Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 28. júli 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ViA afhjúpun minnismerkisins á föstudaginn Finnar gefa minnismerki Norræna félagið i Finnlandi, Pohjola-Norden, færði íslendingum og Norræna félaginu á íslandi minnismerki að gjöf i fyrradag. Minnismerkið stendur á horni Hringbrautar við Háskólann beint á móti Gamla-Garði. Minnismerki þetta er nokkuö stórt um sig, gert i járn, en Gisli B. Björnsson, teiknari, núverandi skólastjóri Myndlista- og hand- iðaskólans, hannaði það. Það var finnski borgarstjórinn Tuure Salo, sem færði Islending- um merkið, og hélt hann stutta ræöu við afhjúpun þess i fyrrad- Sagði borgarstjórinn m.a., að merki þetta, hefði verið notað sem tákn samnorrænnar æsku- lýðsráðstefnu sem haldin var á íslandi á siðasta áratug. Island og Finnland eru ystu mörk Norðurlanda, sagði borgar- stjórinn. — Island landfræðilega séð, Finnland málfræðilega séð. Annað landið langt i vestri, hitt langt i austri. Málin eru óskyld hvort öðru. En málfræðilega eig- um við það sameiginlegt, aö við getum hvorugur gert okkur skilj- anlega á eigin tungu þegar við tökum þátt i norrænni samvinnu. Sænskumælandi Finnar eru hér undanskildir. Báðir verða að læra eitthvert Skandinaviumálanna. tslendingar læra dönsku, Finnar læra sænsku. Báðar þjóðirnar styðja drengi- lega norræna samvinnu, enda þótt þátttaka okkar i henni krefj- ist mun meira af okkur en Skandinaviuþjóðunum, sem hver um sig getur notað sitt eigið móðurmál i samvinnu sinni við hin Norðurlöndin. Ef til vill er það af þessum á- stæðum, sem Finnum og Islend- ingum finnst þeir eiga meiri sam- leið á norrænum fundum. Borgarstjórinn skýrði frá þvi, að fyrirtækið Rautaruukki i Hels- ingfors, hefði endurgjaldslaust búið minnismerkiö i járn og Eim- skipafélagiö flutt það endur- gjaldslaust til Reykjavikur. Á fæti minnismerkisins stendur letrað á plötu eftirfarandi á is- lensku, finnsku og sænsku: Landssamband norrænnar sam- vinnu i Finnlandi, Pohjola-Nord- en, færði tslandi og Norræna félaginu þetta minnismerki að gjöf i tilefni af 1100 ára afmæli þjóðarinnar þann 26.07 1974. Hönnuður: Gisli B. Björnsson. Unnið án endurgjalds af Rautar- uukki Oy Finnland. —GG V öruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður Samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofunni var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd i júni óhag- stæður um 3.4 miljarða URUliSK.AKIGr.IFIR KCRNFLÍUS JONSSON SKÓLAVÓROUSl !li 8 BANKASIR<H6 f^lH->H0-106OO seNtMBitAsrömm Duglegir bílstjórar króna. í júni i fyrra var hann óhagstæður um 1,6 miljarð. Frá áramótum hefur vöru- skiptajöfnuðurinn verið óhag- stæður fyrir Islendinga um sam- tals 7,3 miljarða króna, en var fyrstu sex mánuði siðasta árs óhagstæður um 1,2 miljarða. A fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa verið keypt skip fyrir 2,9 miljarða króna. Hér er um að ræða 14 skuttogara, 7 vöru- flutningaskip, einn fiskibát, eina fólks- og bnferju (Akraborgina nýju) og einn þangskurðar- pramma, sem notaður verður vestur á Barðaströnd. A sama tima hafa Islendingar keypt flugvélar fyrir 152 miljónir. Air Viking hefur keypt 2 vélar, Vængir 2, Iscargo 2. Auk þess hafa verið fluttar inn nokkrar litl- ar flugvélar. Fjölgun mann- kyns geigvænleg 6,5 miljarða manna árið 2000 Samkvæmt likindareikningum sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna verður það svo árið 2000 aö ibúum jarðarinnar mun þá hafa fjölgað úr tæplega f jórum miljörðum eins og nú er i 6,5 miljarða. Við þessa reikninga er tekið tillit til þess að nokkuð muni draga úr fjölgun á næstu árum vegna ráðstafana, sem gerðar munu af opinberri hálfu. Ef hins vegar ibúatala jarðar- innar heldur áfram að vaxa jafn ört og hún gerir nú, þá munu ibú- ar jaröarinnar að einni öld liöinni veröa orðnir 28 miljarðar. Fari svo að það takist að draga úr fólksfjölguninni i heiminum um helming, — niður i 1%, þá veröa ibúar jarðarinnar engu að siöur 15 miljaröar árið 2074. Þessar tölur vekja óneitanlega býsna margar og heldur áleitnar spurningar. Er nægt landrými á jörðinni fyrir allan þennan óskapa fjölda, hvað með náttúru- auðlindirnar? Verður unnt að metta alla þá nýju munna sem fyrirsjáanlega bætast við? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurn- ingum, sem þessar tölur vekja, en óneitanlega þær, sem menn hljóta þó að þurfa aö gefa mestan gaum, og þar sem ekki þýðir að eitt og eitt land sé að fjalla um, heldur verða riki heims I sameningu að fjalla um þessi mál. ' Það er langt frá þvi að sérfræð- ingar séu sammála um það hversu mörgum mannverum sé lifvænlegt á móður jörð. Þeir eru þó sammála um að Ibúum jarðar- innar getur ekki haldið áfram að fjölga I það óendanlega, þó ekki sé nema af þeirri ástæðu einni að byggilegt yfirborð jarðarinnar er vissulega þekkt og afar takmörk- uö stærö. Þeir eru einnig sammála um það, að gripa verði til einhverra ráöstafana, — ekki I náinni fram- tið, heldur núna STRAX, ef takast á aö draga það mikið úr mann- fjölgun á jörðinni, að við I þeim efnum förum niður fyrir hættu- markið. En hér er margt sem taka þarf með I reikninginn, og það llður langur timi áður en áhrif þeirra ráðstafana sem gerð- ar verða raunverulega fara að koma I ljós. Setjum nú svo að hver hjón eigi ekki nema tvö börn, þá verður i rauninni um fækkun að ræða, en samt getur ibúum jarðarinnar haldið áfram að fjölga i ein sjötiu ár. Meginor- sök þessa er að stöðugt á sér stað hægfara breyting á aldursskipt- ingu þegnanna i þjóðfélaginu. Svo lengi sem meirihlutinn er ungt fólk er ekki um það að ræða að fjölgunarprósentan lækki ört. 1 þróunarlöndunum er langmestur hluti Ibúanna ungt fólk, — ekki sist vegna þess að þar er fæð- ingartíðnin lang-mest. Þaö er einnig svo i þróunar- löndunum að þar stendur mann- fjölgunin sums staðar I vegi þess að um eðlilega þróun og framfar- ir sé að ræða. Fjárfestingin heldur ekki I við mannfjölgunina. Æ fleiri af auðlindum verður að beina frá þvi að beisla þær I þágu þróunarinnar og nota þær ein- göngu til að fullnægja frumþörf- Bakú, (APN) Hversu mikið er af laxfiski i Kaspiahafi? Visinda- menn velta þessari spurningu mikið fyrir sér. Þið spyrjið ef til vill, hvers vegna þeir geri það. I fyrsta lagi er það vegna tölfræði- legra athugana á viðkomu stofn- anna og I sambandi við reglu- bundinn iðnað. Á fjögurra ára fresti fer fram talning fiska I Kaspiahafi. Sér fræðingar frá Sjávarútvegsrann- sóknastofnun Azerbaidzjan fara á rannsóknaskipinu „Bllog” og taka stöðvar, sem skipta sovéska hafsvæðinu undan ströndinni i 250 ferninga. Stöðvarsýni er tekið á tæplega 100 metra dýpi. 3/4 hlut- um aflans er sleppt aftur i Kaspiahafið, en 1/4 hlutinn rann- um ibúanna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er það engu að siöur svo, að i ýmsum þróunarlöndum, einkum i Afriku og Suður Ame- riku, er það viðtekin skoðun vald- hafa aö Ibúar landanna séu of fá- ir. Ýmsir sérfræðingar hafa orðið til þess að styöja við þessar skoð- anir, og veldur þetta þvi, að i þessum löndum er nú lögð áhersla á að fjölga ibúunum. Eitt af meginatriðum þeirra til- lagna sem um verður fjallað á mannfjöldaráðstefnunni i Búka- rest, er að samræmi verði að vera milli þeirra markmiða sem opin- berir valdhafar setja sér, — hver svo sem þau eru, og þess sem fólkið I landinu vill. Sé þessu ekki fyrir aö fara þýðir ekkert að vera yfirleitt að ræða um stefnu I þessum málum. Það er til dæmis ekki til ýkja mikils að fá ibúum einhvers lands fullar hendur getnaðarvarna ef hugsunarháttur þeirra er sá að þeir vilji eignast sem allra-flest börn. sakaður liffræðilega. Visinda- mennirnir skilgreina kyn, þroskastig, aldur, fæöuvenjur og atferli fiskanna. Hér má bæta þvi, að aldur laxfiska er ákvarðaður samkvæmt árhringjum (eins og á trjám). Meðalaldur fiska er 50 ár og einstaka fiskar ná metþyngd, allt að 500 kiló. Siðasta talning, sem gerð var 1973 leiddi i ljós, að nú eru i Kaspiahafi næstum 200 miljónir laxfisks á aldrinum frá eins árs, og eru þá ekki taldir stofnar trans, sem einnig liggur að Kaspiahafi. Stofninum fjölgar, og árlega bætast i hann seiði, sem rætkuö hafa verið i fiskeldistjörn- um. Hversu mikill fiskur er i Kaspíahafi? Sendum launþegum og öörum landsmönnum þjóðhátíöarkveðju r/ Félag ' járniönaðarmanna Sjómannafélag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.