Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Moggagrýla Framhald af bls. 1 þekktu hana áður en hún væri sett fram innan NATO. 1 lok umræðnanna itrekaði Bratteli að hér væri eingöngu um islenskt innanrikismál að ræða, en hann skildi vel áhuga Norð- manna á þessu máli. Býsnast það enn? Við þessa fré'tt vill Þjóðviljinn bæta: Fréttaskeytið frá NTB berst Morgunblaðinu eins og öðr- um islenskum fréttastofum. Eins og menn hafa séð i Morgunblað- inu hefur þar verið býsnast heil reiðinnar ósköp út af „orðsend- ingu” norsku stjórnarinnar til þeirrar islensku og sagt að farið væri með hana sem mannsmorð. En nú ætti að vera ljóst, að ein- ungis var um grýlu að ræða, eina af mörgum sem islenskir her- mangarar og málgögn þeirra hafa reynt að magna upp. En for- vitnilegt væri að vita hvort Mogg- inn birtir þetta fréttaskeyti. —ÞH Annáll Framhald af bis 5. minningum og frásögnum margra fyrrverandi fanga. Telur höfundur, að úr þvi sem komið er verði vitnum hans ekki veit betri vernd en sú, að allur heimur geti fylgst með. Siðan þá hefur ekki linnt árásum á Solzjenitsin i sovéskum blöðum. Hann er einkiim sakaður um að hatast við allt sem sovéskt er, að fyrirlita ættjörð og þjóð, að reyna að fegra keisarans Rússland og bera i bætifláka fyrir liðhlaupa i styrjöldinni. Á mjög marga þætti rits hans er samt ekki minnst. Margt i greinum i sovéskum blöðum bendir til þess, að ætlunin sé að visa skáldinu úr landi. Kenningar Sovéskir fjölmiðlar hafa mjög hamast á þvi, að mál Solzjenitsins hafi verið blásið út á Vesturlöndum með það fyrir augum að spilla fyrir bættri sambúð austurs og vesturs. Sjálfir hafa þeir, sem og yfirvöld, haldið þannig á málinu, að ekki gat orðið til annars en að vekja sem mesta athygli á þvi heima sem erlendis. A þessari þverstæðu eru einkum uppi tvær skýringar. önnur er sú, að yfirvöld leggi svo mikla áherslu á að bæla niður hvers konar andóf þeirra „sem hugsa öðruvisi”, hvort sem þeir nú standa til hægri eða vinstri, að þau séu reiðubúin að leggja i hættu margt það sem hefur unnist i bættri sambúð. Hin er sú að ákveðinn hópur valdamanna hafi unnið að þvi að gera mál þetta sem stærst og herfi- legast beinlinis til að spilla fyrir ákveðnum þáttum þeirrar stefnu sem kennd er við friðsamlega sambúð. (áb tók saman). Lúðvik Framhald af bls. 1 meiru en að vinna úrgangs- loðnunaa frá frystihúsunum. Lúðvik sagðist ekki vera farinn að trúa þvi, að verksmiðjurnar 5 tækju sig út úr öllum öðrum verk- smiðjum á landinu og neituðu móttöku i raun þegar færi að ganga á þær birgðir, sem þar eru nú óunnar. Ahættan er auðvitað nokkur en ekki meiri en hjá verksmiðjum annars staðar á landinu. Það er hægt að vinna hráefni i loðnu- verksmiðjunum þótt það hafi legið alllengi i geymslu og mörg dæmi eru um að það hafi verið unnið a.m.k. mánuði eftir að það komi á land. Þessi áhætta er þvi ekki eins mikil og verksmiðjueig- endur i Reykjavik vilja vera láta, þó að nokkur rýrnun eigi sér óhjá- kvæmilega stað, ef hráefnið ligg- ur lengi. Rikisstjórnin mun ekki reka erindi atvinnurekenda við verka- lýðsfélögin varðandi undanþágu- beiðni þeirra, hvað loðnuna snert- ir. Verkalýðsfélögin hafa nú þeg- ar svarað slikri beiðni neitandi, en það er furðuleg framkoma af hálfu verksmiðjanna hér við Faxaflóa ef til þess kemur að þær láti fleygja loðnu i sjóinn, sé geymslurými fyrir hendi. Slik til- vik eru áreiðanlega mjög fá enn sem komið er, og ekki nema i Reykjavik, — sögusagnir um þetta verða kannaðar af ráðu- neytinu. Lúðvik sagði, að nokkrir skipstjórar eða útgerðarmenn á litlum bátum hefðu snúið sér til sin siðustu daga vegna löndunar- vandamála, og málið jafnan verið leyst i öllum þeim tilvikum. Það er ástæða til að ætla að nú miði allverulega áfram i kjara- samningunum, sagði Lúðvik, — og min skoðun er sú að ekki komi til verkfalla. FH Framhald af bls. 11. frjálsiþrótta á Islandi i dag, og er allt starf frjálsiþróttadeildar fé- lagsins til eflingar og virðingar fyrir heildarstarf F.H. Allar deildir félagsins eiga það þó sameiginlegt að hin erfiða og ófullkomna aðstaða til iþróttaæf- inga og keppni i Hafnarfirði kreppir allsstaðar að eðlilegri framrás hins mikla iþróttaáhuga, sem rikir meðal æsku Hafnar- fjarðar. Varðandi innanhússæfinar og - keppni kom greinilega fram, að hið nýja og að mörgu leyti glæsi- lega iþróttahús vinnur hvergi nærri upp gamlar syndir bæjar- yfirvalda Hafnarfjarðarbæjar á umliðnum árum, og þar sem raunin er sú, að Hafnarfjörður er svo langt á eftir timanum og framtaki annarra bæjarfélaga á íslandi i þessum málum, sem raun ber vitni, mun ekki eitt „Grettistak” nægja til að vinna upp hálfrar aldar vanþróun. Við skýrslu Svæðisnefndar kom þó áhuga-, skilnings- og virðing- arleysi bæjaryfirvalda Hafnar- fjarðarbæjar, varðandi hinu frjálsa iþróttaframtaki, hvað best fram, þar sem upplýst var, að frá s.l. áramótum hafi bæjaryfir- völdin stöðvað samningsbundnar fjárgreiðslur bæjarins vegna framkvæmda á hluta iþrótta- svæðis félagsins i Kaplakrika. F.H. er 45 ára 15. október n.k. og komu fram á fundinum margs konar áform og áætlanir aðal- stjórnar og deilda félagsins varð- andi afmælisárið. Lagabreyting var gerð, og Hallsteinn Hinriksson, „faðir F.H.”, sem um margra ára skeið hefur verið varaformaður félags- ins var kjörinn heiðursformaður F.H. — Einnig var sú breyting á lögum félagsins gerð, að formað- ur Fulltrúaráðs F.H. og fulltrúi F.H. i stjórn I.B.H. eru nú sjálf- kjörnir i stjórn félagsins eins og formenn iþróttadeilda þess. Við stjórnarkjör voru eftirtald- ir kjörnir i stjórn fyrir næsta ár: Formaður: Axel Kristjánsson (Starfar nú sitt 10. ár sem for- maður F.H.), varaformaður: Arni Ágústsson, gjaldkeri: Finn- bogi F. Arndal, ritari: Bergþór Jónsson, meðstjórnandi: Birgir Björnsson, varamenn: Kristófer Magnússon, Jón Óskarsson og Auðunn Óskarsson. Auk framangreindra eiga sæti i stjórn F.H. eins og fyrr greinir formenn iþróttadeilda félagsins, formaður Fulltrúaráðs F.H. (Hann hefur ekki verið kjörinn) og fulltrúi F.H. i stjórn I.B.H., Ingvar Pálsson. Endurskoðendur voru kjörnir: Birgir ólafsson og Guðmundur Arnason. Rekinn Framhald af bls. 1 TASS-fréttastofan lýsti þvi yfir, að Solzjenitsin væri sviptur rikis- borgararétti fyrir „athafnir sem ósamrýmanlegar eru soveskum borgararétti.” MOSKVA Eftir að Solzjenitsin var hand- tekinn i gær komu nokkrir vinir hans saman i ibúð hans, þeirra á meðal eðlisfræðingurinn Andrei Sakharof, sem lét i ljósi ugg um að hann yrði næstur á lista lög- reglunnar. Kona rithöfundarins, Natalja Svétlova, afhenti vestrænum blaðamönnum yfir- lýsingu frá hinum handtekna, þar sem hann lýsti þvi yfir að hann mundi ekki svara neinum spurningum fyrir sovéskum dóm- stólum vegna þess, að þeir væru svo háðir valdboði yfirvalda. Fregnin um að Solzjenitsin hefði verið fluttur til Vestur- Þýskalands kom mjög flatt upp á konu hans, og sagði hún að hann hefði aðeins nauðugur verið fluttur þangað. Sovésk blöð minntust ekkert á handtöku Solzjenitsins i morgun. En i Prövdu birtist grein, sem fréttaskýrendur tengja við málið. Þar segir, að Sovétrikin muni ekki láta undan rógsherferð afturhaldsafla til að eitra and- rúmsloftið i heiminum. Er látið að þvi liggja að verið sér að beita Sovétrikin efnahagsþvingunum til að þvinga fram vestrænan skilning á mannréttindum og skoðanaskiptum, og muni þær tilraunir ekki bera árangur. GAGNRÝNI Þegar i gær vöktu tilkynningar um handtöku Solzjenitsins upp mikla mótmælaöldu, ekki sist af hálfu rithöfunda. Graham Greene mælti með þvi að enginn rit- höfundur léti verk sin birtast i Sovétrikjunum fyrr en Solzjenitsin yrði látinn laus, Heinrich Böll sagði, að fréttin drekkti vonum margra um betri heim. Halldór Laxness sagði i sjónvarpi i gær að lögregluofbeldi gegn rithöfundi væri eitt af þvi sem menn felldu undir fasisma. Þegar ljóst var að Solzjenitsin yrði rekinn úr landi var það Olaf Palme, forsætisráðherra Svi- þjóðar, sem einna dýpst tók i árinni; hann sagði að hér væri um að ræða sáran afturkipp fyrir alla þá sem beita sér fyrir rétti til frjálsra skoðana um þjóðfélags- mál og listir. „Þessi aðför er þeim mun hörmulegri sem hún gerist á þeim tima er bæði austur og vestur vinna að bættri sambúð og skiptum á viðhorfum og upp- lýsingum yfir landamærin.” Hver á að vinna? Framhald af bls. 2. Nefnum dæmi um það hvernig þetta er i framkvæmd. Lúkinof ráðningarstjóri hjá Elektrosignal segir: „I fyrra tókum við i starfs- nám 390 unglinga beint úr tiunda bekk. Við hjálpum þeim fyrstu skrefin, reyndir meistarar kenna þeim og leiðbeina, ekki aðeins við verkin, heldur og við að laga sig að fyrirtækinu”. Alexandr Altúkhof er t.d. einn þeirra sem komu til Elek- trosignal 1972. Hann vinn- ur þar við smiði Rekord-sjón- varpstækjanna og hefur 120— 140 rúblur á mánuði (með- allaun i landinu eru nú talin 136 rúblur). Hann hefur fengið ur alla möguleika á að fara upp i fimmta stig og hækka þar með kaup sitt að mun. Siðan kveðst hann ætla i verkfræðinám —. Ég er, segir hann, þegar farinn að búa mig undir inntökupróf við utanskóladeild verkfræðiskóla hér i borg... Skák Framhald af bls. 6. Smyslov og byrjunin var Mið- bragð sem sjaldan sést á skák- mótum. Júgóslavinn tefldi svo hratt að varla festi á auga og eftir 17. leiki hafði hann hrók og tvo biskupa gegn hrók og tveimur riddurum Smysloovs sem að auki hafði peð yfir. Staða hvits var augljóslega betri, og voru menn nú farnir að eygja fyrsta tap Smyslovs i mótinu. Hann sá þó við öllum aðgerðum Velimirovics, og biðstaðan verð- ur að teljast jafnteflisleg. Kristján hafði svart gegn ögaard og náði góðri stöðu upp úr byrjuninni. Norðmaðurinn gaf þó ekki höggstað á sér frekar en endranær og sneri stöðunni smám saman sér i hag og vann peð, en biðstaðan er tvisýn. Að loknum 7 umferðum var staðan þessi: 1. Smyslov 6 v. og 1 biðskák. 2. Forintos 6 v. 3. Friðrik ólafsson 5,5 v. 4. Bronstein 5 v. 5. Guðmundur 4,5 v. Jón G. Briem Þingið Framhald af 4. siðu. eigendum, sem vilja skera sig ein ir út úr og neita loðnumóttöku, en ásakar hina, sem halda áfram að framleiða. Það hefur reyndar ekki komið til þess ennþá, að þessar verksmiðjur neiti að taka við loðnu, þótt pláss sé fyrir hendi, nema ein verksmiðja i Reykjav., þar sem litill. hefur á þetta reynt, — hinar verksmiðj- urnar hér suðvestanlands, sem um erað ræða,afkasta ekki meiru nú en vinnslu úrgangsloðnunnar frá frystihúsunum, sem þær hafa skuldbundið sig til að taka. Ég er ekki farinn að trúa þvi, að verk- smiðjur neiti mótöku, þegar á herðir og pláss verður fyrir hendi, jafnvel þótt Pétur Sigurðsson og Sverrir Hermannsson skori á verksmiðjueigendur að taka enga loðnu. Það er talað um, að hráefnið hjá þessum verksmiðjum, sem kynni að verða i hættu, gæti num- ið 40 miljónum króna. Pétur Sig- urðsson telur það ábyrgðarleysi, sem ekki sé hægt að ætlast til að þessir verksmiðjueigendur sýni, að taka slika áhættu. En ætli áhættan sé þá nokkru minni hjá öllum hinum verksmiðjunum, sem halda áfram af fullum krafti, og Pétur Sigurðsson telur að sýni með þvi alveg sérstakt ábyrgðar- leysi. Það eina eðlilega er, að verk- smiðjurnar hvar sem er á landinu taki við loðnunni eftir þvi sem móttökuskilyrði leyfa, a.m.k. þangað til sýnt er hvort verkfall skellur á eða ekki. Auðvitað fylgir þvi nokkur áhætta, en það er eng- in slík áhætta, að ástæða sé fyrir þessar 5 verksmiðjur að skerast úr leik. Þeir Pétur Sigurðsson og I Sverrir Hermannsson hafa túlkað hér þá skoðun, að verksmiðjurn- ar, sem halda áfram með eðlileg- um hætti, sýni með þvi mikið ábyrgðarleysi. Þeirum það, en ég er á alveg öfugri skoðun. Það er misskilningur hjá Pétri Sigurðssyni, að ég hafi hér fullyrt nokkuð um það, að ekki komi til verkfalls. Slíkt hef ég aldrei fullyrt, enda væri það fráleitt, en ég hef sagt það mina skoðun, að ég sé ekki trúaður á að til verkfalls komi nú. Það var staðhæft hér, að ákvörðun verksmiðjueigenda á Suðvesturlandi um að taka áfram við úrgangsloðnu hafi ekki verið tekin vegna eindreginna tilmæla rikisstjórnarinnar, heldur að eigin hvötum. Pétur Sigurðsson getur auðvitað haldið áfram svona fullyrðingum, hvað sem staðreyndum liður, eins og Morgunblaðið, en það stendur bara skýrum stöfum i opinberri auglýsingu frá samtökum þessara verksmiðja að þetta sé gert vegna tilmæla rikis- stjórnarinnar. Orð Péturs Sigurðssonar eða Morgunblaðsins geta engu breytt um þá stað- reynd, hvað oft sem þau eru endurtekin. Rikisstjórnin lengi veriö reiðubúin að gera verka- lýðsfélögunum tilboð, en... Sagt var, að ekki væri búið að semja við verkalýðsfélögin vegna þess, að hér stæði á rikis- stjórninni. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins láta eins og þeir viti ekki af samningunum við atvinnurekendur. Það rétta er, að lengi hefur legið fyrir, að rikis- stjórnin væri af sinni hálfu reiðu- búin að gera verkalýðsfélögunum ákveðið tilboð, en þetta hefur ekki verið gert vegna þess, að atvinnu- rekendur og aðilar úr forystu verkalýðshreyfingarinnar hafa beðið um, að rikisstjórnin gerði ekki slikt tilboð að svo stöddu, meðan reynt væri að semja. Fulltrúar verkalýðsfélaganna hafa tekið það margoft fram, að það sé rangt, að á rikisstjórninni standi i sambandi við skattamál og húsnæðismál. Samt er þetta fullyrt hér. Verkalýðshreyfingin veit alveg um hugmyndir rikis- stjórnarinnar varðandi skatta- mál og húsnæðismál, hvað þar gæti verið i boði i meginatriðum. En fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar hafa viljað skoða fyrirkomulag þeirra mála i einstökum atriðum, með tilliti til samningsgerðarinnar i heild. En það er á atvinnurekendum, sem hefur staðið. Það eru þeir, sem ekki hafa viljað fallast á tillögur verkalýðshreyfingarinnar. Halldór S. Magnússon, vara- þingmaður Samtaka frjálslyndra, tók til máls og sagðist telja, að samningaviðræð- ur um kjaramálin væru i eðlilegu horfi. Pétur Sigurðsson talaði enn og sagði m.a. að hann væri ekki bara kominn hér til að tala fyrir sitt stéttarfélag eins og Jón Snorri, heldur fyrir þjóðina i heild. Lúðvik sagði hann tala tungum tveim. Sverrir Hermannsson talaði siðastur i málinu og sagðist ekki vita hvernig hægt væri að æltast til þess, að atvinnurekendur skrifuðu undir samninga um hækkað kaup, þegar fyrirtækin væru rekin með tapi. Viðgerðarmaður Viljum ráða vanan dekkjavið- gerðarmann. Hafið samband við Hilmar Bjartmarz, Höfðatúni 8, simi 16740. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Húsnæði óskum eftir einbýlishúsi til leigu eða öðru húsnæði fyrir Barnaheimilisrekstur. Að- eins leiga til langs tima kemur til greina. Upplýsingar i sima 14724 og 83689. Maðurinn minn, tengdafaðir og afi, Björn Franzson, verður jarðsunginn frá Dómkrikjunni föstudaginn 15. febrúar kl. 1.30. Kagna Þorvarðardóttir Fróði Björnsson, Hómfríður Kofoed-Hansen og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.