Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 1
UOmiUINN Sunnudagur 28. júli 1974 — 39. árg. —135. tbl. OPIÐ OLL KVOLD TIL KL. 7, NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 '&mt ÞAÐBORGAR SIG AÐ VERZtA í KRON JAKOB JÓHANNESSON SMÁRI: ÞINGVELLIR Sólskinið titrar hægt um hamra og gjár, og handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himinninn breiðir faðm jafnfagurblár sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu. Og hingað mændu eitt sinn allra þrár. Ótti og von á þessum steinum glóðu. Og þetta berg var eins og ólgusjár, — þar allir straumar landsins saman flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, — höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár, sem timi og dauði i sama köstinn hlóðu. Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár sem þyt i laufi á sumarkvöldi hljóðu. BLAÐIÐ í DAG Guftm. Böftvarsson Hjörleifur i tilefni þjóðhátíöar er Þjóð- viljinn í dag samtals 3i6 síður í tveimur blöðum. Við birtum á blaðsiðu 7 í þessu blaði þjóðhátíðarIjóð Guðmundar Böðvarssonar, skálds, sem nú er nýlega lát- inn. Þetta er siðasta Ijóð skáldsins. Á blaðsíðu 8 er, ef ni f rá Hjcyr- M leifi Gijittormssyni, Neskaup- stað: Á slóðum f rumbyggjaJá# Austurlandi. Nú aka margir hringveginn, og við hvetjum fólk til að gefa sér tíma til að leggja lykkjur á leið sína. Á blaðsíðu 2 er grein, sem nefnist: Hringferð um Vatnsnes og Vesturhóp. ,,Við eigum þetta land, og það okkur", heitir leiðari blaðsins á blaðsíðu 6. Forsíðumyndin frá Þing- völlum á aukablaði Þjóðvilj- ans í dag er tekin af Mats Wibe Lund, jr. 4 Teikning, sem fylgir efninu: Stéttabarátta á söguöld, á blaðsíðu 16 í aukablaðinu er eftir Harald Guðbergsson. Gleðilega þjóðhátíð Þessi ungi áhugaljósmyndari fagnaði þjóðhátiftardegi 17. júnf s.l. i Ar- bæjarhverfinu i Reykjavlk með þvl að taka myndir I ýmsar áttir. Von- andi finnur hann niörg skemmtileg myndaefni á þjófthátiðinni á Þing- völlum i dag, ef hann skyldi leggja þangað leið sina ásaint þúsundum tslendinga, ungum og gömlum (Ljósm. Sdór) 1970 Þjóðhátíð Þingeyinga Þeir telja Náttfara fyrsta landnámsmanninn og hafa varla minna til síns máls en þeir sem halda Ingólfi fram Eins og kunnugt er hafa flestir haft fyrir satt að byggö Islands hafi hafist með landnámi Ingólfs Arnarsonar í Reykjavik, en hér eru Þingeyingar þó á öðru máli og hafa óneitanlega nokkuð til síns máls. Samkvæmt Land- námu settist annar maður að á landinu til fulls og alls á undan Ingólfi, en sá var Náttfari, þræll Garðars Svavarssonar, sem sigldi til islands nokkrum árum fyrr en Ingólfur. Náttfari. „eignaði sér ... Reykjadal og hafði merkt á viðum." En ofrikisfullur nágranni flæmdi Náttfara af því jarðnæði „og lét hann hafa Náttfaravík." Þingeyingar láta svo heita aö Náttfari hafi fest byggð sina 870, og er sú timasetning varla óná- kvæmari en hin, sem Sunn- lendingar hafa fyrir sanna hvað Ingólfi viðvikur. t samræmi við þetta héldu Þingeyingar sina þjóðhátið i minningu ellefu hundruð ára landnáms Islands fjórum árum fyrr en aðrir lands- menn. Stóð sú hátið i þrjá daga á Húsavik, 21.-23. ágúst 1970, og einnig á Laugum. Að hátiða- höldunum stóðu Húsavikurbær. Héraðssamband Þingeyinga, Kvenfélagsamband Suður-Þing- eyinga og Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga. Voru hátiða- höldin hin fjölbreytilegustu og tókust með ágætum. A HUsavik var meðal annars myndlistarsýn- ing i barnaskólanum, þar sem meðal annars voru verk eftir sjö húsviska listmálara, Karl Kristjánsson fyrrv. alþingis- maður flutti þætti úr sögu Húsa- víkur á útisamkomu, iþróttafólk fór i skrúðgöngu og háði iþrótta- keppni og Leikfélag Húsavikur sá um kvöldvöku. Auk þess skemmtu kórar. lúðrasveitir og hljómsveitir. A laugum flutti Björn Teitsson magister aðalræðuna, en eitt helsta dagskráratriði var að fram kom stór og friður hópur kvenna i hinum ýmsu búningum, sem tið- kast hafa á landinu allt frá land- námi. Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.