Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. marz 1973 rj »t« 1 . ■' 1 NOREGITR OG KBE; EBE-SINNAR BÍÐA FÆRIS Á NÝRRIATLÖGU Þaö er eins gott fyrir norska EBE-andstæöinga aö halda áróöurs- spjöidum sinum til haga þvi nei-iö sem sagt var i haust var alls ekki endanlegt og auövaidiö gefur ekkert eftir. Samkvæmt stefnuskrá sem Verkamannaflokkurinn norski hefur sett sér veröa allir þing- menn hans eftir kosningarnar næsta haust andstæöingar aöildar aö EBE en flokkurinn mun aö öllum likindum fá 72-77 menn kjörna. En I raun og veru veröa yfirlýstir andstæðingar aöeins 16 eöa 17. Afgangurinn af þing- mönnunum veröur inn viö beinið hlynntur aöild. Það sem gerir þá aö andstæðingum er kúvending á stefnu fiökksins I markaös- málum. En sú stefnubreyting gildir aöeins til fjögurra ára. Aö kjörtimabilinu loknu getur allt gerzt. Andstæðingar i meiri- hiuta i þinginu Uppstillingin á frambjóðendum Verkamannaflokksins hefur verið mikið umrædd i Noregi i vetur. Af 19 kjördæmum landsins er upp- stillingu lokiö f fimmtán og af henni er ljóst að andstæðingar EBE innan þingflokks Verka- mannaflokksins verða fleiri en þeir 13 sem þar eru nú. Meðal þeirra sem eru nokkuð öruggir um kosningu er Thorbjörn Berntsen upplýsingafulltrúi sam- bands verkamanna i járniðnaði en hann skipar sjöunda sætiö á lista flokksins i Osló. Hann kemst að öllum likindum inn á þing þar sem þingmönnum i Stórþinginu fjölgar úr 150 i 155. Er Verka- mannaflokkurinn nokkuð öruggur aö bæta viö sig sjöunda þing- manninum frá Osló, af þeim sökum. Af þessum sjö eru þrir EBE- andstæðingar en hinir fjórir EBE-sinnar — þar á meðal Trygve Bratteli formaður flokks- ins og fyrrverandi forsætisráö- herra. EBE setur lit á kosningabaráttuna „Markaðsmálin og atkvæða- greiðslan um aðild að EBE mun I rikum mæli einkenna kosning- arnar. Ekki aðeins sakir þess að til eru andstæðingar og fylgj-. endur EBE heldur einnig vegna þess að umræðurnar um aðildina sviptu huliðsblæ þeim sem verið hefur yfir fjölda pólitiskra og félagslegra vandamála” segir Thorbjörn Berntsen. „Umræð- urnar um EBE voru mjög djúp- tækar og spönnuðu yfir öll vanda- mál einstaklingsins i nútimaþjóð- félagi. Ein sterkasta krafan sem fram kom var krafan um dreif- ingu valdsins og aukna stjórn rikisins yfir efnahagslifinu. 1 þvi efni hefur Verkamannaflokk- urinn stefnu sem er aðlöguð upp- lýstara almenningsáliti sem EBE-umræðan leiddi af sér.” 1 stefnuskrá Verkamanna- flokksins sem nýlega var endur- skoðuð á flokksstjórnarfundi segir nú að samband Noregs og EBE eigi að grundvailast á við- skiptasamningi en ekki skuli rætt um aðild á Ihöndfarandi kjör- timabili. 1 þessari stefnubreyt- ingu felst sigur andstæðinga EBE-aöildar. Að öðru leyti hefur þróun mála siðan i atkvæðagreiðslunni s.l. hausteinkennzt af hverjum ósigr- inum af fætur öðrum. Skoðana- kannanir Gallup leiða i ljós að rétt rúmur helmingur norsku þjóðarinnar myndi gjalda aðild að EBE jáyrði sitt er tækifæri gæfist til. Rikisstjórn sú, sem situr nú við völd i krafti andstöðu sinnar við EBE,hefur aðeins 27 þingsæti og er hún bæði viðvan- ingsleg og máttlitil i stjórnun sinni. Forsætisráðherrann, bind- indismaðurinn Lars Korvald, er liklega eini stjórnarleiðtoginn i heiminum sem hefur séð ástæðu til þess að lýsa þvi yfir að með- ráðherrar hans séu „þrautþjálf- aðir stjórnmálamenn”. Gallup Allar likur benda til þess að Verkamannaflokkurinn myndi stjórn að kosningum loknum. Möguleikinn á borgaralegri sam- steypustjórn er þó fyrir hendi þó að borgaraflokkarnir hafi klofnað i afstöðunni til EBE. En flestir gera þvi skóna að Bratteli muni taka við stjórnartaumunum á ný þrátt fyrir klofninginn i flokknum og þrátt fyrir möguleikann á tapi flokksins. Samkvæmt Gallup hefur fylgi flokksins minnkað úr 46,8% niður i 42,5%. bó að þarna sé um rúm fjögur prósent að ræða, er fylgistapið ekki mikið miðað við það að 45% af kjós- endum flokksins greiddu atkvæði gegn aðild að EBE i trássi við stefnu flokksforystunnar og norska alþýðusambandsins. Það sem getur orðið Verka- mannaflokknum skeinuhætt er baráttan um uppstillinguna en EBE-andstæðingar hafa krafizt fleiri þingsæta i krafti fylgis sins meðal kjósenda flokksins. Thor- björn Berntsen segir: „Hverjir eru það sem eiga að endurvekja traust fólksins til flokksins? Er það forystan sem hlynnt var aðildinni og glataði trausti fólksins eða eru það þeir sem sögðu afdráttarlaust nei og unnu i raun og veru viö atkvæöagreiðsl- una?” Fyrir atkvæðagreiðsluna lagði flokksforystan áherzlu á að öðlast stuðning allra veigamestu flokks- eininga og verkalýðshreyfingar- innar. Afleiðingin var sægur yfir- lýsinga frá flokksfélögum, lands- fundi flokksins og alþýðusam- bandinu um að Noregi væri bezt borgið innan Efnahagsbanda- jagsins. Núna keppist forystan við að tryggja sem flestum fylgj- endum aöildar þingsæti og það hefur heppnazt framar öllum vonum m.a. vegna þess að flokks- apparatið er óhemju sterkt. A vinstri vængnum eru menn hræddir um að eins fari og i atkvæðagreiðslunni að forystan hafi sitt fram og tapi siðan kosningunum. Klofningur i uppsiglingu Þessi ótti hefur m.a. haft i för með sér hægfara klofning. Fjöldi trúnaðarmanna I verkalýðs- félögum og félagar i æskulýðs- hreyfingu flokksins hafa safnað undirskriftum i þvi augnamiði að stilla upp mótframbjóðendum e.t.v. i samvinnu við SF og Kommúnistaflokkinn. Það er álitið að i Osló einni hafi um 50.000 kjósendur Verkamannaflokksins greitt atkvæði gegn aðild aö EBE. Þar af leiðir að mótframboð hefur góða möguleika á að fá menn kjörna. En einmitt i Osló hefur forystan tekið þetta með i reikn- inginn og stillt upp þremur and- stæðingum I örugg sæti og þar að auki er ekki að finna I klofnings- hópum neinn áberandi and- stæðing aðildar innan Verkamannaflokksins. Fylgistap Innan Verkamannaflokksins er búizt við þvi að hann tapi þing- sætum i Norður-Noregi yfir til EBE-andstæðinga i Miðflokknum og i Suður-Noregi er búizt við vissu fylgistapi yfir til SF og nýja vinstri flokksins sem laðar til sin þá kjósendur Verkamannaflokks- ins sem urðu fyrir vonbrigðum með eftirgjöf flokksins i EBE« málinu. Nýi vinstri flokkurinn var myndaður af þeim armi Vinstriflokksins sem fylgjandi var aðild og er leiðtogi hans Helge Seip fyrrverandi ritstjóri Dag- blaðsins. Á meðan á öllu þessu gengur heldur áróðurinn fyrir EBE áfram i flestum fjölmiðlum. Norskir stjórnmálamenn búast við þvi að hægt verði að keyra i gegn aðild að EBE eftir 3-4 ár þegar pressan er farin að hafa sin áhrif á viðhorf almennings til EBE og Galluptölurnar eru orðnar nógu hagstæðar. Andstæð- ingar aðildar lifa i þeirri von að reynsla næstu ára sýni fólki fram á að Noregur plumi sig ágætlega utan við EBE. Úrslit atkvæða- greiðslunnar I haust munu hafa mikil áhrif á norsk stjórnmál næsta kjörtimabil en þó ekki I nógu rikum mæli til að staðfesta það nei sem sagt var. Það er hægt að taka málið upp að nýju og það mun vissulega verða gert. (ÞH þýddi úr Information) Flugslys í Víetnam SAIGON 19/3. Farþegavél i eigu flugfélagsins Air Vietnam sprakk i lofti yfir Suður-Vietnam i dag. Talið er, að allir þeir 62 menn um borð voru hafi týnt lifi. Flugvélin var af gerðinni DC-4. ÁLAFOSS GÓLFTEPPI nrWTstrin oru komin fram ÁLAFOSS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.