Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 28. júli 1974. Á slóðum frumbyggja... AF ERLENDUM Lón eöa Bæjarhr. heitir sveitin milli Eystrahorns og Vestrahorns, og eru um 25 km milli fjalla, en breitt sandrif lokar nú innfjöröum, Lónsfiröi og Papafiröi. Landnámsjöröin Bær I miöri sveit er nú I eyöi, þar sem forðum bjó Úifljótur hinn iögspaki. Þaöan lagöi Grimur geitskór, fóstbróöir hans, upp I landkönnun sina i lelt aö þingvelli fyrir unga þjóö. —Myndin er tekin frá Hvainesi viö Eystrahorn til suövestur. Brunnhorn og Vestrahorn skilja á milli Lóns og Hornafjaröar viö sjó fram, og biasa þessi fjöll viö frá þjóöbraut i Lóni, eins og myndin sýnir. Austan þeirra liggur Papafjöröur, nú grunnur og opnast i Papós, sem áður var skipgengur, og var samnefndur verslunarstaöur um tima á siðustu öld innst viö fjöröinn viö mynni Kastárdals. Lagöisthann af rétt fyrir siöustu aldamót og fluttist verslun þá til Hornafjaröar. Nokkru utar meö Vestrahorni eru Papatættur, óglöggar rústir litt kannaöar af fornleifafræöingum, en örnefnið mun vera ævagamalt Ingólfshöföi er basaltmyndun, um 1200 m á lengd og 750 m breiö- ur og ris 76 m yfir sjó. Sunnantil er hann vel gróinn, en yfir norð- urendann kembir sand úr fjörun- um beggja vegna og liggja þaö aö honum háir sandskaflar, og heitir Kóngsalda að vestanverðu. Fuglalff er mikið I björgum, og hið efra rikja svartbakur og skúmur. Umhverfi höföans hefur breyst mikiö frá þvi Ingólfur lagði hér knerri sinum fyrir 1100 árum, og ekki ails fyrir löngu féll út áll i vik austan höföans, en hvort tveggja er nú orpið sandi. I byrjun þessa árs var Ingólfshöföi friðlýstur að frumkvæöi Náttúru- verndarráðs og settar ákveönar reglur um umferö og bann við jarðraski. BÓKAMARKAÐI Der Neue Brocknaus. Lexikon und Wörterbuch in Fitnf Banden und Einem Atlas. Filnfte, völlig naubear- beitete Auflage. Zweiter Band Eid-I. Brockhaus Wiesbaden 1974. Sum alfræöirit eru svo viða- mikil, aö nauösyn er á aö fletta upp i lyklum eöa indexum og nægir það oft ekki, önnur eru smærri i sniðum og nægir aö fletta upp eftir stafrófinu, slikt er þetta rit, einkar handhægt og þægilegtuppsláttarrit. Ennþá eru menn ekki orðnir þessháttar fagidjótar, aö þeir leiti ekki fróö- leiks um hin margvislegustu sviö mannlegrar þekkingar, þótt margt bendi I þá átt, aö róbótismi, moldvörpu-einsýni og heipt ráði fáránlegum viöbrögð- um manna bæði hérlendis og ann- ars staðar, nú heldur en áður. Eins og stóð i umgetningu um fyrsta bindi ritsins, er Brockhaus útgáfan ein fremsta i heiminum um alfræði-útgáfur og hefur svo verið allt frá þvi snemma á 19. öld og er nafn forlagsins þvi trygging fyrir vel unnu verki. Ritið er prentað á góðan pappir og vel myndskreytt auk taflna og upp- drátta, sem auka skýrleik útlist- ananna. Band er agætt og verði i hófi stillt. Næstu bindi eru vænt- anleg á næstu misserum, svo að lokabindisins er ekki langt að biða. Studies on Hysteria. The Pelican Freud I.ibrary Voi. 3 Josef Breuer and Sig- mund Freud. Translated by James and Alix Strachey. Edited by James and Alix Strachey assisted by Angela Kichards. Penguin Books 1974. Breuer og Freud boru báðir starfandi læknar i Vinarborg og voru góðkunningjar. t>vi var þaö, að Breuer sagði Freud frá með- ferð sinni og lækningu á ungfrú önnu O., og uppfrá þvi hófst sam- starf þeirra læknanna. Breuer notaði dáleiðslu til þess að lækna fólk af hysteriu, Freud notaði þá aðferð ,,i breyttri mynd” eins og hann segir og er sú aðferð hans inntak þessa bindis, ásamt grein- um Breuers. Greinar þessar komu fyrst út I Neurologisches Centralblatt 1893, fyrsta útgáfa i bókarformi kom út 1895 og siðan nokkrum sinnum, ýmist með greinum Breuers eða ekki. Þessi útg. er byggð á þýsku útgáfunni frá 1925 að viðbættum greinum Breuers. Greinar ritsins f jalla um lækningar á svonefndri hýsteriu, og kenningum Freuds og Breuers á eðli og forsendum hýsteriunnar. The First French Repu- bliC/ 1792—1804. M.J. Sydenham. B.T. Bats- ford Höfundurinn hefur skrifað rit um Girondinana og annað um frönsku byltinguna, sem er gefin út hjá Batford. Mikill fjöldi bóka er til um frönsku byltinguna fram til 1794—95 og einnig um arf- taka byltingarinnar, Napóleon en minna fer fyrir ritum um timabil- ið frá 1895 fram til 1804. Höfundur leitast við að -túlka þetta timabil, sem baráttu lýð- veldissinna fyrir stofnun frjáls samfélags á Frakklandi. Ný- stofnuð riki eiga sér alltaf um- brotasama sögu i fyrstu, saga fyrsta lýðveldisins er öðrum þræði saga terrorisma, stéttar- legra átaka, ofsókna, leynimakks og uppreisnartilrauna. Þrátt fyrir átökin og valdabrölt einstakra politikusa, samsærin og upp- reisnartilraunirnar, þá sat alltaf lögleg stjórn að völdum I landinu. Höfundur rekur siðan ástæðurnar fyrir þvi að engri stjórnanna tókst að hemja og ráða við þau öfl, sem voru hvati óróans og þenslunnar i frönsku samfélagi, á friðsamleg- an hátt. Höfundur telur að jafnvel Napóleon hafi neyðst til að taka sér einræðisvald, vegna að- stæðna, þótt það hafi ekki vakað fyrir honum I fyrstu, þvi eins og vitað er, var hann stuðningsmað-i ur Robespirre lengi vel og eld- heitur lýðveldissinni. Mat höf- undar er að þrátt fyrir það, aö hinum ýmsu stjórnum tækist ekki að móta virkt lýðveldisform á Frakklandi, þá hafi þeim tekist að virkja samkennd frakka og kynnt þeim nýtt stjórnarform, þótt það kæmist ekki á að fullu fyrr en löngu siðar. T.L.S. Essays and Reviews from The Times Literary Supply- ment — 1973. Oxford Univers- ity Press 1974. Góö blöö eru mikil blessun landi og lýð, vond blöð, sem eru skrifuð á kauðalegu máli og sem ástunda lygar og falsanir eru meiri bölvun landi og lýð, en menn gera sér al- mennt fulla grein fyrir, þau smita óþrifunum út frá sér. Þvi er þetta nefnt hér, sökum þess að Times Literary Supplement hefur löng- um borið uppi þá stefnu að berj- ast gegn álappahætti og kauðsku i rituðu máli, bæði beint og óbeint. í þessu 12. bindi valinna greina og ritdóma, sem birtust vikulega I T.L.S. 1973 er að finna margar á- gætar greinar og ritdóma, sem eru I rauninni greinar um við- komandi efni ritanna, sem f jallað er um. Þetta er þverskurður þess sem ritstjórar álita það athyglis- verðasta, sem út kom I Englandi sl. ár og einnig viðar og er hér um að ræða fræðirit i ýmsum grein- um, ævisögur, skáldskap og skáldsögur. Meðal ævisagnanna, sem fjallað er um, er sjötta bindi minninga Harolds MaCmillan’s, en i þvi bindi birtist nú fyrst frá- sögn um þann þátt, sem hann sem forsætisráöherra átti að lausn Kúbudeilunnar frægu og sem hingað til hefur verið þakkað Kennedy forseta einum. Frásögn Macmillans er vel dokumenteruð, svo að hér kemur það fram að hann átti mikinn þátt i þvi, að styrjöld braust ekki út I það skipt- iö. Að hætti siöaös manns, segir hann frá þessum staðreyndum á ópersónulegan hátt bg menn hljóta að undrast að þessi staö- reynd hafi ekki einu sinni kvisast siðan. Greinar um skáldskap fjalla um Auden og Berryman og eru hvorttveggja i og með minn- ingargreinar, þar sem skáldskap þeirra eru gerð nokkur skil al- mennt, þótt tilefnið sé siðustu bækur höfundanna, þriðja greinin er um The Oxford Book of Twentieth-Century Verse. Það mætti telja upp margt fleira, en þegar þetta úrval hefur verið les- ið, sést að skrif þessa blaös veita ekki aöeins viöari skilning á rit- um þeim og viöfangsefnum, sem um er fjallaö heldur einnig á for- sendum ritanna, samtimanum og fyrri timum. Þetta sýnir að flest- ar mennskar lifhræringar eru meira og minna pólitiskar, þegar allt kemur heim og saman. The Letters of Abelard and Heloise. Translated with an Introduct- ion by Betty Radice. Penguin Books 1974. Hér er sögð sú gamla ástar og harmsaga þeirra Abelards og Heloise i bréfum og nýrri þýöingu á Historia calamitatum. Tveir sálmar Abelards eru prentaöir hér með á latinu með enskri þýð- ingu. I þessu kveri eru helstu heimildirnar frá viðkomandi aðil- um harmsögunnar, bæði komu þau mjög við sögu sinna tima, Heloise, sem abbadis og skipu- leggjandi og Abelard sem heim- spekingur og guðfræöingur. Fjöldi rita fjallar um þessar per- sónur og má visa til bókaskrár, sem fylgir þessu kveri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.