Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 16
lllOÐVIUINN Sunnudagur 28. júli 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur-* og helgarvarsla lyfja- búða i Reykjavik 26. júli — 1. ágúst verður i Vesturbæjarapóteki og Háaleitisapóteki. Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Reykjavik er i Heiisuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9—12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitálans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. sungnir eru og leikur eitt hlut- verkanna. Flytjendur auk Jóns eru Soffia Jakobsdóttir, og Sig- urður Karlsson, og undirleik ann- ast Sigurður Rúnar Jónsson. Revian er flutt daglega meðan sýningin stendur, jafnan klukkan 18 siðdegis. Við fengum Jón Hjartarson til að segja okkur nokkuð frá leik- þættinum: Gullöldin okkar Uppistaðan i þessu er revian gamla, Gullöldin okkar, sem þeir Haraldur A. Sigurðsson og Guð- mundur Sigurðsson sömdu og leikin var fyrir nokkrum áratug- um, sagði Jón. Við tökum kafla úr þessari reviu, og sá þáttur gerist við vatnspóst. En i gamla daga hafa vatnspóstarnir gegnt svipuðu hlutverki i bæjarlifinu og dag- blöðin gera nú, þ.e. kringum þá breiddust út kjaftagangurinn og slúðursögurnar. Vatnsberarnir voru margir skemmtilegir og urðu reyndar þjóðfrægir, svo sem Sæmundur með sextán skó, Ólöf á klossun- um, Jón boli, Gvendur visir — þeir voru allir uppnefndir. Prentsmiöjupósturinn Hvar var þessi prentsmiðju- póstur i bænum? Hann var aðalvatnspóstur bæj- arins og stóð i Aðalstræti á móts við þar sem nú er komin verslun- arbyggingin Markaðurinn. Við tökum hluta úr Gullöldinni okkar, en þátturinn fjallar siðan meira og minna um Reykjavik seinni tima. Karakterarnir i þætt- Vatnspóstsleikararnir á sviðinu I Laugardalshöll. Siguröur Karlsson situr og horfir á fraukuna Orövöru, sem Soffia Jakobsdóttir leikur. Hún syngur „kókett” lagstúf og undirleikarinn þenur nikkuna. Þessi teikning úr bók Gaimards sýnir vel stemmninguna i Aðalstræti fyrir aldamótin — og prentsmiðjupósturinn er á sinum stað þar sem nú er malbik og steypa. Vinstra megin á myndinni sést í það gamla hús sem enn stendur og geymir verslun Silla og Valda. Skriffinnur módel og Orðvör fréttablað 874—1974 sem nú er nýhaf- in í Laugardalshöll. Jón Hjartarson leikari stjórnar reviu þessari, auk þess sem hann hefur samið söngtexta sem Pískrað við prentsmiðju- póst kailast revíuþáttur sem nokkrir leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur flytja á sýningunni Þróun inum fara að bera saman alda- mótatimann og seinni tima. Þarna er spámaður nokkur sem vitanlega fer að spá um framtið- ina, og eins og vera ber i reviu þá er talsvert gaman á ferðinni. Um þetta samdi ég nokkra ,,kókett”- söngtexta um bæjarbraginn um aldamótin, og Soffia Jakobsdóttir syngur þá. Persónurnar heita skritilegum nöfnum, sem kunnugir geta reynt að ráða i, svo sem Skraffinnur Tobiasson, vatnsberi og módel.og Orðvör, gangandi fréttablað. Hvernig er að leika á þannig sýningu, þar sem fólk er rápandi um meðan á leiknum stendur? Mjög furðulegt. Við erum þarna eins og hluti af sýningargripun- um. Þetta er dálitið skritið leik- hús. En kringum okkur á sviðinu eru myndir af góðum persónuleikum, skritnum fuglum, t.d. óla Magga- don. —GG. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi i mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.