Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓDVILJINN - SIDA 13 ég smám saman að taka að mér störf hans. Þvi fylgdu ýmsir kostir, meðal annars það að ég gat ævinlega komið þvi i kring að ég yrði sendur til London þegar mikið lá við eða ég gat látið lita svo út sem mikið lægi við. Út á þetta nældi ég mér i Lundúnaferð svo sem hálfsmánaðarlega. Róbert vegnaði hins vegar heldur slaklega. Það var ekki nóg með að hann þyrfti að byrja alveg upp á nýtt, vegna þess að það litla álit,sem hann hafði öðlast fyrir striðið, var gersamlega gleymt og yngri menn voru að komast i sviðsljósið, heldur varð hann að athafna sig frá mun óhentugri bækistöð en 1938, fyrst og fremst vegna þess að hann gat með engu móti útvegað sér vinnu- stofu i London. Hann fór að leita sér að húsnæði strax og hann losnaði úr hernum, en strax eftir fyrsta daginn sá hann hve von- laus leitin var. Jafnvel dimm og köld herbergiskytra kostaði nú margfalt meira en finustu vinnu- stofur höfðu kostað þegar hann komst fyrst til London. Ég hafði sjaldan samband við hann um þetta leyti, og mánuðum saman vissi ég ekki hvar hann var niður kominn, en loks komst ég að þvi eftir slúðurleiðum, að hann hefði tekið á leigu eða fengið að hirast i hrörlegum húskofa i þorpi i Northamptonshire. Ég hristi höfuðið áhyggjufullur yfir þeim fréttum. Það var ekki uppörvandi fyrir Róbert að búa langt uppi i sveit, langt frá öllu og öllum. Landslag þekkti hann aðeins úr gluggum járnbrautarlestanna, og það vakti ævinlega andúð hans. Þau málverk hans,sem ekki voru abstakt, voru alltaf af fólki og húsum. Ég skrifaði honum og spurði hvort fólki væri bannaður aðgangur; ef ekki ætlaði ég að koma næst þegar ég ætti fri. Hann virtist ekki sérlega sólginn i að hitta mig, þvi að þrjár vikur liðu áður en hann sendi ófrimerkt póstkort. Ég varð að borga bréf- beranum fjögur pens áður en mér gafst tækifæri til að lesa eftirfar- andi skilaboð, krotuð i skyndi: — Komdu bara ef þú nennir. Hlýjan vordag eftir hinn harða vetur 1946-47 lagði ég af stað. Ég átti ekki bil þá fremur en nú, og ég var fyrir löngu búinn að skipta á vélhjólinu minu og tveim tómur mjólkurflöskum og skömmtunar- korti fyrir sigarettum svo að ég þurfti að hima hálfan daginn á ýmsum sveitastöðvum og biða eftir lestum, sem voru troðfullar af bændum sem drösluðust um með kjúklinga og stærðar knippi af brenni. Ég sá lika fjölmörg þorp, þar sem ég þurfti að skipta um strætisvagna. Þegar ég kom loks að siðasta leiðarvagninum og var hleypt út fyrir utan húsið hans Róberts, sá ég hvar hann stóð og horfði dapur á svip útum einn af efstu gluggunum. — Komdu bara upp, sagði hann i stað þess að heilsa. Ég opnaði útidyrnar og fór siðan að ryðja mér braut gegnum setustofuna, eða hvað átti að kalla stærsta herbergið á neðri hæðinni. Það er ekki innantómt orðatiltæki að ryðja sér braut. Stofan var troðfull af þeim kynstrum af gömlu skrani, að ég þurfti bókstaflega að beita kröftum til að komast framhjá þvi. Á gólfinu stóðu eða lágu öskufötur, brennikubbar, vatns- föt, sinkker og blómavasar fullir af pöddum og út um allt á borðum, stólum og skápum voru hrúgur af óhreinu leirtaui og klæðisplöggum ,kassar með skemmdum ávöxtum, kryppluðum ' dagblöðum og matarleifum. Mér tókst að komast að stiganum og ég fór upp i herbergi Róberts. Hann sat að verki með bakið að gluggabor- unni. Rúminu hafði hann breytt i vinnuborð með þvi að leggja fjöl yfir það. Hér var hann að gera dúkþrykk. — Ég get ekki málað, sagði hann. Formálalaust tók hann strax til við að segja mér frá þessum hábölvuðu aðstæðum sinum. —■ Birtan er ómöguleg og glugginn er ekki stærri en rassgat á kjölturakka. Þess vegna er ég farinn að skera i linóleum. Maður verður að aðlaga sig. — Af hverju gerirðu ekki heldur tréristu? spurði ég. — Já, af hverju heldurðu? sagði hann þrjóskulega. — Það er vegna þess að tré kostar peninga. Engin ósköp að visu, en meira en linoleum. Þegar eitthvert ódýr- ara efni kemur á markaðinn, fer ég að nota það. Ég hef lika verið að velta fyrir mér, hvort ég geti ekki búið til vatnsliti úr einu sam- an vatni. Það er það eina sem ég hef efni á að drekka, og kannski verð ég tilneyddur að mála með þvi lika. Ég gat litið sagt. Ég horfði i kringum mig dapur i bragði. Það var ruslaralegt i herberginu, en ekkert á móts við draslið niðri. Ég gat mér þess til að hann hefði flúið hingað upp, þegar honum of- bauð kraðakið niðri, en ég kunni ekki við að spyrja hann. Það myndi sjálfsagt gera hann enn niðurdregnari. Róbert hélt áfram að vinna og þusaði á meðan um alla skapaða hluti. Það minnnti mig á gömlu dagana hjá Ned, en þó var þetta óhugnanlegra, þvi að nú hafði hann svo sannarlega ástæðu til að barma sér. — Ég myndi ekki ætlast til þess að refsifangi hefðist við i svona hreysi, sagði hann. — Það er nógu slæmt i dag i þessu fina veðri, en reyndu að gera þér i húgarlund hvernig hér er á veturna. Það snjóaði svo mikið að égkomstekki út um dyrnar. Það kom svo sem ekki að sök, þvi að ég lá i rúminu allan daginn. Ég get sagt þér, að mér stóð svo nákvæmlega á sama hvort ég lifði eða dæi. Ég lá i rúm- inu i tuttugu og þrjá daga. Sjáðu sjálfur merkin á veggnum. Ég leit þangað sem hann benti. Við höfðagaflinn hafði hann teiknað með koli almanak fyrir janúar og febrúar og dagarnir voru strikaðir út. Mér varð ljóst, hvilikan eymdarvetur Róbert hafði átt i einsemd sinni. — A hverju lifðirðu? spurði ég. — Kjötkrafti, held ég. Ég man það ekki almennilega. Og mjólk þá dagana sem mjólkurpósturinn komst gegnum snjóinn. Hann hætti að koma með hana, þegar ég var kominn i þrot með borgun- ina, en byrjaði á þvi aftur þegar kólnaði fyrir alvöru. Hann var vanur að skilja eftir hálfan litra þegar hann fór hjá. Suma dagana fékk ég alls ekkert annað. Það gerði ekkert til. Ég hafði nógan eldiviö, og þegar ég lá i rúminu i öllum fötunum og það logaði i ofn- inum, þá var ég að hugsa um hve hlýjan væri indæl. Og svo hugsaði ég lika um, hvað ég ætlaði að gera, ef ég kæmist nokkurn tima upp úr öllu þessu. Þegar hann sagði „öllu þessu” baðaði hann út höndunum til að sýna að það væri kofinn og ljótu húsgögnin sem hann ætti við. ,,Allt þetta” táknaði fátækt, hrörnun og sóðaskap, það táknaði að hann varð að þiggja ölmusu af mjólkurpóstinum, að hann hafði engan að tala við, heldur lá I rúm- inu og strikaði út daginn i almanakinu þegar hann hafði sniglast burt. — Hér er ekkert rafmagns- ljós, sagði hann og talaði hraðar og hraðar eftir þvi sem gallarnir sóttu á. — Ég á oliulampa en enga steinoliu. Hann hætti að vinna og einbeitti sér að frásögninni. — Ég fór I rúmið um þrjú eða fjögur- leytið á daginn og lá þar til mið- nættis — stundum til klukkan tvö á nóttunni án þess að gera tilraun til að sofna. Snjórinn lýsti upp jafnvel um hánótt og varpaði daufum bjarma upp i loftið. Þá lá ég og lét mig dreyma um hve dýr- legt það yrði að losna burt úr þessu öllu og eignast ögn af pen- ingum. Ég lét mig dreyma um að rætt væri um málverkin min, að nafnið mitt birtist i blöðunum og fólk færi á sýningar og sæi verkin min og talaði um þau. Ég lét mig dreyma um mat! A hverri nóttu fann ég upp nýjan matseðil. Og ég ætlaði að sofa hjá öllum stúlkum. Ég hugsaði meira um stúlkur en mat — það var ekki fyrr en ég var orðinn alveg máttvana að ég hætti þvi og hugsaði aðeins um mat. Birtan úr litla glugganum féll á andlit hans. Ég hafði ekki tekið eftir þvi undir eins, hversu mjög hann hafði breyst, en nú tók ég eftir þvi. Það var ekki nóg með að hann væri skinhoraður, heldur hafði hann lika fengið þann flekk- ótta, óhraustlega litarhátt, sem menn fá af þvi að lifa á brauði og kartöflum langtimum saman. Tekið andlit hans og undarlegur talsmátinn benti til þess að hann væri naumast með réttu ráði. Þannig var þá komið fyrir hon- um. Hann hafði tilbeðið listina eins og gyðju, hafði legið á hnján- um og verið reiðubúinn til að fórna öllu til að þjóna henni, og svo hafði hún launað honum með sparki i andlitið. Af hverju gerir fólk þetta? spurði ég sjálfan mig, og vegna þess að mér fannst ég þurfa að segja eitthvað, gloprað- ist út úr mér: — Hvað um Ned? Róbert starði á mig. Andlit hans var afmyndað og ógnandi. — Af hverju spyrðu? Ég fann að ég var á hálum is en hélt samt áfram eins og skauta- maður sem eykur hraðann til að komast hjá þvi að detta. — Ef Ned hefði vitað hvernig ástatt er um þig, hefði hann álitið það skyldu sina að hjálpa þér. Stofnun hlutafélags um þörungavinnslu við Breiðafjörð Samkvæmt lögum nr. 107 27. desember 1973 um þör- ungavinnslu við Breiðafjörð hefur verið ákveðið að stofna hlutafélag er reisi og reki verksmiðju að Reykhólum við Breiðafjörðtil vinnslu á þörungum eöa efnum úr þörung- um. Akveðið er að aðild sé heimil öllum einstaklingum eða fé- lögum, sem áhuga hafa,og geta stofnendur skráð sig fyrir hlutafé hjá iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavik, fyrir 8. mars n.k. Lágmarkshlutafjárframlag er kr. 10.000,-og er að þvl miðað að 1/4 hiutafjárloforðs greiðist innan viku frá stofnfundi. Athygli skal vakin á, að skv. 4. gr. tilvitnaðra laga geta hluthafar I Undirbúningsfélagi þörungavinnslu, sem stofnað var skv. lögum nr. 107/1972, skipt á hlutabréfum sinum i þvi félagi og jafngildi þeirra I hlutabréfum I hinu nýja hlutafélagi. Stofnfundur verður haldinn föstudaginn 15. mars n.k. kl. 10:00 i fundarsal stjórnar- ráðsins á þriðju hæð i Arnarhvoli. Iðnaðarráðuneytið 12. febr. 1974. Fimmtudagur 14.febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir heldur áfram að lesa söguna „Börn eru besta fólk” eftir Stefán Jónsson (11) . Morgunleikfimikl 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar við Hannes Hafstein framkvæmdastjóra Slysa- varnafélags Islands. Morgunpopp kl. 10.40: Urian Heep, Black Sabbath og Allmann Brothers Band leika. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les (12) . 15.00 Miðdegistónleikar. Anneliese Rothenberger, Peter Anders o.fl. flytja at- riði úr óperettunum „Bros- andi landi” og „Kátu ekkj- unni” eftir Frans Lehár. Sinfóniuhljómsveitin i St. Louis leikur danssýningar- tónlist eftir Easdale og Delibes; Vladimir Golsch- mann stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornið. 16.45 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. a. Er þörf á byltingu? — Nú veröa börnin að taka til sinna ráða. Rabb og upp- lestur, svo og söngur Guð- rúnar Tómasdóttur, söngv- arúrleiknum um Karius og Baktus og munnhörpuleikur Guðmundar Snælands. b. „Keli”, bókarkafli eftir Booth Tarkington. Þor- steinn V. Gunnarsson les þýðingu Böðvars frá Hnifs- dal. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand mag. flytur þáttinn. 19.10 Bókaspjall. Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.30 1 skimunni. Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 19.50 Tilbrigði um rimnalag op. 7 eftir Árna Björnsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Páll P Pálsson stj. 20.00 Leikrit: „Framtiðar- landið” e.ftir William Sommerset Maugham.Þýð- andi: Stefán Bjarman. Leikstjóri: Gisli Halldórs- son. Persónur og leikendur: Norah Marsh :Kristbjörg Kjeld. Agnes Pringle: Margrét Olafsdóttir, Doro- thy Wickham: Helga Þ. Stephensen. James Wick- ham : Jón Hjartarson. Kate: Soffia Jakbosdóttir, Clement Wynne: Guðmund- ur Pálsson, Reginald Horny: Jón Júliusson. Gertrude Marsh / Briet Héðinsdóttir, Edward Marsh / Pétur Einarsson, Frank Taylor / Þorsteinn Gunnarsson, Emma Sharp / Guðrún Þ. Stephensen. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (4). 22.25 Kvöldsagan: „Skáld pislarvættisins” eftir Sverri Kristjánsson. Höfundur les (3). 22.45 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. o o a 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Að Heiðargarði. Bandariskur kúrekamynda- flokkur. 3. þáttur. Skuggi fortiðar. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 21.25 Landshorn. Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 22.05 Gestur kvöldsins. Bandariski þjóðlagasöngv- arinn Pete Seeger syngur bresk og bandarisk lög og leikur sjálfur undir á gitar og banjó. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 22.35 Dagskrárlok. Nýkomin indversk bómullarefni og mussur í miklu úrvali. Jasmin Laugavegi 133 ffl! m Bókhaldsaöstoó með tékkafærslum ^BÚNAÐARBANKINN \íl/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.