Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 7. janúar 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Stórvinningur til öryrkja manna verk svosem sannaðist þegar hann lét af störfum hálf- áttræður. En i bili erum við komin að skólagöngu Stefáns sem var um sumt lik þvi sem verið hafði um föðurinn: þvi marki varð ekki náð sem að var stefnt i upphafi og fullorðinn prisaði Stefán sig sælan að hafa ekki lent á embættis- braut. Stefán lauk námi i gagnfræða- skóla Akureyrar 1911 en sakir litilla efna i foreldrahúsum vann hann fyrir sér næsta vetur. Siðan lá leiðin suður yfir fjöll eða öllu heldur með ströndum fram til Reykjavikur i skóla latinu og lær- dóms sem Steingrimur Thor- steinss. stýrði þá enn háaldraður. Skólafélagi af Ákureyri tók við Stefáni, þegar Asna-geiri (nefnd- ur svo mjög ómaklega) hafði ferjað hann upp að gömlu stein- bryggjunni i Reykjavik, og leiddi hann um krókótta stfga og þröng sund i litið hús þar sem hafa skyldi kost og lósi. Tryggvi svörfuður (Sveinbjörnsson, siðar konungsritari og leikritaskáld) hafði þegar búið um sig i þessu undarlega húsi þar sem lágvaxin kona réð fyrir rýru búi: Una i Unuhúsi. í norðausturherberginu uppi svaf Stefán þenna vetur en borðaði niðri, fyrst með gestum Unu I stofunni, siðar með syni hennar Erlendi einum i svefn- kamesi hans. Unglingarnir þurftu margt að læra hvor af öðrum og urðu að nota timann til samvista eftir þvi sem báðir gátu fyrir skóla og Vinnu. öll svið voru könnuð og kom sér nú vel sú tón- listarþekking sem Stefán hafði úr foreldrahúsum en Erlend þyrsti i hana sem annað. Með þessu er raunar ekki sagt hvor hafi verið veitandi og hvor þiggjandi i þeirra samskiptum, en sennilega hefur það verið mjög á vixl á þessum tima. En þarna hnýttust þau bönd er aldrei brustu meðan báðir lifðu og leiddi af sjálfu að vinir Erlendar voru einnig vinir Stefáns. Félagsskapurinn i Unuhúsi tilheyrir ekki lengur persónusögu einstakra manna einvörðungu heldur menningar- sögu heils timabils og væri fram- hleypni af mér að þykjast ætla að leggja til þeirrar sagnfræði. Fögur var myndin sem Stefán hafði uppi á vegg hjá sér ,,á leyndum stað” af Erlendi þar sem féllu á hann sólargeislar um trjálauf, en meistarar tveir hvor tilsinnar handar: Halldór og Þór- bergur. Hlýrri orð en um Erlend i Unuhúsi heyrði ég Stefán ekki hafa um neinn mann sér óskyldan. Að einhverju leyti var and- rúmsloftið I Unuhúsi 1912 skylt þvi sem rikti i foreldrahúsum Stefáns á hæðinni yfir Eggert Laxdal á Akureyri. Þar var gestanauð mikil, ekki sist frændur og vinir úr Skagafirði i kaupstaðarferð en Steinunn móðir hans gestrisnin sjálf og þar eftir veitul og samræðufús. Þetta skapaði viðan sjóndeildarhring og skilning á mannllfinu en peningar stönsuðu litt i búi. Þar var séra Matthias tiður gestur á morgnana, leit upp á loftiö um leið og hann heimsótti aldavin sinn Eggert, — þá staup brenni- vins af Steinunni og lét móðann mása. Saman komu þeir þangað Matthias og Stephan G. Step- hansson árið 1917 (þá var pilturinn reyndar i Reykjavik) en Stephan komst litið að fyrir mælskunni i Matthtasi. En vel minntist Stephan G. þessa er þeir Stefán Bjarman sátu saman kveld eitt á öldurhúsi i Winnipeg tæpum áratug seinna, hýrir af vini. Stephan G. reyndist ljúfur maður og gamansamur i viðræðu, en ekki sá hrjóstrugi maður sem austur-islendingurinn haföi átt von á. „Ég held að hann hafi alla æifi verið það sem kalla mætti fallegur vinneytandi”> sagði. Stefán Bjarman um nafna sinn. Mér þykir liklegt að þeir hafi átt vel skap saman og varla tilviljun að á efri árum sinum hafði Stefán tæpast meira yndi af nokkrum ritum en bréfasafni Stephans G. * Mér snjaliari maður gæti dregið upp margar myndir af Stefáni Bjarman á reykjavikur- árum hans fyrri, myndir er stundum sýna aldarbrag og þær stundir er lýsa langt inn i ókomna æfi: Viðavangshlaupin með póstinn til að létta undir með Erlendi svo að sameiginlega gætu þeir þeim mun fyrr kropið að bókum eða húkt við orgel; heimsókn I hús við Þingholtsstræti til að flytja Þor- steini skáldi kveðju frá æskuvini hans Árna Eirikssyni; lestur á kvæðum þýskra öndvegishöfunda með Jóni ófeigssyni, hinum mikla fræðara; eins konar gúðmúnsensveisla með Einari Benediktssyni og frú Valgerði og skáldið sáldrar um sig peningum og lætur Einar Hjaltested fremja garðars-hólms-söng; striðni Arna próf. Pálssonar út af nýuppteknu ættarnafni b-jarman, en Bjarmansnafnið kom Sveinn bróðir Stefáns með heim úr kaup- mannahafnardvöl; ungir menn reynandi undir drep að ná vin- fengi Bacchosar og tileinka sér tóbaksnautn þvi þaö væri con- ditio sine qua non á leið til skáld- skapar, en nautnir og músur hrukku undan æskufjöri:,,lestrar- fylleriið” veturinn 1914/15 þegar átti — aftur eftir eins vetrar vinnu norður i landi — að taka skólann á einu ári i stað 2ja og námsbæk- urnar viku fyrir öörum gagnlegri, vorið heilsaði með skógarvinnu hjá Sæmundsen en engum prófum; „burgeisalífið” i Reykjavik um og eftir 1920 sem átti fyrir sér að visna sem hver einn rótarslitinn visir eins og Grimur vissi svo vel. — En fall getur falið i sér upphafning eins og Thomas Mann vissi að gerðist með Gregorius og fleiri heilaga ef mönnum auðnast hlutdeild i miskunn móður jarðar og fá teygað mjöð hennar á klett- óttri eyju útlegðarinnar. Og á þá ekki við að læra auðmýkt hjartans af taóista vestur á sléttunum miklu og mikiö vor- kenndi Steini gauti auðugum bróður sinum Glimu-Páli. Margt sér sá sem fer út i heim án gylli- vona en skoðar mannlifið opnum augum. * Ég sem þessar linur rita var ekki nákominn Stefáni Bjarman að þvi leyti að leiðir okkar hefðu legið saman oft eða lengi. Unglingur hafði ég fyrst kynni af honum i ameriskum samtima- skáldverkum, reiðiþrúgum og klukkuglym. Uppkominn hitti ég hann nokkrum sinnum, fræddist af honum og fékk umbeðin ráð. Auk þess fékk ég áreiðanlega lif- mögnun eins og Helgi Pjeturss hélt fram: það bætir að hitta góð- an mann, jafnvel þótt hann segi ekki neitt. 1 kringum Stefán geisl- aði allt. En fyrst og siðast var Stefán, held ég, snillingur samræðunnar svo sem verið hafði móðir hans. Þar kom til rósemi, kimni, frá- sagnargleði, alhliða þekking, sálfræðilegt innsæi, litillæti. Hann kom fram við alla sem jafningja og menn fundu ekki til að hann þrengdi upp á þá neinum fróðieik, samt gengu menn miklu fróðari af hans fundi. Þarna hygg ég hafi komið fram hæfileikar þess sem er fæddur kennari. Þar átti hann erfð frá föður sínum en ætli hann hafi ekki einnig sótt til Sveins i Vik? Ég veit að ýmsir skólapiltar á Akureyri frá efri árum Stefáns þar eiga honum margt að þakka. Sumum þeirra kom hann til meiri þroska en þeir ella hefðu náð, og naut Stefán þar sem I flestu á þeim tima sinnar góðu Þóru. Sá þroski mun sjást i þeirra verkum og þannig lifa ávextirnir af anda Stefáns áfram. * Þýðingar Stefáns, einkum á amerisku skáldsögunum er áður getur og á einu af æskuverkum Hamsuns sem Stefán sneri I elli sinni, munu og lifa og bera ávöxt. Upphafið að þýðingarstarfi Stefáns var á undarlegan hátt tengt dauðanum. Um það bil sem heimsstyrj- öldin siðari brýst út sendir vinur Stefáns honum að vestan þá nýútkomna bók, Grapes of Wrath, Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck. Las Stefán bókina og varð mjög hugfanginn af. Um þær mundir lá Steingrimur Eyfjörð sjúkrahús- læknir á Siglufirði þrautasama banalegu en hann var vinur Stefáns. Stefán heimsótti Steingrim oft þegar af honum bráði og svo sem til að beina athyglinni frá þrautunum las hann alla bókina spjaldanna á milli yfir Steingrimi. Læknirinn hafði nefnilega dvalist vestra hjá Mayoklinik en einnig stundað ávaxtatinslu I sumarleyfum og lært það tungutak er persónur bókarinnar hafa, mjög sérkenni- legt sveitamannamál. Tók hinn deyjandi maður hálfgildings loforð af Stefáni að þýða nú söguna á islensku, svo óárenni- legt sem það virðist. Til þess fékk Stefán tækifæri tveim árum siðar er hann dvaldi sumarlangt I Haganesi i Mývatnssveit hjá þeim hjónum Stefáni og Aslaugu. Vistin þar á bæ og i hinni undursamlegu sveit Hólmfriðar ömmu sinnar féll Stefáni svo vel ab hann fékk þar inni aftur næsta sumar og dvaldi þar raunar ungann úr 4 sumrum við að þýða amerisku skáld- sögurnar. Svo hefur Stefán Bjarman sagt mér. Eða hvað segir ekki Grimur: Sá er bestur sálargróður sem að vex i skauti móður. Hjalti Kristgeirsson Stefán Bjarman mun hafa verið orðinn hálfáttræður þegar undir- ritaður bar auðnu til að kynnast honum. Siðan áttum við eftir að sitja á tali fáeinum sinnum, nokkrar stundir i senn. Mér fannst samt eins og ég væri að kveðja aldavin þegar ég gekk út úr húsi hans á Akureyri einn góð- viðrisdag snemma i haust. Ég dáðist mjög að andlegu fiöri þessa öldungs og viðbragðsflýti hans, og undraðist hve fjarri þvi fór að nokkrar fastagrillur ellinn- ar hefðu bæklað skilning hans eða sijóvgað forvitni hans. Hvort sem hann talaði um menn, eða mennt- _ir, bar ræða hans vott um fágæta skyggni og jafnvægi, og um póli- tik ræddi hann án beiskju og af hollustu við samherja sina, þó að nútlmaform alþýðubaráttunnar væru honum varla allskostar að skapi. Með Stefáni Bjarman er fallinn I valinn einn siðasti Unuhússmað- urinn af kynslóð Tryggva Svörfuðar og Þórbergs Þórðar- sonar. Hann kom fyrst I Unuhús 1912, og tókst þá fljótlega vinátta með honum og Erlendi, sem var tveim árum eldri en Stefán. Ég þykist skilja að vinátta þessara ungu manna hafi verið af þvi tag- inu að vandséð sé hvor þeirra hafi verið þiggjandi og hvor veitandi, og að mótunaráhrifin hafi verið gagnkvæm. Vist er að Stefán mat Erlend I Unuhúsi mest allra manna; i bréfi sem hann skrifaði mér fyrir nokkrum árum kallar hann Erlend „ævilangan tryggðavin” sinn. Stefán var óvenjulegur kunnáttumaður og smekkmaður um bókmenntir. Á þeim árum er hann dvaldist erlendis, mest i Kanada og Bandaríkjunum, mun hann hafa fylgst náið með þvi sem var að gerast i erlendum bókmenntum, ekki sist banda- riskum. Siðan þýddi hann á Is- lensku tvö af höfuðritum banda- riskra bókmennta á öðrum aldar- fjórðungnum, The Grapes of Wrath eftir Steinbeck og For Whom the Bell Tolls eftir Hem- ingway, en á siðustu árum kom út eftir hann þýðing á Landstrykere eftir Hamsun. Og fleiri þýðingar hefur hann gert. Hann taldi að það hefði verið fyrir áhrif Erlends i Unuhúsi að honum var falið að þýða bók Hemingways, en á þvi þýðingarverki sinu hafði hann helst mætur. Hiklaust má telja Stefán einn ágætasta bókmennta- þýðanda vor islendinga á þessari öld, en þýðing hans á bók Hemingways er afreksverk, þvi þaö eru litlar ýkjur að segja að sú bók sé óþýðanleg. Stefán Bjarman er kunnastur almenningi fyrir bókmenntaþýð- ingar sinar, en ég veit að öllum þeim sem þekktu Stefán er mað- urinn sjálfur ógleymanlegur og það sem hann veitti þeim af riki- dæmi persónuleika sins er ómetanlegt. Þessi maður, sem mörg siðustu ár ævi sinnar átti við vanheilsu að striða, virtist hafa fengið listarinnar að lifa með meiri árangri en titt er. Ég sakna þess nú að hafa ekki haft nánari og lengri kynni af Stefáni Bjarman. Með þessum fáu orðum vildi ég tjá þakkir min- ar fyrir þær stundir sem mér veittust i félagsskap hreinlynds og höfðinglegs manns. Sigfús Daðason Nokkuð hefur dregist að vinn- ingur i Landshappdrætti Rauða kross Islands væri sóttur. Nú hefur eigandi vinningsmiðans, Hörður ólafsson, Njálsgötu 71, R., gefið sig fram og veitt vinn- ingnum, Bronco bifreið og hús- vagni, viðtöku. Hörður Ólafsson er öryrki, Alþjóðlega kvennaárið er geng- ið i garð. A þvi munu konur og kvennasamtök um allan heim heyja öfluga baráttu fyrir rétt- indum sinum. Það er von og ósk Menningar- og friðarsamtaka is- lenskra kvenna að islenskar kon- ur standi saman i baráttu sinni á árinu og vinni málefnum sinum allt það gagn er þær mega. MFIK beinir þvi til allra islend- inga að hafa hugföst þau orð Kurt Waldheims, framkvæmdastjóra SÞ, að timi sé til kominn að ihuga i aívöru á hvern hátt megi bæta stöðu kvenna i þágu alls samfé- lagsins. 1 tilefni kvennaársins setur MFIK fram eftirfarandi kröfur fyrir hönd islenskra kvenna: 1) að skýlaus ákvæði verði sett i stjórnarskrá islenska lýðveldis- ins um jafnan rétt kvenna og karla til atvinnu og menntunar, um jafnrétti á sviði stjórnmála, i öllum stofnunum islenska rikisins og á heimilum; hefur lengi átt við vanheilsu að striða en vinnur nú að Múlalundi. Gerir vinningur þessi honum kleift að endurbæta ibúð sina eöa fá sér nýja. Myndin sýnir þegar fram- kvæmdastjóri Rauða kross ts- lands afhendir Herði vinninginn, sem sést i baksýn. 2) að vinnuveitendum, verk- stjórum og öðrum sé óheimilt að fiokka vinnu i kvenna- eða karla- störf og liggi við þvi fébótaskylda að lögum; 3) að öll börn á höfuðborgar- svæðinu og i kaupstöðum landsins eigi rétt á dagvistun undir umsjón sérhæfðra starfskrafta, sé barn á framfæri einstæðs foreldris eða séu bæði foreldri i launavinnu. MFtK hvetur konur til að hrista af sér þá venjubundnu kvöð, að karlar hafi forgangsrétt i námi og starfi. Rekstur heimilanna verö- ur að breytast og þjónustuhlut- verk húsmóðurinnar að hverfa úr sögunni, en samhjálp fjölskyld- unnar að koma i staðinn. Konur þurfa að standa fast á mannlegum rétti sinum til sömu menntunar og sömu starfa og karlar. Höfum það hugfast, að konur standa körlum fyllilega á sporði, þegar þær taka að sér ábyrgðarstörf. íKVÖLD: UTVARP „Kaupmaðurinn í Feneyjum99 „The Merchant of Venice” — Kaupmaöurinn i Feneyjum, verður fluttur i þættinum Á hljóðbergi i kvöld. Þekktir Shakespeare-leik- arar, enskir, fara með hlut- verk, en aðeins verða fluttir stöku kaflar úr verkinu. Það er tilhlökkunarefni að hlýða á Michael Redgrave, Peter Neil og fleiri fara með þann merka texta meistarans. Og þeir sem hafa séð sýningu Þjóðleik- hússins á Kaupmanninum, sem nú fer mikið frægðarorð af, hafa nú tækifæri til saman- burðar. „Á hljóðbergi” hefst klukk- an 23 i kvöld. Af öðru útvarpsefni kvölds- ins, er rétt að benda á fimmta erindi Sverris Kristjánssonar, „Svipleiftur úr sögu tyrkj- ans”, Björn Þorsteinsson kennari sér um þáttinn „Að skoða og skilgreina”, en i þeim þáttum fjallar hann um efni ætlað unglingum — út- skýrt er ýmislegt það i sam- timanum, sem börn og ung- lingar geta verið i vandræðum með að skilja án útskýringa. Loks er rétt að benda á myndlistarþátt Magnúsar Tómassonar. —GG Avarp MFIK í tilefni kvennaárs: Stöndum fast á rétti okkar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.