Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. júll 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Minnismerki 11. alda búsetu í landinu Listaverkið, sem Reykjavikurborg bað braut. Hún mun ugglaust verða mörgum Sigurjón Ólafsson að gera i tilefni þjóðhátiðar, augnayndi, þegar hún speglast i tjörninni, sem liggur enn á hlaðinu hjá myndhöggvaranum. á að gera kringum hana. Mynd þessi á að risa inn við Kringlumýrar- PORTÚGAL: Sjálfstœði nýlendna í vœndum? LISSABON 26/7 — Tals- maður Spínóla Portúgals- forseta sagði í dag að for- setinn myndi í næstu viku gera opinber ný lög, sem gera myndu Portúgölum fært að veita nýlendunum siálfstæði, en samkvæmt núgildandi lögum eru þær óaðski I ja nlegur hluti Portúgals. bá hefur heyrst að Portúgalar aetli að styðja aðild Gineu-Bissá að Sameinuðu þjóðunum sem fullgilds meðlims. Þykir þetta benda til nýs þáttar i þróun stjórnmálanna i Portúgal. Nú er svo að heyra að Spinóla sé inni á þvi að veita nýlendunum fullt sjálfstæði, en áður haföi hann helst hugsað sér að láta ein- hvers konar heimastjórn duga handa þeim. Santos Goncalves forsætisráðherra sagði i fyrri viku að i byrjun ágúst næstkom- andi yrði stórt skref stigið til af- náms nýlendustefnunnar i Afriku. Yfirlýsing frá Sementsverksmiðju ríkis- ins og steypustöðvunum í Reykjavík 1 tilefni af blaðskrifum undan- farna daga, sem ekki hafa um allt verið of nákvæm, þykir nauðsyn- legt að eftirfarandi komi fram: I. briðjudaginn 23. júli sl. til- kynnti framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju rikisins steypustöðvunum i Reykjavik, að vegna yfirvinnubanns verka- manna á Akranesi og hættu á sementsskorti yrði að skammta sement til stöðvanna. Sú skömmtun hefði leitt til 50% minnkunar á dagsafköstum þeirra. I framhaldi af þessu komu forráðamenn steypustöðvanna saman og ræddu ástandið, sem var að skapast. Komust þeir að þeirri niðurstöðu, að skynsam- legra væri að loka stövunum al- veg um tima, heldur en þurfa að skammta steypu og gera þannig upp á milli viðskiptavina. Að fenginniþessari ákvörðun var haft samband við forstjóra Sementsverksmiðju rikisins og Auglýsinga síminn er17500 DJúovu/m hann inntur eftir þvi, hvort hann gæti tryggt steypustöðvunum sement til föstudagsins 26. júli, ef á móti kæmi, að stöðvarnar lokuðu, siðan fram til 6. ágúst, þannig að Sementsverksmiðjunni gæfist þá timi til að safna birgð- um. Um þetta náðist samkomulag og tilkynntu stöðvarnar þvi lokun eins og áður hefur komið fram. II. Sementsverksmiðjan hefur i samræmi við ofangreint sam- komulag afgreitt allt það sement til steypustöðvanna sem þær hafa beðið um til föstudagsins 26. júli. Á blaðamannafundi, sem fram- kvæmdastjórn Sementsverk- smiðjunnar héldu 22. júli, var til- kynnt, að frá þeim degi og til þess tima, er ný sementskvörn yrði tekin i notkun um miðjan ágúst, kynni að verða skortur á sementi og þá meðal annars vegna yfir- vinnubanns verkamanna. Það mál leystist að kvöldi þriðjudags- ins 23. júli, og var þá hindrunar- laust hægt að halda áfram sementsflutningi til Reykja- vikur. Þess vegna kom ekki til þess að neinn skortur yrði á sementi til steypustöðva i Reykjavik i þessari viku. Enn eru til nokkrar birgðir af sementi, en Sementsverksmiðjan getur þó ekki tryggt, að nægjan- legt sement verði til handa steypustöðvunum út alla næstu viku. Sekkjað sement verður af- greitt úr skemmum i Artúnshöfð eins og verið hefur. Breiðholt hf. B.M. Vallá hf. Steypustöðin hf. Semcntsverksmiðja rikisins. MINNINGARSPJÖLD MINNINGARSJÓÐSt ÍSLÉNSKRAR ALÞÝÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. A' timámótum 11 hundruð ára afmælis byggðar á íslandi, minnir Bókaútgáfan Þjóðsaga á útgáfur sinar er snerta þjóðlega arfleifð islenskra fræða, svo sem: ISLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI JÓNS ÁRNASONAR, 1-6. GRÍMU HINA NÝJU1—5, safnað af Þorsteini M. Jónssyni og Jónasi Rafnar, lækni. GRÁSKINNU HINA MEIRI, safnað af dr. Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni RAUÐSKINNU HINA NÝRRI 1—3, safnað af séra Jóni Thorarensen. SKRÁ UM ISLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR OG SKYLD RIT eftir Steindór Steindórsson, fyrrum skólameistara. HRAFNKELLSSÖ GU OG FREYSGYÐLINGA, eftir Hermann Pálsson lektor. öll þessi rit snerta land og þjóð til ystu nesja og fram til efstu dala frá upphafi íslands byggðar. Þau fást með afborgunum ef óskað er. Leiðið upplýsinga hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu, Lækjargötu 10 A, simar 13510 og 17059.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.