Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1974. VERÐBÓLGU- VANDINN er alþjóðlegt fyrirbrigði eins og vísitölur heimsmarkaðsverðs á hráefnum benda til Mun minni munur er nú á verðlagsþróun i einstökum löndum en áður, segir í nýútkom- inni skýrslu hagrann- sóknardeildar Fram- kvæmdastofnunar um þjóðarbúskapinn. Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg að verðbólgan sé alþjóðlegt vandamál sem ekki verði ráðið við ,,nema með sameigin- legum aðgerðum sem flestra þjóða". Um þessi atriði segir svo i skýrslu hagrann- sóknardeildar: „Verðbólga er tvimælalaust það efnahagsvandamál, sem einna hæst ber i heiminum á árinu 1973. Ör vöxtur eftir- spurnar hefur aukið á verð- bólgutilhneigingar, sem þegar voru fyrir hendi. Miklar launahækkanir og skatta- hækkanir viða um lönd hafa knúið á verðhækkanir frá kostnaöarhlið. Hin öra eftir- spurnaraukning hefur leitt til mjög mikilla hækkana á hvers konar hráefnum til iðnaðar- framleiðslu, og nær samtima birgðasöfnun i flestum iðnað- arlöndum hefur magnað þess- ar hækkanir töluvert umfram það, sem við mátti búast vegna framleiðsluaukningar einnar. Sérstakar aðstæður, einkum uppskerubrestur 1971 og 1972 til miðs árs 1973. Á sið- ustu mánuðum hefursvo tekið áð gæta geysilegra hækkana oliuverðs. Miðað við verðlag um miðjan desember má gera ráð fyrir, að heimsmarkaðs- verð á hráefnum verði að meðaltali 60—70% hærra á breska alþjóðamælikvarða á árinu 1973, en árið áður og verð hráefna til matvæla- framleiðslu um 50% hærra. Hráefnaverðlagið náði há- marki i ágúst, lækkaði siðan nokkuð, en i nóvember styrkt- ist það á ný og hefur farið hækkandi siðan. Um miðjan desember var hráefnaverð- lagið svipað eða jafnvel hærra en það varð hæst i ágúst og var 20—30% hærra en áætlað með- altal ársins i ár. Verðlag hrá- efna til matvælaframleiðslu var þá 10—15% hærra en áætl- að ársmeðaltal. Hækkunina siðustu vikur má að verulegu leyti rekja til áhrifa oliu- kreppunnar, en algjör óvissa rikir um þróun hráefnaverð- lags á næstu mánuðum, þótt fremur sé búist við verðhækk- un hráefna. Flestar iðnaðarþjóðir hafa gripið til aðhaldsaðgerða til þess að hamla gegn verðbólg- unni. Má þar m.a. nefna verð- lags- og launaeftirlit, lækkun opinberra útgjalda, takmörk- un á útlánum banka og hækk- un forvaxta, sem yfirleitt hef- ur leitt til verulegrar vaxta- hækkunar á almennum lána- markaði. Þá hafa nokkur riki hækkað gengi gjaldmiðla sinna i sama skyni. Þrátt fyrir þessar. ráðstafanir er fátt,sem bendir til þess, að verðbólgan i heiminum muni hjaðna að marki á næstu misserum. Að visu er fremur buist við lækk- un en hækkun verðs á hráefn- um, en það mun vart vega upp verðhækkanir á iðnaðarvör- um, sem nú eru að koma fram i auknum mæli, að hluta i kjöl- far hráefnahækkunar i ár. Við þetta bætist svo hin mikla hækkun á oliuverði, sem getur haft mjög viðtæk verðlags- áhrif. Stóraukin heimsvið- skipti, bæði vöru- og þjónustu- viðskipti, og aukið fjármagns- streymi milli landa valda þvi, að mun minni munur er nú á verðlagsþróun i einstökum löndum en áður. Sú skoðun ryður sér þvi æ meira til rúms, að verðbólguvandinn i heimin- um verði ekki leystur nema með sameiginlegum aðgerð- um sem flestra þjóða, og reyndar hafa ýmsar alþjóða- stofnanir, þ.ám. OECD og Efnahagsbandalagið, þegar hafið umræður um þessi mál.” Vísitölur hráefnaverös 1 skýrslu hagrannsóknar- deildar er birt all-viðamikil tafla um þróun heimsmark- aðsverðs á hráefnum 1963—1973. Eru sýndar þrjár viðurkenndar visitöluraðir, ein bandarisk, Moody’s og tvær breskar, Reuter’s og Economist’s, úr þeirri siðar- nefndu er sérstaklega tilgreint matvælaverð. Bresku visitölunum ber mjög vel saman innbyrðis, en bandariska visitalan sýnir nokkru hægari verðþróun, að undanskildum fyrstu árunum. Reutersegir að hráefnaverð á heimsmarkaði hafi fyrstu 5 árin staðið nokkurn veginn i stað, var þó 1967 6% lægra en það hafði staðið i á upphafsári raðarinnar, 1963. Þvi næst fór verðið hækkandi um 3—13% á ári, þannig að árið 1971 stóð það i 120 stigum miðað við 100 1963. Samkvæmt Ileuters-visitölu lækkaði hráefnaverðið um 6% frá 1970 til 1971 (lækkunar gætir lika i hinum visitölun- um, mest raunar i þeirri bandarisku), en frá 1971 hækkaði hráefnaverðið um 14%. Upp úr miðju ári 1972 fóru verðhækkanirnar að gerast með meiri hraða en dæmi eru til á eftirstriðsárunum, og helst sú lota jafn lengi og tölu- raðirnar ná i skýrslu hagrann- sóknardeildar. 15. desember s.l. var hrá- efnaverðið orðið 129% hærra samkvæmt Reuter en það hafði verið að meðaltali á ár- inu 1972. Hinar visitölurnar: Econ- omistsýnir á sama tima 98% hækkun fyrir hráefnaverðið i heild, en 72% hækkun fyrir matvæli sérstaklega. Moody hinn bandariski sýnir 64% hækkun frá 1972 fram i miðjan desember 1973. Til samanburðar skal þess getið, að á sama tima hefur al- mennt vöruverð á islandi hækkað um 35% (visitala vöru og þjónustu var á árinu 1972 185,5 stig að meðaltali,en var i nóvember s.l. 250 stig — hvort tveggja miðað við 100 i janúar 1968). hj— Jónas Magnússon, Strandarhöfði: Eru einhverjir framsókn- armenn að fara f lokksvillt? Laugardaginn 1. des. siðastlið- inn birtist i Timanum forustu- grein sem lætur að þvi liggja að Framsóknarflokkurinn sé að gef- ast upp við þá sjálfsögðu skyldu að standa við það fyrirheit stjórn- arsáttmálans að senda ameriska herinn úr landi á kjörtimabilinu. Það er eins og mig minni að það væri þá ekki i fyrsta sinn sem Framsóknarflokkurinn sviki það loforð. Enda fær maður alltaf sama svarið þegar þessi mál ber á góma við hreinræktaða Nató- sinna, sem venjulega eru i Sjálf- stæðisflokknum: Við getum verið alveg rólegir, Framsókn hefur svikið þetta áður og hún svikur þetta aftur. Látum það nú vera þó sjálf- stæðismenn hafi þetta álit á Framsóknarflokknum. En hvað um framsóknarmennina sjálfa? Sætta þeir sig við að flokkurinn þeirra verði fyrst og fremst ávallt bendlaður við svik, og það i þvi máli sem alltaf hlýtur að bera hæst i sjálfstæðisvitund þjóðar- innar. Þeir framsóknarmenn sem ég þekki eru undantekningarlaust heiðarlegir menn, sem aldrei mundu láta sér til hugar koma að svikja gefin loforð, hvað þá gerð- an samning, minnsta kosti ekki ó- tilneyddir. Þess vegna hlyti það að verða þeim mikil raun ef leið- togarnir brygðust i þessu máli, jafnvel þó að einhverjir fram- sóknarmenn séu ekki i eðli sinu sjálfstæðari en svo að þeir hafi tilhneigingu til að láta vestræn stórveldi segja sér fyrir verkum. f umræddri Timagrein er lögð mikil áhersla á skyldur okkar við Nató. Reyndar er Timinn ekki einn um það. Þvi undanfarið hefur bulið i eyrum okkar marg- raddaður kór innlendra Natópost- ula um skyldur okkar viö Nató. En aftur á móti hef ég hvergi Um herstöðva- málið heyrt minnst á skyldur Nató við okkur. Reyndar fór utanrikisráð- herra okkar á einhvern Natófund i sumar þegar Bretar höfðu hafið hernað sinn á fslandsmiðum i þeim tilgangi, að mér skildist, að minna Nató á skyldur sinar við okkur. En þá kom það upp úr kaf- inu að Nató hafði engar skyldur gagnvart okkur, en aftur á móti töluverðar skyldur við Breta, minnsta kosti það miklar að Natóráðherrarnir sáu sér ekki einu sinni fært að mótmæla bresku árásinni á smæstu vinaþjóðina, hvað þá að leggja okkur nokkurt lið i verki. Þetta rökstuddi Morgunbl. þannig að Nató hefði ekki vald til að segja nokkurri bandalagsþjóð fyrir verkum eða gefa út yfirlýsingu sem fæli i sér ákveðin tilmæli til einstakra bandalagsþjóða. Þó brá svo rrjerkiþega við á ráðherra- fundi bandalagsins i vetur, að þá hafði Nató allt i einu vald til að gefa út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákveðnum tilmælum var beint til Islands um að hafa ame- riska herinn áfram á tslandi. Hvers vegna var ekki hægt að gefa út sams konar yfirlýsingu gagnvart Bretum, um að hætta hernaði sinum hérna, hafi það verið rétt sem Geir Hallgrimsson sagði, að 12—13 bandalagsriki styddu okkur? Þess ber þó að geta að siðan hafa birst margar greinar i Tim- anum sem hvetja rikisstjórnina óspart til að standa við gefin fyrirheit um að láta herinn fara. Óneitanlega gefur það von um að við málefnasamninginn verði staðið, þrátt fyrir óskiljanlegar Framhald á 14. siðu. Nixon með móður sinni: Hún ól mig upp I guðsótta og góðum siðum. Kvekarar um Nixon: Þú ert ekki einn af oss Nixon Bandarikjaforseti hefur oft látið þess getið að hann sé af kvekurum kominn og alinn upp i þeirra siðferði. Kvekarar, sem eru meiri friðmenn og gera að ýmsu leyti strangari siðferðis- kröfur hver til annars er flestir aðrir kristnir trúflokkar, eru að sinu leyti ekki nærri þvi eins hrifnir af félagsskapnum við þennan alræmda mann. Fulltrúar Vinanefndarinnar (landssamtaka bandariskra kvekara) hafa skýrt frá þvi að fjórði hver kvekarasöfnuður I landinu hafi formlega farið þess á leit að forsetinn segi af sér vegna „hegðunar sem Vini er ósambor- in”. En kvekarar heita vinir sin á milli. Allmargir þessara safnaða hafa einnig krafist þess að forset- Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.