Þjóðviljinn - 21.03.1973, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Qupperneq 16
DIÚÐVIUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Miftvikudagur 21. marz 1973 Nætur-, kvöld- og helgarþjón- usta vikuna 16. til 22. marz, er i Ingólfs apóteki og Laugar nesapóteki. Slysa-varðstofa Borgarspital- ■ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstööinni. Simi 21230. ENGAR SAMKOMULAGSHORFUR Stærsta verkfall í Danmörku siðan 1936 hefst í dag KAUPMANNAHÖFN 20/3 — I dag kom ekkert það fram sem komið getur í veg fyrir verkfail i Dan- mörku sem hefjast mun á miðnætti i nótt. Nú hafa bílstjórar bætzt í hóp þeirra 153.000 verkamanna sem Hvftbók um N-írland LONDON 20/3 — Brezka rikisstjórnin hefur gefið út hvit- bók um pólitiska framtið Noröur- trlands. Samkvæmt henni á að koma á fót nýju þingi I Norður-tr- landi og til þess verður kosiö hlut- fallskosningu sem tryggja á að kaþólski minnihlutinn fái réttláta fulltrúatölu. Þetta þing kemur i stað þess gamla sem var lagt niður fyrir tæpu ári þegar stjórnin i London ákvað að taka völdin beint i sinar hendur. Einnig á að stofna sér- stakar þingnefndir sem eiga að auka áhrif kaþólikka á fram- kvæmdavaldið i landinu. Þingið mun þó ekki hafa mikil völd þar sem brezka þingið hefur æðsta löggjaldarvald I málefnum lands- ins. í tillögum stjórnarinnar er skýrt tekið fram að Norður-írland muni verða áfram hluti af Bret- landi og er skírskotað til at- kvæðagreiðslunnar sem fram fór 8. marz um tengsl landanna. Þar var samþykkt að landið skyldi áfram vera hluti af Bretlandi, en kaþólikkar hundsuðu atkvæða- greiösluna. Það kemur á óvart að i bókinni er ekki gert ráð fyrir stofnun alirsks ráðs með aðild irska lýð- veldisins og Norður-lrlands. Al- mennt hafði verið búizt við aö brezka stjórnin myndi leggja til að sliku ráði yrði komið á fót til þess að veita írska lýðveldinu aukin ahrif á gang mála i Norður- trlandi. Tillögur stjórnarinnar munu á næstunni verða teknar til umræðu i brezka þinginu. Opinber rannsókn á starfsemi I.T.T. WASHINGTON 20/3 — I dag hefst fyrsta opinbera rannsóknin á starfsemi bandariska auð- hringsins International telephone and telegraph corporation (ITT) I Chile.en eins og menn muna var flett ofan af áætlunum auð- hringsins um að steypa Salvador Allende forseta af stóli árið 1971 Máliö er tekið fyrir af nefnd sem sérstaklega var kosin af öld- ungadeildinni til að rannsaka um- svif bandariskja auðhringa er- lendis Er búizt við, að vitna- leiöslurnar, sem standa munu i tvær vikur, leiöi ýmislegt gruggugt i ljós hvað varðar náin tengsl ITT við bandarisku leyni- þjónustuna CIA og vfðtæka njósnastarfsemi sem ITT rekur upp á eigin spýtur. Aflýsa verkfalli PARIS 20/3 — Franskir flug- umsjónarmenn tóku aftur upp vinnu i dag eftir fjögurra vikna verkfall. Ekki er þó búizt við þvi aö flugumferö i Frakklandi veröi komin i eðlilegt horf fyrr en á föstudag. Verkfallið hefur haft miklar afleiðingar I för með sér fyrir franska flugumferð. Þegar flug- umsjónarmennirnir fóru i verk- fall þann 20. febrúar fyrirskipaði stjórnin aö herinn skyldi taka við flugumsjón. Honum fórst það ekki betur en svo aö tvær spænskar flugvélar rákust á og eftir það stöðvuðu fjölmörg stór flugfélög allt flug yfir franskt flugumsjónarsvæði. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur i Selfossbiói Alþýðubandalagið I Arnessýslu og Alþýðubandalagið Hverageröi efna til fundar I Selfossbiói næstkomandi föstudag, þann 23. marz kl 20.30. Lúðvik Jósepsson ráðherra og Garðar Sigurðsson alþingismaður mæta á fundinum og ræða um stjórnmálaviðhorfið. ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins kemur einnig á fundinn og ræðir um Þjóðviljann. Alþýðubandalagið Borgarnesi Félagsfundur verður haldinn kl. 3 á sunnudaginn i húsi stéttarfélag- anna i Borgarnesi. Einar Olgeirsson verður á fundinum og svarar spurningum Alþýðubandalagið Borgarnesi. Fundur um refsipólidk Efnið á næsta umræðufundi Alþýðubandalags- ins á fimmtudagskvöldiö er refsipólitik. Fram- sögu hefur Hildigunnur ólafsdóttir afbrotafræð- ingur. Fundurinn er haldinn að Grettisgötu 3 og hefst kl. 20,30. öllum heimill aðgangur. Hildigunnur boðað hafa verkfall. Það þýðir að olíu- og bensín- flutningar stöðvast. Stéttarfélag bilstjóra er klofn- ingsfélag út úr danska alþýðu- sambandinu. Við verkfallsboðun þeirra hafa magnazt upp deilur milli þeirra og forsvarsmanna al- þýðusambandsins og DASF sem er stærsta verkalýðsfélag Dan- merkur, en Anker Jergensen var formaður þess áður en hann tók við embætti forsætisráðherra. Sagði Ejler Sönder formaður DASF að bilstjórar gengju erinda atvinnurekenda með þvi að fara i verkfall þar sem stjórnin myndi nota oliu- og bensinflutninganna sem sem tylliástæðu til að gripa inn i kjaradeilurnar. Sagði Sönd- er að helzta markmið atvinnu- rekenda væri að knýja stjórnina tii að hafa afskipti af deilunum. Ef það gerist hefur það i för meö sér að frjálsar samningaumleit- anir aðila vinnumarkaðarins verða útilokaðar i framtiðinni, sagði hann. Meðan verkfallið stendur munu dönsk launþegasambönd greiða 25 miljónir d.kr. á dag i verkfalls- styrki. Fær hver maður 100 kr. á dag en þarf að endurgreiða af þvi 25 krónur i skatt. Enginn vill tjá sig um hversu lengi verkfallið kemur til með að vara. Þó hafa heyrzt getgátur sem hljóða upp á eina viku og allt upp i 4—5 vikur. Þetta fer þó eftir þvi hvort stjórnin skerst i leikinn. Hún hefur lýst þvi yfir að svo muni ekki verða en margir búast við þvi að hún sjái sig tilneydda til afskipta af málinu ef mikilvægir hlutar atvinnulifsins stöðvast. MARGIR UTLEND- INGAR í SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMI 19/3— 20.hver ibúi Sviþjóðar er útlendingur. I ársbyrjun 1973 voru alls 406.700 útlendingar búsettir i Sviþjóð og hafði þeim fækkað um tiu þúsund frá þvi árið áður. Þessar upplýs- ingar koma fram I skýrslu sem hagstofa Svia hefur nýlega sent frá sér. Af útlendingunum eru Finnar langflestir eða 197.000. Næstir koma Júgóslavar 40.000 og þvi næst Danir og Norðmenn. Það er eftirtektarvert, að meirihluti útlendinganna er ungt fólk. 34% eru undir 18 ára aldri, 54% milli 18 og 44 ára en sam- bærilegar tölur fyrir Svia eru 25 og 36 prósent. Aðeins eitt prósent útlendinganna er yfir 67 ára aldri en Sviar á þeim aldri eru 12%. Af þessum tölum má sjá að meiri- hluti útlendinganna eru verkfærir menn enda hefur sænska auð- valdið litinn áhuga á að flytja inn gamalmenni sem ekki er hægt að nota i skitverkin sem Sviar fúlsa við. Anker Jörgensen: Hvor verður yfirsterkari verkalýðsleiðtoginn eða forsætisráðherrann? RÆTT VIÐ BRETA Rikisstjórnin ákvað á fundi sinum i gærmorgun að halda áfram viðræðum við brezka sendiherrann i Reykjavik um þær hugmyndir um bráðabirgðasam- komulag i landhelgisdeilunni, er fram komu i viðræðum hans við Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra s.l. laugardag. Frá utanrikisráðuneytinu Mynd þessi er tekin I réttarsal borgarfógetans f Rvk. I gær. A henni sjást, talið frá vinstri, Ottó Björnsson, Logi Guðbrandsson iögmaður Bjarnamanna, fulltrúi fógeta Jón P. Emils/Hörður Einarsson lögmaður Hannibalista, Einar Hannesson, ólafur Hannibalsson og Steinunn Haröar- dóttir. (Ljósm. A.K.) Lögbann lagt á félagsstarf- semi Hannibalista í nafni Frjálslyndra í Reykjavík t gær kvað Jón P. Emils, f ulltrúi borgarfógeta i Reykjavik upp þann úrskurð i lögbanns- máli þvi sem sagt var frá i blaðinu i gær, að lögbannið skyldi þegar ná fram að ganga gegn 75 þúsund króna tryggingu. Aætlað hafði verið að kveöa upp úrskurð i málinu klukkan 4 i gær, en lögmaður Hanni- balista, Höröur Einarsson, mótmælti þvi að gerðin færi fram, og Logi Guðbrandsson, lögmaður stjórnar félags Frjálslyndra I Rvik fór fram á frest til að lesa greinargerð Harðar, sem hann lagði fram I réttinum. Var dómi þá frestaö til klukkan fimm. Aður en frestur var liðinn, og meðan lögmaður Frjáls- lyndra var að glugga I greinargerð Harðar, hófu þeir smávægilegt hnútukast um rttmæti umboðs Loga til málarekstursins, en það varð siðar að nokkru atriði I ræöu Harðar hvort ákvörðun um lögbannskröfuna væri tekin á löglegan hátt! Klukkan 5 hófst munnlegur málflutningur að úrskurði Jón P. Emils, en það mun vera nokkuð sérstakt I lögbanns- Framhald á bls. 15. I HHtumst i kaupfélagtnu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.