti að vera algert skilyrði fyrir sam- vinnu við stjórnarflokkanna. Helztu atriði hennar voru aukin samvinna við Efnahagsbanda- lagið, stofnun „Evrópumyntar” og aukið vald sveitarfélaga innan Frakklands. En siðar fréttist að Lecanuet hafði hafið samninga- viðræður við leiðtoga stjórnar- flokkanna þegar fyrir fyrri um- ferð kosninganna. Þessar umræð- ur fóru mjög leynt i fyrstu (til að hneyksla kjósendur ekki um of). Ýmis blöð skýrðu fljótt frá þeim, en þær fréttir voru bornar til baka. En svo varð Lecanuet að gangast við þvi að hann hefði rætt við ýmsa leiðtoga stjórnarflokk- anna (hann hafði meðal annars laumazt til Messmers forsætis- ráðherra kl. 5 að morgni einu sinni!) til að ráðfæra sig við þá um beztu leiðir til að bægja burt kommagrýlunni. Það kom i ljós að á leiðinni hafði hann týnt stefnuskránni, en hins vegar gaf hann háværar yfirlýsingar um að aðalatriðið væri að koma i veg fyrir sigur „sósialó-kommún- ista”. Loks kastaði hann grim- unni alveg, og sagðist ekki gera sig ánægðan með minna en „vold- ugt ráðherraembætti” fyrir við- vikið. Jean-Jacques Servan-Schreib- er hafði sig litt i frammi, enda var hann i vondri stöðui hann hafði að mestu misst radikala-flokkinn úr höndum sér og átti i erfiðleikum i Nancy (hann náði þó kosningu þar að lokum). Loks lýsti hann þvi yfir i útvarpi, að „versta hættan væri sú, að stjórnarflokk- arnir fengu aftur meirihluta”. Þá leit út fyrir að umbótasinnar væru klofnir, en J.J.S.S. bætti þvi við að þeir Lecanuet væru þó „al- veg sammála”. Skrípaleikur Kosningabaráttunni lauk föstu- daginn 9. marz. En daginn eftir hélt Pompidou forseti sjónvarps- og útvarðsræðu, þar sem hann lýsti þvi yfir að valið væri nú skýrt, annars vegar kommúnist- ar og attaniossar þeirra, en hins vegar „allir hinir”. Þessi ræöa, sem minnti einna helzt á versta áróður halda striðsins, mældist mjög illa fyrir hjá vinstri mönn- um, sem töldu að forsetinn hefði engan rétt á þvi að ráðast þannig fram á vigvöllinn, þegar opin- berri kosningabaráttu var lokið. Þegar opinberar útvarps- og sjónvarpsstöðvar landsins neit- uðu að birta svar leiðtoga vinstri flokkanna, ákváðu þeir i samein- ingu að hafna allri samvinnu við þær og koma einungis fram i óopinberum útvarpsstöðvum. Við það stóðu þeir. En ræða Pompi- dou sýndi ótvirætt að umbóta- sinnar voru nú komnir i lið með stjórninni. J.J.S.S. lýsti þvi jafn- vel yfir i fyrsta sinn, að hann væri mjög ánægður, þvi að forsetinn hafði tvisvar sinnum borið fram orðið „umbætur”. Um þetta leyti höfðu flestir frambjóðendur um- bótasinna dregið sig i hlé, þar sem stjórnarsinnar voru i hættu og lýst yfir stuðningi við þá. Ann- ars staðar nutu þeir stuðnings stjórnarsinna. Þannig hafa umbótasinnar leikið þann gamalkunna leik að draga til sin atkvæði óánægðra kjósenda með þvi að látast vera ósættanlegir andstæðingar stjórnarinnar, en hlaupa svo til, þegar hún er i vanda stödd, og bjóða henni stuðning sinn fyrir embætti. Þessi leikur tókst nú (um 80 af hundraði kjós- enda umbótasinna i fyrri um- ferð greiddu stjórnarflokkun- um atkvæði i hinni seinni), og stjórnarflokkarnir bættu við sig rúmum 10% vegna stuðnings um- bótasinna. Þrátt fyrir það fengu þeir ekki nema örlitið fleiri at- kvæði en vinstri flokkarnir sam- einaðir (endanleg úrslit kosning- anna urðu þau aö stjórnarsinnar og vinstri flokkar fengu hvorir um sig 47 af hundraði atkvæða), en kjördæmaskipunin sá um að breyta þessum örlitlu yfirburðum á sviði atkvæðanna i traustan og skýran þingmeirihluta. En það er alveg óvist hvort unnt verður að leika sama leik næst þegar stjórnin er i vanda stödd. Hvað gerist? En hvað gerist næst? Þótt stjórnarflokkarnir hafi unnið ótviræðan sigur er ástandið þó engan veginn skýrt, og stafar þaö ekki siztaf þvi hvernigþessi sigur vannst. Tvö atriði munu senni- lega hafa mikil áhrif á gang mála i náinni framtið. Fyrra atriðið er breyting meiri- hlutans. Þótt stjórnarflokkarnir ynnu sigur, töpuðu þeir þó um 100 þingsætum, og ýmsir leiðtogar þeirra féllu, m.a. René Pleven dómsmálaráðherra, Maurice Schumann utanrikisráðherra (sem kom til Islands s.l. sumar) og Alexandre Sanguinetti fyrrv. ráðherra. En þetta tap bitnaði langverst á Gaullistaflokknum U.D.R., sem hafði haft hreinan meirihluta siðan 1968; hann missti 90 þingsæti og meirihlut- Framhald á bls. 15. + RAUÐI KROSS ÍSLANDS nýtt símanúmer 26722

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.