Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Þau eru í sérflokki í skíðaíþróttinni Gustavo Thoeni sigraði af öryggi í HM á skíðum um síðustu helgi Þau tvö, sem hér halda á lofti heims- bikurunum fyrir Alpagreinarnar, Italinn Gustavo Thoeni og austurríska skíða- drottningin Anne-Marie Pröll, eru svo sannarlega kóngur og drottning í riki skíðanna um þessar mundir og hafa raunar verið undanfarin 3 ár. Um síðustu helgi sigraði Thoeni í heimsmeistarakeppninni í svigi sem fram fór í St. Moritz. Honum gekk illa í fyrri umferðinni, en í þeirri síðari keyrði hann af undraverðu öryggi og hraða og tryggði sér öruggan sigur. Aðeins viku áður hafði hann einnig tryggt sér HM-tit- ilinn i stórsvigi. í öðru sæti í sviginu varð austurríski skíðamaðurinn David Swilling, sem sigr- aði í HM í bruni fyrr á árinu. í þriðja sæti varð Spánverjinn Francisco Fernandes- Ochoa, sá hinn sami og sigraði á ÓL í Sapporo 1972. Frá aðalfundi FH Aðalfundur Fimleikafélags Hafnarfjarðar var haldinn s.l. laugardag og hófst kl. 14:00 I fundarsal RAFHA. Fundurinn var fjölmennur, en innan félags- ins starfa 5 iþróttadeildir, Hand- knattleiksdeild (Formaður Ingvar Viktorsson), Knatt- spyrnudeild (Formaður Gunn- laugur Magnússon), Frjáls- iþróttadeild (Formaður Haraldur Magnússon), Körfuknattleiks- deild (Formaður Björn Eysteins- son) og Gaflarar (Formaður Jón Sveinsson), sem er deild eldri fé- laga, er styrkja vilja sjálfa sig með trimmi og vera deildum fé- lagsins að liði, er leitað er til þeirra, til þess að vinna ákveðin verkefni. Við deildir F.H. starfa 25 þjálf- arar. Formaður félagsins Axel Kristjánsson setti fundinn og bauð félagsmenn og konur vel- komna, siðan var gengið til dag- skrár. Fundarstjóri var kjörinn Birgir Björnsson og fundarritari Ingvar Viktorsson. Skýrslu svæðisstjórnar fluttu þeir Axel Kristjánsson og Berg- þór Jónsson, en formenn iþrótta- deilda félagsins fluttu skýrslur um starfið i deildunum og gjald- keri F.H. Finnbogi F. Arndal flutti skýrslu um fjárhag félags- ins. Starfið i deildunum er geysi- mikið og árangursrikt og um þessar mundir ber þar hæst hinn frábæra árangur handknattleiks- flokka félagsins i yfirstandandi tslandsmóti, og þá sérstaklega hinn glæsilega og eftirtektar- verða árangur meistaraflokks karla. Frjálsiþróttamenn og kon- ur félagsins liggja þó hvergi á liði sinu að hasla sér völl meðal fremstu afreksmanna og -kvenna Frh. á bls. 15 Uppselt að verða í hóp- ferðinaáHM Sem kunnugt er efna Vals- menn, eða handknattleiks- deild félagsins, til hópferðar á lokak. HM I handknattleik siðast I þcssum mánuði. Vals- menn fengu aðeins 20 miða, og hefur eftirspurn eftir þeim aukist mjög nú siðustu dag- ana. Sagði Þórður Sigurðsson formaður handknattleiks- deildar Vals að aðeins örfáir miðar væru nú eftir, og fara þeir sjálfsagt fljótlega, þar sem nú er aðeins hálfur mán- uður þar til keppnin hefst. Þóröur sagði að f byrjun hefði sala miðanna verið hæg, en eftir þvl sem á liður mán- uðinn hefði hún aukist mjög, og hann vildi benda þeim, sem ákveðnir væru í að fara á HM, að tryggja sér miða strax. Hver miði kostar um 40 þús- und kr. en þetta er hálfsmán- aöarferð, og er aUt innifalið i miðanum, ferðir til og frá A- Þýskalandi, allar feröir þar 'nnanlands, hálft fæði, gisting og miðar á alla leiki islenska liðsins, svo og á úrslitaleikina. Farið verður frá Reykjavik 27. feb. og komið heim 11. mars. Ilver kannast ekki við Palla Nilsen, „villi- manninn” ,,vik- inginn” eða hvað hann nú var kallaöur hér á árunum þegar mest gekk á I kring- um hann. Nú er öldin önur. Palli er að visu enn einn af bestu handknattleiks- mönnum Ilana, en nú cr kominn virðuleikablær á karlinn, og um siðustu helgi var hann kjörinn i fram- kvæmdastjórn danska iþrótta- sambandsins DIF, hvorki m e i r a n é minna. Það eru ekki mörg ár siðan hann var rekinn úr hverri stöð- unni á fætur annarri vegna framkomu sinnar sem ekki þótti siðsamleg i þvi landi sið- seminnar Dan- mörku. Og svo hart var að hon- um sótt, að h a n n h æ 11 i kcppni, bæði mcð landsliðinu Palle Nilsen kjörin í stjórn DIF og cinnig liði sinu HG. En nú er sem sé annar og betri Palli kominn fram á sjónarsviðið, stjórnarmaöur i DIF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.