Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Gleymið ekki útúr- krókunum þegar þið akið hringveginn mikla Si&unni blasir við hamraveggur mikill austan Sigriðarstaðavatns. Þetta eru Nesbjörg, 70-90 metra hátt klettabelti, en austan þeirra er Hópið. Þegar komið er fram hjá bæn- um Kistu við suðurenda Sigriðar- staðavatns, tekur við sveitin Vesturhóp, og þar er stórt stöðu- vatn i miðri sveit: Vesturhóps- vatn.Fyrsti bærinn sem þar blas- ir við á hægri hönd, er Vestur- hópshólar, landnámsjörð Harald- ar hrings. Þaðan liggur vegur beint suður á hringveginn hjá Vatnshorni i Linakradal. Frægastur bær i Vesturhópi er Breiðabólstaður sem stendur vestan við Vesturhópsvatn sunnanvert. Þarna hófst ritun is- lenskrar tungu árið 1117 er lögin voru færð þar i letur, en þarbjó þá Hafliði Másson. Hér hófst lika prentun bóka á tslandi árið 1540. Fleiri kunnir sögustaðir eru i Vesturhópi: Stóra-Borg stendur norðanvert við Borgarvirki mitt á milli Hóps og Vesturhópsvatns. Þar bjó Finnbogi rammi svo sem frá segir i sögu hans, áður en hann hrökklaðist til Trékyllisvik- ur. Við hópið nokkru norðar er Asbjarnarnes. Þar bjó á söguöld Viga-Barði Guðmundsson sem frá segir i Heiðarvigasögu. Fyrir miðju Vesturhópsvatni austanverðu ris Borgarvirki, áberandi blágrytisstapi. Hann er 177 m. yfir sjávarmál og er þaðan viðsýnt yfir láglendið umhverfis og til fjalla. Borgarvirki og tilurð þess er ráðgáta sem enginn hefur ráðið með vissu. munnmæli herma að Viga-Barði hafi látið hlaða virkið til að verjast árás Borgfirðinga eftir Heiðarvig, en ekki er sú frásögn i Heiðarvíga- sögu. Hinir fornu virkisveggir voru endurreistir að tilhlutan Húnvetningafélagsins 1949-1950. Bilfært er upp að virkinu. Skammt frá Asbjarnarnesi er bærinn Vatnsendivið norðurenda Vesturhópsvatns. Þar bjó Skáld- Rósa, Ólafur maður hennar og Natan Ketilsson i hneykslanlegu þribýli eftir að þau fluttust frá Lækjarmóti og áður en Natan fór að Illugastöðum. Rósa er lika oft kennd við Vatnsenda. Næsti bær við Vatnsenda er Gottorp. Þann bæ reisti Lauritz Gottrup lögmað- ur um 1695, og dregur bærinn nafn af honum. Þar bjó um skeið bú- höldurinn Asgeir Jónsson As- geirssonar frá Þingeyrum. Margir fagrir og forvitnilegir staðir eru i Vatnsendafjalli austanverðu og meðfram þvi. Fyrir ofan bæinn á Þverá er Illa- gilþar sem fossinn Banisteypist niður um 60 metra fall. Neðan við Bana eru skriður hvitar af brennisteinskis, liklega leifar gamals hverasvæðis. Sums stað- ar við fjallsrætur er votlendi þar sem vaxa ilmsterkar jurtir, s.s. reyr og hvönn. Viða eru friðsælir eyðidalir og falleg fjallavötn sem framskriðnir hólar hafa króað inni. Þegar menn hafa skoðað Borgarvirki og eru staddir við suðurenda Vesturhópsvatns, er hægt að aka annað hvort sem leið liggur á hringveginn i Linakradal eða sveigja austur á bóginn hjá klettakambi miklum sem heitir Björg.og er þá komið á Norður- landsveginn hjá Auðunarstöðum i Viðidal. —«y- Lágtekjufólkið Ólíklegt er komi ekki Menn hafa nokkuð velt þvi fyrir sér, hvort Taylor, sá er dæmdur var i fangelsi og fésektir fyrir land- helgisbrot, muni koma aftur til Islands, þegar mál hans verður tekið fyrir i Hæstarétti. Á Seyðisfirði var Taylor dæmdur i 1,2 miljón króna sekt og 30 daga varðhald, en afli og veiðar- færi, sem gerð voru upptæk, voru metin á rúmar 6 miljónir króna. Liklega verður saksóknari er, að um nokkra framhaldsrann- fljótur að ganga frá málinu i sókn verði að ræða. Eru þvi mest- hendur Hæstaréttar og óliklegt ar likur til að Hæstiréttur felli að Taylor Taylor dóm i málinu ekki siðar en i nóvember eða desember. Ólafur Walter Stefánsson, fulltrúi i dómsmálaráðuneytinu sagði, að ákveöinn hluti þeirrar fjárhæðar, sem Taylor var gert að greiða, áður en hann fór úr landi, hafi verið trygging fyrir þvi, að hann kæmi aftur. Sagði hann að ekki væri til samningur um framsal dæmdra manna milli Bretlands og tslands. Taldi Olafur þó óliklegt, að Taylor kæmi ekki, væri að breskir togaraskipstjórar væru yfirleitt ekki sérstaklega vel efnum búnir. Væri þvi liklegast að Taylor kysi fremur, að koma hingað, jafnvel þótt hætta væri á staðfestingu fangelsisdóms, en að standa út- gerðinni skil á öllu tryggingafénu. Slysadeild Borgarspítalans Kvartanir vegna mikils álags Slysadeild Borgar- spítalans þarf að sinná si- auknum slysum og meiðsl- um á fólki, en á sama tima er alltaf að aukast ásókn frá fólki sem ekki hefur lent i slysi né orðið fyrir meiðslum, heldur er haldið sjúkdómum eða þarf að bera fram kvartanir. Risaskurður i Siberiu Sverdlovsk, (APN). Við bæinn Kamen við fljótið Ob er hafin vinna við risastóran skurð, sém á að verða 280 km langur og liggja um hina þurru Kulundinskajas- steppu. Með þessari framkvæmd munu nokkrar þúsundir hektara lands fá vatn, og auk þess mun vatnsmagn i öðru siberisku fljóti, Irtjsj, þar sem skurðurinn endar, verða stöðugra, skurðurinn verð- ur 3—5 metra djúpur og 8—9 metra breiður i botninn, en 25 metra breiður að ofanverðu. 1 sambandi við skurðinn verða til- heyrandi stiflur og dælustöðvar. Skurðgreftrinum á að ljúka á fimm árum, og öllu verkinu á að vera lokið árið 1982. Slysum og meiðslum af öllu tagi fjölgar jafnt og þétt, segir i til- kynningu frá Borgarspitalanum. Slasað fólk utan af landsbyggð- inni er i sivaxandi mæli flutt á slysadeildina, og má segja að hún sinni nú stærri slysum fyrir stærsta hluta landsins. Hlutverk slysadeildar héfur lika frá upp- hafi verið að sinna þessu verkefni fyrst og fremst. Að undanförnu hefur hins vegar aukist til mikilla muna aðsókn fólks með alls kyns sjúkdóma og kvartanir sem ekki eiga erindi á slysadeild, heldur ætti að fá fyrir- greiðslu hjá heimilislæknum eða öðrum starfandi læknum i bæn- um. Sérstaklega er þetta áber- andi á kvöldin og á helgum. Það gefur auga leið að slysadeild, sem er yfirhlaðin verkefnum, er lúta aðslysamerðferðgetur ekki sinnt heimilislækningum og er þeim, sem á slikri aðstoð þurfa að halda mjög eindregið bent á að snúa sér til heimilislækna sinna eða ann- arra starfandi lækna i borginni. Bent skal á að utan venjulegs vinnutima er i göngudeild Land- spitalans heimilislæknir til við- tals á virkum dögum kl. 20—21 á laugardögum kl. 9—12 og 15—16. Slysum og meiðslum fjölgar stöðugt, og annrfkið á slysadeildinni eykst stöðugt. Myndin er tekin á slysadeildinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.