Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. marz 1973 ÞJóÐVILJINN — StÐA 5 Vinstri borgarfulltrúar vilja rannsókn: Hver er orsök gatna- skemmdann a í Rvík? Hvað veldur skemmdunum á götum Reykjavikur? Um- hleypingar? Salt- burður? Nagladekk? Lélegt malbik? ófull- nægjandi undirbygging? Lega landsins? Allar þessar orsakir voru nefndar i umræðum um ófremdarástandið i gatnamálum Reykjavikur á siðasta fundi borgarstjórnar, þar sem borgar- fulltrúar vinstri flokkanna lögðu fram sameiginlega tillögu um að látin verði fara fram sérfræðileg athugun til að fá sem raunhæfust svör við eftirfrandi atriðum : 1. Hvaða ástæður valdi þeim stórfelldu skemmdum, sem orðið hafa nú i vetur á malbiksgötum borgarinnar. 1 þvi sambandi verði öll atriði við undirbyggingu, gerð og lagningu malbiks sérstaklega rannsökuð svo og áhrif negldra hjólbarða og salts, sem borið er á göturnar. 2. Hvort saltburður á götur dregur i reynd nokkuð úr slysa- hættu og hvað áætla megi, að hann kosti árlega bileigendur i borginni vegna örari ryð- myndunar og lélegri endingar bilanna. Lögðu flutningsmenn til, að borgarráði yrði falið að annast framkvæmd slikrar samþykktar og lögðu i þvi sambandi áherzlu á, að leitað yrði bæði til innlendra og erlendra sérfræðinga og allt gert sem unnt væri til að finna úrbætur á þvi ófremdarástandi, sem rikjandi er i gatnamálum borgarinnar. 100 miljónir i viðgerðir Kristján Benediktsson bfltr. sagði, að vafalaust ættu allar ofangreindar orsakir sinn þátt i ástandinu, en svo virtist þó, sem allt væru þetta meira og minna ágizkanir, sem ekki byggðust á raunhæfri rannsókn. Viðgerðir á götum Reykjavikur kostuðu stór- fé árlega, alltað 100 miljónum á þessu ári, en auk þess væri aldrei tekið með i dæmið, hve mikið lélegar götur kostuðu bileigendur i borginni. Hann minntist á deilurnar um nagladekkin og saltið og sagði, að setja þyrfti bann við notkun negldra hjólbarða tiltekna mánuði. Hann minnti á að mjög væri deilt um öryggi saltsins og héldu margir fram, að það yki slysahættu vegna áhrifa á ljósa- útbúnað og annan öryggisútbúnað bifreiða. — Við þurfum að taka upp fyrirbyggjandi aðgerðir, sagði Kristján, og hætta þeirri happa- og glappaaðferð, sem við búum við i dag Olaíur B. Thors, fulltrúi meiri- hlutans, var sammála, að göturnar væru illa farnar, en sér væri ekki ljóst, sagði hann,hvort orsakirnar væru sá leyndar- dómur er flutningsmenn til- lögunnar virtust telja og þess- vegna ekki ljóst, hvort árangur fengist útúr þeirri rannsókn, sem tillagan gerði ráð fyrir. Margar eldri göturnar þyrftu endur- nýjunar og væru of veikbyggðar fyrir þetta veðurfar, þvi þær hefðu verið malbikaðar á þeim tlma er ekki var miðað við það burðarþol er stóraukinn um- ferðarþungi krefðist. Hann taldi saltið sem slikt ekki eyðileggja malbikið og væri sandur og salt langmest notaða efnið til að draga úr hálku á Norðurlöndum, hins vegar væri til betri dreifingarútbúnaður fyrir salt en hér væri notaður. Hann lagðist á móti þvi, að leitað yrði til erlendra sérfræðinga, heldur skyldi tillögunni visað til borgar- ráðs, sem þá kallaði til sin við- komandi embættismenn borgarinnar til umræðna. Kristjáni Ben. fannst þetta ekki annað en sem búast mátti við, að meirihlutann skorti áræði til að samþykkja að borgarstjórn tæki afstöðu I málinu. Það væri geysi- þýðingarmikið ef draga mætti úr fjáraustrinum, sem færi i gatna- viðgerð, en öryggismálin væru ekki siður mikilvæg, td. rannsókn á þvi, hvort salt drægi úr slysa- hættu eða gagnstætt. Breytum ekki legu landsins Sigurjón Pétursson fltr. Alþýðubandalagsins sagði alla sammála um margar orsakanna til gatnaskemmda, en ástand gatnanna nú sýndi einmitt, að árangur af athugun embættis- manna borgarinnar væri harla litill og vel fórnandi nokkru fjár- magni til að reyna að komast að grundvallarorsökum skemmdanna. Kenningu Ólafs um aldur gatna visaði hann á bug, þvi færi viðsfjarri, að skemmdirnar takmörkuðust við eldri göturnar. Ekki væri heldur hægt að kenna um umhleypingasamri tið og legu landsins, sagði Sigurjón. — Við breytum ekki lengu landsins, um- hleypingar halda áfram, og þess- vegna verðum við að gera göturnar þannig úr garði, að þær þoli þessa umhleypinga. Og til þess þurfum við rannsókn, við þurfum ma. að vita hvað er öðru- visi hér en annarsstaðar. Þá væru auk þess skapaðir um- hleypingar með saltburði, leystur upp snjór og is, sem siðan frysi aftur. Saltið hefði marga ókosti, t.d. áhrif á ljósaútbúnað og útsýni úr bilum og væri fyllilega tima- bært að fram færi raunhæft mat á þvi, hvort raunverulega væri aukið öryggi af saltburðinum. Tillögunni var vfsað til borgar- ráðs með samhljóða samþykkt. — vh Eigum við að trúlofa okkur? þessi auglýsing er ætluð ástföngnu fólki úti á landi. Kæru elskendur! Það er nú, sem við í Gujli og Silfri getum gert ykkur það kleift að hringtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu. 1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjölbreytta myndalista sem inniheldureittfalleg- asta úrval trúlofunarhringa sem völ er á og verður sendur ykkur innan klukkust. 2. Með myndalistanum fylgir spjald, gatað í ýmsum stærðum. Hvert gat er núm- erað og með því að stinga baugfingri í það gat sem hann passar í, finnið þið réttu stærð hringanna sem þið ætlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eftir niyndalistanum skuluð þið skrifa niður númerið á þeim, ásamt stærðarnúmerunum og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax í póstkröfu. Með beztu kveðjum, (EiiU og i’ilfur Laugavegi 35 - Reykjavik - Simi 20620 a. U1 TÓNLISTARNEFND Menntamálaráðuneytisins um norræna samvinnu (Nomus) gjörir kunnugt, að Menningarsjóður Norðurianda hefur veitt fé til að greiþa fyrir ný tónverk norrænna tónskálda og fyrir tónleikahald á Norður- löndunum. Fyrir ný tónverk nemur upphæðin d.kr. 160.000.00. Fyrir tónleikahald nemur upphæðin d.kr. 350.000.00. Tónverk má eingöngu biðja um af höfundi annars lands til fiutnings hér. Tónleikar skulu haldnir af islenzkum flytjendum á hinum Norðurlöndunum. Umsóknir berist fyrir 1. april 1973. Nánari upplýsingar veitir: Tóniistarnefndin c/o Ríkisútvarpið Skúiagötu 4, Reykjavik Simi: 2 20 60 Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn i Kristalssal HótelsLoft- leiða i Reykjavik laugardaginn 31'. marz n.k., kl. 2 e.h. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf, samkv. 22. gr. samþykkta bankans 2. Aukning hlutafjár. 3. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra i aðalbankanum, Lækjargötu 12, dagana 26. marz til 30. marz að báðum dögum meðtöldum. Reykjavik, 19. marz 1973. Sveinn B. Valfells form. bankaráðs. TILKYNNING Við höfum flutt skrifstofu okkar að Borgartúni 23 og verður simi okkar þar 8 12 44 Simi verkstjórans er óbreyttur 83120. Ctborgun reikninga verður framvegis á miðvikudögum. HEGRI H.F. TRÉSMIÐIR - VERKAMENN Óskum að ráða 2 trésmiði og verkamenn strax, i Fæðingardeildarbygginguna. Upplýsingar i sima 23353.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.