Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 1
KÖPMS IPÓTEK OPIÐ OLL KVOLD TIL KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SÍMI 40102 Samningarnir: Skriður kominn á málin Sáttafundur var haldinn i gær i kjaradeilu Alþýðusam- bandsins og vinnuveitenda uni kaup og kjör verkafólks. Fundinum var frestað um 7 leytið i gær og átti að hefjast aftur klukkan hálf niu um kvöldið. Svo virðist sem ákvörðun verkalýðshreyfingarinnar um beitingu verkfallsvopnsins hafi haft tilætlaðan árangur þvi nú er mun léttara yfir samningaviðræðum og vinnu- veitendur mun jákvæðari i af- stöðu sinni gagnvart kröfum ASÍ en þeir áður hafa verið. A fundinum i gærkveldi var ætlunin að ræða ýtarlega lág- launahækkunina og töldu ýmsir forvigismenn verka- lýðshreyfingarinnar að niður- staða um hækkanir til hinna lægstlaunuðu mundu jafnvel nást á þeim fundi. Ef svo fer, þá er eftir að ræða almennar kauphækkanir svo og sérkröfur hinna ýmsu verkalýðsfélaga. Af þessu má ljóst vera að heldur hefur dregið úr þeirri hættu að verkfallsvopninu þurfi að beita og má ákvörðun eigenda bræðslustöðva um að neit að taka við loðnu til bræðslu kallast hið hlálegasta frumhlaup. —úþ o Rætt um Solzjenitsin á alþingi Allmiklar umræöur á al- þingi í gær utan dagskrár i til- efni af handtöku sovéska rit- höfundarins Solsénitsin. t neðri deild kvaddi Jónas Arnason sér hljóðs og birtum viö ræðu hans á 4. siðu Þjóð- viljans i dag. Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson kvaddi sér hljóðs i efri deild og spurðist hann jafnframt fyrir um hvað hæft væri i þvi að fulltrúi frá sovéska sendiráðinu á tslandi hafi mótmælt við islenska utanrikisráðuneytið ummæl- um menntamálaráöherra i stjónvarpi fyrir stuttu um framkomu sovéskra stjórn- valda við Solsénitsin. 1 svari Einars Agústssonar utanrikisráðherra kom fram að slik umkvörtun hafi verið borin fram, en ekki hafi verið um formleg mótmæli að ræða. Sjá síðu o Solzjenitsin Rekinn úr landi MOSKVU, FRANKFURT 13/2 Sovéska fráttastofan Tass tilkynnti i dag að rithöf undurinn Alexander Solzjenitsin hefði verið sviptur sov- eskum ríkisborgararétti og honum vísað úr landi. Kom Solzjenitsin með flugvél i dag til Frankfurt við Main í Vestur-Þýska- landi, en blaðamenn fengu ekki að hafa tal af honum. Mikil mótmælaalda hefur risið víða um lönd vegna handtöku Solzjenitsins í gær. Búist var við þvi að Solzjenitsin héldi til bústaðar Nóbelsskáldsins Heinrichs Böll i dag. Hann kom með áætlunarvél frá Aeroflot og fylgdu honum fjórir menn, að öllum likindum frá leynilög- reglunni. Þeir stigu fyrstir manna út úr vélinni en gengu siðan til hennar aftur. Talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar hefur skýrt frá þvi, að rithöfundurinn sé „gestur landsins.” Vinir Solzjenitsins i Paris létu i dag i ljós þá skoðun að hann muni kjósa sér Noreg eða Sviþjóð til dvalar. Rithöfundurinn hafði nýlega samband við Andrei Sinjavski, sem dæmdur var á sinum tima til sjö ára fangabúða- vistar fyrir rit sem gefin voru út á Vesturlöndum og dvelst nú i Paris. Hafði hann þá rætt um þann möguleika að hann yrði fluttur nauðugur úr landi, og taldi liklegast að hann mundi velja sér dvalarstað á Norðurlöndum. Það var einmitt norskur blaðamaður, Per Egger, sem tók að sér að koma boðum á milli Solzjenitsins og Sænsku akademiunnar, þegar skoðaðir voru möguleikar á þvi að afhenda honum Nóbels- verðlaun i bókmenntum i Noskvu. Þær tilraunir fóru út um þúfur og var Per Egge visað úr landi. Frh. á bls. 15 Löndunarbann á loðnu fráleitt meðan ekki er séð að komi til verkfalla Mín skoðun að ekki komi til verkfalla sagði Lúðvík Jósepsson á alþingi Lúðvik Jósepsson Miklar umræður urðu utan dag- skrár i neðri deild alþingis i gær um þau vandamál, sem uppi eru vegna neitunar nokkurra fiski- mjölsverksiniðja á Faxafióa- svæðinu að taka á móti loðnu til bræðslu vegna yfirvofandi verk- falls. Frá þessum umræðum segir nánar á 4. siðu Þjóðviljans i dag, en i ræðum l.úðviks Jósepssonar sjávarútvcgsráðhcrra komu m.a. fram þau atriði sem hér grcinir: Þær 5 verksmiðjur á Suðvestur- landi, sem tilkynnt höfðu aö þær hættu ioðnumóttöku vegna yfir- vofandi verkfalls hafa nú birt opinbera tilkynningu um að þær muni fyrir tilmæli rikisstjórnar- innar taka áfram við loðnuúr- gangi frá frystihúsunum, svo að loðnufrysting getur haldið áfram á þessu svæði sem annars staðar. Allar þessar verksmiðjur nema hér i Reykjavik hefðu hvort sem er ekki getað tekið við neinu magni af loðnu þessa siðustu daga, þótt ekkert bann hefði verið sett, þar sem þær anna ekki Frh. á bls. 15 „Áhyggjur Norðmanna” EINUNGIS MOGGAGRÝLA Bratteli og Korvald eyða orðrómi um „orðsendingu til íslenskru stjórnarinnar” OSLÓ 13/2 — Norska stjórnin er þeirrar skoðunar að það sé einka- mál islendinga að ákvarða um framtið herstöðvarinnar I Kefla- vik og hefur ekki tjáð sig um það mál við islensku rikisstjórnina, sagði Trygve Bratteli, forsætis- ráðhcrra Noregs i norska stór- þinginu i dag. Norska fréttastofan NTB sendi út frétt um þetta i gær, og er ofan- greint úr þvi fréttaskeyti. Kristján Guðmundsson náms- maður i Osló hringdi til Þjóðvilj- ans og sagðist honum svo frá málinu: Dagbladet norska birti i gær stóra frétt undir fyrirsögninni: Noregur styður Bandarikin gegn Islandi. Grein þessi er birt i til- efni frétta frá Islandi þar sem ut- anrikisráðherra íslands er sagð- ur hafa staðfest að opinber orð- sending hafi komið frá norsku rikisstjórninni varðandi herstöð- ina i Keflavik. Utanrikisráðu- neytið norska neitaði að svara fyrirspurn blaðsins um það, út á hvað þessi orðsending gekk. Hins vegar sendi ráðuneytið út frétta- tilkynningu i fyrrakvöld þar sem þvi var lýst yfir, að hér sé ekki um eiginlega opinbera orðsend- ingu að ræða (offisiell henvend- else), heldur upplýsingar eða skýringar (forhaands orienter- ing) um sjónarmið norskra yfir- valda sem lögð hefðu verið fyrir i leynilegum viðræðum i stofnun- um NATO i fyrra. Ráðuneytið taldi ekki rétt að birta frekar um efni skýringa þessara. i tilefni af þessari frctt og vegna afskipta norskra stjórn- málamanna af þessum ináluin á islandi að undanförnu tók einn af þingmönnum Sósialiska kosn- ingabandalagsins, ARENT IIEN- ItlKSEN, þetta mál upp i stór- þinginu i gær i fyrirspurn til for- sætisráðherra, Trygve Bratteli: Fyrst visaði hann til fréttarinn- ar i Dagbladet og endurhljóms hennar i útvarpinu og sagði sið- an: Þessa dagana eiga sér stað á Islandi æ harðari stjórnmáladeil- ur um uppsögn samningsins við Bandarikin um herstöðina i Keflavik, — og visaði Henriksen til stefnunnar i málefnasáltmála islensku rikisstjórnarinnar. Það væri þess vegna eölilegt að norska rikisstjórnin og þingmenn stjórnarflokksins viöurkenndu sjónarmið Islands og blönduðu sér ekki i hinar islensku deilur. En komið hefur i ljós að rikis- stjórnin hefur sett fram ákveðnar meiningar i Keflavikurmálinu. Ég vil þess vegna spyrja for- sætisraðherra hvaða sjónarmið hún hefur látið i ljós um þessi efni gagnvart tslandi og hvaða sjón- armið i stofnunum NATO. Trygve Brattcli svaraði þvi til, að núverandi rfkisstjórn i Noregi liefði ekki látið uppi neitt um Keflavikurmáliö. Sú skýring scm niii er rætt (orientering) kom frá Korvald-rikisstjórninni, núver- andi ríkisstjórn er i engum vafa uni það, að þetta er islenskt inn- anrikismál. Finn Gustavsen tók til máls og sagöi að tslendingar hefðu nú að undanförnu upplifað norska ihlut- un i innanrikismál sin. Bratteli svaraði og sagði að norskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið til Islands til að ræða þessi mál. Korvald fyrrverandi forsætis- ráðherra staðfesti það. að það sem ýmsir hefðu nefnt „orðsend- ingu” hefði verið hrein afstöðu- skýring til islensku rikisstjrnar- innar, þannig að islendingar Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.