Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 16
DiOBVIUINN Þriöjudagur 7. janúar 1975. Töpuðu einum rœkju- bátnum Einn besti rækjubátur þeirra á Hvammstanga er nú ekki leng- ur til rækjuveiða fallinn, en hann sökk úti fyrir Skaga er varðskip var að draga hann til viðgerðar frá Hvammstanga nú um helgina. Eru þá fjórir rækjubátar á Hvammstanga. Að sögn Þórðar Skúlasonar sveitarstjóra á Hvammstanga hefur tíð verið rysjótt á Hvamms- tanga undanfarið og snjór allmik- ill. A laugard. var urðu þrjár rútur tepptar við Staðarskála i Hrútafirði, en þær voru á suður- leið, og ætlunin hafði verið að ryðja veginn suður yfir heiðarn- ar. Af þvi varð ekki, og varð þvi að koma ferðalöngunum i svefn- stað nyrðra. Ein rútan varð eftir við Staðtarskála, önnur fór með farþega að Reykjaskóla þar sem þeir fengu gistingu, en þriðja rút- an fór til Hvammstanga. Flestir ferðalanganna i þeirri rútu voru frá Hvammstanga eða nærsveit- um, svo engir erfiðleikar urðu á að koma þeim fyrir. —úþ í aukastarfi Aðaimenn i borgarstjórn — 15 talsins — fá hver um sig kr. 25.394 kr. á mánuði i laun, segir i greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavikur fyrir árið 1975, og er þvi greinilega ekki ætlast til þess að menn sinni starfi þessu nema hluta úr mánuðinum. Vara- fulltrúar fá greiddar kr. 2.895 fyr- ir hvern fund sem þeir mæta á, en fundirnir eru sjaldan styttri en fimm klukkustundir, verða stundum — sjaldan! — 12 timar samfleytt eða svo. Borgaráðsmenn — fimm — fá 42.323 kr. á mánuði i grunnlaun. siglir niður brú Ilobart 6/1 reuter — Talið er að fjöldi þeirra sem fórust er skip sigldi á brú yfir Deerwentána á Tasmaniu i gær sé allt að 20 manns. Erfið- lega gengur að finna lik hinna látnu vegna kraps i ánni og kulda. 7.200 tonna flutningaskip, Lake Illawarra, sigldi á einn af brúarstólpunum á sunnu- daginn f myrkri og þoku með þeim afleiðingum að þrjú brúarhöf hrundu niður á skipið sem sökk eins og steinn. Lengd brúarinnar er 1.6 km en sá hluti hennar sem hrundi var 126 metra langur. Brúin ber uppi hraðbraut og var nokkur umferð á henni þegar slysið varð. Fjórir bilar steyptust fram af og fóru i sjó- inn og var fallið um 40 metrar. Ekki er vitað með vissu hve margir voru í bilunum. 2 bílar stöðvuðust á brúnni og vógu þar salt en héldust uppi. Fimm lik sjómanna af skipinu hafa fundist og tveggja er saknað en hinir komust af. Lögreglan óttast að farþegar i bflunum sem fórust hafi ver.ið allt að 20 talsins. Urgur í sjómönnum vegna veiðileyfa til erlendra loðnuskipa Áreiðanlega gripið tíl róttækra aðgerða — sagði Guðbjörn Þorsteinsson skipstjóri á Þorsteini RE, sem heldur til loðnuveiða í dag Guðbjörn Þorsteinsson akip stjóri á Þorsteini RE — Sj<Jmönnum almennt finnst það hrein svfvirða að á sama tlma og við erum að reyna að fá 50 milna landhelgina viður- kennda skuli gefið út Ieyfi til handa erlendum skipum að veiða hér á þeirri loðnuvertið sem nú fer I hönd. Alveg svo fyrir utan það, sem mér per- sónulega finnst nú minna virði, að auðvitað eykur það hina dýru og hvimleiðu löndunarbið is- lensku loðnuskipanna að hleypa erlendum skipum i veiðarnar. Sá sem er svo ómyrkur i máli er Guðbjörn Þorsteinsson, skipstjóri á aflaskipinu Þorstein.i RE, en hann hittum við niðri við höfn i gær þar sem hann og skipshöfn hans var að leggja siðustu hönd á undirbún- ing skipsins fyrir loðnuvertið- ina, en Guðbjörn og hans menn ætluðu að halda á miðin i dag. — Sjómenn hafa haldið fund um þessa leyfisveitingu og munu aldrei sætta sig við hana. Þetta er bara byrjunin, fleiri skip munu koma á eftir þegar for- dæmið hefur verið skapað, sagði Guðbjörn. Við höfum óskað eftir sjónvarpsumræðum um þetta mál en ekki fengið þær, manni virðist sem málið sé afar við- kvæmt. Til að mynda var Morg- unblaðið með smáviðtal við mig fyrir fáeinum dögum, og þar kom ég inná þetta mál, en þvi var alveg sleppt úr viðtalinu. — Hvað ætlið þið þá að gera i málinu? — Ég vil ekkert fullyrða um til hvaða aðgerða verður gripið, en ég þori að fullyrða að eitt- hvað verður gert. Það hefur fram að þessu alltaf verið nokk- uð áhrifamikið að sigla flotan- um 1 höfn, og ég á allt eins von á þvi að sllkt myndi hrifa i þessu máli. — En svo við snúum okkur að loðnuvertiðinni, þú ætlar út á morgun, og hvert ferðu fyrst? — Já, það er meiningin að halda út á morgun og þá fyrst austur fyrir landið. Annars hef- ur maður ekkert heyrt enn frá leitarskipinu, þannig að maður rennir alveg blint i sjóinn með þetta. — Nú er ekki búið að ákveða loðnuverðið, en þið byrjið samt? — Já, menn hafa nú alltaf gert það. Það er alveg eins gott að hætta veiðum ef verðið verö- uð óviðunandi eins og að biða i landi eftir þvi, kannski öllu sterkara að hætta veiðum en að byrja þær ekki. —S.dór Skipverjar á Þorsteini RE aðljúka undirbúningi fyrir fyrstu ferðina á loðnumiðin á þessum vetri. ■J Bandaríkin Atvinnuleysi stóreykst Washington 4/1 reuter — Fjöldi atvinnulausra i Bandarikjunum tók stökk I desembermánuði sl. þá voru 6.5 miljónir atvinnulaus- ar eða 7.1% vinnufærra manna i landinu. Þetta er hæsta hlutfalls- tala siðan árið 1961 en ekki hafa fleiri verið atvinnulausir samtim- is frá upphafi siðari heims- styrjaldarinnar. Arið 1940 þegar Bandarikin höfðu enn ekki náð sér eftir kreppuna komst tala atvinnuleys- ingja upp i 8.1 miljón. Þá voru vinnufærir menn i landinu aðeins 55.6 miljónir en núna eru þeir 91.5 miljónir svo þá var hlutfallslega miklu meira en nú er. En þrátt fyrir það er bessi miklu fjöldi atvinnulausra nú al- varlegt mál. Enda stóð ekki á við- brögðunum. Jafnskjótt og tölurn- ar birtust tilkynnti stjórnin að bankavextir skyldu lækkaðir úr 7.75% i 7.25% til þess að örva lánsviðskipti og vega á móti stöðnun efnahagslifsins. Er þetta önnur lækkunin á einum mánuði en 6. des. sl. voru vextirnir lækk- aðir úr 8% sem þeir höfðu verið i 8 mánuði. Stríðshótanir Kissingers KEIÐI ARABA YEKJA og einnig heimafyrir Washington, Paris og Bonn 6/1 reuter ntb — Ummæli Kissingers i blaðaviðtali I siðustu viku þar sem hann vildi ekki útiloka að Bandarikin beittu vopnavaldi ef oliurikin tækju iðnrikin „kverka- taki”eins og hann oröaði það hafa kallað á ýmis andmæli. Mahmud Riad, formaður Arababandalagsins, sagði i Kairó i dag að ummæli Kissingers væru brot á sáttmála Sameinuðu þjóð- anna og að Arabarikin yrðu að taka þau alvarlega. Sagði Riad að löndin yrðu að gera ráðstafanir til að verjast hugsanlegum átökum viö Bandarikin um oliulindirnar. Blaðið A1 Ahram I Kairó ásakar Kissinger fyrir að leika sér með eldinn og að auka spennuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Einnig sagði blaðið að orkukreppuna væri ein- ungis hægt að leysa með sam- vinnu en ekki gagnkvæmum liðs- safnaði. Tveir þingmenn demókrata i Bandarikjunum hafa fordæmt ummæli utanrikisráðherrans og kallað þau siðlaus og vitlaus. — Ég býst við að Kissinger hafi þarna misstigið sig og vona að hann jafni sig, sagði annar þeirra, Henry Reuss, i sjónvarps- viðtali. Þá hefur Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands sagt i viðtali að stjórn hans muni berj- ast gegn hverri tilraun Banda- rikjanna til að nota herstöðvar sinar I Þýskalandi til vopnaflutn- inga til Israels. Kvað hann stjórn sina staðráðna i að halda fast við hlutleysisstefnu sina i málefnum Austurlanda nær. Loks birtist i dag viðtal við Yassir Arafat leiðtoga PLO i franska blaðinu Le Monde þar sem hann segir Kissinger gleyma tveimur mikilvægum atriðum i útreikningum sinum. 1 fyrsta lagi myndu Arabarikin frekar sprengja oliulindir sinar i loft upp en að láta þær falla i hendur Bandarikjunum og „i öbru lagi eru það ekki Bandarikin sem ráða öllu um gang heimsmálanna. Við getum vænst stuðnings voldugra bandamanna”, sagði Arafat. Ekki nafngreindi hann banda- mennina en vafalaust hefur hann þar átt við Sovétrikin. Arafat lagði áherslu á að ef Arabarikin gripu til efnahags- legra hefndaraðgeraða i hugsan- legu striði við Israel myndi það koma jafnhart niður á Evrópu- rikjunum og Bandarikjunum. — Það efnahagsöngþveiti sem skap- aðist vegna aðgerða okkar myndi breiðast út um allan hinn vest- ræna heim,sagði hann. Arafat staðfesti að verið væri að undirbúa stofnun bráðabirgða- stjórnar Palestinu en kvað allt tal um útlagastjórn vera hugaróra eina. Hann upplýsti einnig, að sið- an 1965 þegar fyrsta þjóð- frelsishreyfingin var stofnuð hafi 37.600 palestinskir skæruliðar verið drepnir. Einnig sagði hann að nú sætu um 10 þúsund skæru- liðar i israelskum fangelsum til viðbótar þeim 850 sem komið hafa fyrir rétt þar og hlotið dóm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.