Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1974. Þœr eiga að ... Framhald af bls. 7. Þegar athugað er hvaða störf körlum er boðið, kemur i ljós: af- greiðslumaður, matsveinn og kokkur, verkamaður, lager- maður, o.fl. Ekki eru öll þessi störf erfiðari en „kvennastörfin”, eða karlmannlegri. Hið opinbera ætti að ganga á undan með góðu fordæmi, en þvi er ekki að heilsa. Rikisspitalarnir auglýsa t.d. eftir starfsstúlkum, aðstoðarmönnum, hjúkrunarKon- um (heitir ekki skólinn Hjúkrunarskóli og eru ekki karl- menn þar við nám? ). Raun- visindastofnunin auglýsir eftir vélritunarstúlku, o.s.fr. Annað atriði er einkennilegt við þessar auglýsingar, það eru kröfurnar, sem tilteknar eru, aö fólk þurfi að fullnægja. Stúlkur þurf að kunna heil ósköp t.d. tungumál, vélritun, bókhald, skýrslugerð, götun o.fl. Karl- menn þurfa að vera röskir, áreiðanlegir, ákveðnir, sjálfstæð- ir og hugmyndarikir. Stúlkur þurfa sem sagt að hafa próf upp á staðgóða menntun karlar aftur á móti eiga að hafa óljósa kosti sem ómögulegt er að færa sönnur á fyrirfram. Hvor skyldusvo fá hærri laun? Kvenmenn þurfa að taka hönd- um saman og sækja um öll störf, burtséð frá hvort auglýst er eftir karli eða konu, það er eina ráðið til að kveða niður þennan mis- réttis-draug. Þuriöur Pétursdóttir. Nixon Framhald af bls 8. inn verði leiddur fyrir landsrétt eða þá rekinn af vinafundi, úr samtökum kvekara. Hér skulu tilfærð sýni úr sam- þykktum kvekarasafnaða: „Við höfum gaumgæft öflugan VIPPU - BltSKÖRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar sterðir.siniðaðar oftír boiðni GLUGGAS MIÐJAN Sliumtí. 12 • Sini 38220 vitnisburð um óheiöarleik yðar, sviksemi, virðingarleysi fyrir lögum og stjórnarskrá... og hvetj- um yður til að skoða hug yðar gaumgæfilega um það hvort þér ættuð að halda áfram i embætti og þá einnig um andlega velferö yðar.” ... „Okkur þykir ekki rétt af honum að kalla sig kvekara og lifa ekki eftir lifsreglum kvek- ara.” Nixon hefur i reynd lengi verið talinn skrýtinn kvekari. Styrjöld hans i Indóklna hlaut að vekja mikla andúð trúbræðra hans sem eru friðarsinnar miklir að hefð. Sjálfur hlustar Nixon frekar á þrumupresta eins og Billy Gra- ham en arftaka Kvekara-post- ulans Williams Penns. Það eru kvekarar i eystri héruðum Bandarikjanna sem flestar ákúr- ur senda Nixon, einmitt þeir sem láta mest til sin taka i félagsmál- um. En hann hefur enn trúnað „vina” sinna úr vestur-fylkjun- um. Dvalarheimili Framhald af bls. 10. hendi og Teiknistofa Gisla Hall- dórssonar Ármúla 7 hefur tekiö að sér það sem að arkitektum snýr. Hefur Bjarni Marteinsson arkitekt aðallega unnið þær teikningar sem fyrir liggja, en auk þess njótum við að sálfsögðu ráða og þekkingar Gisla sjálfs. Heimilið á að rúma 240 vist- menn. Uþb. 160 I eins og tveggja manna ibúðum sem skiptast þannig að þar verða 57 ibúðir: eitt herbergi, eldhús og baö ca. 26m2 og 54 ibúöir tvö herbergi, eldhús og bað, c.a. 52m2. Þá er ætlað að sérstök hjúkrunardeild rúmi um 80 vistmenn. Um fjármögnun til þessa stór- fyrirtækis er þetta að segja: Stærð heimilisins verður um 55 þúsund rúmmetrar, en grunnflöt- ur 5 þúsund m2. Miðað við kostnaðaráætlun nú má reikna með kr. 12.000 pr. m3 eða um 650—700 miljón kr. heildarkostnaði. Fjár verður m.a. aflað á eftir- farandi hátt: 1. Með tekjum frá Happdrætti DAS þ.e. þeim hluta sem sam- tökin hafa til umráða eða 60% teknanna. 2. Með lánum Húsnæðismála- stjórnar. 3. Með tekjum Sjómannadagsins i Reykjavik og Hafnarfirði þám. Bæjarbiói. 4. Áheit og fjafir, þám. her- bergisgjafir sveitarfélaga, út- gerðarfélaga, einstaklinga og annara. 5. Með sölu skuldabréfa sem samtökin munu gefa út og veita t.d. forgangsrétt að dvöl á heimilinu. 6. Með lánum úr eigin sjóðum aðildarfélaga t.d. úr Lifeyris- sjóði sjómanna. 7. Með lánum úr öðrum sjóðum og stofnunum. 8. Með hugsanlegum framlögum sveitarfélaga sbr. Hafnarfjörð og Garðahrepp. Að lokum skal taka það fram sérstaklega að gjafir hafa frá fyrstu tið verið þýðing- armikill þáttur i uppbyggingu Þegar hafa borist tvær stór- gjafir til hins væntanlega heimilis i Hafnarfirði sem hvorttveggja er til bókasafns þess. Sendar heim Framhald af bls. 7. svo há, verkamannalaunin i dag, að þau dugi til framfærslu fjöl- skyldu. Samt er körlunum haldið i vinnu á þeirri forsendu, að þeir séu fyrirvinnurnar, og þegar ekk- ert hráefni er fyrir hendi, eru þeir látnir dytta að o.þ.h. Nú á að reyna að knýja i gegn einhverja kauptryggingu fyrir kvenfólkið. En þá verða konurnar lika að vera harðar og ákveðnar sjálfar og taka þvi að geta ekki alltaf hlaupið úr vinnu þegar þær vilja. Sá möguleiki hefur ýmsum fundist kostur, en einmitt þessi Ihlaup eru afskaplegur ókostur fyrir þær, sem eru fyrirvinnur. Baráttumál árum saman hér Á Siglufirði voru 155 konur og 29 karlar skráð atvinnulaus i janúai; og er það vegna þess, að ákaflega lítið hefur verið að gera bæði i Siglóverksmiðjunni og frystihús- inu Þormóði ramma, sagði Flóra Baldvinsdóttir, sem er i stjórn verklýðsfélagsins þar. í Sigló- verksmiðjunni hefur engin vinna verið i fleiri mánuði, en þar er meirihluti starfsfólks konur. Þar við bætist, að Saumastofan Salina, þar sem 25 konur unnu, hætti störfum fyrir jól. Konur hér eru ekki sfður á- kveðnar i kauptryggingarkröfun- um en karlar. Hér er alltaf at- vinnuleysi annað slagið og konur eru nauðbeygðar til að vinna fyrir heimilunum með karlmönnunum. Þegar atvinnan er litil er hún vissulega lika litil fyrir karla, þótt þeir fái þó heldur meiri vinnu en kvenfólkið. 1 sambandi við kauptryggingu hafa viðsemjend- ur reynst óviðráðanlegir til þessa, en hér hefur þessi krafa verið baráttumál árum saman. Undirskrifum ekki samninga án lagfæringar I Keflavik og Njarðvik voru bara konur á atvinnuleysisskrá, 35 I janúar, 78 i desember. — Þær eru notaðar sem vinnu- afl, sem hægt er að kalla og senda heim eftir þörfum, og ekki sist þessvegna er það, sem við erum að reyna að fá. i gegn þessa kauptryggingu, sagði Guðrún ólafsdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins I Keflavik. At- vinnurekendur gætu, ef þeir vildu, skipt meira á milli sin hrá- efni og séð til þess, að ekki sé hrá- efnisskortur um lengri tima á sama stað. Hráefnisleysið kemur harðast niður á konunum, sem eru i meirihl. I frystihúsunum, en það er um miklu fjölbreyttari vinnu að velja fyrir karlmennina yfirleitt. Þeir tiltölulega fáu karl- menn, sem vinna i frystihúsunum eru gjarna fastráðnir eða þá, að eitthvað er tint til handa þeim, viðgerðir og annað slikt. En auð- vitað væri hægt að hafa eitthvað álika fyrir konurnar, a.m.k. væri hægt að skipta ráttlátar niður þeirri vinnu, sem fyrir hendi er, þvi þær eru ekkert siður að vinna fyrir heimilum sinum en karlarn- ir. Það er orðið svo, að eiginlega þurfa allar konur að vinna, — þetta er ekki spurning um val. Við leggjum megináherslu i kauptrygginguna i samningunum núna, sagði Guðrún, og erum búin að lýsa yfir, að ekki eigi að undirskrifa neina samninga án lagfæringar á þessu. Um það standa o'll félögin i Verkamanna- sambandinu fast saman. Þær komast ekki burt i atvinnuleit Á Eyrarbakka eru 24 konpr á atvinnuleysisskrá, 3 karlar. — Þetta er timabundið at- vinnuleysi hjá okkur og hófst strax i september, en nú er að rætast úr þessu með loðnunni, sagði Guðrún Thorarensen verkakona á Eyrarbakka. At- vinnuleysið bitnar miklu meira á konum vegna þess fyrst og fremst, að þessar verkakonur eru jafnframt húsmæður og bundnar við heimili sin og börn og þær komast ekki út úr þorpinu til að leita sér vinnu annars staðar eins og karlmennirnir. Eins hafa ung- ar stúlkur, sem hér voru i vinnu, leitað burt i vinnu. Meginhluti þeirra kvenna, sem á skránni voru, vinna allt árið ef vinna gefst.og sumar eru jafnvel einu fyrirvinnur heimila sinna. En þær komast heldur ekki burt, þótt segja megi, að þeim sé lifs- nauðsyn að geta haft tryggða vinnu allt árið. Það er þvi ekki að ófyrirsynju, sem svo rik áhersla er nú lögð á kauptrygginguna. Konurnar vinna i loðnuverksmiðjunni A Djúpavogi eru konur lika i miklum meirihluta á atvinnu- leysisskránni, 13 i janúar og um 30 I desember. — Þetta stafar af þvi að kon- urnar vinna aðallega i frystihús- inu, sagði Már Karlsson formað- ur verklýðsfélagsins á Djúpavogi, og það hefur ekki haft neitt hrá- efni að undanförnu. Þar viö bæt- ist, að frystihúsið hér er orðiö það lélegt og ófullkomið að þaðer al- veg á siðasta snúningi en veriö að drifa upp nýtt. Nú hefur ræst úr atvinnuleysinu eftir að frysting hófst á loðnu. Þegar ekkert hráefni berst hafa konurnar ekkert að gera, sagði hann, hinsvegar flytjast karl- mennirnir þá milli vinnustaða og hafa verið i byggingavinnu, sem nú er talsverð þar fyrir austan. — En við sniðgöngum ekki kvenfólk, sagði Már, þvi hér er sennilega eina loðnuverksmiöjan á landinu, sem er með konur i vinnu. Af 14 manns sem vinna i verksmiðjunni eru 4 konur og standa sig ekki siður en karlarnir — ég giska á, að þær hafi þetta 105 þúsund á mánuði meðan lotan stendur yfir. Auðvitað er þessi vinna alveg eins við hæfi kvenna, sagði hann. Hún er ekki mjög erfið, en lyktin leiöinleg. Ein kvennanna vinnur i þrónni á vakt á móti karlmanni, ein er við pressu i vélarsalnum og tvær i mjölhúsinu. —vh Framsóknarmenn Framhald af bls 8. vöflur og endalausan drátt á nokkrum aðgerðum. Svo skeður það 23. jan. siðast- liðinn að einn af þingmönnum Framsóknarflokksins skrifar grein I Timann, þar sem hann til- kynnir að hann sé ekki bundinn af þessu ákvæði málefnasamnings- ins, hafi haft um það fyrirvara i þingflokknum á sfnum tima, vegna þess að ekki var haft sam- ráð við Nató um samninga stjórn- arsáttmálans. Hvað segja háttvirtir kjósendur Framsóknarflokksins um þessa skoðun þingmanns þeirra? Að is- lensk stjórnarvöld megi ekki taka ákvörðun um sin innanrfkismál án þess að hafa samráð við nokkra útlenda hershöfðingua, sem eru þekktir að allt öðru en þvi, að láta sig hagsmuni ein- stakra smárikja nokkru varða. Hvað er þá orðið um þetta marg- umtalaða sjálfstæði okkar, ef við megum ekki taka ákvörðun um okkar eigin mál án þess að spyrja fyrst 14 aðrar þjóðir um hvað við megum gera? Dettur nokkrum heilvita manni Ihug að hernaðarbandalag sleppi nokkurn tima aðstöðu, sem það er búið að klófesta, af frjálsum vilja? Ef við eigum að biða eftir aö Nató samþykki að herstöðin á Reykjanesi verði lögð niður, þá má alveg slá þvi föstu, að hér skuli vera útlendur her um aldur og ævi. 31. jan. birti Timinn áskorun frá hundrað og sjötiu flokks- mönnum Framsóknarflokksins þar sem þeir biðja nú flokkinn sinn að svikja gerðan samning. Hvers vegna heyrðist ekkert frá þessum mönnum og háttvirtum þingmanni Jóni Skaftasyni þegar málefnasamningur rikisstjórnar- innar var gerður? Telja þessir menn jafnsjálfsagt að Framsókn- arflokkurinn sviki alltaf gerða samninga, eins og viss hluti sjálf- stæðismanna virðist álita? Ég veit ekki betur en ákvæðið um brottför hersins hafi staðið i stjórnarsáttmálanum frá upp- hafi. Og allir einlægir stuðnmgs- menn stjórnarinnar hafi talúð sjálfsagt að viö hann yrði staðið. Þess vegna kemur það nú úr hörðustu átt, að nokkur rödd skuli heyrast frá stuðningsmönnum stjórnarinnar, sem fer þess á leit að sjálfur stjórnarsáttmálinn sé svikinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tekið að sér það ömurlega hlut- verk að gerast erindreki erlends hervalds á tslandi; eins og við er að búast leitar hann stuðnings fyrst og fremst til þess fólks sem minnst fylgist með erlendum fréttum. Þetta fólk þekkir vel söguna um innrás Rússa i Ungverjaland og Tékkóslóvakiu. En eftur á móti kannast það litiö við Guatemala og Dóminiku. Lika er það furðu- lega ófrótt um aðdraganda styrj- aldarinnar i Indó-Kina. Þetta fólk virðist halda að Bandarikin séu alls staðar að verja frelsi og lýð- ræði. Jafnvel svo langt gengur einstaka Natósinni i frelsis- og lýðræðisástinniað telja að Grikkj- um hljóti að vera fyrir bestu að hafa einræðisstjórn úr þvi Banda- rikin halda hlffiskildi yfir henni. Við sem vorum ungir menn fyrir lýðveldisstofnunina 1944, munum vel hina ákveðnu afstöðu Sjálfstæðisflokksins fyrir sam- bandsslitunum við Dani. Þá mátti meö sanni segja að Sjálfstæðis- flokkurinn kafnaði ekki undir nafni. Ekki óraði manni fyrir þvi þá, að nú, 30 árum siðar, gerðist þessi sami flokkur málssvari æv- arandi herstöðvar erlends stór- veldis á tslandi. Væri nú ekki athugandi fyrir þá framsóknarmenn, sem mælast til þess að flokkurinn þeirra sviki gerðan samning og þjóð sina um leiö, að þeir athugi i hvaða flokki þeir eiga raunverulega heima. Þvi þeir menn eru til innan Framsóknarflokksins, sem ekki ætla að láta flokkinn sinn bjóða sér það aftur að málefnasamn- \ingur um brottför hersins sé svik- inn. Afstaða sjálfstæðismanna og annarra herstöðvasinna og ást þeirra á ameriskum her, væri ef til vill skiljanleg ef framkoma Bandarikjastjórnar væri til ein- hverrar fyrirmyndar á alþjóða- vettvangi. Þeir tala látlaust um framkomu Rússa i Austur- Evrópu, og ekki skal henni bót mælt hér. En sé gerður saman- burður á meðferð Rússa á fólkinu I Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu og meðferð Bandaríkjamanna á fólkinu i Viet-Nam, Kambodiu, Guatemala, Dómeniska lýðveld- inu, ásamt stuðningi við fjölda- morðin i Chile og ógnarstjórnina i Grikklandi, þá væri það verðugt ihugunarefni fyrir herstöðva- sinna, hvort risaveldið ætti fleiri met i niðingsverkum. Og jafn- framt hvort okkur hæfi best að lána þvi herveldi land undir her- stöðvar, sem flest metin á i þeirri grein. Þegar talað er um her Banda- rikjanna hér, er hann ávallt kall- aður varnarlið. Þess vegna hlýtur að liggja I hlutarins eöli að það sé hér til að verja okkur. En fyrir hverjum? Mér skilst að það sé fyrst og fremst fyrir Rússum. Nú hefur það aldrei heyrst að þeir hafi sýnt okkur fjandskap eða yfirgang. Meira að segja i landhelgisdeil- unni, þar sem þeir hafa þó sömu hagsmuna að gæta og V-Þjóð- verjar, hafa þeir komið fram við okkur eins og siðaðir menn. En það er meira en sagt verður um suma vini okkar og banda- menn. Ég hef aldrei heyrt að önnur riki hafi sýnt okkur yfirgang og fjandskap en Bretar og V-Þjóð- verjar, og þá hefur vörn ame- riska hersins ekki komið að neinu haldi. Einhvern tima hafði verið talið aö Grikkjum stafaði meiri ógn af Rússum en vinum sinum og bandamönnum. En hver varð svo raunin? Og sennilega er aðalástæðan fyrir ákafa vissra þjóðfélagsafla, bæði innlendra og erlendra, að staðsetja hér ameriskan her um aldur og ævi, að hann geti verið reiðubúinn að veita okkur sams konar þjónustu og Grikkjum og Chilebúum, ef við skyldum verða sjálfstæðari i orði og verki en vin- um okkar og bandamönnum i Nató er þóknanlegt. Strandarhöfði 8. febr. ’74 Jónas Magnússon Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir janúar mánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þríriti. Fjármálaráðuneytið 11. febrúar 1974. Fundur Vinnuveitendasamband íslands heldur al- mennan félagsfund i fundarsal sambands- ins kl. 14.00 föstudaginn 15. febrúar n.k. Dagskrá: 1. Yfirlit um samningamálin. 2. Tekin ákvörðun um heimild til verk- sviptingar i yfirstandandi kjaradeilu. 3. önnur mál. Vinnuveitendasamband íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.