Þjóðviljinn - 21.03.1973, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Qupperneq 11
MiOvikudagur 21. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 getraunaspá Nokkuð getum við verið ánægð með árangurinn i siðustu spá, þvi að við vorum með 9 rétta. Að visu voru einir 90 með 13 rétta og um 400 með 11 rétta hjá Getraununum svo 9 réttir er ef til vill ekki mikið til að státa sig af en þess ber þó að geta að við sem spáum i blöð höfum að- eins einn seðil til umráða, aðrir geta verið með eins marga seðla og þá lystir. Nú, þessi seðill sem við leggj- um i nú er einn af þessum seðl- um sem manni finnst að allt geti gerzt á og að ómögulegt sé að spá um úrslit. Varla er þó hægt að segja að hann sé mjög erfiður i þeirri merkingu að efstu eða neðstu liðin séu að leika saman, þvi að það er ekki mikið um það. En við skulum ekki vera að velta þessu fyrir okkur lengui^ heldur hefja spána. Birmingh.-Coventri 1 Við komum þarna strax að allerfiðum leik. En þar sem Birmingham-liðið virðist hafa rétt úr kútnum og má kallast sloppið úr allri fallhættu spáum við þvi hiklaust sigri á heima- velli. En tökum fram að jafn- tefli kemur sterklega til greina. C. Palace-West Ham 2 Þrátt fyrir mikil mannakaup og dýrt lið gengur enn illa hjá C. Palace og er það enn ekki slopp- ið úr allri fallhættu og gegn West Ham, þótt á heimavelli sé, þorum við ekki að spá að Palace nái stigi. Ipswich-Everton 1. Ipswich er enn i 4. sæti i deild- inni og ætti ekki að lenda i erfið- leikum gegn Everton og það á heimavelli. Þó má ætla að jafn- tefli komi sterklega til greina, en við látum heimasigur standa. Lecds-Wolves 1 Hér komum við að erfiðum leik, sennilega erfiðasta leikn- um á seðlinum. Úlfarnir hafa sýnt afbragðsleiki að undan- förnu og eru komnir i 6. sæti. Þeir hafa ekki tapað leik um langan tima, en hér mæta þeir Leeds og það á útivelli,svo við þorum ekki að spá þeim sigri i safnið^n jafntefli og jafnvel úti- sigur kemur til greina. Leicester-Stoke 1 Þótt við setjum heimasigur á þennan leik kemur jafntefli einnig vel til greina. En Stoke- liðinu hefur gengið afar illa að undanförnu,þannig að meiri lik- ur eru á sigri Leicester-liðsins. Man.City-Arsenal 2 Mjög er ótrúlegt að Manchester City stöðvi sigur- göngu hins makalausa Arsenal- liðs sem vinnur nú hvern leikinn á fætur öðru með ótrúlegri heppni. Newcastle-Chelsea 1 Einn af erfiðustu leikjunum á seðlinum enda tvö frábær lið sem þarna eigast við. En ætli við látum ekki spá um heima- sigur standa þótt segja megi að hvort sem er útisigur eða jafn- tefli komi vel til greina. Sheff. Utd.-Derby X Mjög illa hefur gengið hjá Derby-liðinu að undanförnu og er það komið niður i 7. sæti. Ég hef ekki trú á að Derby nái nema öðru stiginu gegn Sheffield Utd. WBA-Southampton 2 Allar likur eru nú á þvi að West Bromv. falli niður i ár og er liðið langneðst i 1. deild um þessar mundir. Jafnvei á heimavelli er liðið ekki sigur- stranglegt gegn Sheffield Utd. Luton-Bristol C. 1 Þá erum við komin i 2.- deildarleikina, og það er hið sterka lið Luton sem leikur hér á heimavelli gegn Bristol,og við hikum ekki við að spá þvi fyrr- nefnda sigri. Middlesbro.-Aston V 1 Aston Villa sem lengi vel hélt sér á toppi 2. deildar virðist nú eitthvað hafa dalað og er komið niður i 7 sæti. Ég hef ekki trú á að það nái stigi á útivelli gegn Middlesbro. QPR-Blackpool 1 ,,Spútnik-lið” QPR er nú nær öruggt um að komast enn einu sinni i 1. deild og er um þessar mundir i sérflokki i 2. deild ásamt Burnley. Og á heimavelli ætti það að vera nokkuð öruggt um sigur gegn Blackpool og við hikum ekki við að spá heima- sigri. Mick Jones, hinn frábæri leikmaður Leeds, á erfiðan leik með félögum sfnum um næstu helgi er Leeds og Wolves mætast i 1. deild. V axandi áhugi á Miklatúns- hlaupinu 4. Miklatúnshlaup Armanns fór fram á Miklatúni laugardag- inn 17. marz sl. og hófst klukkan 16.00. Alls komu 27 börn og ung- lingar til leiks og luku allir keppendurnir við hlaupið með heiðri og sóma. Veður var ágætt og þessi stund hin ánægjuleg- asta. Leitt er til þess að vita, hversu fáir foreldrar koma og horfa á börnin sin i keppninni. Þó hafa nokkrir feður komið og aðstoðað börn sin. Ætti það ekki að vera undantekning heldur regla. Vilja forráðamenn keppninnar eindregið mælast til þess, að á næsta hlaup, sem hef- ur verið ákveðið kl. 16.00 laugardaginn 7. april n.k. komi fleiri fullorðnir og gleðjist með. Reglur keppninnar mæla svo fyrir, að þeir, sem hlaupið hafi 2svar, fái viðurkenningu fyrir þátttökuna. Aður en hlaupið hófst höfðu 9 unnið til hennar, og fengu þeir litinn áletraðan borða til minja. Nú hafa nokkrir til viðbótar öðlazt þennan rétt, og verður þeim veitt viðurkenn- Framhald á bls. 15. Guðjón Guðmundsson setti glæsiiegt tslandsmet I 200 m bringusundi s.l. sunnudag. Þessi mynd er tekin að metsundinu loknu. Punktamót í skiðagöngu F1 j ót amennirnir voru í sérflokki Punktamót fyrir skiðagöngu var haldið við Skiðaskálann i Hveradölum laugardaginn 17. marz klukkan 3 e.h. Rúmlega 30 keppendur voru skráðir til leiks frá Isafirði, ólafsfirði, Fljótum, Siglufirði, Breiðabliki, Akureyri og Reykjavik. Skiðafélag Reykjavikur sá um mótið. Mótsstjóri var Jónas Asgeirs- son, brautarstjóri Haraldur Pálsson. Ennfremur var við- staddur sænski iþróttaþjálfar- inn Kurt Ecross. Formaður Skiðaráðsins, Þórir Lárusson setti mótið. Keppt var á svæðinu fyrir framan Skiðaskálann. Þokuslæðingur var og 3ja stiga hiti og snjórinn hafði blandazt öskufalli frá gosinu i Vestmannaeyjum. Keppnin fór sem hér segir: 15 kilómetrar 1. Trausti Sveins.Fljót. 63,52 2. Kr.R. Guðm.s. Isaf. 67,19 3. Magnús Eiriks.Fljót. 69,22 4. Björn Þ. Ólafs.Ólafsf. 70,12 5. Sig.Gunnars.lsaf. 70,30 10 kilómetrar 1. Reynir Sveins.Fljót. 44,44 2. Rögnv.Gottskálks.Sigl. 50,34 3. Guðm. Ólafsson tsaf. 52,14 4. Freyst.Björgv.s.Fljót. 53,12 5. Hörður Geirsson Sigl. 56,20 F ylkir er ekki fallinn Það var ekki rétt hjá okkur I gær cr við sögðum að Fylkir væri fallinn i 3. deild i hand- knattleik. Fylkir á einn leik eftir við Breiðablik og enn eru ekki komin úrslit úr kæru Fylkis á leik ÍBK. Vinni Fylkir þá kæru sem það gerir eins og önnur lið sem kærðu leiki sina við IBK og vinni það siðan Breiðablik er Fylkir jafnt Stjörnunni að stigum, og fengi þá aukaleik um fallið. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.