Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 2
2 SJÐA — ÞJÓÐVILJINN Finimtudagur 14. febrúar 1974. Skólanemar æfa sig á rafreikni: Hvert liggur vegurinn héöan? Mörg lönd sem gengið hafa i gegnum almenna fræðslubyltingu mæta þeim félagslega vanda, að vinsældir háskólanáms. mögu- leikar á að stunda það, sú virðing og þau lifskjör sem fylgja æðri menntun, freista miklu fleiri ung- linga en háskólar og siðar sam- félagið telja sig með góðu móti geta tekið við. Sovétrikin eru hér ekki undantekning. I eftirfarandi grein eftir N. Gamof (APN), sem hér verður rakin, segir frá þessu vandamáli og viðleitni til að ráða vð það. utreikningar En hvað gerist ef að ungur maður hefur valið sér starf, en verksmiðjurnar hafa ekkert við hann að gera? Meðan tiundubekkingar sitja enn á skólabekk reyna hagfræð- ingar borgarinnar að reikna sem nákvæmast út möguleika á að ráða ungt fólk i vinnu i verk- smiðjum eða þjónustufyrirtækj- um. Siðan skyldar borgarráð með sérstakri samþykkt stjórn og verklýðsnefndir fyrirtækja til að búa sig undir að þeir taki við á- kveðnum fjölda brautskráðra skólanema. Sérstök nefnd borgarstjórnarfulltrúa fer yfir umsóknir unglinganna með for- eldrum og fulltrúum fyrirtækj- anna, og gefa út ávisanir á vinnu- stað. Þar með er starfi nefndar- innar ekki lokið, þvi ekki má segja unglingi upp starfi nema að samþykki hennar komi til. Frh. á bls. 15 Þeir sem ekki komast Mjög mikill hluti þeirra sem hefur lokið almennu tiu ára skóla- námi leitast við að komast i há- skóla. En ekki hafa nærri allir heppnina með sér. 1 borginni Voronésj til dæmis ljúka meira en 8000 þúsund manns almennu skólanámi á ári og yfirgnæfandi meirhluti reynir siðan til við inntökupróf i æðri menntastofnanir. En það eru margir um hvert sæti einatt, og þvi verða margir frá að hverfa. Margir biða i fyrsta sinn á ævinni meiriháttar ósigur. Hefur það ekki slæm áhrif á litt hörnuð ung- menni? Nú má segja sem svo, að allir geta fengið sér vinnu, það er tryggt að nóg er um verkefni. En við skulum ekki gleyma, að hér er um ungt fólk að ræða sem er að byrja að skilja vandamál lifsins. Sovéskir sérfræðingar kunna frá þvi að greina að piltar og stúlkur skipta 2,5sinnum oftarum vinnu- stað en eldri verkamenn. Aðal- ástæðan eru þau vonbrigði sem ávallt láta að sér kveða þegar raunveruleikinn reynist i miklu ósamræmi við hugmyndir sem menn gerðu sér um hann. Van- þekking á störfum og framleiðslu hefnir sin. Kynning á staönum Starfsfræðslukerfið i landinu á að ráða bót á þessu, en það heyrir undir borga- og sveitarstjórnir. 1 Vélsmiðjunni i Voronésj, segir Gavrilof varaborgarstjóri, höfum við t.d. komið á fót sérstakri starfsfræðslustofu.A öðru ári hafa hundruð efribekkinga úr nálæg- um skólum heimsótt hana. Þar hitta þeir eldri verkamenn og unga iðnmeistara, kynnast vinn- unni beinlinis á vinnustað. Um árangur má nefna þá tölu, að 1971 byrjuðu aðeins 27 nýútskrifaðir skólanemar störf við verk- smiðjuna, en 157 árið 1972. Slikum starfsfræðslustofum er verið að koma upp við önnur fyrirtæki i borginni. Hverfaráðin skipuleggja einnig i skólum „unglingadaga”, en þá koma verkamenn og meistarar úr verksmiðjunum i heimsókn til efstubekkinga. Þeir geta þá spurt um störf og kjör og ekki sist um möguleika til að læra með námi (Það er mjög algengt i Sovétrikj- unum, þar sem rúmlega 2 miljón- ir stunda æðra nám með fram- leiðslustörfum nú). Mynd: Francisco Goya y Lucientes KENJAR Mál: Guðbergur Bergsson Þótt myndin fjalli um barna- uppeldi, það að blása nógu snemma ótta i brjóst óvitans, þannig að hann verði ævilangt að einhverju leyti óviti (þetta er gert til þess að gera barnið þægt og undirgefið, svo að auðvelt verði að stjórna þvi og foreldrarnir, og siðan valdhafarnir, geti leikið lausum hala i skjóli foreldravalds og föðurlandsástar, visku og reynslu; hér er verið að hræða barnið með fyrstu grýlunni, imynduöu ófreskjunni, sem býr i myrkrinu), þá er málarinn aðal- lega að gera tilraunir með birtu og áhrif skuggans. Flóð þeirra og fjara vindur persónurnar til, svo að þær virðast hreyfast mjúklega úr birtu og inn i skugga. Allt i kring er viðáttan. Þrihyrningur- inn er miðbik myndarinnar, sem hins vegar deilist i fjóra þrihyrn- inga, likt og horft sé upp i hvelf- ingu piramita. Frumteikning koparstungunnar er á allan hátt flatari, ljósið dreifist þar næstum þvi jafnt yfir alla myndina. Svip- ur barnsins til hægri er þar miklu mildari, og konan er forvitnari á svipinn. Staðurinn er jafn óákveðinn á koparstungunni og teikningunni. Hann er einkennilegt sambland af „úti og inni”, sem sérkennir allan myndaflokk Goya og kann að rugla timaskyn áhorfandans, valda honum óþægindum. Hinn óákveðni staður og stund verksins verða þess valdandi, að hver mynd um sig á sinn sérstaka tima, sina eigin stund, sinn eigin stað, sem hvergi er til nema á koparstungunni, þótt viö kunnum að heyra óm hans i okkar eigin höfði. Allt fer fram i ljósaskiptun- um, einhverjum tima, sem er timaleysi, einhverju, sem nálgast eilifðina. Það er engin furða, að Róman- tiska stefnan hafi snemma kom- ið auga á Goya og gert hann að sinu goði, fyrirmynd frjáls imyndunarafls hins frjálsa ein- staklings. Af hugsjóninni um frjálsa hugsun og einstakling spruttu sjálfstæðis- og frelsis- hreyfingar nitjándu aldarinnar. Nú kemur grýla Ályktun fulltrúaráðs Æskulýðssambands Islands ísland úr NATO — herinn burt Nýlega — 9. febrúar — var haldinn fundur i fulltrúaráði Æskulýðssambands Islands Gerði fundurinn samþykkt þar sem lýst er stuðningi við til- lögur þær sem Samband ungra framsóknarmanna hef- ur kynnt til lausnar herstöðva- málinu, en visað er á bug til- lögum Einars Agústssonar, og hafnað „þeim undanslætti frá ákvæði málefnasamningsins um brottför hersins á kjör- timabilinu, sem felst i ályktun miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins frá 28. jan. sl.” Alyktun Æskulýðssam- bandsins fer hér á eftir: Siðari ályktunin, sem fjallar um herstöðvarmálið, hljóðar svo: Fundur i fulltrúaráði ÆSl, haldinn 9. feb. 1974, sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu i tilefni þeirra tillagna og álykt- ana sem fram hafa komið á siðustu dögum varðandi lausn herstöðvamálsins: 1. Fundurinn visar algerlega á bug hugmyndum Einars Ágústssonar utanrikisráð- herra, sem hann kynnti að hluta til i sjónvarpi 25. jan. sl. Þar virðist vera um að ræða tilraun til að slá ryki i augu almennings, m.a. með tali um svokallaða hreyfan- lega flugsveit, þar sem i raun er aðeins um það að ræða að hér yrði skipt um flugsveit með reglubundnu millibili. Tillögur Einars Ágústssonar fela þvi ekki i sér brottför hersins og af- nám herstöðvarinnar, held- ur fyrst og frerpst endur- skipulagningu bandarisku NATO-herstöðvarinnar á Islandi 2. Fundurinn hafnar þeim undanslætti frá ákvæði málefnasamningsins um brottför hersins á kjörtima- bilinu, sem felst i ályktun miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins frá 28. jan. sl. Sér- staklega lýsir fundurinn furðu sinni á þvi, að mið- stjórn skuli fallast á frestun á brottför hluta herliðsins fram yfir lok kjörtimabils- ins. 3. Fundurinn bendir á tillögur framkvæmdastjórnar SUF sem rökrétta lausn á her- stöðvarmálinu innan ramma málefnasamnings- ins. Þar er gert ráð fyrir al- gerri brottför hersins fyrir 1. mars 1975 og að her- stöðvasamningurinn frá 1951 falli úr gildi. Þá er ekki gert ráð fyrir neinni sér- stakri aðstöðu fyrir Banda- rikjaher né NATO á Islandi. 1 framhaldi af þessu krefst fulltrúaráðsfundurinn tafar- lausrar uppsagnar herstöðva- samningsins og itrekar stefnu Æskulýðssambands Islands, ísland úr NATO, herinn burt. Hver á að vinna, ef allir fara í háskóla?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.