Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bilanir síma- og rafmagnslína: V iðgerðir hafnar Ofærð og snjóþyngsli valda miklum erfiðleikum fiskimjölsverksmiðj ur loðnumóttöku? Yoru það pólitiskar hefndaraðgerðir eða ætla at- vinnurekendur ekki að semja við verkalýðsfélögin? Reykjavíkurskákmótið hálfnað: Bronstein gegn Smyslov og Friðrik um helgina Reykjavikurskákmótið er nú liðlega hálfnað. 1 kvöld verða tefldar biðskákir, en föstudagur- inn er eini fridagur keppenda. Bronstein ætlar að tefla fjöltefli i kvöld á vegum Taflfélags Reykjavikur og byrjar hann kl. 8. Þátttaka kostar 500 krónur. Beiðni um að fá einhverja af er- lendu þátttakendunum til að tefla fjöltefli hefur m.a. forist frá Akranesi, Akureyri, bönkunum og Háskólanum. 9. og 10. umferð verða tefldar um helgina og hefst keppnin kl. 13.30 báða dagana. Á laugardaginn tefla: Magnús — Guðmundur ögaard — Jón Freysteinn — Tringov Ingvar — Kristján Velimirovic — Forintos Július — Friðrik Bronstein — Smyslov Ciocaltea situr yfir. Á sunnudaginn tefla: Smyslov — Ciocaltea Friðrik — Bronstein Forintos — Július Kristján — Velimirovic Tringov — Ingvar Jón — Freysteinn Magnús — ögaard Guðmundur situr yfir. F angaskipti SAIGON 12/2 — Fangaskipti standa nú yfir i Suður-Vietnam milli Saigon-stjórnarinnar og Þjóðfrelsisfylkingarinnar og er ætlunin að skipst verði á fjögur þúsund föngum alls, hermönnum og óbreyttum borgurum. I gær hljóp snurða á þráðinn og skiluðu liðsmenn Saigon-stjórnarinnar miklu færri föngum en samið hafði verið um. Starfsmenn alþjóðlegu eftirlits- nefndarinnar með vopnahlénu, sem fylgjast með fangaskiptun- um, álita þó að fangaskiptin muni halda áfram eins og fyrirhugað hafi verið. Þau eiga að standa yfir i þrjár vikur. 1 þessari viku á Þjóðfrelsisfylkingin að skila 204 föngum, en taka við 1200 i staðinn. Skemmdir á rafmagns- og simalinum i óveðrinu sem gekk yfir stóran hluta landsins á mánudag og þriðjudag eru senni- lega meiri en búist var við i fyrstu. Að sögn Sigurðar Þorkelssonar hjá Landsima íslands og Guðjóns Guðmundssonar hjá Rafmagns- veitum rikisins eru viðgerðir hafnar allsstaðar þar sem hægt er að komast að linunum, en snjó- þyngsli og ófærð þeirra vegna hamlar mjög viðgerðum. Eins eru staurar viða brotnir og liggja á kafi i sköflum, svo erfitt er að komast að þeim og mikið verk að sjálfsögðu að moka frá til að hægt sé að hefjast handa um viðgerðir. Þá er einnig mikið frost i jörðu og gerir það all$t starf erfiðara. Ljóst er að það tekur marga daga að ljúka við viðgerð á öllum rafmagns og simalinum sem skemmdust i óveðrinu. —S.dór Hvers vegna hœttu Þeir eru fáir atvinnu- rekendurnir sem náð hafa hylli launþega með mannlegri framkomu, en þeir eru þó til. Þeir eru hinsvegar fleiri atvinnurekendurnir sem skapað hafa sér óvild með þvermóðsku- fullri framkomu sinni bæði á vinnustað og ekki siður i afstöðu sinni til kjarasamninga ár eftir ár. Þó er óhætt að fullyrða að fáar aðgerðir vinnuveitenda hafa skapað þeim jafn miklar og almennar óvinsældir og sú siðasta þeirra, að hætta loðnu- móttöku á miðri vertið, viku áður en boðað verkfall á að hefjast. Þessir sömu menn, hafa rakað saman gróða svo þúsundum miljóna skiptir á undanförnu árum á loðnunni og mest á þeirri forscndu að sjómenn og landverkamenn leggi nótt við dag þann tima sem loðnuvertiðin stendur til að afla hennar og vinna hana svo þegar i land cr komið. En eftir að vera búnir að halda uppi þófi i kjarasamningum við verka- lýðsfélögin og sjómannafélögin svo mánuðum skiptir, eða allt frá þvi i október sl., leyfa þeir sér að hætta loðnumóttöku viku fyrir hoðað verkfall, sem þeir með þvermóðsku sinni hafa knúið vcrkalýðsfélögin til að gripa til, 4 mánuðum eftir að samningar hófust. Það er ekki nema von að menn spyrji sem svo, var þetta nauðsynlegt? Og svarið getur ekki orðið nema á cinn veg — nei. Þá mætti spyrja, er það ekki ákveðin áhætta að taka loðnu fram á siðasta dag og lenda svo i verkfalli? og enn verður svarið neikvætt, sú áhætta er svo litil að hlægilegt er að taka hana inn i dæmið. Við höfum horft uppá fiskimjöls- verksmiðjunar bræða loðnu vikum saman eftir að vertið lýkur. Hvernig er það hægt? Jú svarið er einfalt, það er hægt að rotverja loðnu þannig að geyma má hana i allt að 4 vikur. Fyrst hægt er að geyma loðnu svo lengi, er það þá ætlunin hjá verksmiðjueigendum eða réttara sagt Vinnuveitenda- sambandinu, sem ræður þar auðvitað ferðinni, að láta koma til meira en 4ra vikna verkfalls? Öðru visi er ekki hægt að skilja þá ákvörðun þeirra að hætta loðnumóttöku um siðustu helgi. Sé svo ekki, hvað olli þá þessari ákvörðun? Ef þeir ætla ekki að lóta koma til verkfalla, þá var áhættan engin að taka á móti loðnu alla þessa viku. Og þótt þeir ætli að láta koma til 4ra vikna verkfalls var áhættan samt cngin — en hvað þá? Getur verið að hér sé um pólitiskar hefndaraðgerðir að ræða, sem tekin hefur verið ákvörðun um i aðalstöðvum S jálf s tæðisf lokksins, sem auðvitað eru um leið raunveru- legar aðalstöðvar Vinnu- veitendasambands tslands? Getur hugsast að vinnu- veitcndur lifi enn i löngu liðnum tíma meðan hægt var að kúga verkalýðinn til hlýðni með hörku? Þótt verkamenn séu ef til vill þjóðhollustu menn á landinu. þó er það óhugsandi að þeir láti vinnuveitendur kúga sig til hlýðni með þessu móti. Enn er einn möguleiki eftir og hann er sá að verksmiðjueig- endur vilji ekki taka þá „óhættu” að loðnan rýrni eitthvað i þrónum láti þeir koma til verkfalls, Um einhverja smá rýrnun gæti verið að ræða, en er ekki allur þessi bransi happ- drætti? Leggur Einar ríki úti tug eða hundruð miljón króna breytingar á togaranum Sigurði til þess að skipið geti farið á loðnuveiðar nenia vegna gróða- vonarinnar? Getur þetta ekki allt eins misheppnast hjá honum? Jú vissulega, en það getur lika heppnast og þá streyma miljónatugirnir inn. Er það þá ekki alveg það sama hjá vcrksmiðjueigendum? Það getur verið að ekki komi til verkfalla, það getur verið að til einnar viku, tveggja vikna eða allt að 3ja vikna verkfalls korni, jafnvel mánaðr verkfalls, en samt má geyma loðnuna á meðan? Aðeins einu sinni siðustu 30 órin hefur komið til lengra verkfalls hjá verkamönnum en 4ra vikna, það var 1955. Það eru hverfandi litlar likur til þess að nú komi til langra verkfalla. Þvi spyrja menn, hvað olli þeirri ákvörðun verksmiðjueigenda að hætta ioönuinóttöku um siðustu helgi? —S.dór Sigriöur E. Magnusdóttir Jónas Ingimundarson Yígja hljóðfærið með tónleikum á sunnudag Á sunnudaginn kemur, 17. febrúar, ætla Héraðsbúar að vigja nýjan og vandaðan konsert- flygil, sem kevptur hefur verið í Flugfargjöld OSLO 9/2 — Haft er eftir einum af forstjórum SAS að öll flugfélög á Norður-Atlantshafsleiðum muni hækka farmiðaverð um 7-10% frá og með fyrsta mars. Og búist er við annarri hækkun seinna á ár- Forstjórinn minnir á, að verð á eldsneyti hefur hækkað um helm- ing siðan 1972 og á það enn eftir að hækka verulega á þessu ári. félagsheimilið Valaskjálf á Egils- stöðum. Verða þá haldnir tón- leikar með þeim Sigriði E. Magnúsdóttur söngkonu og Jónasi Ingimundarsyni pianó- leikara. Nýja hljóðfærið mun gjör- breyta allri aðstöðu til tónlistar- flutnings á staðnum og verður efnisskrá þeirra Sigriðar og Jónasar fjölbreytt að innlendu og erlendu efni, en Sigriður syngur með úndirleik Jónasar og einnig leikur Jónas einleik. Þau Sigriður og Jónas héldu nýlega tónleika á Akureyri og viðar norðanlands og var mjög vel fagnað. Er þess vænst, að Héraðsbúar fjölmenni til þessara fyrstu tónleika i Valaskjálf eftir að flygillinn kom. M.M. Svipmynd úr áhorfendasal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.