Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 14
14 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. júli 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley — koma mér til að hlæja — kjáninn þinn. Það var auðvitað tilgangslaust, en honum fannst hann verða að segja henni, að hann væri ekki að reyna að koma henni til að hlæja. — Rétt einn — kjánalegur karl- mannsauli. Hann svaraði þessu engu. — Ég skal segja þér eitt. Komdu nær. Um leið og hann gerði það — og hann stóð enn upp á endann — þá lokaði hún augunum líkt og hún væri þegar búin að gleyma að hún ætlaði að segja honum eitthvað. En svo var ekki. Hún opnaði augun, festi þau á honum og hélt áfram: — Ég skal segja þér leyndarmál. Hef aldrei þolað karlmenn — ekki i alvöru. Fór illa af stað. Bara fjórtán ára — og hann var að minnsta kosti fertugur. Meiddi mig og gerði mig hrædda. Datt það alltaf i hug seinna meir. Lét þá alla gjalda þess. Hver sagðistu vera? Málari? — Nei, faðir minn var málar*i Ég er einkasonur Charles Adamsons. Þér munið eftir Charlie Adamson? Það er mynd eftir hann — af yður i garðinum — i borðstofunni niðri. Þér eruð i rödóttum kjól — bleikum og föl- grænum. Andlitsdrættirnir skýrðust einhver veginn i þessum fitu- klumpi sem átti að tákna andlit og hann sá það sem hann hafði sist búist við — ekki aðeins bros, heldur bros eins og úr öðrum heimi, glampandi, næstum töfrandi bros. Og þegar hún tók til máls var hún skýrmæltari og ljósari en hún hafði verið rétt áður. — Yvonne saumaði þann kjói. Hún átti litla kjólastofu i Brood stræti. Ég skipti við haria þegar ég gat. Hún var ekki frönsk — en maðurinn hennar var það — litill karlasni, en hún dýrkaði hann. Ég hefði átt að hafa hana áfram og halda henni uppi —- en ekki svona skapillum drjólum eins og þér Adamson. — Þér hafið aldrei haldið mér uppi, lafði Truskmore, sagði hann festulega. — Og ég ætla ekki að þreyta yður lengur. Sælar! — Segðu Agnesi að ég vilji teið mitt. Og trúðu ekki orði sem hún segir þér — hún hefur alltaf verið fjandanum lygnari. Þegar hann kom niður i eldhúsið aftur, var Agnes að enda við að búa til te. — Ég taldi vist að þú yrðir ekki lengi uppi, herra Adamson. Var nokkuð á þessu að græða? — Nei, öðru nær. — Ég var svo sem búin að vara þig við. — Hún bað mig að segja þér að hún vildi te — — Hún getur beðið. Þú skalt fá te. Ég held þú hafir unnið fyrir þvi. Sagði hún eitthvað um mig? — Siðustu orð hennar voru, að ég skyldi ekki trúa orði af þvi sem þú segðir. Og Tom brosti. — Ég er ekki hissa á þvi. Fáðu þér sneið af svamptertu, herra Adamson. Ég bakaði hana sjálf. En ég geri reyndar allt hér i húsinu nema þvo og gera hreint. — Eiginlega ertu hálfgerður fangi hér, Agnes. — Það er ég. Og ég stjana við hana i alla enda og kanta, vitandi allan timann hvilikur skaðræðis- kvenmaður hún er. Hann fékk sér te og leit siðan á hana þegar hann var búinn að leggja frá sér bollann. —- Það er eitt sem ég ætlaði að spyrja þig um áðan. Hvers vegna varstu kyrr — og lést þér allt þetta lynda — fyrst þér fannst hún vera vond kona? Ég hefði haldið að kona eins og þú hefði átt auðvelt með að fá aðra vinnu. — Auðvitað hefði ég getað það. Jafnvel á minum aldri. Helmingi léttari vinnu, betur borgaða og engar móöganir og geðofsaköst og leiðindi. Fáðu þér aftur i bollann, herra Adamson. Ég ætla að gefa okkur aftur i bollana, og svo skal ég útskýra það. Eftir nokkrar minútur, þegar Þann 13/4 voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju ,af séra Sigurði Hauki Guöjónssyni, Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir og Kristinn Bjarnason. Heimili þeirra er að Bergþórugötu 31 Rvk. Stúdió Guðmundar, Garðastr. 2. Brúðkaup Þann 26/4 voru gefin saman i hjónaband i Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni Dýrleif Frimannsdóttir og Gisli Eiriks- son. Heimili þeirra er að Soga- vegi 176 Rvk. Stúdió Guðmundar, Garðastr. 2, s i m i 2 0 9 0 0 . hún var búin að fást við teketilinn og bollana, hagræddi hún sér i stólnum andspænis honum á dálitið formlegan hátt, eins og hún væri i þann veginn að bera vitni, og tók tii máls: — Þangað til ég frelsaðist — ég er i hópi Votta Krists, herra Adamson, — var ég næstum eins slæm og hún. Ég hafði ekki alltaf verið það. Ég hafði fengið heiðarlegt og strangt uppeldi. En hún afvegaleiddi mig, hún og leikhúsið. Ég var búnings- stúlkan hennar — ef þú veist hvað það táknar — já, auðvitað veistu það. Var þar á hverju kvöldi nema sunnudögum. Og siðdegis lika á miðvikudögum eða fimmutdögum og laugardögum, var þar frá klukkan rúmlega eitt til miönættis eða svo. Og ég get ekki útskýrt hvaða áhrif leikhúsið hafði á mig — ég hef aldrei botnað i þvi — en einhvern veginn varð ég næstum þvi eins slæm og hún. Það stendur i einhverju sambandi við öll þessi búningaskipti, förðun og þykjast tilfinningar, og það étur sig inn I skapgerðina, spillir heiðarleika og raunverulegum góðleika. Og það hefur áhrif a alla bakvið tjöldin. Ég hló oft að þröngsýnu og gamaldags fólki — kvekurum og meþódistum og sliku fólki — sem vill ekki hafa neitt saman við leikhúsið að sælda. En nú er ég hætt þvi. Og eitt skal ég segja þér, herra Adamson. Það var ekki málarinn I honum föður þinum sem spiilti honum, heldur það að hann var leikari að hluta — vesalings maðurinn. En hann var aldrei illur eins og hún, aðeins kærulaus. Tom kinkaði kolli. — En Agnes, þú hefur ekki útskýrt, hvers vegna þú fórst ekki frá henni eftir að þú frelsaðist. — Ég leit svo á, að það væri sá kross sem ég yrði að bera, herra Adamson. Og hann ætla ég að bera, þangað til önnurhvor okkar deyr. Og ef þú vilt hafa mig afsakaða, ætla ég nú upp til hennar með teið. Hann þakkaði henni fyrir og sagðist verða- að fara. Hann fór strax frá Litlewold, en hann var enn heillaður af landslaginu og ákvað að fara ekki beina leið til London. Hann fór sér hægt og skoðaði umhverfið, óskaði enn einu sinni að hann væri ekki aleinn, borðaði kvöldverð i Burford og lagði siðan af stað til London eftir götum sem voru mun fáfarnari en þær höfðu verið um morguninn. Fyrir bragðið gafst honum timi til að hugsa. Hugsanir hans og tilfinningar voru mjög ruglingslegar. í raun og veru var hann ekki vitund nær föður sinum en hann hafði verið þegar hann fór á fætur um morg- uninn og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. En tilfinningar hans tóku ekki undir þetta, féllust ekki á það, að deginum hefði verið sóað. Það var eins og reynsla dagsins hefði ýtt honum lengra inn i heim, sem hafði verið honum framandi til þessa en myndi gera honum kleift að finna föður sinn, ef hann reyndi ekki að forðast hann eða flýja af viðbjóði eða ótta. Hann ók inn I London og undir neonljósunum var hann ennþá að reyna að koma skils- mvnd á þessa hugmynd um tvo heima, annars vegar þann sem Tom A'damson frá háskólanum i Sydney var hagvanur, og svo hinn heiminn, þar sem Charles Adamson, sem hafði verið kæru- laus og væntanlega óheppinn lika, — var niöurkominn — og beið hans ef til vill. ATTUNDI KAFLI Chas hringdi næsta morgun, ekki löngu eftir að Tom hafði lok- ið við að borða, morgunverð og skipti athygli ’sinni milli dag- blaðsins og heilabrota um hvað hann ætti að gera. Chas var sem sé árrisull. Og Tom bjó sig undir að vera þurr á manninn við hann, eftir armbandsmálið siðast liðið laugardagskvöld, en gafst upp fyrir glaðklakkalegum talsmáta Chas, sem virtist ævinlega búinn aö gleyma laugardagskvöldi á þriðjudagsmorgun. Chas var ber- sýnilega gæddur þeim hæfileika að lifa á liðandi stund og gæða hana spennu. Tom fann með sjálfum sér að hann vantreysti Chas fullkomlega, eins og allir aðrir virtust gera og var i raun- inni farinn að hafa andúð á hon- um. Samt átti Tom erfitt með að standast hann. Atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSP.Í'TALINN AÐSTOÐARLÆKNIR Óskast til starfa á TAUGALÆKNINGA- DEILD frá 1. september n.k. Um- sóknarfrestur er til 23. ágúst n.k. Staðan, sem hér um ræðir er sex mánaða staða með möguleika á ársráðningu. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA SKRIFSTOFUFÓLK óskast til framtiðarstarfa i launadeild og við sjúklingabókhald skrifstofunnar hið fyrsta, en eigi siðar en 1. sept- ember n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri. KLEPPSSPÍTALINN FóSTRA óskast til starfa við dag- heimili starfsfólks spitalans hið fyrsta. SÍMAVÖRÐUR óskast til starfa við skiptiborð spitalans hið fyrsta. STARFSSTÚLKUR óskast á hinar ýmsu deildir spitalans bæði á dag- og næturvaktir. Vinna hluta úr fullu starfi kæmi til greina. Upplýsingar um stöður þessar hjá Kleppsspitalanum veitir forstöðu- kona, simi 38160. Reykjavik, 26. júli 1974 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.