Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. marz 1973ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 13 HRAFNINN SAKAMÁLASAGA EFTIR STEN WILDING moröingjann utan húss. Þaöbezta sem ég gat gert var aö fara aftur inn og halda vörö um Súsönnu. Hún lá kyrr þar sem ég haföi skiliö viö hana og andaöi djúpt og andardrátturinn minnti á stunur. Ég danglaöi létt i vanga hennar til aö vekja hana, en þaö tókst ekki. Þetta var bersýnilega ekki neitt venjulegt yfirliö; skelfing hennar i kjallaranum fyrir skemmstu hlaut að hafa lamað þrek hennar algerlega, bæði andlega og likamlega, og trúlega myndi þetta ástand vara góða stund. Með allar taugar þandar settist ég hjá henni og beiö morgðingjans. Minúturnar siluðust áfram. Nú fyrst fann ég hve ofsalega þreyttur ég var, svo þreyttur aö þrátt fyrir spennuna varð mér næstum um megn að stilla mig um að leggjastútaf við hliöina á Súsönnu og sofna. En ég varö að halda mér vakandi, lif okkar beggja var undir þvi komið — morðinginn yrði aö reyna aö koma okkur fyrir kattarnef til aö ekki kæmist upp um hann. Engin vitni máttu vera að þvi sem gerzt haföi á eyöibýlinu. Nema eitt — en það var þögult vitni.Hrafninn sat trúlega enn uppi á mænisásnum sifellt i návist dauðans. Ein spurning hljómaði linnu- laust i huga minum, en ég gerði ekki lengur neina tilraun til að svara henni, þvi að við henni var Litla gula hœnan sagði: Að kunna til verka. „En aftur á móti teldi hann sig ekki geta hafa spornað á móti að slys yrði Jón Birgir Pétursson, fréttastjóri Vísis, föstud. 16. marz. Skákþraut Þessi staða kom upp i skák þeirra Engert og Machate áriðl929 i Bautzen. Hvitur leikur og vinnur. Lausn á dæmi no. 4 1. Hd7 RxH 2. Bg6 Nú hótar hvitur máti bæði á f7 og e8, og við þvi er engin vörn. ekki lengur neitt svar sem vit var i. Hver var morðinginn. Svo heyrði ég allt i einu það sem ég hafði veriðaöbúast við — dauft hljóð einhvers staðar innanúr húsinu. Þaö virtist koma úr her- berginu þar sem eldstóin var — einhver var þar inni. Ég reis var- lega á fætur, beið þess að heyra laumulegt fótatak nálgast i myrkrinu. Siöan sá ég ljósbliki bregða fyrir, já, einmitt — morðinginn var með vasaljós Ég var næstum fenginn að svo var. En fyrir bragðið gat ég ekki setið ler.gur um kyrrt hjá 41 Súsönnu, heidur læddist ég að veggnum við dyrnar að næsta herbergi. Þar stóð ég með reiddan skörunginn og beið þess að moröinginn nálgaðist. Varfærnislegt fótatakið nálgaðist og vasaljósbjarminn varð skærari. Þetta voru mjúkir skór, sennilega gúmmistigvél, og þeir náluguðust hljóðlega gegn- um svefnherbergið og inn i næsta auða herbergi. Ljóskeilan frá vasaljósinu féll framhjá mér og inn i eldhúsið, nú voru aðeins fáeinir metrar á milli okkar og ég var á nálum meðan fótatakið- færðist nær dyrunum. Ljósið frá vasaljósinu féll á Súsönnu. Siðan gekk dökk vera yfir þröskuldinn og inn i eldhúsið, aðeins metra frá mér. — Stattu kyrr, æpti ég með skörunginn á lofti. Ég þóttist hafa yfirhöndinaog vildi ekki að óþörfu mola hausinn á manni, jafnvel þótt hann væri fjöldamorðingi. Veran hreyfði sig ekki, vasa- ljósið haggaðist ekki. Ot úr myrkrinu heyrðist aðeins róleg, mild rödd, sem ég kannaðist við,- — Hver er þetta? Ég varð svo agndofa að hand- leggurinn með skörunginn seig viljalaust niður og járnstöngin féll i gólfið. — Hvað i ósköpunum hrópaði ég. — Koch? Þvi að þetta var enginn annar en hann, Pontus Koch lögreglu- fulltrúi, klæddur gráu fötunum sinum, sem voru að visu ekki lengur lýtalaus. Ég fylltist ósegjanlegum létti, en um leið vöknuðu spurningarnar — Hvað i ósköpunum eruð þér að gera hér? sagði ég. Hann lýsti á mig frá hvirfli til ilja. " — Ætti ég ekki frekar að spyrja þeirrar spurningar? sagði hann — Hamingjan góða, sagöi ég og var enn i geysilegu uppnámi. — En það lán að ég keyrði ekki skörunginn i hausinn á yður.. — Þér svöruðu ekki spurningu minni. — Jú, ég kom auga á hrafninn og elti hann þegar hann flaug i norður átt. — Hvers vegna? — Tja — hann hefur allan timann verið fylgisveinn dauðans, ef svo mætti segja. Ég fékk hugboð um að eitthvað ugg- vænlegt væri i nánd.. Ég sá ekki framani hann en þóttist vita hve efablandið augna- ráð hans var. — Af visindamanni að vera, eruð þér furðulega bundinnn hindurvitnum og fráleitum þankagangi, sagði hann. — Hvað hefur eiginlega gerzt hér? Ég varð að útskýra hvernig ég hafði villzt, álpazt að eyðibýlinu, fundið Súsönnu lokaða niðri i kjallara og barizt viö Ingvar Vernberg sem ég haföi álitiö morðingjann. Það var ekki auð- velt að segja frá þvi, hvernig ég hafði skilið við Ingvar með- vitundarlausan og bundinn, ofur- seldan hinum raunverulega moröingja og hvernig sá siðar- nefndi hafði að ódæði loknu sloppið frá mér i óveðrinu fyrir utan. — Svo aö morðinginn er þá úti ennþá? sagði hann óvenju hörku- lega. — Ég býst við þvi. Við gengum til Súsönnu á eld- húsbekknum. — Hvernig liður henni? — Það er engin hætta á ferðum, hún hefur bara fallið gersamlega saman. Hún kveinkaði sér eilitið þar sem hún lá. Ég hristi hana ögn, en hún vaknaði ekki. — Látið hana eiga sig, sagði Koch. — En hún getur sagt okkur hver morðinginn er Koch andvarpaði. — Það er óþarfi, sagði hann furöu kæruleysislega. — Ég veit það. Hann þagnaði og ég þreif i handlegginn á honum. — Segið mér það þá, sagði ég. Það var eins og hann heyrði ekki til min, heldur sneri hann sér frá mér og steinþagði. — Þér getið að minnsta kosti sagt mér, hvers vegna allir eru samankomnir á þessum útkjálka. Hann kinkaði kolli með hægð. — Svo virðist sem Súsanna hafi fengið boð frá morðingjanum um að þau ættu að hittast hér, sagði hann. — Ég held ennfremur að Ingvar Vernberg hafi elt Súsönnu þegar hún lagði af stað, vegna þess að hann grunaði hið versta og vildi vernda hana, þvi miður virðist hann hafa dregizt aftur úr — ef til vill villtist hann lika. Sjálfur kom ég hingað reyndar af sömu ástæðu og þér — ég elti hrafninn en villtist auðvitað i skóginum. — Þér eltuð hrafninn — og svo eruð þér að skamma mig fyrir hjátrú. Hann virtist óþolinmóður. — Þaðer ekki um slikt að ræða. Ég held að hlutverk fuglsins i þessum harmleik eigi sér ósköp einfalda og eðlilega skýringu. Það er auðvelt að temja hrafna, oft nægir að gefa þeim að éta nokkrum sinnum — og þetta er taminn fugl morðingjans. Hann heldur sig gjarnan I návist morðingjans; þess vegna hefur hann sézt i þau skipti sem morð hafa verið framinn, þá hefur moröinginn lika verið á næsta leyti til að fylgjast með þvi sem gerðist. Og það virðist sannarlega koma heim við skapgerð morðing jans að velja sér hrá fn að félaga. — En þér komuð hingaö einn — þér eruð ekki með menn yðar? — Það var ekki annað en ágizkun hjá mér, að hrafninn myndi leiða mig til morðingjans. En ég get ekki rekið heilt lög- reglulið út i vitlaust veður á svo óljósum forsendum. Og eiga á hættu aö verða að at- hlægi, hugsaði ég með mér. Koch myndi ekki kæra sig um það. Ég strauk hendinni yfir andlitið og reyndi að átta mig. — Sven Bolin, Davið Krantz, Gösta Frisén, Anders Uvmark, Ingvar Vernberg, sagði ég. Morðinginn hefur fimm mannslif á samvizkunni.Og næstum sex ef Súsanna er talin með. En það skil ég með engu móti — að morðinginn skyldi vilja tortima Súsönnu. Þaö fellur ekki inn i... — Jú, reyndar, sagði Koch þreytulega. - Ég sá það bara um seinan — við hefðum átt að hafa vörð um hana. Morðingjinn hat- aði elskhuga hennar og þess vegna hlutu þeir að deyja. En hatrið á henni sjálfri var ennþá sterkara -- einmitt vegna þess að hún hafði átt mök við hina. Og takið eftir mismuninum á morð- aðferð, elskhugarnir hafa dáið tiltölulega kvalalaust, sjálf átti hún að engjast i langvinnum og kvalafullum dauða. — Guð minn góður, sagði ég með öndina i hálsinum. — Hvern- ig getur nokkur mannvera . . . — Spyrjið mig ekki. Sjúklegt ástand ætti fremur að heyra undir yður en mig. Miðvikudagur 21. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdótt- ir heldur áfram sögunni af „Litla bróður og Stúf” eftir Ann Cath.-Vestly (6). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Ritningarlestur kl. 10.25: Séra Kristján Ró- bertsson les úr bréfum Páls postula (22). Sálmalög kl. 10.45. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Listamenn við Alþýðuóper- una i Vin flytja lög úr óper- ettunni „Syni keisarans” eftir Lehar. / Hljómsveit Willis Boskowskys leikur dansa frá Vinarborg. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Siðdegissagan: „Lífsor- ustan” eftir óskar Aðal- stein.Gunnar Stefánsson les (2). 15.00 M iðdegistónleikar: islenzk tónlist. a. Lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Þórarin Jónsson. Jón Sigurbjörnsson syngur. Ólafur V. Albertsson leikur á pianó. b. Sónata fyrir klarinettu og pianó eftir Jón Þórarinsson. Gunnar Egils- son og Rögnvaldur Sigur- jónsson leika. c. „Lög handa litlu fólki” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Elisabet Erlingsdóttir syngur. Krist- inn Gestsson leikur á pianó. d. Sónata fyrir fiðlu og pianó eftir Fjölni Stefánsson. Rut Ingólfsdóttir og Gisli Magnússon leika. e. „Sjöstrengjaljóö” eftir Jón Asgeirsson. Strengjasveit Sinfóniuhljómsveitar Islands leikur: Páll P. Páls- son stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Gróa Jónsdóttir og Þórdis Ásgeirsdóttir sjá um tim- ann. 18.00 Eyjapistill, Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. j 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina. Sigurður Guð- mundsson framkv.stj. Hús- næðismálastofnunar rikis- ins svarar spurningum um stofnunina og húsnæðismál almennt. Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna þættinum. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Maria Markan syngur lög eftir islenzk tónskáld. Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Smáþáttur af Sveini Jóhannssyni. Halldór Pétursson flytur. c. t hendingum. Hersilia Sveinsdóttir flytur lausa- visur eftir ýmsa höfunda. d. Minningar Strandamanns, Eysteins Eymundssonar. Dagur Brynjúlfsson les. e. Um isienzka þjóðhætti. Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Karlakórinn Visir á Siglu- firöi syngur: Þormóður Eyjólfsson stj. 21.30 Að talfi. Ingvar Asmundsson flytur skák- þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (26). 22.25 tltvarpssagan: „Ofvit- inn” eftir Þórberg Þórðar- son. Þorsteinn Hannesson les (19). 22.55 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. marzl973 18.00 Jakuxinn. Myndasaga fyrir börn. 18.10 Maggi nærsýni, Teikni- myndir. Þýðandi Garðar Cortes. 18.25. Einu sinni var...Gömul og fræg ævintýri færð i leik- búning. Þrlr sjómenn. Vitr- ingarnir frá Gotham. Þulur Borgar Garðarsson. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar, 20.30 A stefnumót við Barker, Brezkur gamanleikur meö Ronnie Barker i aðalhlut- verki. Hver er vitlaus? Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.20 Form og tóm.Mynd frá hollenzka sjónvarpinu um nútima höggmyndir og það, hvernig litill efniviður getur orðiö að stóru listaverki. Þessi mynd er sú fyrsta af fjórum samstæðum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.35 Fjandsamieg borg. Bandariskt leikrit eftir Frank Fenton, byggt á sögu eftir John Whittier. Ungur maður kemur til heima- borgar sinnar, eftir að hafa setiö i fangelsi um skeið. Hann hefur verið ákærður og dæmdur fyrir að hafa ráðizt á stúlku, en er nú látinn laus til reynslu. Bæjarbúar taka honum með andúð og tortryggni, en vinir hans reyna aö hjálpa honum eftir föngum. Þýðandi öskar Ingimars- son. 22.30 Dagskrárlok. Leikarar Leikfélag Akureyrar hefur ákveðið að fastráða nokkra leikara leikárið 1973-1974 frá 1. september n.k. Þeir sem heföu hug á aö ráöa sig hjá félaginu, sendi skriflega umsókn með nauðsynlegum’ upplýsingum, til stjórnar LA, pósthólf 522, Akur- eyri, fyrir l.mai n.k. Upplýsingar veitir Magnús Jónsson, leikhússtjóril i sima 96-2-16-88. Leikfélag Akureyrar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.