Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÍÞJÓÐVÍLJINN Þríðjuda'gur 7. jánúar 1975. Til hinna látnu í Neskaupstað svo og til aðstandenda og ástvina Leið þú okkar látnu vini, ljúfi drottinn, inn til þin. Láttu þina ljóssins syni leiða þá, er bænin min. Höfði drúpum i hljóðri bæn. Helgaðu drottinn þessa stund. Liknaðu þeim sem liðið hafa, læknaðu þeirra hjartans und. Vef þá alla ástarörmum, ýttu harmi burt af leið. Þerra tár af þeirra hvörmum þar til ævi rennur skeið. Votta öllum aðstandendum og öðrum ástvinum hinna látnu fjær og nær mina dýpstu samúð. Óskar Björnsson Neskaupstað. Happdrœtti SÍBS: Stórhœkkun vinninga Mikil stœkkun Reykjalundar H. K. Rönblom: Að snöru— nágrannans. Hann ætti að vera á betrunarhæli, sagði hún, og hún vonaði svo sannarlega að þetta yrði til að koma honum þangað. Hún gekk burt með augun logandi af iilgirni sem hafði fengið útrás. — Kerlingartuðra, sagði hinn lögregluþjónninn hugsi. — Var upplýst hvað varð um peningana? spurði Jói. — Hvaða peninga? Já, þá sem Bottmer hafði tekið. Hann hafði eytt þeim. Þeir sem lifa um efni fram árum saman eru fljótir að sólunda háum upphæðum. — Hversu háum? — Milli 40 og 50.000 minnir mig. Af hverju ertu að — Ný heimsókn truflaði þá og sið- an enn önnur. Lögregluþjónninn sökkti sér niður i skýrslur sinar og gleymdi öllu öðru.en Jói skrif- aði fengnar upplýsingar bak við eyrað. Þegar hann var laus klukkan fimm, tók hann hjólið sitt og fór út að bátahöfninni til að litast um. Frásögn félagans hafði styrkt grunsemdir Jóa. Sjálfsmorðstil- raun Bottmers hafði ekki verið gerð I alvöru. Félaginn áleit að hann hefði verið að vonast eftir meðaumkun. Sjálfur hélt Jói að Bottmer hefði með tiltæki sinu viljað beina athyglinni frá allt öðru sem hann hafði tekið sér fyrir hendur i bátahöfninni. Siðustu athafnir Bottmers með- an hann gekk laus höfðu átt sér stað i bátahöfninni. Eitt af þvi fyrsta sem hann gerði þegar hann kom til bæjarins aftur, var að fara þangað á ný. Jóa þótti þetta tala sinu máli. Það benti til þess að Algotsson hefði nokkuð til sins máls. Algotsson hafði lika haft rétt fyrir sér i þvi, að rannsóknin hefði ekki verið nógu ýtarleg. Náði það nokkurri átt að ganga ekki úr skugga um hvert var erindi Bott- mers til bæjarins? En llklega vildi Viktorsson, að sem minnst veður væri gert út af öllu saman og sýslumaður vildi gera honum til geðs. En það yrði ekki hægt að þagga niður uppgötvanir Jóa! Hann skyldi sjá til þess að — Svona, svona, Enga dag- drauma. Uppgötvanirnar fyrst. Og til þess að gera uppgötvanir varð að hugsa skýrt og rökvist. Setjum svo, hugsaði hann, að Bottmer hefði hugsað sér að lauma undan smáupphæð til sið- ari afnota. Hve stórri upphæð i fyrsta lagi? Ekki of hárri, þvi að þá gæti hann ekki gert grein fyrir þvi hvernig hann hefði eytt henni. Ef til vill væri hægt að stinga undan svo sem 10.000 krónum án þess að vekja grunsemdir við eftirfarandi rannsókn. Hvernig leit svona fjárupphæð út I öðru lagi? Jói hafði aldrei augum litið 10.000 krónur i einu. Hann reyndi að gera sér i hugar- lund upphæðina i formi miðlungs- seðla og verðbréfa og þess háttar. Hann deildi i huganum meðan hann hjólaði út með ánni og komst að raun um að fyrirferðin gæti verið á borð við miðlungs- skáldsögu. Umbúðirnar urðu að vera sterkar til að þola geymslu utandyra. Hægt væri að setja seðlabúntin i plastpoka og plast- pokann i kassa eða hylki af ein- hverju tagi. Fjársjóðurinn gæti þvi verið á stærð við tigulstein eða jafnvel enn stærri. Hvar er hægt að geyma slikan pakka i þriðja og siðasta lagi? Ekki innanhúss, þvi að þá er of mikil hætta á að hann finnist. Fremur niðurgrafinn á einhverj- um þurrum stað, kannski undir gólfinu i bátaskýli eða — Hann var kominn á staðinn. Þar var ósköp eyðilegt. Sumarið var löngu liðið, og búið var að draga flesta bátana á land og breiða yfir þá fyrir veturinn. Hvergi var nokkurn mann að sjá. Jói stillti hjólinu upp við bát, sett- ist á tóman kassa og kveikti sér i sigarettu. Hann ætlaði að reyna að gera sér i hugarlund siðustu heimsókn Bottmers i bátahöfn- ina. Hann lokaði augunum andartak og reyndi siðan að horfa nýjum augum á sviðið fyrir framan sig. Það er miður ágúst, hugsaði hann. Það er tæpast komið haust. Bátarnir eru enn á vatninu, bundnir við bryggjur og dufl. Sennilega er mannautt eins og núna. Það er liðið á daginn og loftið rakt eftir nýfallið regn. Þarna kemur Bottmer gang- andi. Hann gengur hægt og rólega til að vekja engar grunsemdir. Hann nemur staðar til að full- vissa sig um að hann sé einn. Allt er I besta lagi. Hann heldur áfram og gengur að staðnum þar sem hann hefur falið fjársjóðinn sinn og fer að grafa eins hratt og hann getur til að— Nei, hugsaði Jói, hægan nú. Bottmer kom tómhentur. Ef fjár- sjóðurinn hefði verið grafinn i jörðu, hefði hann haldið á tösku eða einhverju sem hann geymdi skóflu i. Fjársjóðurinn hlaut þvi að vera ofanjarðar eða grafinn svo grunnt að hægt væri að klóra hann upp skóflulaus. Bottmer klórar þvi I jarðveg eða færir burt steina að spýtur eða eitthvað i þá áttina. öðru hverju litur hann varfærnislega i kringum sig. Loksins! Þarna finnur hann fyrir brún á kassa sem er á stærð við tigulstein. Hann tekur hann upp, opnar hann, tekur upp plastpokann og stingur honum á sig. Hann rúm- ast I jakkavasa. Vöruhappdrætti S.t.B.S. á aldarfjórðungsafmæli um þessar mundir og á þessum timamótum i sögu þess verða gerðar miklar breytingar á vinningaskrá ársins 1975. Vinningum verður fjölgað og þeir hækkaðir þannig að heildarverðmæti þeirra eykst um rúmlega 55,5 miljóir króna. Lægsti vinningur hækkar úr 5000 krónum i 7000 krónur, fjöldi 10 þúsund króna vinninga fjórfald- ast, bætt verður við vinninga- skrána eitthundrað 50 þúsund króna vinningum, fjöldi 100 þús- und króna vinninga rúmlega þrefaldast, og 200 þúsund króna vinningar verða nú rúmlega helmingi fieiri en 1974. Þá verða nú dregnir út tveir miljón króna vinningar I stað eins áður. Happdrættið tók upp þá ný- breytni fyrir allmörgum árum að bæta einum aukavinningi við aðalvinningaskrána I júnimánuði hvers árs. Þessi aukavinningur hefur ævinlega verið bifreið. Að þessu sinni verða auka- vinningarnir 3, allir dregnir út i júni 1975. Þá fá 3 heppnir viðskiptavinir Citroen Ami 8 bil i sumargjöf. Verð hvers happdrættismiða er 300 krónur. Nú er unnið að mikilli stækkun Vinnuheimilisins að Reykjalundi. Byrjað var á þessum nýju fram- kvæmdum I júli 1971 og hefur ver- ið haldið áfram siðan eftir þvi sem fjárhagsgeta hefur leyft hverju sinni, en á árinu 1974 hefur dregið verulega úr byggingar- hraða vegna fjárskorts. í árslok 1973 var búiö að fjárfesta i þess- um nýbyggingum fyrir kr. 67.588.000.00 og sjúkrarúm og önnur tæki og búnaður hafði á sama tima veriö keyptur fyrir kr. 5. 347.000, - eöa alls kr. 72.935.000.00 A árinu 1974 er búið að verja til byggingarfram- kvæmda og kaupa á nauðsynleg- um búnaði þeirra vegna nálægt 37 miljónum króna, þannig að þessi nýi áfangi hefur þegar kostað um 110 miljónir króna. 1 upphafi var gert ráð fyrir að þessum áfanga framkvæmdanna yrði lokið á ár- inu 1975, en nú er sýnilegt að svo verður ekki, og fullvist er að það sem ógert er muni kosta marga tugi miljóna. Með hliðsjón af framansögðu freistar S.l.B.S. þess nú að efla Vöruhappdrættið.i þeirri trú að landsmenn kunni enn að meta það brautryðjendastarf sem samtök- in hafa unnið á liðnum áratugum á endurhæfingarmálum öryrkja. í upphafi beitti S.l.B.S. sér ein- göngu fyrir endurhæfingu berkla- sjúklinga að hælisvist lokinni, en nú þegar berkaveiki hefur að mestu verið útrýmt úr landinu hefur S.l.B.S. fært út kviarnar og veitt öðrum öryrkjum aðgang að stofnunum sinum og má t.d. geta þess að einungis 6,2% þeirra vist- manna sem komu að Reykjalundi árin 1972 og 1973 innrituðust vegna berklaveiki eða afleiðinga hennar, en 93,8% voru haldnir öðrum sjúkdómum. Auk Vinnuheimilisins að Reykjalundi rekur S.l.B.S. vinnu- stofu fyrir öryrkja i Reykjavik, Múlalund, þar sem rúmlega 30 öryrkjar starfa. Unnið er nú að þvi að bæta og endurnýja vél- kost þeirrar stofnunar fyrir 8-9 milljónir króna. Einnig hefur S.I.B.S. um margra ára skeið rekið vinnustofui Kristnesi. Auk framangreindrar starfsemi hefur sambandið frá öndverðu veitt skjólstæðingum sinum ýmiskonar hjálp og félagslega aðstoð. Þessir fengu orðu Forseti Islands hefur i dag sæmt eftirtalda Islendinga ridd- arakrossi hinnar islensku fálka- orðu: Armann Dalmannsson, fyrr- verandi skógarvörð, fyrir rækt- unar- og félagsmálastörf. Glsla Sigurðsson, minjavörð, fyrir störf I þágu minjavörslu og byggðarsögu. Helgu Soffiu Þorgilsdóttur, fyrrverandi yfirkennara, fyrir störf að kennslu- og félagsmálum. Höskuld Ólafsson, bankastjóra, fyrir störf i þágu islenskrar versl- unar. Indriða G. Þorsteinsson, rithöf- und, fyrir störf vegna þjóðhátiðar 1974. Jón Oddgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóra, fyrir störf að slysavörnum og félagsmálum. Jón A. Skúlason, póst- og sima- málastjóra, fyrir embættisstörf. Klemens Jónsson, leikara, fyrir störf að leiklistarmálum. Ólaf H. Kristjánsson, skóla- stjóra, fyrir kennslu- og félags- málastörf. Reykjavik, 1. janúar 1975 Þriðjudagur 7. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 Og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg Ornólfsdóttir lessöguna „Maggi, Mari og Matthias” eftir Hans Pett- erson (5). Tilkynningar kl. 9.30: Létt lög milli liða. Fiskispjall 10.05: Asgeir Jakobsson flytur stuttan þátt að tilhlutan Fiskifélags Islands. „Hin gömlu kynni’ kl. 10.25: Valborg Bents- dóttir sér um þátt með frá- sögnum og tónlist frá liðn- um árum. Morguntónleikai kl. 11.00: Tékkneska fil- harmóniusveitin leikur „Moldá” og „Skóga og engi Bæheims” eftir Smet- ana./ Pierre Fournier og Filharmónlusveit Vinar leika Sellókonsert I h-moll op. 104 eftir Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.35 Dáuðasyndir menn- ingarinnar. Vilborg Auður Isleifsdóttir menntaskóla- kennari les þýðingu sina á útvarpsfyrirlestrum eftir Konrad Lorenz. Fyrsti kafl- inn nefnist: Offjölgun. 15.00 Miðdegistónleikar: ls- lensk tónlist.a. Barokksvita fyrir pianó eftir Gunnar Reyni Svejnsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur. b. Lög eftir Þorvald Blöndal, Magnús A. Arna- son, Bjarna Þorsteinsson, Ingibjörgu Þorbergs og Ama Thorsteinsson. Ragn- heiður Guðmundsdóttir syngur, Guðmundur Jóns- son leikur á pianó. c. Þrjár myndir fyrir litla hljóm- sveit op. 44 eftir Jón Leifs. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. d. Noktúrna fyrir flautu, klarinettu og strok- hljómsveit eftir Hallgrim Helgason. Manuela Wiesler, Sigurður Snorrason og Sin- fóniuhljómsveit Islands leika; Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Svipleiftur úr sögu tyrkjans. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur fimmta erindi sitt: Sjúklingurinn við Sæviðar- sund. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur I um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning. Gunn- ar Guðmundsson segir frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar Islands i vikunni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „I verum”, sjáifsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar. Gils Guðmundsson les (16). 22.35 Harmonikulög. Allan og Lars Erikson leika. 23.00 A hljóðbergi. „The Mer- chant of Venice”. — Kaup- maðurinn i Feneyjum — eft- ir William Shakespeare. Með aðalhlutverk fara: Michael Redgrave, Peter Neil, John Westbrook, Paul Danemann og Nicolette Bernard. Leikstjóri: R.D. Smith. Fluttir verða þættir úr leikritinu. 23.55 Fréttir i stúttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 7. janúaii 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Söngur Sólveigar. Finnskt framhaldsleikrit I þremur þáttum. Aðalhlut- verk Leena Uotila, Lii- samaija Laaksonen og Aino Lehtinmahi. 1. þáttur. Þýð- andi Kristin MSntyla. Sagan gerist I Finnlandi um og . eftir heimsstyrjöldina sið- ari. Aðalpersónan er finnsk stúlka, Sólveig, og er saga hennar rakin frá fæðingu til fullorðinsára. Foreldrar hennar eru drykkjufólk, og sinna litið um barnið svo uppeldið lendir að mestu á afa hennar og ömmu. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.20 tJr sögu jassins. Þáttur úr myndaflokki, sem danska sjónvarpið hefur gert um jassinn og sögu hans. Rætt er við fræga jassleikara og söngvara, sungnir negrasálmar og leikin jasstónlist ýmiss konar. Meðal þeirra sem fram koma i þættinum, eru Sonny Terry, Eubie Blake og Bessie Smith. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 22.00 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur. 22.30 Dagskrárlok. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.