Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1974. SETTAR REGLUR UM NIÐUR GREIÐSLU OLÍU Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglugerð um sérstakt út- flutningsgjald af loðnuafurðum á árinu 1974 og ráðstöfun á þvi. Gjaldi þessu, 5% af afurðaverði, skal varið til niðurgreiðslu á brennsluolium til islenskra fiski- skipa. Seðlabanki tslands sér um niðurgreiðslurnar á þennan hátt skv. reglugerðinni: Oliufélögin skulu á fyrstu 5- mán. ársins 1974 selja brennslu- oliu til islenskra fiskiskipa hér- lendis á sama verði og i nóvemb- er 1973 og er þá miðað við að gas- olian kosti kr. 5,80 hver litri og fuelolian kr. 3.330,00 hver smá- lest. Oliufélögin skulu láta Seðla- bankanum i té nauðsynlegar upp- lýsingar til eftirlits með þvi að reglum sé hlýtt. Mánaðarlega fá oliufélögin greidda úr niður- greiðslusjóðnum fjárhæð sem er jafnhá mismuninum á viðmiðun- arverðinu og útsöluverði söludags eins og það er ákveðið á hverjum tima af verðlagsnefnd. Ennfrem- ur er skipstjórum skylt að halda til haga afritum af sölunótum og láta þau af hendi við Seðlabank- ann, sé þess krafist. Herstöðvavíxill og imdirbúningur þjóðhátíðar Það er mjög að vonum að sendimenn Varðbergs fá lélegar undirtektir hjá Austfirðingum og fá ábekinga á herstöðvavixil sinn. Þó vantar ekki viðleitni til að ná undirskriftum með bliðmælum eða þrýstingi þar sem aðstöðu at- vinnuveitenda er beitt á ósvifinn hátt. Einn af þeim sem gengið hefur erinda herstöðvasinna hér eystra er Jónas Pétursson, áður ihalds- þingmaður, en nú skrifstofustjóri við Lagarfossvirkjun og formað- ur Þjóðhátiðarnefndar Austur- iands.Enginn hefur að visu efast um hug Jónasar i herstöðvamál- inu, en það má teljast fáheyrð smekkleysa af honum sem for- manni i þjóðhátiðarnefnd að gerast sendisveinn þeirra manna, er túlka viðhorf i sjálfstæðismál- um þjóðarinnar sem meginþorri Austfirðinga er andstæður og hef- ur hina megnustu skömm á. Það er lika táknrænt fyrir vinnubrögð herstöðvasinna að bjóða mönnum að ábekja her- stöðvavixilinn á skrifstofunni þar sem launaumslagið er sótt eins og starfsmenn fullyrða að skrif- stofustjórinn við Lagarfossvirkj- un hafi gert. („Austurland” 8. febrúar). „Þetta er framlag mitt af tilefni þjóðhatiðarársins,” segir Sigurþór Jakobsson, sem hér er ásamt myndinni af Jóni forseta með fánana tvo. Hvert verður valið? Sigurþór Jakobsson, málari og teiknari, hefur gert þessa mynd, sem væntanlega skýrir sig sjálfji tilefni þjóðhátiðarársins. Komst Sigurþór svo að orði víð Þjóðvilj- ann, að sér kæmi það undarlega fyrir sjóhir að i sambandi við ell- efu hundruð ára afmæii íslands- byggðar virtust listamenn ein- göngu leita sér fyrirmynda úr fornöld, í stað þess að taka fyrir það mál, sem heitast brennur á islenskri samtíð þetta afmælisár. Sjálfur gerði hann þvi þessa mynd af Jóni Sigurðssyni, tákni isienskrar sjálfstæðisbaráttu, en vel liklegt er að einmitt á sjálfu þessu þjóðhátiðarári verði úr þvi skorið, hvort islenskur fáni blakt- ir til frambúðar yfir þessu landi eða bandariskur. Þetta er fyrsta grafiska mynd Sigurþórs og i sjö litum. Af henni hafa verið prentuð fimm hundruð og tuttugu eintök og verða þau seld til ágóða fyrir samtök her- stöðvaandstæðinga i Kirkjustræti og væntanlega einnig i bóksölu stúdenta og i bókabúð Máls og menningar. Sjómannadags- ráð byggir í Hafnarfirði Nýjar reglur um veiðisvæði Sjómannadagsráð hefur kynnt áform sin um byggingu nýs dval- ar- og hjúkrunarheimilis fyrir aldraða, og verður það reist á mörkum Hafnarfjarðar og Garðahrepps. Fær hið nýja dvalarheimili 43,6 þús. fermetra frá Garðahreppi og 26,6 ferm. frá Hafnarfirði á fögrum stað á friðuðu útivistarsvæði. Hafnar- fjarðarbær mun sjá um skolp-, vatns- og raflögn fyrir heimilið og kosta þær framkvæmdir. Hið nýja DAS-heimili mun hafa samvinnu við hjúkrunar- heimilið Sólvang sem tekur að sér sjúkradeildarþjónustuna. Auk þess er i Hafnarfirði spitala- þjónusta. Félagssvæði Sjó- mannadagsráðs nær yfir Reykja- vik Hafnarfjörð og næstu sveitar- félög. Sveitarfélögum i Reykja- neskjördæmi hefur verið boðin bein þátttaka og aðild að hinu nýja heimili, en aðeins eitt þeirra, þ.e. Grindavik, hefur svarað af- dráttarlaust jákvætt, auk Hafnarfjarðar og Garðahrepps. Þá má og geta þess hvaðan fjáröflun samtakanna til þessara og fyrri framkvæmda kemur. Rétt er þó að geta þess nú þegar, að hvorki Hrafnista i Reykjav. né þetta nýja heimili eru gerð til þjónustu fyrir eitt eða tak- markaðan fjölda sveitarfélaga, heldur fyrst og fremst sjómenn og sjómannsekkjur alls staðar að af landinu. Auk þess hefur og verið reynt að leysa margháttaðan vanda hinna ýmsu sveitarfélaga og velunnara við uppbyggingar- starfið, m.a. með vistun á sjúkra- deild Hrafnistu og hjúkrunar- deild, en þar hefur verið tekið fullt tillit um vandamálanna á hverjum stað og tima eftir þvi sem geta hefur leyft. 011 fjáröflun Sjómannadagsins i Reykjavik hefur farið til upp- byggingar Hrafnistu og fer eins og áður segir til að þjóna öllu landinu. Þá hefur ágóði Laugar- ásbiós farið til styrktar rekstri Hrafnistu og þám. til lækkunar vistgjalda fyrir alla á vistdeild sem öðru vistfólki, og til upp- byggingar húsnæðis aldraðra. Meginhluti þessara tekna kemur frá ibúum Reykjavikur og ná- grannabyggða. Þegar siðasta starfsár Happ- drættis DAS var gert upp kom i ljós að skipting tekna happdrættisins eftir kjördæmum var á þennan veg u.þ.b.: Reykjavik: 60,1% Vesturland: 4,7% Vestfirðir: 4,3% Norðurland eystra og vestra : ca. 10% Austurland: ca. 5% Suðurland: ca. 5% Reykjanes: 10,9% Á félagssvæði samtaka okkar og næsta nágrenni komu þvi i tekjur af Happdrætti DAS um 71% af heildartekjum þess auk þess sem að framan getur. Nýja heimilið Leyfi viðkomandi ráðherra, heilbrigðisráðherra, er fyrir Framhald á 14. siðu. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fyrr i þessum mánuði sett reglu- gerð um skiptingu veiðisvæða eft- ir veiðarfærum. Er hér um að ræða sérstakt veiðisvæði fyrir linu og net fyrir Suðvesturlandi og sérstök linusvæði fyrir Suð- vesturlandi, i Faxaflóa og Breiðafirði. Svæði þessi eru sýnd á meðfylgjandi korti þar sem einnig má sjá á hvaða timum svæði þessi eru helguð umrædd- um veiðarfærum. Samskonar reglur voru i gildi á siðasta ári. Auglýsingasíminn er 17500 WSmhm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.