Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. jiílí 1974. DlOmiUINN _ - - - - — --— MáLGAGN SÓSlALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaidsson. 'Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) [Prentun: Blaöaprent h.f. YIÐ EIGUM ÞETTA LAND OG ÞAÐ OKKUR í dag halda íslendingar þjóðhátið i minningu þess að 11 aldir eru liðnar frá upphafi íslandsbyggðar. Þótt deilt sé um sannleiksgildi frásagna okkar fornu rita og þá ekki sist Landnámubókar, er það engu að siður staðreynd, að engin þjóð i veröldinni kann jafn glögg skil á upphafi byggðar i landi sinu og við íslendingar. 1 öllum öðrum löndum fer þvi viðs fjarri, að fræðimenn eða alþýða geti gert sér nokkra grein fyrir þvi með hvaða hætti mannlif hófst i þeirra landi, — þar er allt slikt hulið bak við móðu, sem aldrei verður rýnt i gegnum. Þessi sérstaða okkar íslendinga, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, hefur átt sinn stóra þátt i mótun islenskrar þjóðar, án hennar værum við aðrir en við erum. Réttur okkar til þessa lands er helgaður af 1100 ára búsetu islensks fólks, og það sem meira er, — þetta land var frá engum tekið, en beið þess i kyrrlátri tign, að verða vettvangur þess mannlifs, sem hér hefur siðan verið lifað. íslendingar halda hátið á Þingvöllum i dag, á þeim fornhelga stað, sem geymir fleiri minningar en nokkur annar, — þar hét i Bláskógum fyrir upphaf alþingis. Á Þingvöllum tengdust þau bönd, sem gerðu Islendinga að þjóð, en það var ekki alltaf bjart yfir Þingvöllum. Við íslendingar áttum okkur enga höfuðborg i 1000 ár. Samt munu það fáar þjóðir, er eiga sér nokkurn þann stað er svo ótvirætt hefur verið miðpunktur þjóð- lifsins i árþúsund, eins og Þingvellir hafa verið hér. Það er sama til hvaða aldar Islands- byggðar er litið, alls staðar eru Þingvellir i brennidepli sögulegrar verðandi. Þar stóð Einar Þveræingur og flutti að sögn Snorra ræðuna snjöllu gegn þvi að Noregskonungi væri gefin Grimsey, — og þar var einnig bróðir hans Guðmundur riki, og töldu sig báðir landvarnarmenn. Stundum er stutt á milli nútiðar og for- tiðar. Þar voru eldri Þóra og yngri Þóra með léreft sin við öxará, þar sem Halldór Lax- ness sá Jón Arason siðar riða hjá á ungum góðhesti, uppreistu höfði. Þar steig Hvamm-Sturla út á búðarvegginn hjá Hamraskarði, setti á sinar löngu tölur, og minnti fólk á hvers virði það var að halda sæmd sinni. Þar var lotið eriendu valdi, og þar felldi tötrafólk sin tár. Þá var konum drekkt, en karlar hengdir, höggnir eða brenndir á Þingvöllum, og konungsnáð oft fjarri. Þar var Islandsklukkunni hringt og þar var hún brotin. Þar bjarmaði fyrir nýjum degi, og þangað kvöddu þeir Jónar, forseti og sá halti, menn saman til að kveikja nýja elda og teysta heit sin. — Og ennþá stendur góð i gildi gjáin kennd við almenning. Við íslendingar endurreistum lýðveldi á Þingvöllum fyrir 30 árum, og nú erum við 1100 ára. Við skulum minnast þess, að þótt allt það fólk, sem lifað hefur i þessu landi frá öndverðu væri hér saman komið i dag, þá væri hópur okkar fáliðaðri en nemur ibúa- fjölda margra erlendra borga. Þess vegna þurfum við á þvi að halda, sem ýmsir erlendir menn kunna að kalla , ,f öðurlandsof stæki ’ ’. Við eigum þetta land og það okkur. Úr bæjarlífi á Neskaupstað Þessi grein er stolin úr síðasta tölublaði Austurlands Fyrstu sex mánuði þessa árs tók frystihús SVN á móti 3472 lestum af bolfiski, en 3200 á sama tima i fyrra. Skuttogarar- arnir hafa aflað vel og frá ára- mótum er afli Bjarts um 1990 tonn og afli Barða um 1740 tonn. Allar tölur eru miðaðar við aðgerðan fisk. Af afla togaranna hafa rúm 400tonn farið til vinnslu utanbæj- ar. Afli smábátanna — einkum handfærabátanna — hefur glæðst og I gær og fyrradag var afli yfir- leitt ágætur. Norðfirski smábáta- flotinn stækkar sifellt og verður æ betur búinn. Nú eru svo til allir komnir með dýptarmæli og tal- stöö geysimargir með raf- og vökvadrifnar færarúllur og nokkrir með ratsjá. Stóru bátarnir i Norðursjónum hafa aflað heldur treglega undan- farið. Einn þeirra. Börkur, fiskar nú i bræðslu. í fyrradag hafði hann fengið 9 tonn af sfld og var kominn á makrilslóðir en verður hamlaði veiðum. Fylkir er á humarveiðum og Björg á fiski- trolli. Byggingar Iðnaðarmenn hafa svo mikið að gera, að þeir mega varla vera að þvi að tala við mann. Það er alls staðar verið að byggja og greini- legt er, að okkur skortir iðnaðar- menn i öllum greinum. Inn við sildarverksmiðju hefur nú verið reist skemma undir fiskúrgang og verið er að lyfta þaki frysti- hússins vegna niðursuðuaðstöðu. Kaupfélagið er að byggja stórt verslunarhús og á vegum bæjar og rfkis er m.a. unnið að viðbygg- ingu við barnaskólann og stór- felldri stækkun sjúkrahússins. Einnig eru hafnar framkvæmd- ir við allmörg ibúðarhús eða tólf tálsins og von á, að fleiri hefjist handa i sumar. Sjö þessara húsa eru viðsömu götuna — Nesbakka. Það er athyglisvert að helmingur þeirra húsa, sem nú er byrjað á, eru byggð úr steinsteyptum ein- ingum en sú byggingaraðferð er ný hér i bæ. Vonandi verður i auknum mæli farið inn á að nota byggingaraðferðir, sem stytta byggingartimann, þvi húsnæðis- Storkarnir í Ukraínu Kiev, (APN). I Vinnitsahéraði i vesturhluta sovétlýðveldisins Úkrainu hafa verið talin alls 1050 storkahreiður á þessu vori eða 300 fleiri heldur en i fyrri talningu, er fram fór fyrir tveim árum. t héraðinu er margt gert til þess að vernda storkana og fjölga þeim. Hinar ýmsu deildir nátt- úruverndarsamtakanna gefa út sérstök skirteini handa þeim, sem hafa storkahreiður á lanái sinu og taka að sér að gera skýrslur um lifnaðarhætti storkanna, vöxt unganna, o.s.frv. Sérstakir hópar skólabarna, „ungir náttúruunnendur”, hafa reist hreiöurspalla handa stork- unum viðsvegar i trjám og á hús- þökum. 100 HGK hveitiuppskera á hektara Kiev, (APN). Kunnur úkra- inskur jurtakynbótasérfræðing- ur, Vasili Remeslo, hefur skýrt blöðunum svo frá, að innan skamms muni menn i Sovétrikj- unum rækta ýmsar hveititegund- ir, sem muni gefa af sér að stað- aldri 80—100 hgk uppskeru af hektara. Nú þegar hafa nokkur bú náð þessum árangri með ræktun nýrra tegunda og unnið er að þvi að gera uppskeru i þessum mæli stöðugri. Sovéskar hveititegundir eru nú notaðar með góðum á- rangri i mörgum löndum, bæði i Evrópu og Amerfku. skorturinn er svo mikill, að menn eru jafnvel farnir að falast eftir skiðaskála Þróttar til leigu. Lækirnir okkar. Fátt var það, sem mönnum var tiöræddara um i kosningabarátt- unni fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar en lækirnir. Notuð voru sterk orð til að lýsa ástandi þeirra og stundum farið allfrjálslega með staðreyndir. Það er eigin- lega hálf»illa gert að taka af mönnum þennan glæp. Um hvað ættu þeir að skrifa fyrir næstu kosningar, ef blessuð skitaræsin væru úr sögunni? Lækir geta lika verið til prýði, ef þeir eru hirtir. Það sanna dæmin. Ég held, að þeir sem oft tala um sóðalegt umhverfi og gera kröfur til bæjarfélagsins um fegrun og snyrtingu, ættu að labba sig upp á Blómsturvelli og llta á „Konráðslækinn” austan við Blómsturvelli 14. Þar hafa þau hjónin Aðalheiður Arnadóttir og Guðjón Sigurðsson klippt og snyrt lækjarbakkann og sett þar niður blóm. Lóð þeirra hjóna er framúrskarandi vel hirt og skemmtilega unnin og nú hafa þau gefið öðrum gott fordæmi um fegrun nánasta umhverfis — þó utan lóðar sé. Ef allir tækju sig nú til og geröu slikt hið sama yrðu mikil stakkaskipti á útliti bæjar- ins. Og þvi ekki að reyna? Þetta er okkar bær og hann varður aldrei snyrtilegri en við sem hann byggjum. Að mála húsið sitt Eitt af þvi, sem skorað er á okkur að gera 1 tilefni þjóðhá- tfðarársins er að mála húsin okk- ar. Svo er að sjá, að margir ætli að verða við áskoruninni og er það vel. En á að setja mönnum i sjálfsvald, hvernig þeir mála? Einhver ágætur maður sagði mér, og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það — að einhvers stað- ar i útlandinu, ég held helst i Hol- landi, fengju menn ekki að ráða litnum i eigin húsi heldur væri það nágranninn. Rökin fyrir þess- ari aðferð vöru þau, að nágrann- inn hefði húsið alltaf fyrir augun- um — en eigandinn væri innan veggja. Ekki er ég nú að leggja til að þessi aðferð verði upp tekin hér, en gjarna mættu menn muna, að það er ekki þeirra einkamál, hvernig húsin lita út. Húsin eru hluti umhverfisins og til þess þarf að taka tillit. Ferðamenn Koma ferðafólks til bæjarins hefur liklega aldrei verið meiri en i sumar. Til þess liggja sjálfsagt margar ástæður, en aðalskýring- in er þó sjálfsagt tilkoma hring- vegarins. Þá hefur og verið slæð ingur af erlendum ferðamönnum — einkum Dönum. Við verðum að reikna með áframhaldandi aukn- ingu ferðamannastraums til Vladivostok, (APN). Jarð- fræðirannsóknir I Amurhéraði i austasta hluta Sovétrikjanna hafa leitt til þess, að fundist hafa mikil brúnkolalög, sem nú er ver- ið að rannsaka nánar. Bráðabirgðaútreikningar sýna, að þarna eru 220 miljón tonn af brúnkolum I þeim lögum, sem þegar hafa fundist. Þetta er þriðji brúnkolafundurinn á Amursvæð- bæjarins og þurfum að búa okkur undir það. Margt þarf að gera eins og t.d. útbúa tjaldstæði, auka gistirými hótelsins o.s.frv. Þá tel ég liklegt að margt ferðafólk vildi fara i bátsferð um flóann og e.t.v. renna fyrir fisk væri þess kostur. Erlendir ferðamenn sem hingað koma, kvarta yfir þvi, hve erfitt sé að fá erlendis nokkrar upplýs- ingar um Island — nema þá rétt um aðalferðamannastaðina — eins og Mývatn og Þingvelli. Ahugamenn um ferðamál ættu að taka höndum saman og vinna aö lausn þessa máls með bæjarfé- laginu. inu á nokkrum árum. Stærstu námurnar, sem hafa að geyma 1,7 miljarð tonna, er þegar farið að nýta til iðnaðar, og aðrar, með nær miljarð tonna, er verið að undirbúa undir vinnslu. Kolin liggja nærri yfirborði jarðar og að auki liggur Siberiujárnbrautin skammt undan, svo að nýting þeirra verður bæði auðveldari og ódýrari. Ófrúlega Idgf verö OLL MET BARUM BfíEGST EKKI s'imf HseT EINKAUMBOD: TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOOID Á ÍSLANDI SoLUSTADIR: HióibarðaverkstæAið Nýbarði, Garðahreppi. simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.l.,simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstööum, Auglýsingasíininn er 17500 Mikil brúnkolalög

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.