Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 680 af 942 atvinnulausum eru konur Sendar heim þegar at- dregst saman vrnnan Það kom fram i frétt- um Þjóðviljans i gær, að skv. skýrslu félags- málaráðuneytisins voru hvorki meira né minna en 680 af 942, sem skráð- 5 *o . C° 5 * £ 1 tS t/3 ^ ‘ •f •í? .gl f „ ~ 3 ra ..íi' ^ J* -í C . ^ •# jh| Í^Í’SM 3? « 5 *• .6 St c *o s* ss Skrifstofustúlka ■f# $s ,g '<v ° e -,Skam e/tir.aS ra9a nú þegar stúlku iil aðstooar á skrifstofu vorri hálfan daginn. Starfið er aðallega fólgið í Aðstoða við bókhald, — Skrifa út reikninga og aðstoða við ínnheimtu, — Gera skýrslur og vinna út töluleg- ar upplýsingar í samvinnu við ráð- gjafa fyrirtækisins. Upplýsingar um fyrri störf sendist skrifstofu vorri, sem veitir nánari _ - , -. • star^ið Einkaritari ÍAT ir voru atvinnulausir i landinu i janúarmánuði, konur. Er þetta hlutfall mest áberandi i sjávar- plássunum, þar sem at- vinnan byggist á fiskin- um og konurnar i frysti- húsunum eru ekki fast- ráðnar, heldur sendar heim, þegar vinnan dregst saman. Þessar tölur um atvinnuleysið, sem vissulega er timabundið, en jafnframt árviss uppákoma 2—3 mánuði fyrir veturinn viðayætti að sanna réttmæti kröfunnar um kauptryggingu verkafólks i fisk- iðnaðinum, sem stéttafélögin inn- an Verkamannas^mbandsins setja á oddinn i þeim kjarasamn- ingum, sem nú standa yfir. Enda bar þeim saman um það, konunum, sem Þjóðviljinn átti tal við af þessu tilefni, að kauptrygg- ing frystihúsakvennanna væri ai- ger nauðsyn og raunar sjálfsögð mannréttindi. Þau eru ekki svo há, verkamannalaunin i dag 1 Hafnarfirði voru 105 konur skráðar atvinnulajusar i janúar og aðeins 6 karlmem, en þar hefur vinnsla legið niðri i frystihúsun- um, og voru strax i byrjun des- ember komnar 80 konur á at- vinnuleysisskrá, að þvi er starfs- maður Verkakvennafélagsins Framtiðarinnar, Jóna Sigur- steinsdóttir, sagði. En þar hefur nú ræst úr siðustu vikurnar með komu loðnunnar. — Svona er hlutfall atvinnu- lausra karla og kvenna á hverjum vetri, sagði hún, þvi karlmenn- irnir eru yfirleitt fastráðnir og mundu ekki ráða sig uppá önnur kjör. Að sumu leyti er þetta kon- unum sjálfum að kenna, þvi margar vilja geta hlaupið i þessa vinnu og farið heim þegar þeim þóknast. En auðvitað er þaö lika stór hópur, sem þarf að vinna, vegna þess að heimilin byggja af- komu sina á tekjum þeirra. Þetta eru ekki siður giftar konur en ein- stæðar, þótt þeirra þörf sé náttúr- lega enn meiri, þvi þau eru ekki Framhald á 14. siðu. ?ía . S B p-á Oskum eftir a8 ráða einkaritara tæknilegs fram- f</ kvæmdastjóra. Til greina koma eingöngu stúikur sem hafa vn8a revnslu i vélrimn og kunnáttu_i þysku..pg ensku! Rá3n'ing nú pegar e8a eftir samkomulagi. Nánari uppl. gefur ráSningastjór1 UmsóknareySublöS fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar E ”ar og Boka- bú8 Olivers Steins Hafnarfy _."®1 sendar sem fyrst í pósthólf 244/ tslenzkaAlfé/ttlað) ' ^traum/ w.***t' Gf ' V*? 0-3* -ÖO wx. ^ * nfiT^tT^. °g Pœr eiga að kunna — þeir að vera röskir og hugmyndarikir Þurlður Pétursdóttir, kennari á tsafirði, sendi sið- unni eftirfarandi grein og úr- klippur um. atvinnuauglýsing- ar með rauðsokkakveðju til lesenda. Hvernig var með jafnlaunaráðiö ■ hennar Svövu Jakobsdóttur? Hef- ur það engin áhrif á t.d. mismun- un kynjanna í auglýsingum? Ég skoðaði nokkur blöð frá byrjun ársins. Atvinnurekendur hafa a.m.k. ekki gert jafnrétti kynjanna að áramótaheiti sinu, e.t.v. vinna þeir ekki áramóta- heiti. Auglýsingar undir hausnum „Atvinna” eru langflestar frá at- vinnurekendum, það virðist vera mikið að gera i landinu. thaldið kallar það þenslu. •'e/f ^ 7°^Öh, ' c'o;> , "3/ seni fyrJlf? ’°kk ogaf*»*2g*$ í kettgstot'f. ðriir oJ7:ir>sr tfó Jýsj 'fo/ ,JJ£a 'st> Þð M °s. Veg 26. Sölustarf Viljum ráða starfsmann (karl eða konu) til starfa við lyfjaheild- sölu (símsala). Umsækjandi þarf að geta lesið eitt norðurlandamál og ensku, og exam. Pharm. gengur fyrir um ráðningu. Umsóknir með frekari upplýsingum sendist í pósthólf 5182, Reykjavík, fyrir 11. janúar n.k. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. G. Ólafsson h.f., Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Þessar atvinnuauglýsingar eru morandi af misrétti. Þar er aug- lýst eftir skrifstofu-stúlkum, sem þurfa að hafa aðskiljanlega hæfi- leika, (það væri fróðlegt að vita hvað svona fjölhæfar, duglegar og ómissandi stúlkur fá i laun). Þarna er auglýst eftir afgreiðslu- stúlkum, stúlkum i eldhús, til heimilisstarfa og barnagæslu, ræstinga, sauma, bókhalds og götunar. Það virðist einnig nauð- synlegt að hafa stúikur i kjúk- lingaslátrun, amk. var auglýst eftir nokkrum. Þessi upptalning sýnir að það er ekki endilega hugsað um likamskraftaleysi kvenna eða kvenlegheit. Framhald á 14. siðu. Sýnishorn auglýsinga Ánægjuleg undantekning ORÐ jr I BELG Sjúkrabill kom æðandi að slysadeild spitala og tveir sjúklingar, sem lent höfðu i umferðarslysi voru fluttir inn mikið slasaðir, læknir og son- ur hans ungur. Þegar drengurinn var bor- inn inn til læknisaðgerðar, sagði skurðlæknirinn sem var á vakt: — Guð minn góður! Þetta er sonur minn! Þessi dæmisaga, sem birst hefur i ýmsum málgögnum hinnar nýju kvenfrelsishreyf- ingar á Vesturlöndum með spurningunni „Hvernig gat þetta staðist?” kom mér i hug við lestur eftirfarandi bréfs, sem sent var i belginn ofanúr Borgarfirði: Ekki nógu mikill ,,Rauðsokkur í sér" „Miðvikudaginn 6/2 hlustaði ég á Popphornið i umsjá Astu Jóhannesardóttur i útvarpinu, en hún tók fyrir i þessum þætti poppóperuna Tommy, sem nemendakór Verslunarskól- ans fer bráðlega að flytja. Af þvi tilefni hafði hún viðtal við Sigurð Rúnar Jónsson, sem stjórnar þessum flutningi hjá kórnum, og bað hann að rekja söguþráð óperunnar. Hann gerði það, en tók fram, að hann hefði breytt einu hlut- verkinu svolitið, þar sem hann tók eftir þvi, þegar liða tók á æfingar, að flest einsöngshlut- verk voru ætluð fyrir karl- menn. Og „þar sem ég er nú Rauð- sokkur i mér” (eftir honum), þá breytti hann þvi þannig, að þar sem læknirinn átti að syngja lætur hann það heita hjúkrunarkonatil að geta látið kvenmann syngja hlutverkið. En nú spyr ég: Eru kven- menn ekki læknar lika? Þetta kemur lika mjög asnalega út: Þegar Tommy er að leita lækninga, kemur faðir hans heim og segir, að nú sé hann búinn að finna hjúkrun- arkonu i borginni, sem geti læknað hann, i stað þess að segja, að nú sé hann búinn að finna lækni, eins og það á að vera. Þetta var ekki hvað sist eft- irtektarvert af þvi að Sigurður Rúnar talaði um, að hann væri Rauösokkuri sér, og það hefur hann sagt fyrr i vetur i út- varpsviðtali. Edda” Vogue fær stig Gleðileg undantekning i auglýsingum sem A.B. vakti athygli á, hækkar fyrirtækið Vogue heilmikið i áliti hjá okkur. Auglýsingu i útvarpinu um álnavörumarkað sinn. sem nú stendur yfir, beindu i þeir nefnilega ekki eingöngu til kvenna eða „húsmæðra” eins og við eigum að venjast i viðllka auglýsingum, heldur til „sauma-kvenna og -karla”. Heyr! Félaganöfnin viðhalda kynskiptingu starfa Kollegi minn hringdi og vill benda konum á, að meðan sjálf nöfn verklýðsfélaganna eru kyngreind er varla að vænta annars en að störf i við- komandi greinum haldi lika áfram að vera það. Hann bendir td. á hér i Reykjavik: Starfs stúlknafélagið Sókn, Félag afgreiðslu stúlkna i brauð- og mjólkurbúðum, Flugfreyjufélagið, Verka- kvennafélagið Framsókn og fleiri verkakvennafélög úti á landi. Ekki lengur til! Guðrúnhefur fengið ellilaun i 1 1/2 ár og látið senda þau beint i banka siðan i fyrra. Þangað hafa peningarnir komið með skilum mánaðar- lega þangað til i janúar sl. Hélt hún fyrst, að kannski væri þetta seinna á ferðinni svona rétt eftir áramótin, en i byrjun febrúar voru pening- arnir enn ekki komnir. — Þegar ég spyr, hverju þetta sæti, segir Guðrún, kem- ur afgreiðslustúlkan með lista yfir þá, sem fá ellilifeyrinn sendan i bankann og segir, að farið hafi verið með listann i Tryggingarnar bæði i byrjun janúar og febrúar, en við mitt nafn hafi i bæði skiptin verið merkt: Ekki til. Ég sagði, að mér fyndist ég nú vera til. Fór siðan i af- greiðslu Trygginganna, en þar fannst ekkert. Var mér þá sagt, að meiningin með „ekki til” væri, að ég ætti ekkert plagg þarna. Gat ég ómögu- lega skilið, hvernig ég gæti allt i einu horfið eftir að vera búin að fá ellilaunin i hálft annað ár. Siðan var ég send uppá lif- eyrisdeild og þar kom skýr- ingin: Maðurinn minn yrði 67 ára á árinu (hann á afmæli i mai) og ég kæmi bara á blað með honum! Mér fannst nú heldur hart ef allt i einu ætti að fara að taka af mér ellilifeyrinn, sem ég hef haft þetta lengi, og fékk þvi framgengt að ég fæ hann borgaðan sjálf fram að afmæl- inu. En hefði ég ekki gengist i þessu, hefði ég ekkert fengið og bara „ekki veriö til” þang- að til. Hvernig á aö vera kvenleg Og með þessari mynd úr norsku rauðsokkablaði, sem sýnir hvernig konan á að vera, til að vera virkiiega imynd „kvenleikans”,skulum viö slá botninn i belginn að þessu sinni með von um áframhald- andi bréf og hringingar. Sim- inn er 17500. —vh • Mé W* Hálkj-'fJnrtii-viljtM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.