Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 28. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Rafheilar áætla skógræktina Skógar framtiðarinnar eru mótaðir i dag. Satt aö segja kem- ur sérfræðingum ekki enn saman um, hvernig þeir skuli vera. Hvaða trjátegundir er best að gróðursetja? Furu eða greni, birkieöa ösp? Eða getur verið, að best sé að flytja inn tré frá Ameriku eða Ástraliu? í Timiriazev-landbúnaðaraka- demiunnar i Sovétrikjunum hefur verið sett upp rannsóknastofa, sem prófessor,Valentin Nesterov, stjórnar. 1 rannsóknarstofu þess- ari eru gerðar tilraunir með stórnun skógræktar. Rafeinda- heilar reikna út, hvernig sam- setning skóga skuli vera á hverj- um og einum stað, hvaða trjáteg- undir henti best og gefi mestan afrakstur. Nú gefum við Valentin Nesterov orðið: „Rafreiknar hafa gert áætlun að framtiðarskógun- um i nágrenni Moskvu. Þegar hefur veriö samþykkt fram- kvæmd slikrar gróðursetningar- áætlunar við Okufljót. Að hvaða leyti veröa þessir skógar frá- brugðnir þeim, sem fyrir eru? Trjátegundirnar veröa valdar með tilliti til jarðvegsgerðar. Greninu hæfir best leirkenndur jarðvegur, svo að það veröur ekki gróðursett á umráðasvæði fur- unnar, sem þrifst best i sendnum jarðvegi . Við skógræktaráætlanir ganga visindamenn út frá þvi, að skógur er ein heild trjáanna og alls um- hverfisins, og gert er ráð fyrir samræmingu i ræktun og nýtingu skóganna. Hægt er að rækta skóg sam- kvæmt áætlun, ef tekið er tillit til áhrifa iðnaðarfyrirtækja á um- hverfið. Þá þarf að komast að þvi, hvaða trjátegundir þola aðstæð- urnar best. Hvaða ráðstafanir þarf að gera til að skapa sem best lifsskilyröi fyrir skóginn. Einnig er gert ráð fyrir vissum fjölda og tegundum fugla og dýra á hvern hektara skógar og athugaö hvaða áburður hæfir jarðveginum best. Starfsm. rannsóknast. gerðu eina samræmda áætlun, „Um- hverfið og iðnaðurinn”, og sýndu þar fram á, að ekki þarf að halda aftur af þróun annars þáttarins, heldur á og verður að efla þá báða á allan hátt. Með þvi að koma á slikri tækni i framleiðslunni, að enginn úrgangur verði, verjum við náttúruna gegn skaðlegum á- hrifum frá iðnaðinum. Það þarf að gera sér grein fyrir þvi, að náttúran er stórfeng- legt kerfi, sem starfar á grund- velli tveggja lögmála”, segir Nestorov að lokum. „Verkefni mannkynsins er fólgið i þvi að tryggja fullkomið jafnvægi milli umhverfisins og nýtingar nátt- úruauðlinda. Afskipti okkar af umhverfinu er innrás i mjög flók- ið kerfi, sem grundvallast á sjálf- stjórn. Það er ekki allt fullkomið i náttúrunni. M.a. rikir oft ekki fullkomið samræmi milli lifver- VIPPU - BltSKÚRSHURÐlN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stwSr.vniðaðar aftir bmðnl QLUQOA8 MIÐJAN SArtrfb 12 - SM 3S220 anna og umhverfisaðstæðna þeirra og þess vegna þarf maður- inn að gripa inn i og skapa full- komnari aðstæður.” APN Nixon á bláþræði Dómsmálanefnd fulltrúadeild- ar Bandarikjaþings felldi við at- kvæðagreiðslu i nótt með tuttugu og sjö atkvæðum gegn ellefu að fella niður viss atriði i þeirri sam- þykkt sem þegar hefur verið gerð um að stefna Nixon fyrir rikis- rétt. Eins og menn vita, varð það Nixon mikið áfall þegar hann frétti af þeirri samþykkt — en reyndar getur hann lifað i voninni fram eftir deginum, þvi endan- leg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en seinna i dag. Baktjalda- makk í Genf — og stórbruni í Nikósíu GENF — 27/7 — Heldur virðist hafa dregið úr þeirri hættu i morgun að Grikkir héldu heim af fundi þeirra Tyrkja i Genf, þar sem rætt er um Kýpur-málið. Ákaft baktjaldamakk mun hafa tekist, þannig að Grikkir fara ekki heim. Tyrkir hafa lagt fram áætlun um skiptingu svæða — en jafnframt hafa þeir unnið aö þvi að bæta stöðu sina á eynni hernaðarlega. í nótt geysuðu miklir brunar i tyrkneska hluta Nikosiu og var skortur á vatni til slökkvistarf- anna. Talið er að um ikveikju hafi verið að ræða. Þjóðhátíð Framhald af 1. siðu. Almennur vilji mun hafa verið fyrir þvi i Suður-Þingeyjarsýslu að taka ekki þátt i þjóðhátiðar- höldunum 1974, en þó fór svo að þjóðhátiðarnefnd sýslunnar gekkst fyrir hátið á Laugum 17. júni með þátttöku Kvenfél.samb. og fleiri. Húsavikurbær átti eng- an hlut þar að, og samþykkti bæjarstjórn i staðinn að láta reisa á Húsavik minnisvarða „um fyrstu dvöl norrænna manna á Húsavik veturinn 870,” eins og i ályktuninni stendur. Þá má geta þess að i myndskreytingu i nýja gagnfræðaskólahúsinu á Húsavik er meðal annars sýnt þegar Nátt- fari rær frá skipi Garðars Svavarssonar, en skreytinguna gerði Hringur Jóhannesson list- málari. Haukur Harðarson, bæjarstjóri á Húsavik, skýrði blaðinu svo frá að burtséð frá fyrrnefndum hátiðahöldum á Laugum i vor myndu Suður-Þingeyingar engan hluteiga að þjóðhátiðarhöldunum i ár, nema hvað þeir yrðu með i þjóðargöngunni á Þingvöllum. Ennfremur er þess að geta að i tilefni landnámsafmælis Náttfara létu fjórir áhugasamir Þing- eyingar gera minnispening úr silfri og bronsi. Voru þar að verki þeir bræður frá Haga i Aðaldal, Snær og Freyr Jóhannessynir, Helgi Jónsson og Indriði Indriða- son rithöfundur. Teikninguna gerði Hringur Jóhannesson, bróðir þeirra Snæs og Freys. Sést Náttfari öðrumegin á peningnum yfirgefa skip Garöars, en hinu- megin er mynd af gömlu landa- korti af Þingeyjarsýslu. Mótin af peningnum gáfu þeir fjór- menningar Byggðasafninu á Húsavik. dþ. Skógar V egamótaútibú Landsbankans er komið á sinn stað Landsbanki íslands, Vegamótaútibú, tekur til starfa á nýjan leik að Laugavegi 15, mánudaginn 29. júlí 1974. Vegamótaútibúið verður opið alla virka daga frá kl. 13.00-18.30 að venju LANDSBANKINN Vegamótaútibú f Laugavegi 15 Sumarhótelin vinsælu Verið velkomin Menntaskólinn ó Akureyri Húsmæðraskólinn Laugavatni Eiðar Reykir Hrútafirði m xiiítrL1 jj! ■ ■ ■ ■ > í* •■■■■■f-jj|f !■■■■■ ■■ jjjQa iT 1: II 1^1 ílTifíli1-. ■« ■■■■■■■||~ •'i j I m m ^ ■ ■ ■ ■ iy— ■ ■ iHm Kirkjubæjarklaustur Menntaskólinn Laugavatni Varmaland Ferðaskrifstofa ríkisins Reykjanesbraut 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.