Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 15
Miftvikudagur 21. marz 1973 *>JÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Vanræksla Framhald af bls. 9. hrygna. En þaö var fyrir daufum eyrum talað. Þá kom heimsstyrjöldin fyrri og fiskveiðar lágu að miklu leyti niðri árum saman. Eftir það fékkst hin afdrifarika sönnun sem visindamenn höföu lengi leitað: Árið 1919 var meðalafli á úthalds- dag fiskiskips i Norðursjó 3.060 pund en hafði verið 1.430 pund 1913 (139 kg i stað 66 kg.) í Bandarikjunum voru sett lög um verndun manneldisfiska við strendur landsins 1871 og siðan skipaður fiskimálastjóri. Sá lagði til að byggðar yrðu klakstöðvar fyrir þorsk á Atlanzhafs- ströndinni og var það gert á ein- um þrem stöðum. Til að gefa hug- mynd um starfsemina má nefna að til ársins 1897 hafði verið sleppt 450 miljón seiðum frá stöðvunum og á vertiðinni það ár var sleppt 98 miljón seiðum. En með tið og tima komust menn að raun um það að þetta var eins og dropi i hafið, tæknilegur Ut- bUnaður var ekki fyrir hendi til að halda lifinu i seiðunum nægilega lengi, og munu flest hafa tortimzt áður en von var til þess að þau ykju nokkru við stofninn. Siðustu þorskklakstöðinni Woods og Hole var lokað i heimsstyrjöldinni siðari og byggingarnar lagðar undir bandariska sjóherinn. Þetta þarf að visu ekki að þýða það að Utilokað sé að hjálpa undir með náttUrunni við klak á sjávar- fiskum, en erfiðleikarnir eru meiri en menn héldu á timabili. Þorskþjóðir og alþjóða- nefndir Hins vegar hefur sannazt að fiskur flytzt ekki á milli svæða til þess að fylla upp i skörð ofveið- innar. Erfiðlega gengur að blanda saman þjóðum, þótt allt sé það mannfólk, en með fisk virðist það Utilokað að hugsa sér til- flutning og blöndun og sýnist þó hver þorskurinn öðrum likur. En reyndin er sU, að enginn sam- skipti eru milli þorskstofnsins i Norðaustur- og Norðvestur- Atlanzhafi. Það eru meira að segja vistfræðilega aðskildir hópar deiliteg. sinn hvorum megin hafsins. T.d. gengur þorskurinn á Grand-banka ekki saman við Nova Scotiaþorsk, annar fiskur er á Georgs-banka heldur undan Nýja Englandi sunnanverðu. Þegar mikill fjöldi þjóða veiðir þorsk á öllum eldis- og dvalar- stöðum hans — 17 þjóðir við Atlanzhaf austanvert og 15 við það að vestanverðu — þá kemur upp sú nauðsyn að þjóðirnar sameinist um könnun á þorsk- stofnunum, svo að unnt væri að komast að samkomulagi um nýtingu þeirra. Alþjóðanefndum hefur verið komið á fót viða um heim til eftirlits og verndunar á auðlindum sjávar og vatna. Fæstarþeirra hafa skilað árangri meira en i meðallagi, einkum að þvi er varðar fiskveiðar. Þær hafa fyrst og fremst orðið vett- vangur skoðanaskipta. Þetta á þó alveg sérstaklega við um Atlanz- hafs nefndirnar Alþjóða fiskveiðinefndirnar við norðanvert Atlanzhaf hafa náð árangri á þvi sviði helzt að standa fyrir rannsóknum og safna upp- lýsingum handa visindaráðu- nautunum sem þeir gætu lagt fyrir nefndarm. En grátlega oft hafa nefndarmenn kosið að hunza ráðleggingar visindamannanna, og koma þar til sundurvirkir þjóðlegir og pólitiskir hagsmunir. Möskvareglur hafa ekki alit að segja Norðvestur-Atlanzhafs alþjóða fiskveiðinefndin (International Commission for the Northwest Atlantic Fisheries — ICNAF) fundaði i fyrsta sinn 1951, en hUn var stofnuð til „rannsóknar og verndunar á fiskveiðum i Norðvestur-Atlanzhafi svo að unnt sé að halda þar uppi hámarksafla”. Samkomulags- svæðið nær til hafs og grunnmiða frá vesturströnd Grænlands suður til Rhode Island. 12 þjóðir, þeirra á meðal Bandarikin og Kanada, standa að samkomu- laginu. Snemma á starfsferli sinum var ICNAF — ásamt sam- svarandi Evrópunefnd — um- hugað um að draga Ur ungfiska- drápi með reglum um möskva- stærð. Málið reyndist þó ekki eins einfalt og margir liffræðingar höfðu haldið, þvi það sýndi sig að fisktegundirnar höfðu mis- munandi hæfileika til að smjUga i gegnum net. Til dæmis gat meira af tiltölulega stórum þorski komizt i gegnum smáriöin net heldur en ýsa. 1 framhaldi af ráð- leggingum nefndarinnar voru sett lög um möskvastærð árið 1953 i Bandarikjunum. Samkvæmt þeim skyldi minnsta möskva- stærð vera 4 1/2 þumlungur fyrir þorsk- og ýsuveiðar á miðunum Uti fyrir Nýja Englandi i stað lág- marksins áður 2 2/4 þumlungs (11,4 cm i stað 5,7 cm). Aðrar ICNAF-þjóðir fylgdu þvi for- dæmi. Lágmarksstærð möskva er nú 5 1/8 þumlungur viðVestur- Grænland og 4 1/2 þumlungur annars staðar á samnings- svæðinu (13,0 cm og 11,4 cm). En nýlega hafa komið fram þær skoðanir hjá sérfræðingum i sveiflum fiskstofna að reglur um möskvastærðir hafi ekki meira að segja fyrir fisktegundir eins og þorsk og ýsu heldur en klakið og af svipuðum ástæðum: Aföll af völdum náttúrunnar sjálfrar og veiðiásóknin aö öðru leyti hafi miklu meira að segja sem eyði- leggingaröfl. A fundi ICNAF 1972 kom eftirfarandi fram i skýrslu bandarisku sendinefndarinnar: „Visindamennirnir hafa lagt áherzlu á það, að núgildandi reglur um möskvastærðir eru ekki nægilegar i sjálfu sér til að girða fyrir gereyðingu þorsk- stofnanna..” Þegar ýsan er búin er þorskurinn næstur Vegna þess hve mörg skip stunda veiðarnar, hefur ofveiði gengið nærri þorskstofnunum á mörgum miðum. Og eftir þvi sem gengið hefur á aðra stofna nytja- fiska hefur verið hert á þorsk- veiðunum til að hafa upp i eftir- spurn eftir fiski. Þetta er að gerast nU i veiðunum við Nýja England. Þar er orðið litið um ýsu og tiltölulega fljótlegt að veiða það magn af henni sem leyfilegt er á hverju ári. Þá snúa sjó- mennirnir sér af tviefldum krafti að þorskinum, og má telja það nærri þvi öruggt að hann verði of- veiddur og stofninum taki að hnigna. Spurningin er hvenær hann hverfur. Ekki er lengur hægt að láta sér nægja rannsóknir og athuganir sem sýna okkur hvernig hættan færist nær og nær. Það er litil huggun i þvi að hafa séð ýsu- stofnana við Nýja England þverra á undanförnum áratugum Hver óskar sér eftirlits af þvi tagi með eyðileggingu þorsksins? Það þarl að hefja áætlun um vernd fiskstofna sem tekur til allra þátta i lifi og viðkomu teg undarinnar sem að einhverju leyti er á mannlegu valdi að hafa áhrif á. Það þarf að komast af umræðustigi og á framkvæmdastig, hvaða þjóðir skuli stunda veiðar, með hve mörgum skipum og hve langan tima i senn. Það er ekki lengur stoð i að- gerðum eins og reglum um möskvastærðir og hámarks veiði- magn ákveðinna tegunda á grunnmiðum næst landi. Með þvi er aðeins verið að troða upp i smágöt þegar öll nótin er rifin. Hér visa fiskifræðingarnir veginn. NU verða stjórnmála- menn og aðrir þeir sem meö framkvæmdavaldið fara að taka höndum saman yfir öll landa- mæri og gera þær ráðstafanir sem duga. Albert C. Jensen Frakkland Framhald af bls. 7. ann. Miðflokkamenn, sem studdu stjórnina (og áttu ráðherra i henni) stóðu sig hins vegar betur, þótt þeir misstu einnig þingsæti. Þeir geta þvi haft miklu meiri áhrif á stjórnarstefnuna en áður, þar sem stuðningur þeirra er henni nú ómissandi. Siðara atriðið eru umbótasinn- ar. Þeir bættu við sig þingsætum og náðu þvi marki að fá 30 þing- menn, en það er lágmarkið sem þarf til aö geta myndað sérstakan þingflokk. Þótt stuðningur þeirra sé ekki nauðsynlegur fyrir meiri- hlutann, getur Pompidou naum- ast komizt hjá þvi — velsæmisins vegna — að bjóða þeim ráðherra- stól, og augijóst er að ekki stendur á Lecanuet að þiggja það boð (vera má að þegar sé búið að ganga frá þvi bak við tjöldin). En ekki má gleyma J.J.S.S.: eftir það sem hann lét frá sér fara um stjórnina i kosningabaráttunni, má heita óhugsandi að hann geti orðið ráðherra í litt breyttri stjórn Gaullista og stuðnings- manna þeirra, og óliklegt er að hann fallist á að styðja slika stjórn. Það er nefnilega augljóst, eins og leiðtogar vinstri manna bentu á i Utvarpsumræðum kosn- ingakvöldið, að litil von er til þess að unnt sé að gera neinar meiri- háttar „umbætur” i frönsku þjóð- félagi (jafnvel ekki þær takmörk- uöu umbætur sem J.J.S.S. berst fyrir) með mönnum, sem hafa engan lit sýnt á þvi á fimmtán ára valdatimabili. Ef Lecanuet verð- ur ráöherra i nýrri stjórn Gaull- ista og félaga þeirra, er þvi senni- legt að umbótasinnar klofni. Þeir hafa þá ekki haft annað sögulegt hlutverk en að gefa stjórninni gálgafrest um stundarsakir. Þess vegna má búast við þvi að reynt verði að fara aðra leið. Eins og áður var sagt, er stuðningur miðflokkamanna meirihlutans þegar ómissandi fyrir stjórnina. En ef þeir ganga i bandalag við umbótasinna (þessir tveir mið- flokkar eru hvort sem er keimlik- ir) geta þeir fyllilega staðið Gaullista-flokknum á sporði þótt þeir séu heldur fámennari. Þaö er þvi liklegt, að þessir flokkar reyni að rotta sig saman þegar fram i sækir, bola burt rétttrúuðum Gaullistum og mynda hreina mið- flokkastjórn. Slik lausn væri Pompidou sennilega ekki á móti skapi, en hún hefði vafalaust i för með sér talsverða stefnubreyt- ingu og jafnvel klofning Gaullistaflokksins. Þessar breytingar yrðu senni- lega miklar á sviði utanrikis- mála. Hins vegar er ekki eins vist að stjórnarstefnan breyttist eins mikið i innanlandsmálumj, vitað er að miðflokkamenn njóta jafn- vel enn meiri náðar i augum franska auðvaldsins en Gaullist- ar. Hvernig sem niðurstaðan verður, þegar ný stjórn er mynd- uð (en af ýmsum ástæðum er óliklegt að það verði fyrr en i april) og siðar, er þvi liklegt að þeir 65 af hundraði franskra kjós- enda verði fyrir vonbrigðum. Og i rauninni getur ekki annað gerzt, þar sem kosningafyrirkomulagið (og pólitiskir siðir Frakklands) hafa séð til þess að skipun þings- ins er i litlu samræmi við umbóta- vilja þjóðarinnar. Nýr farvegur? Jean Daniel, ritstjóri Le Nouvel Obserrvateur, benti á það fyrir seinni umferð kosninganna, að ef næsta þing gæfi ekki skýra mynd af vilja þjóðarinnar, væri hætta á þvi að vonbrigðin yrðu mjög mikil. Þá mætti búast við þvi, að breytingaviljinn brytist fram á öðrum sviðum, og baráttan leit- aði i nýja farvegi. Þetta er vafa- laust rétt, en þvi má þó ekki gleyma að þingið getur orðið einn þessara „nýju farvega”. 1 fimm ár hefur þar varla verið um neina stjórnarandstöðu að ræöa, en nú fjölmenna jafnaðarmenn og kommúnistar inn. Þetta virðast stjórnarsinnar óttast, þvi að þeir reyna nU allt til þess að reka fleyg milli vinstri flokkanna. Meðal nýju þingmannanna er Georges Marchais, leiðtogi kommúnista, sem hefur sýnt i þessari kosningabaráttu, svo að ekki verður um villzt, að hann er einn mergjaðasti ræðumaður, sem komið hefur fram i frönsku stjórnmálalifi árum saman. Og i Utvarpsumræðunum kosninga- kvöldið laumaði hann þvi að, hvafta baráttuaðferðum hann kynni að beita; hann nefndi „stefnuskrá” Gaullista, sem Messmer boðaði á fundi flokksins i Provins i janúar en hefur forðazt að nefna siðan (þvi að hún byggð- ist mest á loforðum um að gera enn meira en kommúnistar og jafnaðarmenn) og sagðist ætla að taka hana á orðinu! Hann ætlaði að leggja fram lagafrumvörp um þau atriði, sem Messmer hafði lofað (og eru einnig i sameigin- legu stefnuskránni), og sjá hvort stjórnin ætlaði að efna þau. Ef viðbrögð stjórnarinnar verða neikvæð, má treysta frönsk um verklýðsfélögum til að láta ekki sitt eftir sitja. e.m.j. íþróttir Framhald af bls. 11. ingín, þegar næsta hlaup fer fram. Úrslit i einstökum flokkum var þessi: Drengir Piltar f. 1959 og fyrr (lengri Ieiftin). min. 1. Asgeir Þ. Eirikss. 2:52.0- 2. Kjartan Einarss. 2:54.0 - 3. Guðm.R. Guðm.son 3:13.0 - Keppendur f. 1960 og 1961 (styttri leiftin) 1. Omar Banine 2:41.0 - Keppendur f. 1962 og 1963 1. Úlfar Úlfarss. 2:43.0 - 2. Arni Baldurss. 2:47.0 - 3. Hafliði Harðars. 2:53.0 - 4—5. Einar Gunnarss. 2:55.0 - 4—5. Orri Snorras. 2:55.0 - 6. Þorst. Kristm.son . 2:56.0- Keppendur f. 1964 og siftar. 1. Guðjón Ragnarss. 2:56.0 - 2. Styrmir Snorras. 3:43.0 - 3. Kristm.E. Kristmundss. 4:23.0 - Stúlkur Keppendur f. 1960 og 1961 —styttri ieiðin) min. 1. Ingibj. Guðbrandsd. 2:33.0 - 2. Asta Gunnlaugsd. 2:36.0 - 3. Hrund Óskarsd. 3:05.0 - 4. Þorbjörg Ragnarsd. 3:07.0 - Keppendur f. 1962 og 1963 1. Katrin Sveinsd. 2:37.0 - 2. SigrUn Harðard. 2:41.0 - 3. Margrét Björgv.d . 2:50.0- 4. Hrönn Einarsd. 2:55.0 - 5. EyrUn Ragnarsd. 2:58.0 - 6-7. Helga Guðm.d. 3:02.0 - 6—7. JódisPétursd. 3:02.0 - 8. Elisabet Aretta 3:11.0 - Keppendur f. 1964 og siftar. 1. Bryndós Karlsd. 3:36.0 - 2. Halldóra Guðjónsd. 3:42.0 - Lögbann Framhald af bls. 16. málum. Upphófust nU nokkrar kapp- ræður milli hæstaréttarlög- mannanna, og höfðu hinir örfáu áheyrendur nokkurt gaman af. Fór lögmaður Hannibalista fram á, að rétturinn synjaði lögbanninu framgangs, en ef Ur lögbanni yrði, skyldi ákveða tryggingarupphæð tvær miljónir króna! Orskurður var siðan kveð- inn upp klukkan 7, og á þá lund að lögbann var lagt við þvi að Guðmundur Bergsson, Einar Hannesson, ólafur Hannibals- son, Steinunn Harðardóttir, Haraldur Henrysson eða Arni MarkUsson, eitt sér, eöa tvö eða fleiri saman, mættu boða til fundar i félagi Frjálslyndra i Reykjavik, gefa Ut félags- skirteini, eða innheimta fé- lagsgjöld. Trygging var lögð fram, 75 þúsund krónur. Þess skal getið til glöggv- unar, að lögbannsúrskurður er ekki endanlegur dómur, heldur ber þeim sem lögbann fær dæmt að hefja staðfest- ingarmál fyrir Bæjarþingi Reykjavikur, i þessu tilviki, innan viku frá lögbannsúr- skurði. Þá er það annaö nýtt af Frjálslyndum vinstrimönnum að frétta, að á mánudagskvöld héldu þeir fund — Hannibal- istar — þar sem ákveðið var að gera þá tillögu til aöal- fundar fél. i Reykjavik að nafni þess verði breytt og inn i það bætt svo Ur verði einnig félag vinstri manna, en það hefur hingað til aðeins verið félag fyrir frjálslynda. — úþ. Hagræðing Framhald af bls. 1. greiðslufyrirkomulagi er mælt með að öll Urvinnsla og greiöslufyrirmæli veröi unnin með aðstoð tölvu i stað hand- afls eins og nú er. A sama hátt er lagt til, að verðbréfaskrá sjóða i vörzlu Tryggingastofnunarinnar verði sett á tölvu og unnin vél- rænt i stað núverandi hand- færslna. Slik vélvæðing skap- ar aukið öryggi og gerir stofn- uninni fært að mæta fyrir- sjáanlegri aukningu i útlánum án verulegs kostnaðar. Enn- fremur er lagt til að bókhald sjóða verði sett á tölvu. Einnig er tillaga um, að verkefnasvið almannatrygg- inga og sjóða verði algerlega aðskilin innan Trygginga- stofnunarinnar og ráöinn sér- stakur forstöðumaður sjóð- anna. Myndi þessi breyting tryggja öruggari yfirsýn með stjórn stofnunarinnar, traust- ara eftirlit með rekstrinum og stuðla að hagkvæmari verka- skiptingu innan deilda stofn- unarinnar, segir i Urdrætbi til- lagna og er einnig bent á sér- staka staðsetningu endurskoð- unardeildar i skipulagi stofn- unarinnar. Lagt er eindregið til, að Tryggingastofnuninni verði gertað hafa öll sin viðskipti og viðskipti sjóða i hennar vörzlu á einum stað — hjá Seðla- banka Islands. Ætti slikt fyrir- komulag að tryggja mun meiri vaxtatekjur og mundu þær, að þvi er segir i tillögun- um, nema miljónum króna ár- lega. Þá eru að lokum tillögur um veigaminni breytingar, eins og t.d. bætta simaþjónustu, skýrari merkingu deilda og staðsetningu þeirra. Brýn þörf er talin á að hanna umsóknar- eyðublöð um bætur aö nýju og dreifa þeim á fleiri staði. Lagt er til að eftirvinna við endur- skoðun á vegum Rikisendur- skoðunar verði lögð niður og að innfærsla vaxta og afborg- ana á skuldabréf f vörzlu stofnunarinnar hverfi með öllu, en þessir tveir siðast nefndu liðir kostuðu Trygg- ingastofnunina að likindum um hálfa miljón árið 1971. —vh HERRAMANNS ^ MATUR í HÁDEGINU ÓÐALÉ VID AUSTURVÖLL ___________J J~ 1 V Simplicity snióin eru íyrir alla í öllum stæróum Það getur verið erfitt að (á fatn- að nákvæmlega i yðar stærð, en Simplicity sniðin leysa vandann, — þar eru fötin þegar sniðin eftir yðar höfði. © Ijil I r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.