Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 4ra landa keppnin í körfuknattleik: íslenska liðið bar sigur úr býtum en... sigurinn var dæmdur af því fyrir að nota of marga leikmenn í mótinu, þrátt fyrir það að danir hefðu áður leyft það tslenska landsliðið I körfu- knattleik vann um siðustu helgi mesta afrek sem Isiensk- ir körfuknattleiksmenn hafa unnið til þessa, er það sigraði i 4ra ianda-keppninni i körfu- knattleik sem fram fór I Dan- mörku um helgina. En ekki er ofsögum sagt af framkomu dana i okkar garð, beri Islend- ingar hærri hiut eii þeir i iþróttum. Þeir iétu yfirstjórn mótsins dæma sigurinn af is- lendingum fyrir aö nota of marga menn i mótinu og dæmdu þá i neðsta sæti. ts- iendingar notuöu 11 menn I stað 10 sem alþjóöareglur segja til um, en Islendingar höfðu til þess munnlegt leyfi frá dönum, sem svo gengu á bak oröa sinna, þegar á reyndi. Þessi fólska dana gekk svo fram af v-þjóöverjum, að þeir ineituðu að taka við sigurverð- laununum, sem þeim voru dæmd eftir að danir höfðu dæmt Islendinga frá sigri. Lúxembúrgarmenn stóðu að þessu óþokkabragði með dön- um, en þeir eru okkur reiðir eftir að KKt kærði þá til Körfuknattleikssambands Evrópu fyrir samningsrof um landsleiki fyrr i haust. Þetta 4ra landa mót var að- eins æfingamót, stóð ekki i sambandi við neina alvöru keppni þannig að þetta skiptir I sjálfu sér engu máli fyrir Is- lenska liðið. Aðalatriðið er að það SIGRAÐI t MÓTINU á heiðarlegan hátt, sigraði bæði v-þjóðverja og lúxembúrgara en tapaði fyrir dönum, enda skipti sá leikur engu máli, mótið var unnið fyrir þann leik. Sigur islendinga yfir v-þjóð- verjum, sem eru taldir vera með eitt af bestu tándsliöum Evrópu og Lúxembúrg sem einnig á gott lið, er áreiðan- lega mesta afrek sem Islensk- ir körfuknattleiksmcnn hafa unniö til þessa. Og það er orðið langt slðan, ef frá er talið jafn- teflið við a-þjóöverja I knatt- spyrnu I haust, að úrslit 1 landsleikjum þar sem Islend- ingar hafa verið annar aðilinn hafa komiö jafn mikið á óvart og þessi úrslit. Þau hafa aukið hróður tslands um alla Evrópu á Iþróttasviðinu og veitti sannarlega ekki af. Ann- ars urðu úrslit leikja I mótinu þessi: tsland — V-Þýskal. 83:70 ísland — Lúxembúrg 78:77 tsland — Danmörk 62:97 Danmörk—Lúxembúrg 64:69 Danmörk — V-Þýskal. 68:85 V-Þýskal. — Lúxemb. 59:48 íslensku stúlkurnar unnu báða leikina isl. kvennahandknatt- leikslandsliðið vann auð- velda sigra í báðum leikj- um sinum við það banda- riska/ sem fram fóru um siðustu helgi. Fyrri leikur- inn fór fram í Laugardals- höllinni og lauk honum 21-8 og sá síðari/ sem fram fór í Njarðvikum vannst með 19 mörkum gegn 5. Þrátt fyrir þessa stóru sigra finnst manni, að byrjun banda- risku stúlknanna i handknattleik, m 11. deild kvenna KR sigraði Víking og Ármann FH Tveir leikir fóru fram I 1. deild kvenna um helgina, en einum leik var frcstað, leik Vals og Þórs frá Akureyri, Þórs-stúlkurnar komust ekki til Reykjavikur. KR-stúlkurnar áttu ekki i neinum erfiðleikum með Vlk- ing og sigruöu 17:10 eftir að hafa haft yfir I leikhléi 8:4. Ilorfurnar hjá Vikingi eru nú vægast sagt að verða alvar- legar I 1. deild og segja má að eina von þeirra til að halda sér uppi sé að sigra Breiðablik sem er með heldur slakt lið. Strax á eftir leik KR og Vlk- ings léku Ármann og FH. Hin- ar ungu leikkonur Flf áttu aldrei neina möguleika og Ar- mann sigraði 19:11 eftir að hafa haft yfir I leikhléi 10:3. en þetta voru þeirra fyrstu lands- leikir, sé mun betri en byrjunin hjá körlunum nokkurn tima. A köflum sáust ágætir leikkaflar hjá þeim bandarisku og það sýn- ir, að þær kunna sitt af hverju þótt ennþá vanti leikreynslu og æfingu i aö nýta þekkinguna til fulls. Það var svo sannarlega sorg- lega fátt i Laugardalshöllinni þegar fyrri leikurinn fór fram. Greinilega hefur karlahandbolt- inn tekið allan hug áhugamanna og konurnar eru óneitanlega nokkuð afskiptar. Islensku stúlkurnar tóku strax forystu I leiknum og héldu henni stöðugt vaxandi. I leikhléi var staðan 11-5 og eins og áður segir urðu lokatölurnar 21-8. Guðrún Sigurþórsdóttir varð markahæst í leiknum með 7 mörk. Hún skoraði 4 fyrstu mörk liðsins og tók sér siðan langt fri eða þar til á siðustu minútunum að hún bætti við þremur i röð. Björg skoraði 3 mörk, Arnþrúður 3, Sigrún 3, Guöbjörg 2, Hanslna, Oddný og Erla 1 hver. Síðari leikurinn fór síðan fram i Njarðvíkum. Þar var Sigrún Guðmundsdótt- ir í aðalhlutverki og markahæst íslensku stúlknanna með 5 mörk. Björg Jónsdóttir fyrirliöi landsliðsins skorar hér eitt af mörkum sinum I fyrri leiknum (Mynd: Einar) Shp Haraldur Kornellusson sigraði á nýársmóti TBR. Myndin er tekin I undanúrslitaleiknum en inn I hana er felld mynd af verðlaunagripnum sem hann hlaut. Nýársmót TBR: Haraldur er enn ósigrandi Friöleifur Stefánsson var nærri því aö sigra Harald en úthaldið brást honum Svo virðist sem enn sé langt I land með að nokkur Islenskur badmintonmaður storki Ilaraldi Korneliussyni, sem veriö hefur ó- sigrandi hér á landi um árabil. A nýársmóti TBR sem fram fór sl. sunnudag sigraði Haraldur enn I mfl. eftir nokkuð harða viöureign við Friðleif Stefánsson sem virð- ist standa næstur Haraldi að getu eftir að badminton varð auka- grein hjá Sigurði Haraldssyni, en hann var sá eini sem eitthvað hafði I Harald að gera. Þeir Haraldur og Friðleifur léku til úrslita I mfl. á nýársmót- inu. Fyrstu hrinuna vann Harald- ur auðveldlega 15:6. En I annari hrinunni náði Friðleifur sér vel upp og sigraði 15:10 og það leit út fyrir aö Friðleifur myndi sigra þegar staðan var orðin 12:6 hon- um i vil i úrslitahrinunni. En þá tók Haraldur á honum stóra sin- um. Friðleifur fékk ekki fleiri punkta og Haraldur sigraði 15:12. Kannski var það frekast úthaldið sem brást Friðleifi þarna. 1 mfl. kvenna sigraði Lovisa Sigurðardóttir Svanbjörgu Páls- dóttur i úrslitum 11:5 og 11:0. Úrsiitaleikurinn i A-flokki karla var sannarlega leikur mótsins. Þar áttust við tveir 16 ára gamlir piltar sem af mörgum eru taldir okkar efnilegustu badminton- menn i dag, þeir Jóhann Kjart- ansson og Jóhann G. Möller. Svo fóru leikar að þessu sinni að Jó- hann Kjartansson sigraði,en mik- ið þurfti hann að hafa fyrir þvi. Hann tapaði fyrstu hrinunni 11:15, vann svo aðra 17:14 og þá þriðju 18:15 eftir að Jóhann Möll- er hafði náð stöðunni 14:8; vant- aði aðeins einn punkt til að sigra. Hér var um að ræða úrslitaleik eins og þeir gerast bestir. 1 A-fl. kvenna sigraði Kristin B. Kristjánsdóttir Ragnheiði Páls- dóttur i úrslitum 4:11— 11:5 og 11:0. I B-flokki karla sigraði Ei- rikur ólafsson og i B-flokki kvenna Bjarnheiður Ivarsdóttir. U-landsliöið hafnaði í 4. sæti lslcnska unglingalandsliöiö i körfuknattleik hafnaði I 4. sæti á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór i Noregi um helgina. Svl- ar sigruðu, finnar urðu I 2. sæti, norðmenn I 3. islendingar I 4. og danir i 5. trslit leikja Islenska urðu sem hér segir: liösins tsland — Finnland 68:110 island — Sviþjóð 67:110 lsland — Noregur 67:93 island — Danmörk 96:83

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.