Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1974. UÚÐVIUINN maLgagn sósialisma VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Áskriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. UPPGJÖR SOVÉSKRA STJÓRNVALDA í fyrradag urðu kaflaskil i áratuga langri viðureign sovéskra skrifstofu- báknsins gegn Nóbelsverðlaunahafanum Alexander Solsénitsin. Fáeinir lögreglu- menn fara inn á heimili hans, færa hann á braut og senda siðan úr landi. Allur heimurinn hefur fylgst með bar- áttu Solsénitsins á undanförnum árum. Enginn getur hafa komist hjá þvi að dást að staðfestu og seiglu þessa manns sem á siðustu árum hefur með listaverkum sinum og sivaxandi samúð umheimsins risið upp i slika stærð að stjórnvöld Sovét- rikjanna hafa staðið vanmegna; flutning- urinn til Vestur-Þýskalans staðfestir upp- gjöf sovéska skriffinnskubáknsins. Að sjálfsögðu hefði þeim sem með völdin fara verið sú uppgjöf ein sæmandi að láta undan ofurþunganum og innleiða ritfrelsi og frjálsa skoðanamyndun. En viðbrögðin eru enn til marks um þann sljóleika valdsins sem hefur heltekið valdamennina innna Kommúnistaflokks Sovétrikjanna; þeir halda að þeir bjargi sér á floti með þvi að flytja háværasta andófsmanninn úr landi. En þessi aðgerð mun ekki duga valdhöfunum fremur en fyrri daginn. Enn munu hækka raddir þeirra — innan Sovét- rikjanna og utan — sem munu fordæma framferði þeirra valdsmanna, sem bersýni- lega muna vel sitt staliniska uppeldi. Gagnrýni sósíalista á árásirnar gegn Solsénitsin að undanförnu hafa byggst á nákvæmlega sömu meginforsendum og gagnrýnin og fordæmingin á innrásinni i Tékkóslóvakiu fyrir hálfu sjötta ári. Á þessum tveimur atburðum er vissulega stigsmunur — en enginn eðlismunur. Skilyrðið fyrir frelsi einstaklingsins er frelsi heildarinnar; skilyrðið fyrir frelsi heildarinnar er frelsi einstaklinganna til þess að mynda sér skoðanir, til þess að tjá sig i orði eða til þess að skapa listaverk. Félagsleg eign á framleiðslutækjunum er ein meginforsenda frjálsrar þróunar þjóð- félags til manneskjulegs sósíalisma, en félagsleg eign framleiðslutækjanna er ekki eina nauðsynlega forsendan; er engin trygging. Sú staðreynd hefur hvað eftir annað verið staðfest af valdhöfum sjálfum i orðum þeirra og athöfnum. Augljóslega hafa skapast i Sovét- rikjunum hrópandi andstæður. Þær and- stæður byggjast ekki á afstöðunni til framleiðslutækjanna eins og andstæður auðvaldsþjóðfélagsins, heldur á afstöð- unni til valdsins yfir valdatækjum rlkisins. Annars vegar er um að ræða purkunnarlaust rikisvald, sem einskis svifst til þess að treysta stöðu sina og endurnýjast til enn meira valds. Hins vegar eru miljónirnar, þar á meðal and- ófsmennirnir, sem ofurseldar eru geð- þótta valdhafanna. Engu skal um það spáð hvernig eða hvenær þessum and- stæðum lýstur saman, en þær eru ósættan- legar sem slikar. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa á undanförnum árum beint sjónum sinum mjög einhliða að Solsénitsin og baráttu hans. Hins vegar hefur stundum gleymst að barátta Nóbelshöfundarins er aðeins hluti af viðtækri andófshreyfingu þar sem saman kemur gagnrýni á samfélagið bæði frá hægri og vinstri. Þessi hreyfing hefur sumpart staðið i skjóli rithöfundarins um langt skeið, en nú þegar sagt er að hann hafi verið fluttur úr landi, er vissulega hætta á að andófsmennirnir verði fyrir enn meiri þrýstingi og harðræði en til þessa af hálfu stjórnarvaldanna. Þvi verður að veita itrustu athygli og mót- mæla jafnharðan. Bertold Brecht orti margt um samskipti fólksins og valdhafanna. Einu sinni hirti hann valdahroka stjórnarvalda á háðulegasta hátt með þvi að spyrja hvort ekki væri einfaldast fyrir stjórnarvöldin að losa sig við þjóðina og kjósa sér aðra. Þessi snjalla samliking kemur i hugann þegar sovésk stjórnarvöld hafa brugðið á það ráð að flytja andófsmanninn Sol- sénitsin úr landi, — reynt er að flytja þá hluta þjóðarinnar i burtu sem falla ekki valdhöfunum i geð! Skyldi nokkurn timann hafa frést af smánarlegri uppgjöf yfirvalda? Smyslov stöðvaður? Ég held að flestir hafi verið á einu máli um það að 7. umferð Reykjavfkurskákmótsins hafi verið sú skemmtilegasta til þessa. Það var barist hart á ölium borðum, nema einu. Þar bauð Bronstein jafntefli I skák sinni gegn Ciocaltea eftir 12 leiki, og þó hafði Bronstein hvitt. Rúmeninn þáði að sjálfsögðu jafnteflið, en ári er Bronstein orðinn kjarklftill að þora ekki að tefia til vinnings með hvitu gegn sér miklu lakari manni. Jón Kristinsson hafði hvitt gegn Guðmundi, og viku þeir fljótt af alfaraleið og mátti tæpast á milli sjá hvor tefldi frumlegar. Eftir 20 leiki var komin ein sú frum- legasta og skemmtilegasta staða sem sést hefur I mótinu. Þá hafði Jón látið tvö peð gegn einu, og þó að hinum peðunum hafi veriö leikið langt fram á boröið var eins og mennirnir kæmust allra sinna ferða þrátt fyrir það. Sérstakiega áttu riddararnir góöa reiti viða um borðiö. En svona flóknar stöð- ur krefjast mikils unhugsunar- tima, og i lokin lentu báðir i þvi heiftarlegasta timahraki sem um getur, og I 35. leik lék Jón af sér hrók og gafst samstundis upp, en mér er til efs að þeir hefðu getað lokið 40 leikjum á tilskildum tima. Hvitt: Jón Kristinsson Svart: Guðmundur Sigurjónsson 1. Rf3 g6 2. g3 Bg7 3. Bg2 Rffi 4. C4 0-0 5. 0-0 d6 6. Rc3 c6 7. b4 d5 8. d4 dxc4 9. e4 a5 10. b5 cxb5 11. e5 Rd5 12. Rxb5 Bf5 13. Rg5 Rc6 Svartur er ekki hræddur við framhladið 14. Bxd5Dxd5. 15. Rc7 Dxd4 16. Dxd4 Rxd4 17. Rxa8 Hxa8 18. f4 14. Bb2 Bd3 15. Hel Rcb4 16. e6 f5 Tekur e4 reitinn af riddaranum á g5. 17. Dd2 18. a4 19. h4 20. Rc3 Hótar að vinna e-peðið .. Bxg5 22. hxg5 Hxe6 21. Rxd5 Itxd5 22. He5 Rc7 23. d5 Bg7 24. Rf7 HxR Um annað er tæpast að ræða. 25. exf7 Kxf7 26. Hxe7 Þetta virðist besti Ieikurinn. 26. Dc3 Bxe5 27. Dxe5 Re8 og svartur sleppur. 26.... Kxe7 27. Bxg7 Rxd5 28. Hel Kf7 29. Dh6 Db4 30. He5 Rf6 Þetta er mjög góður leikur, sem kemur i veg fyrir sóknaraðgerðir hvits á köngsvængnum. 31. Bxf6 Kxf6 32. f4 Betri möguleika gaf framhaldiö 32. Dg5 Kxe5 33. Dxd8 sérstaklega með tilliti til þess hve gifurlegu timahraki báðir voru i. 32. ... Hd7 33. He8 Db6 Bh6 Had8 Hf6 með 21. Til greina kom 33. h5 en svartur getur svarað þvi með 33. ... Db6 og Dd8 sem valdar alla reiti umhverfis svarta kónginn. 33. ... Be4 34. Hf8 Ke6 35. Dg5?? Dxf8 gefið. Freysteinn hafði hvitt gegn Forintos og virtist fá góða stöðu upp úr byrjuninni, en furðulegar veikingar á kóngsvæng og mið- borði breyttu góðri stöðu i tapaða, og Ungverjinn vann örugglega. Magnús Sómundarson hefur teflt ágætlega á mótinu og vann nú siðast Tringov frá Búlgarfu. Magnús Sólmundarson hafði hvitt gegn Tringov og náði fljót- lega rýmra tafli sem hann not- færði sér vel til sigurs. Virðist auðséð að Magnús hefur sjaldan teflt betur en i þessu móti, en vissulega veldur Tringov von- brigðum. Ingvar Asmundsson hafði hvitt gegn Friðriki, og tefldu þeir Sikil- eyjarvörn. Friðrik færöi sér vel i nyt nokkra ónákvæmni Ingvars og vann skemmtilega i 28 leikj- um. Hvitt: Ingvar Asmundsson Svart: Friðrik ólafsson. Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 Hér leikur Fischer 6. Bf4 e5, 7. Be3 Rf6 8. Bg5 6. c4 Rf6 7. Rc3 a 6 8. Ra.'t Be7 9. Be2 0-0 10. 0-0 b6 11. Be3 Bb7 Guðmundur valdi aðra leið i skák sinni við Kristján i 3. um- ferð. 11...Bd7 12. f3 Db8 13. Del Ha7. 12. Rc2 Bronstein var litið hrifinn af þessum leik betra. og taldi Hcl vera 12 Hc8 13. f3 He8 14. Dd2 Re5 15. b3 d5 Talið er að svartur sé laus úr öllum vanda ef honum tekst að leika d5 i Sikileyjarvörn sér að meinalausu og sannast það áþreifanlega í þessari skák. 16. exd5 exd5 17. Rxd5 Bxd5 18. cxd5 Rxd5 19. Bd4 Bg5 20. Ddl Heima er best. Hvitur gat ekki leikið 20. f4 vegna Rxf4 21. Hxf4 Bxf4 22. Dxf4 Hxc2 og svartur vinnur. T.d. 23. Bdl Rd3 20.... Dc7 21. Bxa6 Hcd8 Svartur hirðir ekki um að drepa á c2 þótt það ætti að nægja til sigurs. 21. ... Dxc2 22. Bxc8 Dxc8. 22. Hel Rc3 Þrumulcikur. Hvita drottningin á engan reit, en Ingvar leikur þó nokkra leiki i viðbót. 23. Bxe5 Hxe5 Hér gat Friðrik leikið 23. ... HxD 24. BxD Hexel 25. Rxel Hxal 26. Bg3 Bd2 27. Kfl Hxa2 og svartur vinnur, en þessi leið er heldur tafsamari en sú sem hann velur. 24. Dxd8 Bxd8 25. Hxe5 Dxe5 26. Hel Dc5 Þar fór siðasta vonin. 27. Kfl Kf8 gefiö. Miðbragð Velimirovic hafði hvitt gegn Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.