Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 28. júll 1974. Sunnudagur 28. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 Ingólfshöfði rís einstakur við sjávarmál utan við Leirur aust- ast á Skeiðarársandi u.þ.b. 10 km suður frá Fagurhólsmýri. Er þangað yfir grunna ála aöfara á löngum kafla og aðeins fært tor- færubilum. Höfðinn skagar að hluta þverhniptur í sjó fram, og er þar ríkulegt fuglalíf og frá- bært útsýni. Þar lagði skipi sínu sumarið 874 Ingólfur Arnarson með skylduliði og búsmala, kom- inn öðru sinni til islands, ráðinn í að nema hér land og bera hér beinin, og veturinn eftir dvaldi hann í höfðanum. Marga islenska landnema og þá er skemmri viðdvöl höfðu bar í öndverðu upp að austurströnd landsins, sunnanverðum Aust- fjörðum og Skaftafellssýslu. Þessu réðu hafstraumar og ná- lægð þessa landshorns við grann- löndin í Evrópu. Þarna voru að líkindum fyrstir á ferð kaup- menn og landkönnuðir frá menn- ingarríkjum við Miðjarðarhaf, en vottur um heimsóknir þeirra hefur fundist í formi silfurpen- inga frá 3. öld í Hamarsfirði. í kjölfar þeirra sigldu hingað kristnir frumbyggjar og einsetu- menn frá Bretlandseyjum, sem hröktust burt héðan fyrir næstu öldu innflytjenda, norrænum heiðingjum, er hirtu bú þeirra og bjöllur, en skiluðu i staðinn heim- ildum um veru þeirra inn á spjöld sögunnar og kölluðu þá Papa. Á Papa minna allmörg örnefni á Suð-austurlandi, þótt enn feli jörðin örugg verksummerki um byggð þeirra og umsvif. Að sama landshorni bar svo knerri margra þeirra norrænu manna, er hingað komu viljandi og óvilj- andi í öndverðu, og nægir að minna á Naddoð og þá fóstbræð- ur Ingólf og Hjörleif. Hér verður engin sagnfræði fram reidd, en Þjóðviljinn vill með nokkrum myndum frá Austurlandi minna á þetta land- nám og óskráðan en forvitnileg- an bakgrunn fastrar búsetu í landinu, sem sýna mætti meiri sóma í rannsóknum og ritum en gert hefur verið hingað til. Sigling var tið á Berufjörö til forna, og þar efldist kaupstaöur IGautavlk noröan fjaröar, en siöar i Fýluvogi og Djúpavogi á Búlandsnesi. t Gautavik kom út Þangbrandur, er boöaöi kristni, og hélt þaöan suöur meö iandi. — Myndin er tekin norður yfir Berufjörö, þar sem enn gnæfa fjöll hin sömu og leiöbeindu sæförum til Gautavikur. t iandi Beruness viö Reyöarfjörö sést móta fyrir fornri rúst, sem naumlega hefur bjargast undan þjóövegi. Hér er Þór Magnússon, þjóö- minjavöröur, á vettvangi ásamt Magnúsi Stefáns- syni frá Berunesi. Minna má á, aö Naddoður hinn færeyski lenti skipi viö Reyöarfjörö, gekk þar á fjöll og nefndi landiö Snæ- land. Hamarsfjö'röur er nú litt fýsiiegur til siglinga, þar eö sandrif loka mynni hans, og hefst þar sú hafnieysa, er einkennir suöurströnd iandsins. A Bragöavöilum viö fjarðarbotn hafa hins vegar fundist einhverjar elstu fornminjar hérlendis, þar sem er rómverskt skotsilfur. — Myndin er tekin inn eftir Hamarsfiröi noröanveröum. Djáknadys heitir þessi grjóthrúga viö alafaraleiö I Hamarsfiröi, mynduö af hjátrú og aökasti feröalanga. Enginn veit nú, hver kastaði þar fyrsta steininum, en þjóösagan rekur upphafiö til bardaga milli djákna frá Hamri og prests frá Háisi þar litlu utar, og viröist litiö hafa þynnst I þeim vikingablóöiö viö nýjan átrún- aö. Út af Búlandsnesi liggur Papey, um fjórar sjómfl- ur frá landi og 2,5 ferkm aö flatarmáli. Hún var lengst af eina byggöa eyj- an viö Austfirði, kostarik til lands og sjávar, og landsýn þaðan hin fegursta i björtu veðri. — Myndin er tekin af Hellis- bjargi, hæsta kletti á eynni (58 metrar yfir sjávarmál) i átt til Beru- fjarðar. Stærsta úteyjan, Arnarey, viröist landföst. Rústir, sem forseti vor hefur kannaö, eru i lágu holti nálægt miöri mynd. Texti og Ijósmyndir: Hjörleifur Guttormss. trskuhóiar, Papatættur og fleiri örnefni l Papey minna á sagnir um frumbyggja eyjarinn- Dr. Kristján Eldjárn, forseti, hefur hin sfðustu ár kannaö fornar mannvistarleifar I Papey ar, en minjar um þá eru á huldu. Þessi mynd sýnir útsýni tii noröurs frá Hrafnabjörgum, m.a. grafiö þar upp skáia og útihús, sem gætu veriö frá söguöld, en eru ekki minjar um austast á eynni, m.a. fjöll viö Austfirði svo sem Súlur noröan Breiödalsvlkur og eyjuna byggö Papa. A myndinni sést grunnur Iveruhússins. Skrúö viö hafsbrún. Frá bæjarrústunum i Papey: Til vinstri eru leifar eldstæöis, en til hægri sjást aöaidyr eöa útgangur, er veit mót suöri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.