Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. marz 1973 Sitt af hverju um kvenfólk Gamansiða sovézka blaðsins Literaturnaja gazeta hefur búið til rithöfund sem nefndur er Evgeni Sazonof og öðru hverju gefur þar skýrslur um sjálfan sig og heiminn. Hér fer á eftir klausa sem höfð er eftir Sazonof i tilefni alþjóða kvennadagsins. Eigi fyrir löngu fékk ég bréf frá hópi ungra og aðlaðandi kvenlesara minna. Ég hef lesið þetta bréf. 1 þvi voru svo- felld orð, sem skutu djúpum rótum sál minni: „Við viljum ekki i neinu vera eftirbátar piltanna okkar.” ó hvilik orð, svo gróflega sé til orða tekið! Sem meiriháttar rithöfundi er mér kunnugt um að konan er alveg eins og karlmaður einkum samsett úr fitu, eggja- hvituefnum og kolvetnum. Og ef að þvi miður gætir ennþá að nokkur leyti einhvers óveru- legs munar á hinum tveim fögru kynjum, þá sjáum við greinilega fyrir okkur hvernig þessi munur er að hverfa, og ekki mun liða á löngu þar til ekkert verður eftir af þessum mun og þá munu piltarnir skrifa mér: „Við viljum i engu vera eftirbátar stúlknanna okkar.” En mikið liður timinn ann- ars hratt. Svo virðist sem litil stund sé liðin frá þvi að ljós- geislinn drukknaði i riki myrkusins — Katrfn i leikriti Ostrovskis. Svo virðist sem það hafi verið i gær að einhliða vangoldin ást hrakti önnu Kareninu undir iskrandi hjól gamallar eimreiðar. En nú hefur fagurgljáandi raflest leyst af hólmi eimreiðina gömlu. Manni finnst ógnvæn- legt að nálgast slika lest, hvað þá henda sér undir hana. Já, erfitt var lif konunnar hér áður fyrr. „Sasa grét þegar skógurinn var höggvinn” skrifaði skáldið. Konur nú á dögum gráta ekki lengur af sliku tilefni. I einu orði sagt: konan er orðin óþekkjanleg. Hún getur spilað fótbolta og staðið sig vel i póker og stöðvað leigubil á fullri ferð og farið ofan i gig eldfjalis. Það er af þessum sökum að þær skrifa mér: „Við viljum i engu standa að baki piltunum okkar.” Og það skulið þið heldur ekki gera. Ég er i anda með ykkur, kæru vinkonur minar! GLENS Jósep var mikill vinur Sumar- liða pósts og hafði oft hestakaup við hann. Eftir ein hestakaupin sagð- Jósep: „Það er seintekinn gróði að hafa hestakaup við Sumarliða póst”. Magnús i Hnausum varð einu sinni heylaus á fyrri búskaparár- um sinum, en var of stórlátur til að biðja um heylán. Þetta spyr Jósep og gerir sér ferð til hans, og setjasr þeir að drykkju. „Viltu ekki selja mér féð þitt, Magnús?” spurði Jósep. „Ég er til með að selja þér það aftur ef þú vilt”. Magnús skildi þetta og tók til- boðinu fegins hendi. Þorsteinn Thorarensen á Mó- eiðarhvoli var stundum kaldur i svörum. Hann var búmaöur góð- ur og jafnan birgur af heyjum. Einu sinni kom maður til hans og biður hann um heylán. „Nei”, segir Þorsteinn, „ég set ekki á annarra hey og ætlast held- ur ekki til, að aðrir setji á min”. Af erlendum bókamarkaði ln the Light of History J.H.PIumb. Allen Lane. The Penguin Press. 1972. „Hippa-heimspekin á sér langa sögu. 1325 komu bræöur Hins frjálsa anda saman i glæsiiegri kapellu i Köln, nakinn prédikari hvatti bræöurna til þess að hverfa til einfalds lifs, hann taldi að svo heilagir menn sem þeir og synd- lausir, skyldu ganga naktir og elska ótæpilega, þvi aö þeir sem hefðu samsamazt guðdómnum, væru saklausir og allt sem þeir gerðu, væri rétt og satt. 1649 fundu hjúin William Franklin og vinkona hans Mary Gadbury guö sinn i sjálfum sér og þar meö varð allt það sem þau aöhöföust guð- legs eðlis, þau hjúin stunduöu drykkju, ólifnað og höfðu i frammi klámfengna tilburði á al- manna færi. Það úði og grúði af þessháttar smá hópum hippa á Englandi i tið Cromwells.Kvekar- ar gengu stundum naktir um strætin, til þess aö votta fyrir- litningu sina á viötekinni hegðun og til að sýna, aö þeir útvöldu gengju ætið i „Ljósinu”. Margir sértrúarsafnaðanna notuðu alkó- hól til þess að komast i upphafiö trúarástand, eins og hippar nú- timans nota fiknilyf.” J.H. Plump rekur ýmsa at- burði og lýsir ýmiskonar fyrir- brigöum fyrri tlma i þessu safni greina og dregur fram ýmsar hliöstæður viö nútima fyrirbrigði eins og meö dæminu hér á undan. Hann ritar einkum um það tima- bil, sem hann hefur lagt mesta stund á, 18. öld, en hér eru einnig samantektir um samfélög á 17. og 19. öld. Plumb er alltaf læsilegur og bregöur upp sam- félagsmyndum frá liðnum timum sem verða eftirminnilegar. Epochen der deutschen Lyrik 1300-1500 Band 2. Herausgegeben von Eva und Hansjðrgen Kiepe. Deutscher. Taschenbuch Verlag. 1972. Þetta er annaö bindið i 10 binda safni þýzkrar ljóölistar frá upp- hafi fram á okkar daga. 1 þessu bindi er miðaldakveðskapur, raðað eftir timaröð. Kvæöin eru endursögö á nútimaþýzku. Athugagreinár fylgja og getiö er helztu útgáfa. Sex bindi eru þegar komin út af safninu, og er þetta fyrsta útgáfa. The Victorian Underworld. Kellow Chesney. Penguin Books 1972. Englendingar reyndu lengi vel aö fela það sem er titill þessarar bókar, eöa þá aö gleyma þvi, að slikt væri til, svo nokkru næmi. Hér er dregin upp mynd undir- heimanna samkvæmt rannsókn- um og mati höfundar. Þetta er fyrst og fremst lýsing, engin til- raun er gerö til þess að grafast fyrir orsakir þess ástands, sem skapaði þessa ömurlegu heima, enda er bókin ekki rituö út frá þeirri forsendu. Höfundur skrifar lipurlega og myndir eru eftir Gustave Doré. Counterrevolution and Revolt. Herbert Marcuse. Allen Lane. The Penguin Press 1972. Mareuse ^litur i þessari siöustu bók sinni, \ð byltingaröflin i Bandarikjui m og I Evrópu séu máttvana \ að nýja vinstri- hreyfingin þ rfi að endurskipu- leggja og endurnýja sjálfa sig til þessað geta hafið baráttuna gegn nútima kapitalisma, sem sé á góöri leið með að eyða um- hverfinu kringum sig.skrilmenna þjóðirnar og mala sjálfan sig á kaf. Marcuse telur hættu á þvi að fasisminn gangi aftur, ef vinstri öflin beiti byltingaaðferöum að verulegu ráöi. Hann telur aö rót- tæk vinstri öfl veröi aö aölaga baráttuaðferðirnar aðstæöunum og þaö hljóti aö vinna almennt fylgi menntamanna og verkalýðs, sem hefur ekki oröiö forpokun kapitalista aö bráð. Höfundur ræðir umhverfismálin og telur þau einn þátt verðandi baráttu og þar með lausn manna af klafa til- búinna þarfa, sem stöðugt hlaða utan á sig frekari þörfum með fylgjandi eyðingu umhverfisins. Höfundur fjallar um væntanlega menningarbyltingu og byltingu i listum, sem hann tengir þvi er hann nefnir „nýja meövitund”. Inntakið I boðskap Marcuses er nýr humanismi, mennska and- stæö ópersónulegri kröfu kerfis- ins eöa Gró&akvarnarinnar. The Agrarian History of England and Wales. Vol. I 2. A.D. 43—1042. GeneralEditor H.P.R. Finberg. Cambridge University Press 1972. Eignarhald og notkun jarða er lykillinn aö sögu miðalda, og einnig siöari alda, bæði beint og óbeint; þvi telja útgefendur rit þetta vera samfélags- og hagsögu frá upphafi fram á okkar daga. Alls veröur ritið átta bindi, og er fjórða bindi og annar hluti fyrsta bindis kominn út. Hér er fjallað um England á dögum Rómverja og Engil-Saxa, en sá hlutinn gæti orðiö Islenzkum fræðimönnum einhver akkur. Hér er lýst vali bæjarstæða, helztu greinum land- búnaðar, áhöfn jaröa og aöferð- um viö akuryrkju gegnum aldirn- ar, húsakosti og leigumála. Höfundar styðjast mjög við forn- leifarannsóknir, og 'hefur ýmis- legt nýtt komiö á daginn einmitt með þeim. Ágætir uppdrættir fylgja og einnig ioftmyndir. Þetta bindi hefst á veðráttulýsingu, en rannsóknir i þeim efnum sanna mikla úrkomu á Bretlandseyjum frá þvl um 400 til 600 e.Kr. Sumir höfundar hafa viljaö állta mikla úrkomu á meginlandi Evrópu eina ástæðuna fyrir þjóð- flutningunum, en hvað um það, þá fór veðráttan batnandi þegar tekur að liða á 7. og 8. öld. dtv- Wörterbuch zur Geschichte. Band 1—2 Konrad FuchsýHeribert Raab. Deutscher Taschenbuch Verlag 1972. Originalausgabe. 1 þessari uppsláttarbók eru fjögur þúsund uppsláttarorð, einkum varðandi miðalda og nýrri sögu. Höfuðáherzla er lögð á sögu Evrópuþjóða og áhrif þeirra annars staöar um heiminn, en Evrópumönnum hættir oft til þess að telja sögu þjóða utan Evrópu fremur undirgrein landa- fræði eða þá kommentar við frásögn af „frumstæöum lifnaðarháttum”. Rit þetta er þarft innan þess ramma, sem þaö spannar, og þvi sem hér skortir, er ætlunin aö bæta úr meö útgáfu svipaðra rita um svæði utan Evrópu. dtv hefur gefið út ágætan söguatlas dtv Atlas zur Welt- geschichte, og er þessi bók ágæt viöbót I þessari grein. Bókaskrár fyigja. The Betrothed Alessandro Manzoni. Transiated with an introduction by Bruce Penman. Penguin Books 1972. Þetta er ný þýðing á ensku á þessari frægu itölsku skáldsögu, gefin út I Penguin Classics. Skáldsaga Manzoins er ekki að- eins meðal merkustu skáldsagna, heldur hefur hún sérstaka þýð- ingu fyrir Itali, hún varð þeim hvöt, jafnvel ein kveikjan aö sjálfstæöis- og sameiningar- baráttu þeirra á 19 öld. — Eilifðarvél? Ekkert er auöveldara. Nú skaltu bara hlusta vel eftir.... Páfagaukurinn fékk fyrstu verðlaun i erlendum málum. En þú færö önnur verðlaun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.