Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. janúar 1975. Að mœla víndrykkju bót? Er Kolbeinn Bjarnason að mæla vindrykkjunni bót i nafni ungtemplara? Er mér var sagt af þessari grein sem afstöðu ung- templara til Góðtemplararegl- unnar varð ég mjög undrandi, ef slikt mætti rétt vera, að nokkur þeirra gæti i nafni samtakanna talið þau vera i andstöðu við góð- templara. Hann segir t.d. orðrétt: ,,Það er t.d. Utbreiddur misskilningur, að ungtemplarar starfi i stúkum og eru oft orðaðir við góðtemplara”. Það mun ekki óalgengt að börn séu orðuð við foreldri sitt. Kolbein virðist sviða sárt undan þessari ó- hamingju ungtemplara að vera orðaðir við góðtemplara. Getur það verið að maður, sem fer að lýsa félagsskap ungtemplara og aö manni virðist, öðrum þræði vilja gjöra það honum til hróss, sé ekki kunnugra um málin en það að hann viti ekki, að þeir eru raunverulega grein á hinu 90 ára sterka tré og studdir af góðtempl- urum. Þótt ungtemplarar noti ekki form Góðtemplarareglunnar á fundum sinum, vita allir sem til þessara mála þekkja að þeir hafa blessunarlega tekið duglega virk- an þátt i umsvifamestu fram- kvæmdum templara á sumri hverju, Galtalækjarmótunum. Fyrir utan það hversu oft ég hefi sem betur fer séð ungtemplara á stúkufundum bæði i Reykjavik og i Hafnarfirði, var þó undarlegast bækur, sem gjMJ r\%Ji / ociii ^ fjallað er um hér á (í síðunni, fást hjá m okkur, eða við get- *?t um pantað þær með % j& stuttum fyrirvara. % £ £ % Pt ^Bókabúö % ^mennmgar Máls og * Vi >Í & ?Á & ?Á & ?/i 5* Í5r Vi 54 V ?/i VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm af öllu, að þessi grein skyldi vera látin á „þrykk” út ganga nokkr- um dögum eftir að útbreiðsluher- ferð var hafin i heila viku með kynningu i fjölmiðlum og sér- prentuðum bæklingi er dreift var meðal fólks i þúsundatölu, allt i samvinnu góðtemplara og ung- templara. A þeim stöðum, I Reykjavik og viöar, er höfð voru opin hús til viðtals og upplýsinga, voru bæði ungtemplarar og templarar til upplýsinga og einnig á opna stúkufundinum i Templarahöll- inni kl. 2 á sunnudeginum. Svo kunn er þessi samvinna, sem vera ber, að ekki virðist ástæða til að nefna fleira til að afsanna þessi óskiljanlegu ummæli Kol- beins Bjarnasonar. Manna óliklegastur væri ég til • aö lasta snjallar visur. Hinu, að við eigum þar brennivininu skuld að gjalda, held ég að ekki væri fráleitt að láta tvær stökur Krist- ins heitins Bjarnasonar svara. Hann var alla tið talinn vinsvinur en þó aldrei álitinn óreglurmað- ur, heldur sagður kunna allvel með áfengi að fara, en tjáði samt reynslu sina þannig: Oft þó sé við æfiþras ærið þungt i spori ávallt sé ég gegnum glas glampa af nýju vori. Hef þó naumast höpp af þvi heims er glaumur sýnir Fórust straumum óláns i æskudraumar minir. Ég dreg mjög i efa, að margt af svokölluðum drykkjuvisum sé gjört i vimunni heldur flestar þeirra bestu þess utan, til afsök- unar og yfirbreiðslu til að verja sig með, enda frekar timbur- manna eða eftirsjónarhljóð i mörgum þeirra, samanber þess- ari: Eldarina rósin fin raunir pina ófinar Fyrir vinið varð ég svin. Vonir dvlna minar. Þá telur Kolbeinn þann kost við áfengið, að sumir græði á þvi. Sjálfsagt á hann þar við þjóðar- hag. Ekki getur það þó staðist þar sem reynslan er, að áfengið veld- ur ávallt meira tjóni en hag, eins og ráðherra þeirra mála viður- kenndi fyrir skömmu i fjölmiðl- um, að þrátt fyrir miklar inntekt- ir Áfengisverslunar rikisins, væru þó útgjöld vegna.vinneyslu stórum meiri og þar fyrir utan allt það, er ekki verður metið til fjár, svo sem líf manna, sorgir og vinnutap þeirra i þjóðfélaginu sem eru orðnir auðnuleysinu að bráð. Þannig getur gróðinn aldrei orðið neinn, þar sem hann veldur meira tapi og er ávallt á kostnað annarra. Þetta viðurkennir Kol- beinn lika er hann telur ókostina nær óteljandi. Allt mál Kolbeins finnst mér benda til að hann hafi aldrei kom- ið á stúkufund og viti þvi ekki hvað hann er að bannsyngja. Sem æðstitemplari stúkunnar Framtiðin leyfi ég mér að bjóða hVerjum þeim er svona villuhug- myndir ala, eða hafa áhuga á að sjá hið sanna, að koma sjálf er þau sjá I félagslifi Morgunblaðs- ins auglýstan opinn fund. Sú villa mun hafa villt marga, að þá sé átt viðalla félaga annarra stúkna, en svo er ekki, þar sem þeim er á- vallt heimilt að sitja fundi allra stúkna. Heldur er með þvi öllum gefinn kostur á að kynnast starfs- miðum, aðstöðu og starfi er byggt er á trú von og kærleika bræðra- lagsins. Þá gætu þeir gert sér ljóst hvort þeim hentaði ekki einmitt þessi félagsskapur, vildu ganga til liðs með okkur, að: hjálpa til að styðja þá veiku, veita þeim fé- lagslega aðstöðu til að slita sig frá drykkjufélögum, fá þá til að hjálpa okkur, þannig hjálpar hver best sjálfum sér. Þegar vitað er um inntöku nýrra félaga, væri að likum ekki ástæöulaust að auglýsa viðtals- tima i Templarahöllinni t.d. kl. 5—6 eða 7, eitt eða tvö kvöld áður, svo að þeim er óskuðu gæfist kostur upplýsinga. Ingþór Sigurbjörnsson Bæjarpóstur spyr: Aðrar starðir.ani&aðar eftir baiðnl QLUGQA8MIÐJAN 'jMk 12 - Sfai 38220 Af hverju auglýsiö þið I Morg- unblaðinu einu? Það er t.d. til dálkur sem heitir „félagslif” i Þjóðviljanum. Skákþing Reykjavikur hófst á sunnudaginn. Þátttakendur I 4 efstu flokkunum eru 46. Þeir tefla i 4 riðlum, 3 tólf manna og 1 10 manna riðli. t riðlana er raðað eftir Elo stigum. t A-flokki eru þessir kepp- endur: Jón Kristinsson Leifur Jósteinsson, Haraldur Haraldsson Björn Þorsteinsson Margeir Pétursson Bragi Kristjánsson Friörik ólafsson Jón Þorsteinsson Gylfi Magnússon Jóhann örn Sigurjónsson Björn Jóhannesson Ómar Jónsson. Sigurður ólafsson Magnús Ólafsson Keppni i unglingaflokki hefst á laugardaginn og eru þátttak- endur beðnir að koma til skrán- ingar kl. 13.30. Skráningarstjóri á skákþing- inu er Magnús Sólmundarson og varð ekki annað séð en að vel færi um keppendur undir stjórn hans. Þá er komið að nýjunginni. t tilefni kvennaársins, 75 ára af- mælisárs TR og vegna þess að það er löngu orðið timabært, hefur stjórn TR ákveðið að teflt skuli I fyrsta sinn i ár um titilinn — Kvennameistari Reykja- vikur,- Það er vitað að margt kven- Polugajevky I einviginu er hann orðinn mjög algengur. t 6. ... e6 Hér er einnig leikið e5 7. Be3 Dc7 8. f4 b5 9. a3 Bb7 Svartur beinir nú skeytum sinum að e4 peðinu og hvitur verður að eyða tima i að valda það betur. 10. Bf3 Rbd7 11. Bf2 Rb6 12. De2 Be7 13. a4? UMSJÓN JÓN G. BRIEM Hér átti hvitur að hróka stutt og hef ja siðan kóngssókn með g4- g5. Leiknum 13. ... Rc4 má svara með Rdl og eftir g4-g5 og c3 má leika riddaranum til e3. Hvitur hefur nú eytt tveimur leikjum i að koma peðinu á a4 og lætur svo hrekja riddarann upp i borð þar sem hann stendur út skákina. Það sem menn reka fyrst aug- un I er nafn Friðriks ólafssonar. Það er mikill fengur að fá hann til keppni og liklega láta áhorf- endur sig ekki vanta. Að sjálf- sögðu hlýtur Friðrik að vera sigurstranglegastur i mótinu, en ég er illa svikinn ef tslands- meistarinn Jón Kristinsson og skákmeistari TR og sigurvegari i opna mótinu, Björn Þorsteins- son veita honum ekki nokkra keppni. Úrslit 11. umferð A-riðils urðu þessi: Jón Kristinsson — Omar Jónsson 1-0 Leifur Jósteinsson — Björn Jóhannesson 1/2-1/2 Haraldur Haraldsson — Jóhann Sigurjónsson 0-1 Margeir Pétursson — Jón Þorsteinsson frestað Bragi Kristjánsson — Friðrik Ólafsson 0-1 I B-riðli eru þessir þátttak- endur: Torfi Stefánsson Jón L. Arnason, Ásgeir Árnason Ágúst Ingimundarson Jónas P. Erlingsson Eyjóifur Bergþórsson Jón Þorvaldsson Ásgeir Ásbjörnsson Benedikt Jónasson ögmundur Kristinsson fólk teflir skák oj» hér gefst gott tækifæri til að béra sig saman. Sterkasta skákkona okkur, Guð- laug Þorsteinsdóttir teflir i C- riðli Reykjavikurskákmótsins. I skákkeppni stofnana hafa konur teflt og nokkur hópur sótt skák- æfingu fyrir skömmu þar sem Guðlaug Þorsteinsdóttir tefldi fjöltefli. Nú er komið að þvi að þessar og aðrar konur sem hafa áhuga á skák reyni með sér. Akveðið er að Benedikt Jónas- son verði skákstjóri i keppninni og mun hann auglýsa hvenær skákþingið hefst. Hér kemur ein skák sem var tefld i A-flokki Hvltt: Haraldur Haraldsson Svart: Jóhann örn Sigurjónsson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd 4. Rxd Rf6 5. Rc3 a6 Þetta er Najdorf-afbrigðið sem ávallt nýtur mikilla vin- sælda. 6. Be2 Eftir að Karpov beitti þessum leik með góðum árangri gegn 13 b4 14. Rdl Hc8 15. c3 d5 16. e5 Rfd7 17. 0-0 Rc4 18. Khl 0-0 19. Bg3 g6 20. f5 gxf5 21. Rxf5 Þessi mannsfórn er ekki óþekkt en i þessari stöðu færir hún hvitum engan ávinning. 21. ... exf5 22. e6 Bd6 23. exd7 Dxd7 24. Bxd6 Dxd6 25. Dd3 bxc3 26. bxc3 De5 27. Hbl Rd6 28. Hb4 IIc4 29. Hxb7 Hvita staðan er vissulega slæm, en neitt. ekki bætir þessi fórn 29. ... Rxb7 30. Bxd5 Hc7 31. Bxb7 Hxb7 32. Hxf5 Del 33. Hfl De6 34. Df3 Hbl gefið. Jón G. Briem. AFERLENDUM þess, sem vitnað er i önnur rit til frekari upplýsinga. Ritið er lykill til aukins skilnings i listaarfi for- tiðarinnar, ýtarlegt og vandað og nauðsynlegt. BÓKAMARKAÐI Dictionary of Subjects and Symbols in Art, James Hall. Intoduced by Kenn- eth Clark. John Murray 1974. Fyrir hálfri öld fékk sú kenning byr undir báða vængi, að efni málverka skipti engu máli, höf- uðatriðið væri formið eða form- tjáning og litir. Kenning þessi hlaut að afskrifa alla málarlist fortiðarinnar, frá hellamyndun- um á Spáni og Suður-Frakklandi, Giotto, Bellini, Titian, Michelan- gelo og Rembrandt, efni mynda þessara listamanna var höfuðat- riðið. A fjórða áratug aldarinnar var þessi kenning harðlega gagn- rýnd af Aby Warburg, sem hafði geysileg áhrif á þá menn, sem út- listuðu kenningar hans og stað- festu með rannsóknum sinum. Þekking og snilli Warburgs jók skilning manna s.tórum á efni og tjáningu eldri listaverka, sem hafði hreinlega týnst i umróti breytinganna sem urðu á samfé- laginu og listtjáningu 19. og i upp- hafi 20. aldar. Erwin Panofsky, Fritz Saxl og fleiri uppgötvuðu ný tákn og nýjar merkingar i efni miðalda mynda og mynda frá endurreisnartimabilinu og 17. öld. Skilningi manna á þessum táknum og efnivið hafði hrakað með rýrnandi áhrifum klassiskrar menntunar og minnk- andi Bibliulestri, en illmögulegt er að skynja mörg ágætustu verk miðalda og endurreisnar án þekkingará bókmenntum grikkja og rómverja auk Bibliunnar. Þessi bók er sett saman til þess að bæta úr þessum menntunarskorti nútima manna, svo að þeir megi öðlast réttari skilning á list fortið- arinnar. Höfundurinn útskýrir fjölmörg þemu, sem nauðsynlegt erað skilja til þess að geta skynj- að boðskap fornra listaverka og efni þeirra, visað er til uppruna þemanna i klassik og Bibliu auk A Season in Hell The llluminations. Arthur Rimbaud. A New Trans- lation by Enid Rhodes Peschel. Oxford University Press 1974. Texti verkanna er prentaður á frönsku og ensku, svo að sam- anburður er auðveldur. Rim- baud orti aðeins I sex eða sjö ár og hætti tuttugu og eins árs, en þó svo væri, hafði hann flestum öðrum meiri áhrif á nútima ljóðlist. Rimbaud valdi sér ein- staka leið til þess að verða það, sem hann nefndi „sjáandi”, sem var að rugla og niðurdrepa tilfinningalif sitt af yfirlögðu ráði. Lýsing þessarar viðleitni er að finna I A Season in Hell, tjáning ofsjóna og furðusýna og kvala skáldsins á þessari þyrn- um stráðu leið hans til upphaf- innar skynjunar og skilnings. 1 Illuminations krefst hann lausn- ar og sér i hillingum lausnina og fellur þess á milli i algjört svartnætti örvinglunar. Þýð- andinn skrifar inngang um lifs- hlaup Rimbauds og útlistar inn- tak verkanna auk þess sem hún gerir grein fyrir þýðingu sinni. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.