Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 ANNALL samskipta Solzjenitsins og sovéskra yfirvalda Þegar þessar linur eru skrifaðar eru þær fréttir nýkomnar inn úr dyrunum — óstaðfestar samt — að Solzjenitsin hafi verið fluttur nauðugur til Vestur-Þýska- lands eftir að hann var i gær handtekinn. 1 fljótu bragði ætti að vera auðvelt að útskýra hvers vegna brugðið væri á það ráð i stað þess að höfða mál gegn rithöfundinum fyrir „óhróður” um Sovétrikin” sem þarlend blöð hafa sakað hann um. Eins og i ýmsum fyrri tilvikum telja sovésk yfirvöld að raddir frægra and- ófsmanna heyrist siður um heiminn ef að þeir sjálfir eru komnir úr landi. Og auk þess njóta þá þeir andófsmanna sem eftir sitja ekki lengur beinnar eða óbeinnar verndar heimsfrægðar þeirra sem sendir eru úr landi, sviptir borgararétti osfrv. Hér verða stuttlega rakin samskipt Solzjenitsins við sovésk yfirvöld. Árið 1944. Solzjenitsin, sem lokið hafði háskólanámi i stærðfræði og eðlisfræði, er höfuðsmaður i sovéska stórskotaliðinu i Austur-Prússlandi. Hann skrifast á við æskuvin sinn, Vitkevitsj, sem er einnig á vigstöðvunum og láta þeir óvirðuleg orð falla m.a. um herstjórn Stalins. Fyrir bréf þessi eru þeir handteknir. Solzjenitsin er dæmdur' i átta ára fangabúðavist. Um tima er hann i sérstökum búðum fyrir sérfræðinga — sú dvöl verður honum siðar uppistaða i skáldsöguna 1 fyrsta hring. Árið 1953. Solzjenitsin hefur afplánað dóm sinn, en hann má ekki, frekar en aðrir fyrrverandi fangar, velja sér bústað sjálfur. Hann er þrjú ár i út- legð i litlu þorpi i Kazakstan. Hann hefur fengið krabba- mein i fangabúðunum, en læknast af þvi. Þessi timi verður honum siðar efniviður i skáldsöguna Krabbadeildina: Þar er lýst upphafi hlákunnar svonefndu i sovésku þjóðlifi —- viðureign fyrrverandi fanga og fulltrúa þeirra, sem áður sendu menn i fangabúðir. Árið 1957. Hlákan svonefnd er á góðum vegi með að bræða það af isum, sem hún komst yfir. Árið áður hafði Krúsjof flutt ræðu sina á tuttugasta flokks- þinginu um lögleysur og fjöldahandtökur á dögum Stalins. Solzjenitsin er einn þeirra sem hlýtur fulla uppreisn æru, og er þvi lýst yfir að sekt hans hafi engin verið. Hann flyst úr útlegð til Rjasan og tekur þar upp kennslu og byrjar að setja saman bækur. Árið 1962. Solzjenitsin kemur með handritið að Degi i lifi ívan Denisovitsj til skáldsins Tvardovskis, sem á sæti i miðstjórn Kommúnista- flokksins og er ritstjóri þess timarits sem djarflegast er, Novi Mir. Tvardovski fær Krútsjof til að styðja það, að þesi hófstillta og áhrifamikla frásögn um hversdagsleik pólitiskra fangabúða komi á prent. Þetta var fyrsta sovéska bókmenntaverkið um þetta efni og hlaut mikið lof i öllum málgögnum, og það var borið upp til Leninverðlauna. 1963-'64. Handrit að fjölmörgum verkum og svo minningarit berast i striðum straumum til sovéskra útgáfufyrirtækja og timarita. Þó nokkuð er birt. Um leið fer að bera á andófi gegn þessu uppgjöri — mörgum þeim sem fóru með ábyrgð á Stalinstimum finnst bersýnilega nærri sér höggvið, aðrir „vita ekki hvernig þetta endar” fyrir sovéskt fyrir- komulag. Ivan Denisovitsj fékk ekki eðlilega meðferð fyrir Leninverðlaunanefnd 1963, vegna þess að i fyrsta sinn er reynt að læða af hálfu vissra aðila að orðrómi um að ekki hafi allt verið með felldu með framgöngu Solzjenitsins i striðinu. Tvardovski fær vitnisburð frá heryfirvöldum um hið gagnstæða, en það er of seint. Krúsjof er vikið frá i október 1964. 1965. Smærri sögur um samtima- mál sem Soízjenitsinhefur birt i Novi Mir sæta æ meiri gagn- rýni i blöðum. Lögreglan gerir upptækt hjá einum af kunn- ingjum höfundar handrit að I fyrsta hring og ýmis handrit og minnisblöð önnur, m.a. leikritið Veislu sigurvegar- anna, sem Solzjenitsin setti saman i beiskju fangabúða- dvalar og hefur jafnan afneitað siðan. Það verk hefur hvergi komið út á prenti, en engu að siður helur síðar meir ekki verið vitnað meir i neitt verk Solzjenitsins i sovéskum blöðum en i þetta eina handrit, sem er i vörslum leynilög- reglunnar. 1966. Frá þvi snemma á árinu er hætt að minnast á Solzjenitsin og verk hans i greinum um sovéskar bókmenntir. Siðasta smásagan sem birt er á prenti eftir höfundinn kemur i Novi Mir, en einmitt á þvi ári hefur pólitisk deild hersins bannað herbókasöfnum að kaupa það rit vegna þess hve siðspillandi það sé. Tónskáldið Sjostakov- itsj, rithöfundarnir Tsjúkovski og Pátovski, visindamaðurinn Kapitsa o.fl. senda miðstjórn Kommúnistaflokksins bréf þar sem þeir biðja um eðlileg starfsskilyrði fyrir Solzjenitsin. Þeir fá ekkert svar fremur en aðrir, sem siðar bera upp hliðstæðar óskir, eins og t.d. selló- leikarinn Rostropovitsj. Siðar á árinu er Solzjenitsin meinað að hitta lesendur sina enda þótt ýmsir starfshópar vilji bjóða honum til upplestrar og samtals. 1967-'68. Solzjenitsin hefur lokið við Krabbadeildina og fyrsti hluti sögunnar verið settur fyrir Novi Mir. Henni var kippt til baka á þeim grundvelli að um andsovéskt verk væri að ræða. Um sama leyti kemur sú bók og I fyrsta hring út á Vestur- löndum án vilja og vitundar Solzjenitsins — er talið að leynilögreglan KGB hafi sjálf átt hlut að þvi máli til þess að spilla fyrir rithöfundinum heima fyrir. Þvf að i sama mund er opinskátt farið að ásaka hann i Sovét fyrir að verk hans séu notuð i þágu andsovésks áróðurs fyrir vestan. 1969-71. Solzjenitsin er rekinn úr sambandi sovéskra rit- höfunda. Nokkru siðar er Tvardovski bolað frá ritstjórn Novi Mir og svo allmörgum nánustu samstarfsmönnum hans. Haustið 1970, nokkru eftir að út kemur á Vesturlöndum hin sögulega skáldsaga Solzjen- itsins, Agúst 1914, eru honum veitt Nóbelsverðlaun i bókmenntun. Uppfrá þvi harðnar herferð gegn honum heima fyrir um allan helming. Veitingin er i Moskvu sögð vottur um sérstakan fjand- skap við Sovétrikin, og dipló- matiskum ráðum beitt til að koma i veg fyrir afhendingu verðlaunanna. Sjálfur vill rit- höfundurinn ekki fara úr landi af ótta við að sér verði ekki leyft að snúa heim aftur, og Gierow, ritara Sænsku akademiunnar, er synjað um leyfi til að koma til Moskvu og afhenda Solzjenitsin Nóbels- verðlaunapeninginn heima hjá honum. Að sögn vinar skáldsins, Zj. Médvédéfs, er um þetta leyti gripið til hinna furðulegustu ráða til að sverta mynd hans i augum almennings. Meira að segja er tvifari hans látinn slá um sig á veitingahúsum með fyllirii og kvennafari og komið er að i erlendum blöðum til- búningi um mikla bilaeign höfundar, þá er og mikið gert úr þvi, að einhverjir af löngu liðnum ættingjum hans hafi verið rikir. 1973-74. Sovésku leynilögreglunni tekst að fá kunningjakonu Solzjenitsins til að visa sér á handrit að bókinni „Eyja- klasinn Gúlag” Fremur hún að sögn rithöfundarins sjálfs morð að þvi loknu. Hann ákveður þá að bókin, en afrit af henni var úr landi komið, skuli koma út. En ritið er skýrsla, byggð á eigin Frh. á bls. 15 Svava Jakobsdóttir: Sósíalistar fordœma slíkt Þegar Alexander Solzhen- itsyn höfðu verið veitt Nóbels- verðlaunin, sendi Rit- höfundafélag Islands honum bréfkorn sem hafði að geyma heillaóskir og þakklæti félags- manna til hans fyrir baráttu hans i þágu hins frjálsa orðs. Ég var þá ritari félagsins og það kom i minn hlut að annast framkvæmdir og setja bréfið i þann flöskupóst sem flytur slik erindi til rithöíunda sem eru í ónáð hjá stjórnvöldum sinum. Og liklega hefur bréfið rekið á annarlega strönd þvi aldrei barst neitt svar frá Solzhenitsyn né viðurkenning á móttöku þess. Liklega höfum við heldur ekki búist við svari, en við töldum skyldu okkar að sýna - starfsbróður samhug og stuðning við timamót er okkur bauð I grun að mundu skerpa deilurnar milli hans og stjórnarinnar. Þetta bréfkorn Rithöfundafélags Islands er ekki nema eitt af ótölulegum erindum sem skrifuð hafa verið Solzhenitsyn til stuðn- ings siðan ofsóknirnar gegn honum byrjuðu. Fjölmörg samtök viðs vegar um heim hafa mótmælt og fordæmt of- sóknir sovéskra stjórnvalda á hendur honum og öðrum rit- höfundum og menntamönnum og reynt bæði leynt og ljóst að fá þessi yfirvöld til að taka sönsum. En án árangurs. Sósialistar um alla Vestur- Evrópu fordæma þessar aðgerðir i riki sem kennir sig við sósialisma og þeir fyllast reiði og harmi yfir þvi að Rússum skuli vera annara um þann arf er keisaratimatilið skilaði þeim i hendur, er skáldið i fangabúðum Siberiu hét Dostójevski en ekki Solzhenitsyn og gagnrýni á rikjandi stjórnvöld var refsi- vert athæfi, en þær hugsjónir frelsis, endurnýjunar og óþrjótandi skoöanaskipta, sem sósialisminn byggist á. En nú er ekki timi til fræði- legrar vangaveltu um þátt þjóðlegra erfða i sovéska „sósíalismanum”. Nú er timi til að mótmæla. Mótmæla handtöku Solzhenitsyns og brottflutningi hans úr landi. Mótmæla daufheyrn sovéskra yfirvalda við mótmælum okkar. Vel mega þeir vita, að sósiaiistar fordæma framferði þeirra ekki siður en aðrir, og vel mega þeir vita, að rit- höfundar hvarvetna, hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir þeirra eru. fordæma skerð- ingu hins frjálsa orðs. Þvi rit- höfundar vita hvað er i húfi. Sé þeim meinað að skrifa eftir eigin samvisku, hefur dauða- dómur yfir þeim verið kveðinn upp. Alþjóðleg verkalýðsráðstefna: „Þjóðnýtum olíufélögin” Um helgina var haldin ráðstefna þriggja alþjóð- legra verkalýðssambanda i Genf. Samböndin eru Alþjóðasamband járn- iðnaðarmanna, Alþjóða- samband verkamanna í matvælaiðnaði og Alþjóða- samband verkamanna í efnaiðnaði. Voru þátttak- endur frá Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og Afríku. I áiyktun frá ráðstefnunni segir ma.: „Við styðjum skjótráðar aðgerðir sem beinast að þvi að takmarka gifurlegan gróða oliu- félaganna og að þvi að sam- félagið yfirtaki hann með nýjum skattaáiögum. Alit okkar er að einokun oliufélaganna beri að afnema og að setja beri þau undir stjórn almennings.” Aðalritari Alþjóðasambands járniðnaðarmanna, sem boðaði ráðstefnuna, segir: „Að undan- förnu hafa oliuhringarnir sem bera mesta abyrgð á orkukrepp- unni safnað auknum gróða og haldið uppteknum hætti við að beina efnahagsþróun heimsins i þá farvegi sem þeim eru hag- stæðastir. Þetta hafa þeir gert i leynilegu samstarfi við ihalds- stjórnir, iðulega i löndum sem þeir hafa löngum arðrænt.” Dan Bennedict.^nnar aðalritari Alþjóðasambands járniðnaðar- manna.segir svo um ályktunina: ,.Við krefjumst aðgerða þjóð- legra og alþjóðlegra stofnana sem lúta samfélagslegri stjórn i þá veru að þær taki i sinar hendur yfirstjorn oliulinda, hráefnaöflun og starfsemi fjölþjóðlegra fyrir- tækja.” _þH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.