Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. febrúar 1974. Abyrgðarleysi að taka við loðnu — ábyrgðarleysi að neita loðnumóttöku? Rætt um móttökubann á loðnu og yfirstandandi kjarasamninga Pétur Sigurðsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi neðri deildar alþingis i gær og beindi nokkrum spurningum til sjávar- útvegsráðherra varðandi bann 5 loðnuverksmiðja við loðnumót- töku og varðandi stöðuna i kjara- samningunum. Sagðist Pétur bera fram spurningar sinar i til- efni af viðtali við einn samninga- nefndarmann verkalýðsfélag- anna (Guðmund J. Guðmunds- son), sem birtist i Þjóðviljanum, þar sem vikið var að þvi, að rikis- stjórnin ætti að taka verksmiðj- urnar af þeim eigendum, sem neituðu loðnumóttöku. Pétur spyr Spurningar Péturs vour þrjár. 1. Hvaða ráðstafanir hyggst rikisstjórnin gera til að haldið verði áfram móttöku loðnu i verk- smiðjum og hjá frystihúsum? 2. Hyggst rikisstjórnin beita áhrifum sinum til að verkalýðsfé- lögin veiti undanþágu til loðnu- vinnslu upp á væntanlega samn- inga? 3. Hvað liður samningum við sjómenn? Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðh. sagði, að hann hefði að undanförnu átt itarlegar við- ræður við forsvarsmenn verk- smiðjueigenda á Suðvesturlandi. Árangur þeirra viðræðna væri sá, að samtök þessara verksmiðju- eigenda hefðu nú gefið út nýja opinbera tilkynningu þar sem þeir skýra frá þvi, að áfram verði tekið við úrgangsloðnu frá frysti- húsunum og að þetta sé gert fyrir tilmæli frá rikisstjórninni. Loðnu- frysting muni þvi halda áfram hér sem annars staðar. Haldið er áfram almennri móttöku loðnu alls staðar annars staðar á land- inu, nema hjá þessum 5 verk- smiðjum á Suðvesturlandi, þar á meðal hjá öðrum verksmiðjum hér á Faxaflóasvæðinu. Verksmiðjurnar 5 voru fullar Þessar 5 verksmiðjur voru yfir- leitt fullar hvort sem var og gera ekki mikið meira en hafa undan að vinna þann úrgang, sem til fellur frá frystihúsunum, nema þá helst verksmiðjurnar 2 i Reykjavik. Það er þvi ekki fyrr en fer að ganga á birgðarnar, sem það kemur i ljós i alvöru, hvort þessar verksmiðjur ætla i raun og veru að taka sig út úr og skerast einar úr leik og neita móttöku, þótt rými verði fyrir hendi. Rikisstjórnin hefur átt marga fundi með báðum samningsaðil- um i kjarasamningunum og skip- að sáttanefnd. Astæða er til að ætia að nú miði alivei áfram i samningamálunum og ég hef ekki trú á aö til verkfalla komi. Verkalýðsfélögin hafa þegar svarað neitandi beiðni um undan- þágu til loðnuvinnslu ef til verk- falls kemur, og iiggja til þess ástæður, sem Pétur Sigurðsson ætti að þekkja. Rikistjórnin hefur ekki talið ástæðu tii að leitast við að knýja verkalýðsfélögin sér- stakiega til að veita slika undan- þágu. Það er misskilningur, að loðnu- hráefni sé einhver sérstakur voði búinn þótt það liggi nokkuð lengi i geymslu. Það er hægt að vinna loðnuna löngu eftir að henni er landað, og mörg dæmi þess að slikt hráefni hafi verið unnið a.m.k. mánuði eftir löndun. En auðvitað á þá einhver rýrnun sér stað. Um sjómannasamningana er það að segja, að búast má við að aðilar þurfi talsverðan tima enn til að ljúka samningum, en þar hafa engin verkföll verið boðuð. Sú samningsgerð er ekki sist erfið vegna þess, að útgerðarmenn heimta skert kjör hjá þeim sjó- mönnum, sem á skuttogurunum vinna, en sjómenn vilja ekki á slikt fallast. Er loönu fleygt í sjóinn? Ráðuneytið lætur kanna sögu- sagnir um að svo og svo miklu af loðnu hafi verið dælt i sjóinn nú þegar vegna löndunarbannsins. Ráðherrann kvaðst vita til þess, að nokkuð af loðnu, sem ætluð var i frystingu, hafi reynst óhæft til þess vegna átu, sem ekki hefði komið fram áður. Hann kvaðst einnig vita um nokkur tilvik, þar sem um hefði verið að ræða litla báta, er ekki treystu sér til langr- ar siglingar, og hefðu þvi snúið sér til sin vegna vandræða með löndun hér á Reykjavikursvæð- inu. Ég hef i nokkrum slikum til- vikum komið að máli við verk- smiðjueigendur, sagði Lúðvik, og vandinn þá jafnan verið leystur. Hafi einhverjir orðið að fleygja afla sinum i sjóinn, þótt móttöku- skilyrði væru fyrir hendi, þá tel ég að slikt byggist á alveg furðu- legri framkomu af hálfu viðkom- andi verksmiðju. Varðandi gang mála i smærri atriðum i kjarasamníngum sagði ráðherrann, að það væri alkunna að aðilar óskuðu ekki eftir itar- legum opinberum umræðum um þau mál, og það væri þvi ekki hyggil, að rikisstjórnin gæfi um þau efni nákvæmar daglegar skýrslur á alþingi. Pétur Sigurðsson tók aftur til máls og fáraðist yfir „vitlausum yfirlýsingum” samninganefndar- manna um að rikisstjðrnin ætti að yfirtaka verksmiðjurnar fimm, og deildi á rikisstjórnina fyrir að knýja ekki verkalýðsfé- lögin til að veita undanþágur til loðnuvinnslu, ef til verkfalls kæmi. Jón Snorri Þorleifss. sagði að Pétur Sig. talaði um „vitlausar yfirlýsingar” samninganefndar- manna verkalýðshreyfingarinn- ar, en hann vildi biðja menn að taka vel eftir þeirri yfirlýsingu, sem Pétur Sigurðsson hefði gefið i ræðu sinni hér áðan. Hann hefði þar tekið mjög undir kröfu at- vinnurekenda um sérstakar und- anþágur, er verkalýðsfélögin hafi nú þegar hafnað. Þessar kröfur hafi atvinnurekendur leyft sér að bera frám, þrátt fyrir að það til- boð, sem þeir loks gerðu verka- lýðshreyfingunni fyrir nokkru siðan eftir margra mánaða samningaþóf, hafi falið i sér kauplækkun. Þessa kröfu atvinnurekenda lýsi svo Pétur Sigurðsson sérstök- um stuðningi við hér inni á al- þingi, maður sem þó hafi á und- anförnum árum lengi átt sæti i stjórn verkalýðsfélags. Háþróuð spilamennska verkalýðshreyfingarinnar Sverrir Hermannsson sagði það rétt hjá sjávarútvegsráðherra að geyma mætti loðnuna all lengi og samt væri hægt að nýta hana, en engu að siður væri um verulegt tjón að ræða vegna rýrnunar. Hann sagði, að hásetahlutur á skuttogurum væri að jafnaði um 100.000.- krónur og auk þess fritt fæði og ýmis friðindi. Þetta væri svo sem ekkert of mikið að dómi útgerðarmanna, en reksturs- grundvöllur væri bara ekki fyrir hendi til að bera þetta kaup. Skipshöfnin fengi nú jafn mikið i sinn hlut og áður, þótt fækkað hafi veri úr 31 manni i 23 á skipi. Sverrir sagði það forherðingu hugans hjá Jóni Snorra, að hneykslast á þvi þótt Pétur Sig- urðsson hvetti til þess að upp- gripaveiði á loðnu verði ekki stöðvuð. Það væri til marks um mjög háþróaða spilamennsku innan „þessarar verkalýðshreyf- ingar”, ef slik sjónarmið mættu ekki koma fram. Lúðvik Jósepsson talaði aftur og sagði, að það sæmdi illa Pétri Sigurðssyni,að tala um „vitlaus- ar yfirlýsingar” einstakra samn- ingamanna verkalýðsfélaganna. Og Lúðvik sagði: Pétur Sigurðs- son viðhafði hér ummæli sem voru býsna merkileg og þeirra verður áreiðanlega minnst. Þing- maðurinn sagðist harma að ég hefði tekið undir þá skoðun, að rétt væri að ætlast til þess, að verksmiðjurnar haldi áfram að taka á móti loðnu hér við Faxafló ann, eins og allar aðrar verk- smiðjur á landinu. Hann er ekki mikið að hugsa um hagsmuni sjó- mannanna þegar hann segist harma, að ég skuli hafa slikt við- horf. Er áhættan nokkuð minni hjá verksmiðjunum, sem halda áfram af krafti? Þessi háttvirti þingmaður mælir upp i þeim fáu verksmiðju- Frh. á bls. 15 A\ niiií tíSÍKÍttt' 1110:11 ií i nn TjíTií þingsjá þjóðviljans Jónas Árnason á þingi i gær Styðjum Solzjenítsin En styðjum líka fólk sem verður fyrir ofsóknum Jónas Arnason kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár i neðri deild alþingis i gær og gerði að umræðuefni þá nauðsyn sem væri á að mót- mæit yrði kröfutuglega ofsóknum sovéskra stjórnvalda gegn rithöfundinum Solzjenitsin, handtöku hans og nauðungarflutningi úr landi. Við birtum hér meginefnið úr ræðu Jónasar, en auk hans tóku til máls Ingólfur Jónsson, Einar Ágústsson utanrikisráðherra Matthías Á. Mathiesen og Benedikt Gröndal og einnig talaði Jónas aftur. í efri deild urðu einnig umræður um sama efni utan dagskrár, en þar kvaddi sér fyrstur hljóðs Þorvaldur Garðar Kristjánsson, en auk hans töluðu utanrikisráðherra, Halldór Blöndal, Geir Hallgrimsson og Stefán Jónsson. Jónas sagði: „Ég þarf vonandi ekki að taka fram, að ofsóknir þær og sú kerfisbundna grimmd, sem þessi ágæti rússneski rithöf- undur hefur orðið að sæta af hálfu stjórnvalda i heimalandi sinu, valda mér og öðrum Al- þýðubandalagsmönnum engu minni gremju, engu minni réttlátri reiði en háttv. þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. I hádegisfréttunum núna áðan var frá þvi sagt, að Solzjenitsin væri kominn til Vestur-Þýskalands, og þessa stundina dvelst hann að öllum likindum á heimili Heinrichs Böll. Það er svo sannarlega ánægjulegra að vita af honum þar heldur en til að mynda á geðveikrahæli eða i dýflissu, jafnvel i dýflissu dauða- dæmdra, eins og margir óttuðust, að mundu verða af- drif hans eftir handtökuna i gær. Þessu fögnum við. En hinu skulum við ekki gleyma, að Solzjenitsin fór þessa ferð nauðugur. Þrátt fyrir allt vildi hann, þessi mikli ættjarðar- vinur, vera heima. Hann var tekinn með valdi og sendur I þessa útlegð, og þar voru þeir að verki, sem i krafti kerfis- ins, i krafti opinberrar skrum- skælingar á réttu og röngu, telja sig þess umkomna að úr- skurða, hvað sé sönn, rúss- nesk ættjarðarást-og þá um leið, að þessi maður, Solzjenitsin, sé þjóðniðingur og landráðamaður. Sú niður- læging mannréttinda, sem þeir aðilar byggja vald sitt á, og m.a. valdið til þess að taka Solzjenitsin nauðugan og senda hann i útlegð, það kerfi heldur áfram þar austur frá og sú staðreynd er siður en svo neitt fagnaðarefni. Auðvitað hljótum við Is- lendingar að láta i ljós samúð hvar sem er og siðferðilegan stuðning við Solzjenitsin og aðra þá, sem orðið hafa að sæta afarkostum af hálfu hins rússneska rang- lætis, — ella mættum við niðingar heita. En við skulum ekki gleyma þvi, að þaö er fleira ranglæti i heiminum en rússneskt ranglæti. Og það er von min, að þessir atburðir verði til þess, að við Islending- ar tökum upp manndómslegri hegðun heldur en við höfum hingað til sýnt varðandi það ranglæti, sem aðrir sýna bar- áttumönnum frelsis og mann- réttinda, ranglæti, sem oft á tiðum er siður en svo af- sakanlegra, siður en svo mildara heldur en hið rússneska ranglæti. Ofsóknunum gegn David Ellesberg hinum bandariska. ættjarðarvini, þeim sem var kærður fyrir „þjóðhættulegt” athæfi eins og Solzjenitsin, birtingu Pentagonskjalanna svonefndu, þar sem skýrt var frá margvislegum og við- bjóðslegum glæpaverkum bandariskra ráðamanna, þeim ofsóknum hefur aldrei veriðmótmælt, svo að um hafi munað; af hálfu okkar Is- lendinga, og er okkur litill sómi að þvi. 1 skjóli þess hernaðarbandalags, sem við íslendingar erum aðilar að, I skjóli þess herveldis, sem við Islendingar leyfum afnot af landi okkar, viðgengst fasist- iskt stjórnarfar I Grikklandi, stjórnarfar sem hneppt hefur margan griskan solzjenitsin i fangelsi og pyntað og hrakið og tekið af lifi. Þeirri fasista- stjórnogþeim ódæðum öllum höfum við Islendingar sýnt svo mikið umburðarlyndi, svo mikið afskiptaleysi, að við hljótum að bera kinnroða fyr- ir. Það herveldi, sem hefur herstöð hér á Islandi til þess að vernda frelsi og mannrétt- indi samkv. útleggingum vissra samlanda okkar, þetta herveldi hefur lika herstöðvar á Spáni, þar sem tiu verka- lýðsforingjar voru nýlega dæmdir, fyrir mannréttinda- baráttu ýmiss konar, i 12—20 ára fangelsi hver. Sú svivirða lét okkur Islendinga svo lltt snortna, að af öllum islensk- um fjölmiðlum var það aðeins eitt dagblaðið sem sagði frá henni. Ég vænti þess, að ég vil leyfa mér að vona það af ein- lægni, að allir góðir ís- lendingar hugleiði þetta núna, þegar við sameinumst um að mótmæla vegna þeirra ódæða sem hið rússneska ranglæti drýgir. Ég vænti þett, að allir góðir íslendingar séu mér sammála um, að jafnframt þvi sem við fordæmum slik ódæði, þá hljótum við einnig, og ekki siður, að fordæma þau ódæði, sem unnin eru af ýms- um þeim, sem standa okkur nær i þvi veraldarkerfi, sem nú rikir, og eru raunar sumir bandamenn okkar. Það eigum við aðgera, og það hljótum við að gera, ella megum við svo sannarlega niðingar heita”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.